Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1981, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.12.1981, Blaðsíða 3
Séra Þórhallur Höskuldsson: LEYNDARDÓMUR JÓLANNA Við skulum aðgœla að mik- ið var um að vera i nánd hinna fyrstu jóla. Þá var eftirvœnting og spenna í lofti rétt eins og nú, þótt nokkuð vœri hún af öðrum toga. Ef við skyggn- umst á bak við frásögn jóla- Kirkjan á Möðruvöllum i Hörgárdal. umstangið gefið þá rétt eins og nú. En mitt i þessu öllu voru sjálf ,,jólin“ þó að koma. Það vissu fáir þá, e.t.v. aðeins hún ein, vanfœra konanfrá Nasa- ret, sem hafði numið engla- rödd sem vakti von hennar og gaf fyrirheit um J'relsara allra manna í þvi lij’i sem hún bar undir belti. Þelta er sagan af hinum fyrstu jólum. Hún sýnir að lítið fór fyrir þeim sjálfum en það var mikið ikringum þau. Samt komu þau og koma enn og boða birtu og yl, fögnuð og frið, hverjar sem umbúðirnar eru, aðeins ef við opnum hjartað Jýrir helgi þeirra og lát- um þá englarödd fá að hljóma þar, sem minnir á nálœgð Guðs meðal okkar mannanna þar sem hann vi/l fá að búa, ..fullur náðar og sannleika." ★ Þetta er undur jólanna, og hér stöndum við andspœnis þeim leyndardómi sem markar sérstöðu kristinnar trúar i heimi trúarbragðanna. ímynd barnsins litla í Betlehem, sem lagt var íjötu við eng/asöttg og návist fátœkra Jjárhirða, mœt- ir okkur veruleiki Guðs meða! mannanna. Víst er hann veik- burða og smár á mœlikvarða hins viðtekna gildismats hér í heimi. En á bak við þá smæð býr stœrð Guðs máttar og blessunar, sem engu er lík og öllu tekurfram. Það er að vísu satt að, ,, Vér erum ekki sköpuð til að skilja og sk ýra öll hin dýpstu rök". ' (D. St.) En þessa leið Guðs til okkar mannanna sjáum við ekki aðeins á jólum. Allur vitnis- burður trúarinnar hnígur í sömu átt, að almœttið vinni verk sín hér í heimi gegnum það sem ekkert erfvrir sjónum manna. Og sú sama er reynsla kynslóðanna gegnum aldirnar, þegar verk Guðs hafa orðið áhrifamest og inngrip hans boðað aldahvörf. ★ Þetta er okkur þarft að hug- leiða, þegar svo mikiðferfvrir jólunum nú á tíð sem raun ber vitni og vakti áhyggju gamla mannsins. Hið ytra umstang flytur okkur i sjálfu sér ekki nœr kjarna jóianna og missir marks ef hann gleymist. En það getur líka verið rökrétt andsvar við gleðiboðskapn- um, þegar hann hefur vakið með okkur innri þörf á að gleðjast og gleðja aðra og láta Ijósið hans lýsa upp sérhvern myrkvaðan hug og mannleg skúmaskot. Markmið kristinnajóla verð ur aldrei annað en þetta: Að við tignum hann og treystum honum, ,,sem var íjötu lagður lágt, en rikir þó á himnum hátt", honum sem ,,þina tötra tók á sig, að tign Guðs dýrðar skríði þig“. Leyndardómur þeirra lýkst þáfyrsl upp er við eigum he/ga stund með hon- um, beygjum hjartans og hug- ans knéfvrir honum, sem einn er Jœr um að veita hinn sanna fögnuð og frið, sem allir þrá innst inni og heimur samtím- ans er í svo ríkri þörffyrir. Þá munum við líka reyna ihverju ríkdómur hans er fólginn. Hann heitir elska og bróður- kœrleikur og birtist í sátt við Guð og menn, gleði og Jýrir- gefningu, friði 'og frelsi. Þá munum við revna að hann veitir