Íslendingur


Íslendingur - 06.05.1981, Blaðsíða 5

Íslendingur - 06.05.1981, Blaðsíða 5
Léséndur leggja orð í belg . . . ndirstöðum geðlækninga Bylting í lyfjameð- ferð geðsjúkra Ragnheiður Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Jóhann Konráðsson, sjúkra- liði, og Brynjólfur Ingvarsson, yfirlæknir. Heimilislæknar, héraðslækn- ar og sjúkrahússlæknar biðja yfirleitt um meðferð fyrir veik- ustu sjúklingana, hinir sjúkling- arnir biðja oft um aðstoð sjálfir eða koma sér á framfæri fyrir tilstilli aðstandenda sinna, eða t.d. Félagsmálastofnunar Ak- ureyrar þegar aðstandendur vilja ekki eða geta ekki bland- að sér í máíin. Meðferðarstarf deildarinnar byggist á samtöl- um, ráðleggingum, fortölum, þjálfun, vinnu og geðlyfjum. Reynt er að ráða ráðum sameig- inlega og á jafnréttisgrundvelli án þess að missa sjónar af gildi sérþekkingar. Hvenær sem færi gefst er leitast við að undir- strika sjálfsábyrgð sjúkling- anna. Þeir fá t.d. ekki að leggj- ast upp í rúm og bíða eftir bat- anum, eða sitja í aðgerðarleysi og bíða eftir að geðlyf geri kraftaverk. Afturbati getur orð- ið heilmikil úrvinnsla og vinna fyrir sjúklinginn, og hér er það sem iðjuþjálfun kemur inn í myndina. Henni er ætlað það að hvetja og örfa sjúklinginn til að velja sér viðfangsefni, takast á við það á degi hverjum, einbeita huganum og þjálfa höndina, og þegar best lætur að efla sköp- unargleðina. Allt þetta saman- lagt gefur margháttaða mögu- leika á hagnýtri geðvernd sem er ein af megin undirstöðum geð- lækninga. Hlutur Kiwartismanna Kiwanismenn söfnuðu fé í haust eins og allir muna. Hluti þess rennur til T-deildar sjúkrahúss- ins á Akureyri og á sínum tíma var ákveðið að verja pening- unum til að setja á laggirnar iðjuþjálfun sem vantaði mjög tilfinnanlega. Gjöf Kiwanis- manna var höfðingleg, en hrökk þó ekki til að íjármagna allt verkið, enda fullur skilningur á því hjá sjúkrahússstjórn að leggja fram fé á móti gjöfinni svo að dæmið g'engi upp. Hverra hagur? Sé málið skoðað í stærra sam- hengi má segja að hér sé fjár- festing fólksins, bæði þeirra sem gáfu fé, þeirra sem söfnuðu, þeirra sem framkvæmdu verkið og loks einnig þeirra sem ekkert gerðu máli þessu til stuðnings. Þeirra peningar eru líka í þessu, óbeinlínis að vísu, en sem betur fer verður enginn spurður að því hve mikið hann eða hún lagði af mörkum. Iðjuþjálfunin í Skóla- stíg 7 er öllum jafn opin sem geta notfært sér þá þjónustu sem þar er veitt, þótt í bili séu þar eingöngu sjúklingar af T-deild og 2 öðrum deildum spítalans. G-deildin Brynjólfur Ingvarsson hefur einnig yfirumsjón með geðdeild þeirri sem ertil húsa við Spítala- stíg. Þar eru nú sex sjúklingar og ekki ráðgert að taka þar inn nýja sjúklinga heldur stefnt að því að leggja þá deild niður þegar til þess hafa skapast ástæður. Starfsemi geðdeildarinnar í þessu húsi hófst 1946 og leysti þá brýnan vanda að sögn Jó- hanns Konráðssonar, sem þar hefur starfað nánast frá upp- hafi. Síðasti sjúklingurinn kom þar inn árið 1976 en þar eru sjúklingar er veikst höfðu fyrir 1952 en á því ári varð gjörbylt- ing á lyfjameðferð geðsjúkra. Að sögn Brynjólfs háir fjár- skortur nokkuð starfseminni og væri t.d. æskilegt að þar færi fram iðjuþjálfun o.fl. sem sjúkl- ingum gæti orðið til styrktar. Það kom fram á fundi með blaðamönnum á dögunum þar sem starfsemi geðdeildarinnar var kynnt að þar eru nú lægstu daggjöld á landinu og eru þau um 18% af venjulegum dag- gjöldum Fjórðungssjúkrahúss- ins. Af færeyskum sjónarhól í dymbilviku komu hingað fær- eysk hjón, Óli Breckmann þing- maður, menntaskólakennari