Íslendingur - 18.12.1981, Blaðsíða 11
miðaldra borgara á Akureyri, Sigurð Benediktsson að
nafni, til að giftast Guðrúnu og gangast við faðerninu.
Er barnið talið skilgetið í kirkjubókinni. Sigurður þessi
hafði fengið leyfi til að hafa veitingasölu á Akureyri, en
notaði sér ekki, enda markaður enn lítill, og einmitt
þennan sama Sigurð hafði Lever viljað gera að lögreglu-
þjóni staðarins, þó ekki yrði af. Mun sýslumaður Briem
hafa talið það móðgun við sig og lögreglustjórn sína, er
Lever gerði þessa uppástungu.
Barn Guðrúnar Jónsdóttur og Hans Vilhelms hlaut
nafnið Anton Vilhelm. Árið 1835 er hann í manntali hjá
sínum raunverulega föður, kallaður vinnumaður,
nýkominn þangað frá móðurfólki sínu á Moldhaugum.
Átti Anton síðar' eftir að gera garðinn frægan í
Arnarnesi við Eyjafjörð, og er margt mikilhæfra manna
frá honum komið.
Hans Vilhelm hóf sjálfstæðan verzlunarrekstur 1819
fyrir norðan Búðarlæk og hélt þeim rektri áfram til
dauðadags, 14. apríl 1843. Voru verzlunarhús hans
nálægt því, sem nú er Höepfnersbryggja. Hann var
þrem árum fyrir andlát sitt 11. í röð útsvarsgjaldenda á
Akureyri, greiddi þá 24 fiska, en hæst útsvar galt þá
Bertel Borgen sýslumaður, 52 fiska, eða 4 ríkisdaii og 2
mörk. Ekkja Levers, Karín Kristín, hélt verzlunar-
rektrinum áfram nokkur ár eftir dauða manns síns,
kölluð borgarinna í manntali 1850 og fleiri heimildum.
En 1855 hverfur hún á brott til Noregs, og veit ég ekki
meira af henni að segja.
Einkabarna þeirra Hans Levers og Þuríðar Sigfús-
dóttur, Vilhelmína, fæddist sem fyrr segir á Seyðisfírði
1802 og ólst upp með foreldrum sínum á Akureyri. Hún
hefur misst móður sína einhvern tíma á árabilinu 1810-
17 og eignast þá stjúpmóður þá, er fyrir skemmstu var
getið. Er hún fermdist 1817, var hún vel læs og kunni vel
allan barnalærdóminn. Tvítug að aldri giftist hún Þórði
Daníelssyni frá Skipalóni, en sá hafði framazt erlendis,
lært garðyrkju og smíðar og var nefndur Gartner og
Klejnsmed mr. Thord Lonstæd, þegar mikið skyldi við
hafa. Fluttust þau að Lóni og höfðu búshald tilkomu-
mikið og kostnaðarsamt. Næsta ár flytjast þau til
Akureyrar og tekur þá að togna á hjónabandinu, en
Vilhelmína var sögð „fríð sýnum og fagurlega áfót
komin, vitur og blíð í viðmóti.“ Árið 1825 hafði Þórður
fengið leigt hjá Jóhanni Gudmann, en í byrjun þess árs
kærir hann konu sína fyrir Briem sýslumanni fyrir
endurtekið hjúskaparbrot. í réttarprófum í ágúst leiðir
hann sem vitni yfirmenn af dönsku skipi, en landi
þeirra, Thomas Fogh, endurskoðandi við Knudsens-
verzlun á Akureyri, hafði oftar en einu sinni getið þess
við vitnin, að hann hefði haft „legemlig Omgang med
Mad. Danielsen“. Jafnframt hafði Fogh látið þess getið,
að maður hennar ætti ekki lægt með henni, að sjálfrar
hennar sögn. Upp úr þessu málaþrasi skildu þau Þórður
og Vilhelmína, en allt um það er hún þrásinnis nefnd og
skráð Mad. Danielsen.