kjark og þolgœði til að standast i erftðleikum Itfsins, huggun og stvrk í sorg og raunum og von eilifs lífs að lokum. Megi þessi óskiljanlegi en undursamlegi leyndardómur opinberast þér, lesandi góður, á komandi jólaliátið. Megi hann vekja þér helga, blessaða von í brjósti eins og Mariu, mitt i umróti, önn ogfyrirhöfn þessara daga. Þá er tilgangi jólanna náð. Guð gefi þér gleðilega hátíð. Þórhallur Höskuldsson. „Það fer mikið fyrir jólunum nú á tíð", sagði eldri maður nýlega þar sem hann var staddur í Ijósum skrýddri verslunargötu, sem iðaði af mannlífi, háreisti og þröng. Honum þótti greinilega sem hiðytra umstangjólanna gengi úr öllu hóji fram. E.t.v. var nokkur áhyggjuhreimur í r'öddinni, eins og hann vildi minna á að hin sönnu jólaljós eigi að lýsa ,,Ijúft og stillt og rótt". Eða Var þetta aðeins hlutlaust andvarp manns sem á helga mynd í huga af bernsku- jólum, þar sem lítið tólgarkerti ný Jlik og eilítil tilbreytni í mat voru hin ytri tákn hins innri jólafagnaðar? En hvað sem líður hugsun þessa manns, mega orð hans vekja til umhugsunar um inntak og markmið jólahalds- ins nú á tímum. Víst er umrótið mikið og það nœr til allra, eldri sem yngri. Kaup- mennska og annríki, ys og þys setur öðru fremur svip á hið ytra líf, en líka Ijósadýrð og hátíðarstemming, svo að eng- um dylst að mikið stendur til. Það er því að vonum að mörgum þyki sem hin ytri umsvif skyggi á tilgang jól- anna. ★ En getum við ekki líka sagt: Blessuð séu jólin fyrir þelta umstang allt? Hvaða ajiannað kemur árlega inn í líf okkar, hvaða tilefni sem samstillir eins hugi allra manna, eflir fjölskyldu- og vinabönd, hrœr- ir hrjúfustu hugi til mildi og einlœgni og vekur gleðikennd og vonarneisla í brjóstum þeirra sem þvngsta byrði bera? Þetta er mörgum ástæða um- rótsins i nánd jóla og viðskul- um ekki vanmeta þá undir- öldu. Hún er knúin af helgum strengjum innst isál sem gleði- boðskapurinn hefur þanið: Verið óhrœddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag Jrelsari fœdd- ur ... .“. guðspjallsins sjáum við að „öll heimsbvggðin“ hafði reyndar farið af stað. Boð hafði komið frá sjálfum keisaranum í Róm að allir létu skrá sig í œttborg sinni eða heimabyggð, einnig þegnar skatt/andanna. Engum varð undakomu auðið þegar svo víðtœka lagfœringu skyldi gera á skattamálunum. Háir sem lágir urðu að leggja land undir fót, margir ejiaust van- búnir og lítt til ferðafœrir, ekki síður en unga stúlkan frá Nasaret og unnusti hennar. Því er nærtœk sú ályktun að víða hafi verið ös og annir og kaup- tíð rétt eins og nú. Margir hafa ejiaust verið fúsir til að selja, þótt ekki vœrinema litinn grip til minningar um hina miklu skráningu, aðrir til að kaupa vinargjöf eða á þönum við að undirbúa móttökugóðragesta, frænda eða vina, sem þeir vœntu um langan veg. Við sjáum að mikið hefur líka verið um að vera í litla bænum Betlehem, margirsam- ankomnir og viða þröngt á heimilum. Gistihúsið var yjir- fullt. ★ Þetta er ytri myndin og hún er ekki svo ólik þvísem blasir við á okkar tímum. Og mörg- um hefur eflaust verið lítið um ÍSLENDINGUR - 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.