og ritstjóri m.m., ásamt konu sinni. Valtýr Pétursson listmálari kann aðist við hann af afspurn og sagði mér, að ekkert blað vinstri pressunar kæmi svo út, að Óli þessi væri ekki skammaður eða amast við honum. Sérstaklega væri kommúnistum í nöp við hann. Mér þóttu þetta meðmæli og það var ekki sökum að spyrja. Með okkur tókst þegar í stað vinátta, enda reyndist maðurinn frjálslyndur í skoðunum að mín- um smekk. Við hjón brugðum okkur aust- ur yftr fjall. Þau langaði vitaskuld að sjá Heklugos og Gullfoss og Geysir voru líka á dagskrá. Þessi náttúruundur urðu mikið tilhlökkunarefni og vöktu hrifningu hjá okkar færeysku vinum. í leiðinni skoðuðum við Búrfellsvirkjun. Hún framleiðir knappan helming raforkunnar i landinu eða 225 megawött. Áður en þessi áratugur er allur hefur raforkusalan til álversins greitt stofnkostnaðinn að fullu og allan rekstrarkostnað frá þeim tíma, er hverflarnir byrjuðu að snúast. Með þessa vitneskju svart á hvítu fyrirframan sig er erfitt að skilja, hvers vegna framsóknarmenn og kommúnistar geta ekki látið af þeirri áráttu að rægja þessa virkjun og hvernig að henni var staðið. I henni hefur draumur Einars Benediktssonar. rætst: Þjórsá maiar gull og í líkingum talað höfum við fengið virkjunina afhenta á silfurfati. / stöðvarhúsinu er uppdráttur af virkjunartilhögun þeirri, sem Einar Benediktsson var hér um bil búinn að hrinda íframkvæmd. Þar vantaði einungis herslu- muninn. Þetta vakti óskipta athygli Óla Breckmanns, enda Færeyingar illa staddir að þessu leyti að þar eru virkjunarkostir fáir og smáir, en fjarlægur draumur að fá raforkuna héðan með sæstreng út þangað. Við þvi er að búast, að þeim þyki torskiiið að hér sé alltaf nóg af fólki, sem er önnum kafið við að spilla fyrir stórvirkjunum hvar sem er á landinu. Af þessum sökum fara lífskjör versnandi í stað þess að batna verulega. Fyrir Norðlendinga og atvinnu uppbyggingu hér varðar miklu, að í Blönduvirkjun verði ráðist þegar í stað.. Ódugnaður stjórn- valda og rígur heima fyrir hafa valdið því, að dýrmætur tími hefur farið til spillis, sem á eftir að kosta þjóðina offjár. Reynslan af Búrfelisvirkjun og álverinu kennir okkur, að hér er til mikils að vinna og óbærileg tilhugsun að Norðurland verði láglaunasvæði til frambúðar. Halldór Blöndal „Mál er að linni“ og meira en það „Halló - halló.“ Ég var að hringja á flugvöllinn, vænti ferðar „að sunn- an“. Það er besta veður, komið langt fram yfir áætlunartíma, og engin vél á ferð! Loks fæ ég sarnband og leita frétta. Svarið er: „Ég á von á vél um hádegið, og það verður eina ferðin í dag,“ (líklega í stað þriggja!) Ég bölva nú ekki hátt, svona símleiðis, en spyr hvað valdi: „Flugmenn - vilja ekki - þykjast eiga inni frí“! Er það furða, þótt flugmál okkar séu á „köldum klaka“ stödd, með svona starfsliði, verður mér á að hugsa. I dag er nú reyndar ekki svo illa statt sem stundum, þegar verkfalli hefur verið beitt á þessum slóðum á mesflí annatímum flugsins, svo að milljóna tjóni er boðið heim! En sami er hugurinn að baki: ofbeldi, tillits- Iausar kröfur! En flugmenn (sumir) eru nú á margan veg „hátt uppi“ og einnig kvillahætt, a.m.k. andlega! En ungar stúlkur á jörðu niðri, á „leikvöllum" lífsins, geta nú sýnt sömu viðleitni: gert kröfur, heimtað og hótað að „ganga út“, ef ekki er gefið eftir! (En að „ganga út“ er nú afstætt og stundum mjög æskilegt!) En hafa ekki yfirvöld bæjarins (Akureyrar) reynst of hrædd við „ofbeldið" í pilsum, og sagt , já og amen“, án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum - eða hvað? Var ekki búið að semja, og