I manntali árið 1833 er Mad. Danielsen 31 árs, talin
til heimils hjá föður sínum og stjúpu og titluð „hans
datter“. En fjórða júní þetta ár, segir Hrafnagils-
kirkjubók, að hún fæddi son, og er hann einbirni
hennar. Þá var siður presta, er bókaðar voru
barnsfæðingar og skírnir, að hafa sveinbörn sér á síðu
og meyjar sér. En nú bregður svo undarlega við, að
sveinbarn það, er Vilhelmína ól, er talið með meyjun-
um, og er öll sú bókun á dönsku, skráð með snarhönd
og torlæs óvönum. Með góðra manna hjálp þykist ég þó
mega lesa, að sveinnin væri skírður eftir afa sínum Hans
Vilhelm, en faðirinn er tilgreindur ógiftur stýrimaður á
danska skipinu Prestöe, Mads Christensen að nafni.
Ekki fæ ég séð, hvort hann skipti sér nokkuð af syni
sínum, og þó má það vera, t.d. er Hans Vilhelm yngri
fór til Danmerkur seinna meir.
Presti þótti nú hlýða að setja sviga utan um orðið
Danielsen aftan við nafn Vilhelmínu í kirkjubókinni. Er
hún kölluð ógift á Akureyrarkaupstað, og sagt er, að
VI ttflnrt a| 5arl «aaa*«.
anann Karl Baagöe, og er myndin gerð eftfr teikningu, sem
■
þetta sé beggja foreldranna fyrsta lögmálsbrot, svo að
annað hvort hefur aldrei verið talið sannað, að hún hefði
„ legemlig Omgang“ með Thomasi Fogh, ella þá, að
prestur hefur skirrzt við að rifja slíkt upp. Svo mikið er
víst, að hún hafði aldrei alið óskilgetið bam áður.
Skírnarvottar Hans Vilhelms yngra vom „hr. Capitaine
Klaus Brandt á skipinu Prestöe og hr. Handelsmand
H.W. Lever á Eyjafjarðarkaupstað og kona hans C.C.
Lever sama staðar.“
Enn er Vilhelmína eftir þetta iðulega nefnd
Maddama Danielsen, eins og ekkert haFi í skorizt, en
þetta ár kom til Akureyrar Friðrik danaprins, síðar
Friðrik konungur 7., sem hingað var sendur í
hálfgildings útlegð fyrir bága hegðun heima fyrir. Var
hann þá orðaður við Vilhelmínu og hefur þá með meiru
runnið á nafnið, því að hann átti aðra Vilhelmínu heima
í Kaupmannahöfn.
Eftir brotthvarf prinsins þarf að hyggja að alvöru
lífsins. Fráskilin kona með óskilgetið barn á ekki allra
kosta völ. En Vilhelmína er hugdjörf og vill standa á
eigin fótum. Þetta sama ár, 1834, sækir faðir hennar
fyrir hennar hönd um kaup á spildu úr Eyrarlandi
norðan við hans eigin lóð utan Búðarlækjar, svo að hún
geti komið þar upp verzlun og veitingasölu. Þessi kaup
fengust, og mun hús hennar hafa verið hið sama og
seinna varð íbúðarhús Schiöthsbakarís, en það hús
brann árið 1903. Svo mikið er víst, að í kirkjubókinni
1838 er hún titluð borgarinna og 1841 handelsborgar-
inna. Árin 1836-’41 virðist eftir manntali að dæma
dveljast hjá henni kapteinn Hans Poulsen Brandt, hver
sem hann var og hvað sem hann var að gera á Akureyri.
Að vísu er hann aðeins nefndur assistent síðasta
dvalarár sitt í bænum, væntanlega hjá Vilhelmínu, og
hverfur síðan úr bænum til Kaupmannahafnar.
