Íslendingur


Íslendingur - 15.07.1981, Page 6

Íslendingur - 15.07.1981, Page 6
..íþróttir...íþróttir...xþróttir...íþróttir...íþróttir.. íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Sanngjarn sigur KA - Sigruðu Vestmannaeyinga 1-0 í hörðum leik á Akureyrarvelli á sunnudagskvöldið Léleg dómgæsla setti svip sinn á leikinn Sunnudaginn 12. júlí leiddu KA og ÍBV saman hesta sína í fyrri leik liðanna í deildarkeppninni. Hafði leik þessum verið frestað fyrir alllöngu síðan vegna þess að Vestmannaeyingar urðu veður- tepptir í Eyjum. KA sigraði með einu marki gegn engu, en markið skoraði Ásbjörn Björnsson á 19. mímútu. Sigurinn kemur sér ákaflega vel fyrir KA-Iiðið sem þokast hefur frá fallhættusvæð- inu. Svipað var uppi á teningnum í þessum leik og leik þessara sömu liða í 16 liða úrslitum Bikarkeppni KSI. KA menn voru heldur sterk- ari í fyrri hálfleik, og strax á 4. mínútu átti Gunnar Gíslason skalla að marki ÍBV en Páll markvörður bjargaði. Tveimur mínútum síðar skapaðist aftur hætta við mark Eyjamanna. Þá átti Elmar gott skot að marki eftir að,hafa spólað sig í gegnum vörn ÍBV. Náði Páll að slá knöttinnn yfir. Eftir fyrstu tuttugu mínúturnar jafnaðist ’eikurinn nokkuð en Eyjamenn náðu ekki að skapa sér umtals- verð marktækifæri fyrr en á 35. mínútu. Urðu KA-vörninni á hroðaleg mistök og náði Sigur- lás knettinum, en fast skot hans hafnaði í stöng. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri og sóttu liðin til skiptis. Á 61. mínútu voru KA menn heppnir að fá ekki á sig mark. Vörnin klikkaði og Sigur- lás stóð einn í opnu færi en skot hans geigaði. Á 79. mínútu kom svo eina mark leiksins. Mikil þvaga skapaðist við mark Eyja- manna eftir harða sókn KA. Elmar skaut i varnarmann ÍBV, en af honum hrökk knötturinn til Ásbjarnar sem skoraði af stuttu færi. Leikur þessi var öllu tilþrifaminni en hinir fjölmörgu áhorfendur höfðu búist við. Hann einkenndist helst af mjög grófum og ljótum leik ÍBV, sem leiðst mörg brot einungis vegna sérlega lélegrar dómgæslu Þór- oddar Hjaltalín. Hafði hann ekki nokkur tök á leiknum, og hefði farið betur ef hann hefði látið sjá í spjöldin. Þrátt fyrir sigurinn lék KA- liðið undir getu. Vörninni hætti til að gera mistök þrátt fyrir frammistöðu Haraldar Haralds sonar sem ásamt Gunnari Blöndal átti stórleik. Fram- línuna skorti greinilega marka- skorara, og kæmi það hugsan- lega betur út ef Ásbjörn og Hinrik hefðu stöðuskipti. Um lið ÍBV er litlu við að bæta, nema að þeir eiga án efa einn ættulegasta sóknarmanninn í íslenskri knatt spyrnu í dag þar sem er Sigurlás Þorleifsson. Vésteinn Hafsteinsson HSK í snúningnum eftir metkastið sem mældist vera 53.42 metrar. Mynd: G. Svansson Landsmótið sett. Forseti bæjarstjórnar, Sigurður Jóhannesson flytur ávarp. Séð yfir tjaldbúðir. Fylkt liði frá íþróttahúsi. Úrslit á Landsmóti - Framhald af opnu Boccia Sveit ÍFA 4 stig. Sveit ÍFR 4 stig. Syeit Reykjalundar 2stig. Sveit ÍBV 2 stig. Sveit Akureyrar: Hafdís Gunnarsdóttir, Sigur- rós Karlsdóttir, Tryggvi Gunn arsson, varam.Ingvar Eiríkss. Sveit Reykjavíkur: Lýður Hjalmarsson, Lárus Ingi, Sigurður Björnsson. Sveit Reykjalundar: Siggeir Gunnarsson, Jóhann Kjartansson, Haraldur Karls- son. Sveit ÍBV: Hildur Jónsdóttir, Freydís Fannberg, Petra Jónsdíttir. Curling. Úrslit: Sveit ÍFA: Hafliði Guðmunds- son, Tryggvi Haraldsson Björn Magnússon. Sveit Reykjavíkur og Reykja- lundar (blandað): Jónatan Jónatansson, Jóhann Kjart- ansson, Haraldur Karlsson. Úrslit í þjóðaríþróttinni,glímu sem var fremur sviðlítil. Glíma Úrslit yngri flokkur: Páll Sigurðsson HSK 4 vinn. 6 stig. Davíð Jónsson HSK 2‘A vinn. 5 stig. Hans Kjerúlf UIA 2 vinn. 4 stig. Einar Stefánsson UÍA 1 /2 vinn. 3 stig. Erlingur Ragnarsson HSÞ Ovinn. 2stig. Úrslit eldri flokkur: Pétur Yngvason HSÞ 3 vinn. 6 stig. Eyþór Pétursson HSÞ 2 vinn. 5 stig. Kjartan Helgason HSK 1 vinn. 4 stig. Eiríkur Ásmundsson HSK 0 vinn. 3 stig. Judókeppnin var bráð- skemmtileg og bauð upp á mikla keppni að vanda. Judó Úrslit drengir 17 ára og yngri. Tryggvi Tryggvason UMSK 6 stig. Gunnar Rúnarsson UMSK 5 stig. Sigurður Krist- mundsson UMFG 4 stig. ÓL- afur Magnússon UMFG 3 stig. Ágúst Egilsson UMFK 1 V2 stig. Kristján Svanbergsson UMFG 1 Vi stig. Úrslit karla: Ómar Sigurðsson UMFK 6 stig. Sigurður Hauksson UMFK 5 stig. Magnús Hauks- son UMFK 4 stig. Snæbjörn Sigurðsson HSK 3 stig. Gunn- ar Jóhannesson UMFG V/2 stig. Guðmundur Ó. Ingimund arson HSK IV2 stig. Sigurvegarar í handknattleik kvenna UMSK vann HSÞ í úrslitum 11:9. í knattspyrnu sigraði UMFK lið UÍA í úrslitum 3:1 og UMFN burst- aði alla keppinauta sína í körfunni og vann ÍBK í úrslitum 86:59 (43:20). 6 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.