Íslendingur


Íslendingur - 15.07.1981, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.07.1981, Blaðsíða 2
Móttaka Forseta íslands Kl. 12.00. Við bæjarmörk nálægt Kjarna. Móttaka. Móttökunefnd Akureyrarbæjar: Forseti bæjar- stjórnar, Sigurður Jóhannesson, varaforseti bæjarstjórnar, Ingólfur Árnason, varaforseti bæjarstjórnar, Soffía Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, Heigi M. Bergs. Forseti og föruneyti: Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, að- stoðarmaður forseta, Vigdis Bjarna dóttir, Guðlaugur T. Karlsson, bæjarfógeti Ak. og Eyjafj. Elías Elíasson, bæjarfógetafrú, Sigríður Lúðvíksdóttir. Þegar fóik hefur heilsast, af- hendir lítill skáti forseta blóm og síðan verður haldið í bæinn. Kl. 14.00. Skoðunarferð um Akureyri. Kl. 14.15. Ekið að Slippstöð og hún skoðuð undir leiðsögn Stefáns Reykjalín, Kaupvangsstræti, Skipa- götu, Glerárgötu, Tryggvabraut að skrifstofuhúsi austan. Kl. 14.45. Ekið að Nonnahúsi, Hjalteyrargötu, Strandgötu, Ráð- hústorg, Hafnarstræti, Aðalstræti. Nonnahús^ skoðað undir leiðsögn Stefaníu Ármannsdóttur. Kl. 15.20. Ekið að Amtsbókasafn inu. Aðalstræti, Lækjargötu Spítalaveg, Grófargil, Oddeyrar- götu, Brekkugötu að bílastæði austan safnsins. Amtsbókasafnið skoðað undir leiðsögn Lárusar Zophoniassonar. Kl. 16.00. Ekið að Dvalarheimil- inu Hlíð, Brekkugötu, Þórunnar- stræti, Hrafnagilsstræti, Austur- byggð. Móttöku þar annast Jón Kristinsson. Málverk unglinga frá vinabæjum Akureyrar og Akureyri hanga uppi í borðsal hússins. Vistmenn safnast saman i setustofu 'heimilisins kl. 16.15 og mun forseti ávarpa þá. Dvalarheimilið skoðað og kaffi drukkið i borðsal. Kl. 17.00. Ekið að Hótel KEA, Álfabyggð, Skógarlundur, Þing- vallastræti, Grófargil. Dvalið á hótelinu til kl. 17.30. KI. 17.35. Ekið til opinberrar móttökuathafnar í Lystigarðinum. Kl.17.40. Komið að aðalhliði Lystigarðsins, þar tekur Jóhann Pálsson, forstöðumaður Lystigarðs ins, á móti forseta og föruneyti. Skátar standa heiðursvörð. Forseta afhentur blómvöndur úr íslenskum blómum. Gengið um garðinn að hátíðarsvæðinu. Lúðrasveit Ak. leikur nokkur lög. Forseti bæjar- stjórnar flytur ávarp og færir forseta langspil að gjöf, lúðrasveit leikur eitt lag, forseti íslands flytur ávarp og síðan leikur lúðrasveitin þjóðsönginn. Forseti bæjarstjórnar býður til garðveislu norðar í garðinum. í garðveislunni verður boðið upp á snittur, ostapinna, kex með ídýfu, öl, gosdrykki. Níu sex metra löngum borðum verður komið fyrir norður eftir rjóðrinu, norðan myndastyttu Mar- grétar Schiöth, þar sem veitingum verður komið fyrir. I garðinum gróðursetur forseti Islands tré. Frá þeirri athöfn fer forseti og fylgdar- lið um garðinn í fylgd Jóhanns Pálssonar, lystigarðsstjóra, og yfir- gefur garðinn fyrir kl. 19.00. Kl. 20.15. Kvöldverður að Hótel KEA til heiðurs forseta Islands, Vigdisi Finnbogadóttur, í boði bæjarstjórnar Akureyrar. SUMARSÝNING NORÐLENSKRA LISTAMANNA Sumarsýning norðlenskra málara var opnuð að Klettagerði 6 s.l. laugardag. Þar eiga 11 myndlistarmenn verk og verður sýningin opin i mánuð. Á myndinni eru nokkrir þeirra sem verk eiga á sýningunni. F.V. Kristinn G. Jóhannsson, Lýður Sigurðsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Einar Helgason, Órn Ingi og Alice Sigurðsson. Á myndina vantar Aðalstein Vestmann, Elías B. Halldórsson, Guðmund Ármann og Kristján Guðmundsson. Mynd: S. Aðalsteinsson hjAlpAhh^ HEHdur VlNttK Systraseli breytt í hjúkrunardeild Breyting á „Systraseli“ í hjúkr- unardeild er eitt af þeim verk- efnum sem hvað mest nauðsyn er að leyst verði. En svo sem áður hefur verið kynnt kemst þessi fyrirhugaða hjúkrunar- deild þvi aðeins upp og í not að það takist að fjármagna þessa framkvæmd með frjálsum fram- lögum, annars er ekki kostur eins og málin standa um þessar mundir, og aðstæðurnra leyfa ekki að við þurfum að bíða enn í mörg ár eftir verulega auknu hjúkrunarrými. Því er blásið til atlögu í þeirri von, að allir skilji og viðurkenni þörfina, og vilji leggja nokkuð af mörkum, hver eftir sinni getu. Ýmsir hafa nú þegar sýnt áhuga og velvilja og sent framlög, sumir mjög rausnar- leg, þó að skipuleg söfnun sé enn varla hafin. Líka virðist gott að heita á hjúkrunardeildina, og hafa tveir aðilar þegar farið þá leið. Bæjarstjórnir og hreppsnefnd ir víða um Norðurland hafa fengið sendibréf með beiðni um fjárframlög og þessa dagan og næstu vikur, verður leitað til fyrirtækja og stofnana í bænum og nágrenni í sama skini. Gefi þessi söfnun góða raun, sem við vonum, liggur fyrir að panta sjúkrarúm og annan búnað til deildarinnar, en á slíku er langur afgreiðslufrestur. Með haustinu, að loknum sumarleyfum, verður að treysta á að hinir ýmsu klúbbar og félög, bæði hér í bænum, og annarsstaðar á þjónustusvæði Fjórðungssjúkrahússins verði fús til að rétta hjálparhönd , með einum eða öðrum hætti. Væri vel þegið ef þeir aðilar sem flestir hefðu samband við skrifstofu okkar, en við höfum nú fengið aðstöðu á skrifstofu Rauða krossins að Skólastíg 5, gengið inn að austan sími 24803, og verður hún opin virka daga milli kl. 17 og 19. Mun Bjarni Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Rauða krossdeildarinnar verða þar í forsvari. Er þess raunar að vænta, að öllum almenningi finnist þeir eigi þangað erindi. Bréf má senda til hjúkrunardeildarinnar i pósthólf 340,602 Akureyri. Námskeið í Siglingum á Akureyrarpolli er hafið. Ennþáeru laus nokkur pláss. Innritun í síma 22722 eðaviðfélagsheimili Siglingarklúbbsins við Höfnersbryggju á kvöldin. Siglingadeild Nökkva Æskulýðsráð Akureyrar. ökumenn:Þe gar þið sjáið hesta á vegunum er besta ráðið að stoppa bifreiðina alveg þá munu hestarnir átta sig strax og fara út af veginum strax og aðstæður leyfa. Dýraverndunarfélag A kur- eyrar. f sumarbústaðinn HVÍTUR LEIR Lundia^l Blómapottar 3 stærðir Mjólkurkönnur Kertastjakar Smjörsett Trévörur Saltskálar o.fl. Kerti - handsteypt margir litir Leirvínflöskur Korktöflur Ofnar mottur Hilíur, borð og stólar Ný gerð af klappstólum Teborð Bakkar 2 stærðir Trébretti Garðborð og stólar KOMPAN SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI Gott verð Sími 25917 i QLERÁRQÖTU 20—600 AKUREYRI — SlMI 22213 — NAFNNÚMER 0IS1-7S2S (f)GARDENA GERIR GARÐINN FRÆGAN Alhliða garðsnyrtiáhöld af garöverkfærum, slöngum, slöngutengjum, úðurum o.m.fl. Hand- og mótor sláttu- vélar. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.