Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1981, Blaðsíða 10

Íslendingur - 18.12.1981, Blaðsíða 10
Gísli Jónsson, menntaskólakennari: „HÚN HAFÐI GOTT HJARTA Þáttur af fyrstu konu, sem„kaus" á íslandi úí í þessari grein segir frá konu þeirri, er með vissu kaus fyrst til sveitarstjórnar á íslandi, Vilhelmínu Lever eða maddömu Vilhelmínu. Skortir þó mjög á, að saga hennar sé fullrannsökuð. Heimildir mínar að efni greinarinnar er ýmsar prestþjónustubækur, Saga Akureyrar eftir Klemenz jQnsson, Ævisaga Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni eftir Kristmund Bjarnason, Minningar Kristins Kristinssonar, gamals Eyfirðings, ævisaga Gísla Konráðssonar, ýmis skjalagögn í Héraðsskjalasafninu 4 Akureyri og akure^rsk blöð. Um ýmislegt í þessu sambandi hafa frætt mig Árni Jónsson, fyrrverandi Amtsbókavörður, Einar Bragi Sigurðsson, rithöfundur og Haraldur Sigurðsson, bankaritari. Til upphafs þessarar sögu nefni ég bræður tvo danska, og báru þeir ættarnafnið Lever. Hét hinn eldri Anders (Andreas, Andrés) Friðrik, líklega fæddur 1778, og hinn yngri Hans Vilhelm, fæddur 1780. Ekki er dæmalaust, að nöfnum bræðrana sé blandað saman, svo að erfítt verður sundur að greina. Segir nú fyrr af hinum eldri, föðurbróður konu þeirrar, sem hér verður fjallað um. Fyrst veit ég það af Anders Lever, að hann kom unglingur til Akureyrar og gerðist búðardrengur hjá Ólafi Gíslasyhi Waage, er þar rak verzlun skamma hríð, eða 1796-'97, að því er Klemenz Jónsson telur. Kemur þetta að vísu ekki saman við það, sem segir í kirkjubók, að þá væri Anders Friðrik 15 ára, en aldur hans má hafa verið ranglega talinn, sem ekki mun dæmafátt í prestþjónustubókum. Aldamótaárið 1800 er Anders Friðrik orðinn assistent hjá Einari kaupmanni Hjaltesteð, þá talinn 21 árs. En sama ár flyzt hann til Siglufjarðar og gerist þar verslunarstjóri. Var hann þangað sendur af Kyhn, móðurbróður sínum, er þá átti verzlun á Siglufirði. Anders Friðrik er þar talinn í manntalinu 1801, ógiftur, 23 ára, og hjá honum islenzk þjónustustúlka, Guðrún Jónsdóttir, 24 ára. En litlu síðar giftist hann Friðriku Kristínu Rasmusdóttur Lynge, en hún var fimm árum yngri en hann. Rasmus faðir hennar var bróðir Friðriks Lynge, sem síðastur var einokunarkaupmaður á Akureyri og frumbyggi staðarins. Hann reisti fyrsta íbúðarhúsið 1777. Hinn 9. ágúst 1800 var Anders Lever guðfaðir sveinsins Jörgens Kröyers, en foreldrar hans voru Jóhann Kröyer, faðir þeirrar ættar á íslandi, hreppstjóri og verzlunarmaður í Höfn á Siglufirði, og hona hans íslenzk, Rakel Halldórsdóttir. Arið eftir, í maí 1801, er Kröyer aftur guðfaðir Önnu Kristínar, dóttur þeirra Anders og Friðriku. Eitthvað hefur þó gengið hrumult í hjónabandi þeirra fyrst í stað, því að í desember þetta sama ár fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði sveinbarn, er skýrt var Andrés. Var móðirin Guðný nokkur Jónsdóttir, og „útlagði hún föður að sveininum assistent Andreas Lever, sem hefur gengið við faðerni hennar barns", eins og segir í prestþjónustubókinni. Ekki var dvöl þeirra Levershjóna löng á Siglufirði, því að árið eftir, 1802, er hann orðinn verzlunarstjóri á Reyðarfjarðarkaupstað, og þar fæðist þeim hjónum önnur dóttir þetta ár. Var sú skírð Vilhelmína Kristíana og átti seinna heima á Espihóli í Eyjafirði, eða Stórhóli, sem hann var stundum kallaður, og síðar á Akureyri, og var þá nefnd Stórhóls-Mína, til aðgreiningar frá frænku sinni og nöfnu. Stórhóls-Mína átti fyrst Stefán Stefánsson Þórarinssonar amtmanns, en síðar Bjarna Jóhannesarson frá Kambfelli í Saurbæjarhreppi. Hún andaðist að Naustum við Akureyri árið 1875 félaus einstæðingur. Þriðja dóttir þeirra Levershjóna, Vilhel- mína Gytte Friðrika, fæddist árið 1805. A Reyðarfirði var Anders Lever verzlunarstjóri til 1805, vel kynntur og vel að sér, segir kirkjubókin, og þar bregður fyrir í þjónustu hans árið 1802 Þuríði Sigfúsdóttur, ogerþá kölluð „pige",efhennierþáekki ruglað saman við Mechinu systur sína, en þeirra getur brátt nánar. Hinn 30. nóv. 1805 sóttu þeir Leversbræð- ur um 16000 ríkisdala lán til sölunefndar konungseigna til að kaupa eignir Frisch jústisráðs á Eyjafirði og Skagaströnd og endurreisa þar verzlun, en var synjað, enda taldir leppar Kyhns frænda síns. Anders var í Kaupmannahöfn ásamt bróður sínum veturinn 1805- '06 en kom þá aftur til Reyðarfjarðar ásamt konu sinni og dætrunum þremur, en var helsjúkur og dó 9 dögum eftir heimkomuna. 