Árið 1840, eftir fimm ára rekstur, greiðir Vilhelmína
25 fiska í útsvar og er 10. í gjaldendaröðinni, næst fyrir
ofan föður sinn. Þremur árum síðar lézt faðir hennar, og
má vera, að upp þaðan hafi hún og Karín stjúpmóðir
hennar búið saman um hríð, og í manntali 1846 eru talin
saman K. K. Lever 56 ára, Hans Vilhelm Lever
Christensen (aldrei þessu vant kenndurtil föðursíns) 13
ára og Vilhelmína fædd Lever 44 ára, borgarinna, en
einmitt þetta ár selur Vilhelmína fyrrverandi mági
sínum, Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni, verzlun sína
og flyzt í Syðra-Krossanes. Hafði hún með sér son sinn
og gerðist þar búandi, en stjúpmóðir hennar var kyrr á
Akureyri. Ekki skorti uppbyggilegt lesefni á heimili
Vilhelmínu í Krossanesi. Segir kirkjubók, að þar væru
til þessar bækur: Vídalínspostilla, Sturmshugvekjur,
Nýja sálmabókin, sú er kölluð var Leirgerður,
Passíusálmarnir og Bjarnabænir.
Árið eftir flutning sinn í Krossanes sendi Vilhelmína
son sinn til Kaupmannahafnar, og er hann þá kallaður
námspiltur, en ekki veit ég, hvað hann skyldi læra.
Hann kemur heim aftur frá Danmörku 1850 og er þá
nefndur assistent, og hvorki fyrr né síðar fékk hann svo
virðulegan titil. Pétur Guðmundsson segir í annál 19.
aldar, að hann hafi verið lítt að manni, og mun það rétt,
því að löngum seinna er hann nefndur „hjá móður
sinni“, jafnvel eftir að hann giftist. Var hann nú um hríð
hjá Karínu stjúpömmu sinni eftir heimkomuna, en fór
ekki aftur í Krossanes til móður sinnar.
Vilhelmína bjó í Syðra-Krossanesi til ársins 1849, en
það ár tók hún á leigu sjálft höfuðbólið Möðruvelli í
Hörgárdal og gerðist húsfreyja í Friðriksgáfu. Um það
segir Gísli Konráðsson í ævisögu sinni, að Eyfirðingar
hafi lítt boðið í jarðir og ekkert í sjálft Möðruvalla-
klaustur. Hafi þó Einar umboðsmaður Stefánsson á
Reynistað freistað þess þrisvar, „en varð að lyktum að
byggja það með leigum einum konu þeirri, er Mína hét.
Var það sú, bætir hann við, er skjóta vildi ruslabyssu á
Skagfirðinga í Norðurreið og bauð það amtmanni, en ei
vildi hann þvi sæta.“ Hefur söguhetja okkar gerzt hér
heldur herská. Ekki varð dvöl hennar löng á
amtsmannssetrinu. í fardögum árið eftir rýmir hún fýrir
hinum nýja amtmanni. Pétri Havstein, og flyst aftur í
Krossanes. Hafði hún með sér kornunga fósturdóttur,
Vilhelmínu Pálsdóttur að nafni, fædda 21. marz 1847.
Foreldrar hennar voru Páll Erlendsson og Margrét
Þorvaldsdóttir, en þau höfðu flutzt frá Akureyri og
hafið búskap í Glæsibæ sama árið og Vilhelmína fór í
Krossanes. En litla stúlkan, sem líklega hefur verið
látin heita í höfuðið á Vilhelmínu Lever, missti móður
sína nýfædd. Býr Vilhelmína í Krossanesi til 1852, en
flyzt þá til Akureyrar á ný og virðist aftur hefja þar
verzlun og veitingasölu.
Árið 1856, hinn 6. júní, voru í Hrafnagilskirkju gefin
saman Hans V. Lever „hjá móður sinni á Akureyri“,
eins og prestur segir, 23 ára, giftur fyrsta sinn, og
Sigurbjörg Hallgrímsdóttir, vinnukona á Akureyri, 18
ára, einnig gift fyrsta sinn. Sigurbjörg var fædd 6.
október 1837, bóndadóttir frá kotbýlinu Heiðarhúsum
á Þelamörk. Hún hafði verið vinnukona hjá Hallgrími
Kristjánssyni gullsmið og þannig í nábýli við þau
Levers-mæðgin, sem betur kemur fram síðar. Svara-
menn Sigurbjargar og Hans Vilhelms voru faktor
Edvald Möller áðurnefndur og apótekari Oddur
Thorarensen.