undirritaðir samningar af báðum aðilum? Og svo möguleikar til lagfæringar á næsta leyti, þ.e. í ágústlok? Og nú segja „ráðsmenn", að fóstrur séu- ráðnar í 12. launaflokki, en taki laun (með þeirra samþykki) sem í 13. launaflokki væru. - Þetta er eitthvað óhreint, - er það tilraun að fela? Er nú nokkur von til þess, að fóstrur „syðra“ og á Króknum sætti sig við allt önnur kjör? Og hvað um hjúkrunarfræðinga (byrja eftir þriggja ára nám og eru svo 4 ár að ná upp í 13. launaflokk)? Kennarar o.fl. fara vafalaust að bera saman kjörin og óróast. Hér á Akureyri stóðu foreldrar viðkomandi barna með fóstrum, með þrýstihópahug. Hefði ekki mátt láta bessa hópa, fóstrur og foreldrana, semja sín á milli og jafna sakirnar um sinn en láta samningana við bæinn ó- breytta? Ég man þá rödd frá föður í hópnum, að hann hefði gjarnan borgað nokkuð til, svo að fóstr- urnar „gengju ekki út“. En hvað ætli við þyrftum mar.ga ráðherra og Alþingismenn til við- bótar þeim, sem nú sitja, svo að þeir - stjórn landsins og löggjafar - fái ráðið við þrýstihópana, oft ábyrgðar laust skemmdarverkafólk? - Líklega sama, þótt tvöfaldaðar væru töl- urnar, fyrst þessum 10 plús 60 virðist ekki geta hvarflað í hug, að hér verði að gera meira en að „líta þetta alvarlegum augum“! Hvers vegna ekki að lögfesta kaup og láta svo þá, sem neita að starfa sam- kvæmt undirrituðum sarnningum og efna til verkfalla, bera ábyrgð gerða sinna, á eitthvað s vipaðan hátt og nú er lagt til að gert verði, ef verð á framleiðslu eða vöru er hækkað umfram leyfi? Lifum við í lýðveldi eða við þrýstibópastjórn? Nú virðast Alþingismenn telja það sjálfgeflð, að þeir - og aðrir - hljóti launabætur 1. júní n.k. jafn- framt því, sem atvinnuleysi fer vaxandi, og fyrirtækin hvert af öðru eru rekin með halla, á heljarþröm, vegna tilkostnaðar, m.a. hárra vinnulauna. Hver á að borga viðbótina, rétta af? Vissulega þarf að lagfæra á einhvern hátt kjör þeirra með lægstu launin - en ekki þannig, að enn vaxi misréttið, og þetta ætti að geta tekist! En margt bendir til þess, að íslendingar, svona almennt, hafi nú mikið fé milli handa: innflutningur, utanlandsferðir, „matarseðla - áhugi“, áfengiskaup o.fl. af því tagi, svo að eitthvað sé nefnt. Eins og er, virðast flestir lands- menn getað lifað góðu lífi, efnalega, sé atvinna næg, og kröfum stillt í hóf. - Og með því móti - aðeins - er von um að áfram megi takast að skerða smátt og smátt veldi verðbólgunnar og gegn þeirri nauðsyn getur enginn ÍSLENDINGUR unnið! Hafa stjórnendur þjóðarinnar virkilega ekki annað brýnna verk- efni nú fyrir höndum, en að samþykkja án orða hækkun launa, meðan þrýstihópar, jafnvel örfáar hræður saman, fá ráðið svo högum og lögum í landinu að hella verður niður mjólk í stórum stíl (svo að bara eitt dæmi sé tilgreint), þótt milljónir barna og vaxinna svelti til bana á annarri hundaþúfu í nokk- urri fjarlægð í heimi okkar? Og þrátt í'yrir endurteknar kröfur og hækkanir (verðbætur m.a.) helst misréttið í launamálum og oftar eru það hópar hálaunaðra, sem að „ofbeldinu" standa! „Mál er að linni“ og meira en það! „Brekknakoti“, 1. maí 1981 Jónas Jónsson. LEIKFÉLAG AKUREYRAR TAKIÐ EFTIR! „Hláturinn lengir lífið.“ „Við gerum verkfall" Á AKUREYRI: Fimmtudag 7. maí kl. 20.30. Föstudag 8. maí kl. 20.30. Sunnudag 10. maí kl. 20.30. Sýnum ærslaleikinn „VIÐ GERUM VERKFALL“ Sauöárkróki mánudag 11. maí kl. 21.00. Siglufirði þriðjudag 12. maí kl. 21.00. Hofsósi miðvikudag 13. maí kl. 21.00. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. ISLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.