17. júní 1806. Gekk ekkja hans, Friðrika Krístín, fjórum árum seinna að Eiga Friðrik Möller assistent, þann, er fæddist í Fuglavaðsmyllu á Sjálandi 1788. Meðal barna þeirra var Edvald Éilert, sem yfir 50 ár var verzlunarstjóri á Akureyri og átti sæti í fyrstu bæjarstjórninni þar, þótt hann ætlaði að koma sér undan því á þeim forsendum, að hann væri hjú Höepfners húsbónda síns, en þá skyldu þeir ekki hafa kosningarétt eða kjörgengi, sem voru öðrum háðir sem hjú, svo sem. það var orðað. En á þennan skilning Edvalds Möllers á stöðu sinni vildu æðstu völd Norðuramtsins ekki fallast. Fjöldi íslenzkra afkom- enda hans ber ættarnafnið Möller, og meðal barna- barna hans var Ólafur Friðriksson, ritstjóri. Ekki veit ég, hvenær eða með hvaða hætti yngri bróðirinn, Hans Vilhelm, kom til íslands, en hann var kominn til Reyðarfjarðar 1799 í þjónustu Kyhns, og í manntalinu 1801 er talinn á Reyðarfjarðarkaupstað Andreas Vilhelm Lever, 21 árs, og mun það hann, þó að nafnið Andreas sé í staðinn fyrir Hans, enda er Anders bróðir hans í þessu manntali á Siglufirði sem fyrr getur. Hefur því Hans Vilhelm verið orðinn verzlunarmaðurá Reyðarfirði á undan eldri bróður sínum. Ekki stýrði hann þó Reyðarfjarðarverzlun einn, heldur með honum Óli nokkur Möller, og hjá þeim var „husholderske", eða ráðskona, Mechín Sigfúsdóttir, 21 árs, „ógift, þjónandi". Hafði hún eignazt sveinbarn, Andrés, með Ola þessum 1797, og 2. október 1802 ól hún honum meybarn, sem skírt var Jóhanna María. Seinna giftist Mechín Jóhanní Hendrik Biering beyki. Þegar Lever eldri tekur við Reyðarfjarðarkaupstað, flyzt Hans Vilhelm til Seyðisfjarðar og verður faktor þar. Til hans flyzt þangað árið 1802 áðurnefnd Þuríður Sigfúsdóttir og elur honum þar meybarn 1. marz það ár, og var mærin skírð degi síðar og hlaut nafnið Vilhelmína. Hefur kirkjubókin um þessa bamsfæðingu þá einkennilegu athugasemd, að eftir því sem menn viti til, sé þetta beggja foreldranna fyrsta meinalausa frillulífsbrot. Er þetta elzta heimildin um söguhetju okkar, Vilhelmínu Lever. Ekki dvaldist Hans Vilhelm lengi á Austfjörðum, því að árið 1803 tekur hann við forstöðu Kyhnsverzlunar á Akureyri. Þetta sama ár, 22. október, er hann vígður í hjónaband af Hrafnagilspresti, sr. Magnúsi Erlends- syni, sem þá var nýtekinn við embætti af föður sínum. Hans Vilhelm er þá talinn 23 ára og brúður hans og barnsmóðir Þuríður, talin jafngömul. Aldurinn kemur þó ekki heim við- prestþjónustubækur Hólma í Reyðarfirði, og mun hún aðeins hafa verið tvítug að aldri, þegar hún giftist. Hins vegar var Mechín systir hennar þá 23 ára. Þær systurnar höfðu víst átt litla sældardaga lengstum í æsku. Þeirra finnst fyrst getið í sálnaregistri Hólma 1785, og er Mechín þá fimm ára, en Þuríður tveggja. Foreldrar þeirra voru Sigfús Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, þá búandi á Bakkagerði, en höfðu áður búið á Teigargerði. Er því ekki full vissa, á hvorum bænum Þuríður er fædd. Fjórum árum síðar er heimilið í upplausn, og þá er Þuríður tökubarn á Karlsstöðum, en Mechín á Stuðlum. Árið eftir er faðir þeirra orðinn vinnumaður á Teigargerði ásamt elzta syni sínum, móðir þeirra finnst ekki, en þær niðursetningar og eru það næstu ár, að svo miklu leyti sem sjá má af kirkjubókunum, en þær eru mjög gloppóttar. Arið 1794, t.d. er Þuríður niðurseta á