Íslendingur - 01.04.1981, Blaðsíða 1
r
Vinnuvikan á „Heklu“ stytt í 4 daga
Minni sala og lagersöfnun
I Flugvöllurinn í Ólafsfirði hefur komið í góðar þarfír mcðan Múlinn var lokaður.
Ljósm.: H. Hansen.
Bergþór Konráðsson, hjá Iðn-
aðardeild Sambandsins, tjáði
blaðinu að nú væri ákveðið að
hverfa til fjögurra daga vinnu-
viku í vinnufatadeild sauma-
stofunnar „Heklu“. Verður þá
lögð niður vinna á föstudögum.
Það sem þessu veldur, sagði
Bergþór, að væri minnkandi
sala og lagersöfnun af þeim
1DAG
• Fjallað er um frumsýn-
ingu L.M.A. á „Er á
meðan er“ í opnu.
• / opnu rœðir Sigurður
J. Sigurðsson um fjár-
hagsáœtlun A kureyrar
fyrir árið 1981.
• Halldór Blöndal skrifar
leiðarann, þar sem hann
gerir úttekt á sfefnu nú-
verandi ríkisstjórnar.
• íþróttir eru á bls. 6 og
þar m.a. skrifað um leik
KA og Týs í handbolta og
Hermannsmótið á skíð-
um.
völdum. Þá sagði hann að
einnig kæmi það til að með auk-
inni hagræðingu hefði fram-
leiðslan aukist og stóðu menn
þá frammi fyrir þeim vanda að
þurfa að segja upp einhverju af
starfsliðinu. í þess stað var rætt
við „Iðju“ og síðan starfsfólkið,
sem tók þessari breytingu vel og
taldi betra, en að einhverjir
misstu atvinnuna.
Þá taldi Bergþór að þetta
hentaði rekstrinum mun betur
þar sem hér væri um þjálfað
starfsfólk að ræða auk þess sem
ákveðin ,,framieiðslukeðja“
væri viðhöfð og því slæmt ef
einhverjir hlekkir hyrfu þar úr.
Þessi tilhögun hefst nú um
mánaðamótin og er gert ráð
fyrir að þetta fyrirkomulag
verði að minnsta kosti í apríl og
maí en síðan verður málið skoð-
að á ný og kæmu þá til tveir
kostir annað hvort að stytta
vinnuvikuna enn eða ef bjartara
verður framundan að færa aftur
til fyrra fyrirkomulags.
Fjárhagsáætlun Húsavíkur
afgreidd tíl síðari umræðu
Fjárhagsáætlun Húsavíkur-
kaupstaðar var afgreidd til síð-
ari umræðu á bæjarstjörnar-
fundi fimmtudaginn 26. mars
s.l. Heildartekjur bæjarins eru
áætlaðar rúmar 15 milljónir og
er hækkunin frá áætlun fyrra
árs 56.4%. Stærsti tekjuliður
áætlunarinnar eru útsvör sem
nema rúmum 8 milljónum, en
áætlunin miðar að fullnýtingu
útsvarsheimildar, það er 12.1%.
Rekstrarkostnaður er áætlaður
tæpar 12 milljónir og er hækk-
unin 60.4% frá áætlun 1980.
Stærstu útgjaldaliðir eru al-
mannatryggingar og félagshjálp
2.5 milljónir, fræðslumál 1.8
milljónir og yfirstjórn kaup-
staðarins 1.4 milljónir.
Fjárfestingar eru áætlaðar
rúmlega 11 milljónir og eru
helstu framkvæmdaliðir götur
og holræsi, og er þá m.a. stefnt
að lagningu bundins slitlags á
rúmlega tvo km af götum kaup-
staðarins. Byggingafram-
kvæmdir eru áætlaðar fyrir 3.5
milljónir og eru stærstu liðir
bygging leigu- og söluíbúða og
framkvæmdir við nýbyggingu
íþróttahúss. Fjárfestingar
vegna atvinnumála nema 2.7
milljónum. Helstu liðir þar eru
framkvæmdir við dráttarbraut
og framlag til togarakaupa.
Eignarhlutar ýmiss konar nema
715 þúsundum en þar er stærsti
liðurinn til dvalarheimilis aldr-
aðra. Til fjármagnshreyfinga
fara 763 þúsund.
Askrifendagetraun Islendings
Getraunaseðlarnir streyma nú inn. Við
minnum á að síðasti skiladagur er 6. aprfl og
verður þá hægt að birta nafn þess, sem
hreppir Sólarlandaferðina, í næsta blaði.