Árið eftir er Vilhelmína í manntali kölluð verzlunar-
borgarinna, og hjá henni eru ungu hjónin, en Hans
hefur enn ekki aðra stöðu en „sonur hennar“. Þar er
einnig Vilhelmína fóstra hennar og tvö vinnuhjú. I
næsta manntali er Sigurbjörg ekki hjá þeim, en komin
aftur 1859, þá nefnd maddama, en Hans eins og áður
sonur móður sinnar. En nú tekur að halla undan fæti
fyrir Vilhelmínu. Bregður hún á það ráð árið 1860 að
flytjast vestur að Hraunum í Fljótum, eru með henni
Hans Vilhelm og Vilhelmína yngri. Hef ég enn enga
skýringu fengið á þessum Guðnavink, enda varð dvöl
hennar í Fljótunum örstutt. í árslok 1861 er hún talin í
tómthúsi í húsi nr. 1 áOddeyri, væntanlegaLundi,elzta
húsi þar á eyrinni. Þar eru þá hjá henni Hans Vilhelm og
Vilhelmína, en Sigurbjörg „24 ára, skilin við mann, er
burtvikin úr sókninni að Vopnafjarðarkaupstað.“
Næsta ár er mikið um að vera á Akureyri. Bærinn
hafði hlotið kaupstaðarréttindi, og nú skal samkvæmt
nýrri reglugerð kjósa hina fyrstu bæjarstjórn 31. marz
1863. Er kjörbókin enn til, og fyrsti kjósandinn, sem þar
er bókaður, er Madame Vilhelmine, og valdi hún til
bæjarfulltrúa Jón Finsen lækni, J.P. Thorarensen
lyfsala, Pál Thorberg Johnsen kaupmann, Edvald E.
Möller verzlunarstjóra og Jóhannes Halldórsson cand.
theol. Er þetta hin mesta ráðgáta, því að þetta er 18
árum áður en konur á íslandi fengu takmarkaðan
kosningarrétt til sveitarstjórna. Þá var og það skilyrði í
Akureyrarreglugerðinni, að kjósendur skyldu hafa
goldið a.m.k. 2 ríkisdali í bæjargjöld á ári, og má vera,
að Vilhelmína hafi náð því marki, þó að hag hennar
væri þá tekið að hnigna til muna. I skjölum bæjarins er
bókað, að hún gyldi fardagaárið 1863-’64 einn ríkisdal
og 56 skildinga, en í lausafjártíund 58 skildinga. Árið
1863 telur hún fram 4 hross, en engar aðrar skepnur og
hefur kálgarð stóran, að flatarmáli 650 ferfaðma. Ekki
virðist hagur hennar hafa farið batnandi eftir það, en þó
er bókað, að hún kysi aftur til bæjarstjórnar 1866, en
það er líka í síðasta skiptið, að hún kýs.
Ekki leikur vafi á, að Vilhelmína Lever er fyrsta
konan, sem ,,kýs“ á íslandi. Ekki er mér kunnugt um,
hvort hún hefur verið tekin á kjörskrá án kæru, en þess
skal getið til skýringar, að í hinum danska texta
kaupstaðarreglugerðarinnar fyrir Akureyri var talað
um „alle Mænd“ í greininni um kosningaréttinn, og
þýðir það allir karlmenn í því sambandi. En í íslenzku
þýðingunni varð þetta „allir menn“, og má vera, að
Vilhelmína kæmist á kjörskrána í krafti þess, að hún
væri vissulega maður. Alla vega hefur hún haft einurð til
að leita ítrasta réttar síns og kannski ríflega það.