Karlsstöðum, lesandi, og 1795 sést Mechín í Sigmundarhúsum, niðursetning- ur, þá orðin 15 ára. Síðan er löng eyða, en 1802 er Þuríður komin til Seyðisfjarðar, en Mechín var ýmist á Reyðarfirði eða Eskifirði, þar til hún giftist á Eskifirði 23 ára Jóhanni Biering beyki, sem áður sagði, og eru þau úr sögunni ásamt börnum þeim, sem hún átti með Óla Möller. En Þuríður er sem fyrr sagði komin til Akureyrar og sannlega gift Hans Vilhelm. Voru svaramenn þeirra Jóhann P. Hemmert kaupmaður og Niels Thysen verzlunarstjóri. í sóknarmanntali Hrafnagilssóknar 1804 eru þau hjón bæði talin, en þá bregður svo við, að frúin er köíluð Maren, hvernig sem á því stendur. Læðist jafnvel að manni sá grunur, að hún hafi viljað kasta hinu stirðlega íslenzka Þuríðarnafni og kallast þjálla heiti upp á dönsku. Hvað um. Seinna er hún jafnan skrifuð Turid í kirkjubókunum, og er svo farið bil beggja, íslenzku og dönsku. Grein þessi er að uppistöðu gamalt útvarpserindi en að baki þess liggur nokkur rannsókn á ævi þeirrar konu sem fyrst kaus til bæjarstjórnar á íslandi og það átján árum fyrr en lög gerðu ráð fyrir slíku. Skýringuna á þessu undarlega atviki er að finna í gamalli reglugerð um stjórn bæjarmálefna Akureyrar og í persóhuleika og geðslagi hinnar sérkennilegu konu, Wilhelmínu Lever; I minningu hennar og þess konar geðslags er verkið unnið og greinin birt. G. J. Hans Vilhelm er nú verzlunarstjóri á Akureyri um hríð. Hann er sagður hafa verið vel gefinn, og skjöl bera þess merki, að hann hefur verið listaskrifari. Þá er hann sagður hafa talað og ritað á ensku, sem þá var mjog fátítt hérlendis, en var stríðinn og deilugjarn, svo sem heimildir votta. Einkum virðist honum hafa verið uppsigað við Gunnlaug Briem sýslumann. Árið 1808 hóf hann kartöflurækt í norðurbarmi Búðargils og er upphafsmaður þeirrar ræktunar á Akureyri. Heppnað- ist honum sú iðja svo vel, að hann fékk brátt margfalda uppskeru úr görðum sínum og hagnaðist drjúgum, því að kartöflur voru þá í háu verði. Kenndi hann Akureyrarbúum kartöflurækt, sem þeir hafa æ síðan mikið stundað. Eru Leversgarðar í Búðargili enn í rækt ög hinn eini sýnilegi minnisvarði um hann á staðnum enn þann dag í dag. En bók er til eftir han um þetta efni: Útvísan til jarðeplaræktanar fyrir almúgamenn á Islandi frá Hans Vilhelm Lever höndlunarfaktóri. Var bókin prentuð í Leirárgörðum á kostnað höfundar árið 1810 með einkunnarorðunum: Aldrei er góð vísa of oft kveðinn, á titilsíðu. Þau Þuríður, eða maddama Turid, hafa verið vel virt og voru hvað eftir annað guðfeðgin, er börn heldra fólksins voru borin til skírnar. Svo var t.d. árin 1809 og 1810, m.a. hjá kaptein Scheel, erdvaldist þáá Akureyri við landmælingar ásamt öðrum dönskum kapteini. En eftir 1810 getur Þuríðar ekki í bókum Hrafnagils- hrepps. Hefur mér dottið í hug, að hún hafi andazt erlendis. Eftirtektarvert er, að í vönduðu fólkstali á Akureyri árið 1816 fyrirfínnst ekkertaf því Leversfólki. Gæti ekki verið, að Hans Vilhelm væri erlendis með Vilhelmínu dóttur sína eftir lát Þuríðar? Ekki þykir mér það ósennilegt, en hvað sem því líður, er hann kominn til Akureyrar þegar í upphafi næsta árs, 1817, og er þá með honum síðari kona hans, Karín Kristín. Voru þau guðfeðgin barns Gísla Erlendssonar assittents. Karín Kristín var 10 árum yngri en maður hennar, fædd 1790. Um uppruna hennar veit ég ekki. Þetta ár var nokkuð tíðindasamt hjá því Leversfólki. Dóttirin Vilhelmína var fermd í Hrafnagilskirkju, en heimilisfaðirinn kynntist ungri og bráðlaglegri stúlku, Guðrúnu Jónsdóttur frá Moldhaugum, og gerði henni barn. Hún var þá 15 eða 16 ára. Var nú í vanda komið, en Lever bjargaði séí'þannig, að hann fékk efnaðan 1»fi|l Mff Plje-ip.n i }.lan>, lil ftanlflfflflfl Séð yflr Eyjafjörð Inn tll Akureyrar árið 186S. Telknlng eftlr Da blrtlst (Dansk lllustrert Tldende árið 1865. 10 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.