Komið lausnum ykkar til blaðsins eða
sendið í pósthólf 118.
Er blaðið hafði samband við
Þorkel Guðfinnsson á Þórshöfn
s.l. föstudag höfðu þau tíðindi
gerst þar að þak á fjárhúsi hjá
Þórami Björnssyni á Hallgils-
stöðum hafði brostið undan
snjóþunga og drepið 9 ær og
brákaði aðrar.
Að öðru leyti sagði Þorkell að
austur þar væri bókstaflega allt
á kafi í snjó og nefndi sem dæmi
að hann hefði ekki komist til
vinnu fyrr en eftir hádegi, þar
sem hann hefði þurft að moka
sig út og skaflar svo miklir við
norðurhlið húss hans að um 3-4
metrar væru niður að gluggum.
Hann sagði að fjöldi húsa í
þorpinu væru hreinlega í kafi.
Þó var kominn hiti er samtalið
fór fram og sagöist Þorkell vona
að úr færi að rætast.
Togarakaupin eru nú ákveð-
in, loksins, og liggur nú næst
fyrir að semja um afhendingar-
dag en í öllu því þófi sem á
undan var gengið hafði málið
tafist fram yfir þann dag sem
upphaflega hefði verið áætl-
aður.
HVAÐ ER FRAMUNDAN
I' EFNAHAGSMÁLUM?
Sjálfstæðisfélag Akureyrar
efnir til stjórnmálafundar í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri,
fimmtudaginn 9. apríl n.k. kl.
20.30.
•Alþingismennirnir. Birgir ís-
leifur Gunnarsson og Matthías
Bjarnason, ræða um málefnin:
,,Hvað er framundan í efna-
hagsmálum?" og „Hverjar eru
líkur á sáttum innan Sjálf-
stæðisflokksins?“
Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til
að koma á fundinn og taka þátt í
umræðum, en framsögumenn
munu svara fyrirspurnum sem
til þeirra verður beint, að lok-
inni framsögu.
Snjóflóð gera usla í raf-
magnslínum í Ólafsfirði
Snjóflóðahœtta og mikill snjór
í fjöllum
Mikill snjór er nú í fjöllum um-
hverfis Ólafsíjörð og mikil snjó-
flóðahætta og hafa snjóflóð
enda fallið. Svo sem fram hefur
komið í fréttum féllu tvö snjó-
flóð á Burstabrekkudal og tóku
með sér staurasamstæður úr
rafmagnslínunni yfir til Dal-
víkur.
Að sögn Jakobs Ágústssonar
rafveitustjóra féll hið fyrra
fremst á Burstabrekkudal og
tók með sér tvær staurasam-
stæður. Síðarféllannaðlítiðeitt
framar og lagði eina samstæðu í
viðbót. A þriðjudagsnótt í fyrri
viku brotnuðu síðan þrír staur-
ar i Skeiðsfosslínu í fjallinu fyr-
ir ofan Bakka sem er fremsti
bær í Ólafsfirði, þar féllu tvö
stór snjóflóð og tóku m.a. með
sér dráttarvél og stórskemmdu.
Við þessar skemmdir á raf-
magnslínunni var gert samdæg-
urs.
S.l. fimmtudag var síðan
,,snjóköttur“ fluttur frá Akur-
eyri með Drang til að flytja við-
gerðarmenn á staðinn, einnig
voru staurar og annað efni kom-
ið og var aðeins beðið eftir því
að veðri slotaði á Burstabrekku-
dal til þess að hægt væri að
hyggja að viðgerð þar, en þar
var mikil snjóflóðahætta og
ekki hættandi á að fara þangað
fyrr en veðri slotaði.
En þá féll þriðja og stærsta
snjóflóðið á þær staurasam-
stæður er áður höfðu fallið auk
tveggja annara, þannig að alls
féllu fimm samstæður í þessum
flóðum.
Bráðabirgðaviðgerð lauk síð-
an á föstudagskvöld og er nú
kominn straumurs á línuna. Þó
eru sumir staurarnir festir þann-
ig að þeim er aðeins stungið nið-
ur í snjóinn og verður ekki bet-
ur gert fyrr en snjór minnkar.
Jakob sagði að þau 30 ár sem
hann hefði verið í Ólafsfirði
hefði hann ekki séð jafnmikinn
snjó í fjöllum og nú er.
Það er SPARNADUR fyrir Norðlendinga að drekka SMiHdrykki
Á