Næstu árin býr Vilhelmína inni í Fjöru, og 11. febrúar
1867 deyr einkasonur hennar, Hans Vilhelm, „í skjóli
móður sinnar á Akureyri,“ eins og það er orðað, tæpra
34 ára. Þá sýnist Vilhelmína vera komin í hús Dýrleifar
Björnsdóttur, sem fluzt hafði til Akureyrar utan úr
Tjarnarsókn í Svarfaðardal 1854, en fór til Ameríku
1873. I þessu húsi mun Vilhelmína hafa búið lengst af
síðan, og það mun sama húsið sem Kristinn Kristinsson
kallar Mínubæinn í minningum sínum og segir, að
kenndur væri við einhverja Vertshús-Mínu. Segir
Kristinn, að bær þessi hafi verið lítið eitt norðar og nær
brekkunni en Indriðahús, sem þá var kallað og enn
stendur (Aðalstræti 66), en í Indriðahúsi var Vilhelmína
einnig einhvern tíma. Enn segir Kristinn Kristinsson, að
þegar faðir hans fluttist í bæinn, hafi hann keypt þetta
hús, sem að mestu hafi verið byggt úr torfi, en svo
rúmgott, að þar gátu búið fjórar fjölskyldur. Það er
þetta hús, sem Björn Jónsson talar um í dagbók sinni,
en hann segir, að 3. maí 1868 hafi Ólafur danski, sem
var verzlunarmaður hjá Gudmann, haldið kómedíu hjá
Mad. Vilhelmine. Sóttu þangað margir, svo að húsfyllir
varð.
Örskammt fram undan Mínubænum var lítið,
snoturt hús hvítmálað, sem Einar Hallgrímsson, sonur
Hallgríms gullsmiðs, er áður getur, bjó í, en Einar þessi
giftist einmitt margnefndri fóstru ognöfnu Vilhelmínu.
Var giftingarathöfnin í Akureyrarkirkju 18. sept. 1873
og hann þá verzlunarþjónn 27 ára, en hún 26, bæði gift
fyrsta sinn. Svaramenn þeirra voru verzlunarfulltrúarn-
ir J.E. Jensen og Bernhard August Steincke. Vann hinn
síðarnefndi sér fjölmargt til ágætis á Akureyri. Hefur
gömlu Vilhelmínu sjálfsagt verið mikil stoð að nábýlinu
við nöfnu sína og tengdason síðustu æviárin, því hún
gerðist að lokum blind og karlæg. Furðulega seiglaðist
hún þó, því að fardagaárið 1870-’71 galt hún enn í
bæjargjöld einn ríkisdal og 32 skildinga. Annars naut
hún stundum einhvers konar fyrirgreiðslu af hálfu
bæjarins. Meðal barna fóstru hennar var Hallgrímur
Einarsson myndasmiður.
Vilhelmína andaðist árið 1879, og bar dánardaginn
upp á 19. júní, þann dag, er konur á Islandi fengu löngu
síðar kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Pétur
Guðmundsson segir í Annál 19. aldar, að hún hafi verið
gáfuð kona, starfssöm og veglynd, og um hana er
skrifað í Norðanfara 4. júlí: „19. f.m. andaðist hér í
bænum madama Vilhelmine borin Lever, á áttunda ári
yfir sjötugt: hún hafði lengi verið blind og veik og legið
árum saman í rúminu. Kona þessi var einkar vel gáfuð
og í mörgu tilliti fágæt afbragðskona, og allt til þess, að
hún varð blind og lagðist í rúmið, framkvæmdar- og
starfssöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörða-
móðir margra fátækra og munaðarlausra, að svo miklu
leyti sem efni hennar framast leyfðu“.
Hitt blaðið, sem út kom þá á Akureyri, Norðlingur,
segir svo: „Nýdáin er hér í bænum madama Vilhelmína
Lever: hún var einhver hin framkvæmdarsamasta og
duglegasta kona sinnar tíðar og hafði gott hjarta.“
M
''' V ^
■ ý'i
ÍSLENDINGUR - 11