Íslendingur - 08.10.1980, Qupperneq 2
Fjölbreytt vetrar-
dagskrá að Hótel
Loftleiðum
Vetrarstarfið að Hótel Loft-
leiðum hófst um síðustu mánaða
mót og verður að vanda fjöl-
breytt og líflegt. Bryddað verð-
ur upp á ýmsum nýjungum fyrii
hótelgesti og ennfremur fyrii
borgarbúa og aðra þá sem
veitinga njóta í sölum hótelsins.
Á undanförnum árum hefur
Hótel Loftleiðir annað hvort
eitt sér eða í samráði við fleiri
aðila staðið fyrir kynningar-
vikum. Þar hafa verið kynnt
mörg lönd og þjóðir svo og
sérstakar borgir. Sælkerakvöld
hótelsins hafa orðið vinsæl svo
og sérstakar kynningar á mat-
vælum síld, ostum o.s.frv.
Þjóðarvikur.
Vetrarstarf að Hótel Loft-
leiðum hefst 30. september með
finnskri viku sem stendur til 4.
október. Þá verður sérstök
Kanaríeyjavika 7. til 14. októ-
ber og tékknesk vika hefst 26.
október og stendur til 2. nóv-
ember. Þá verður gert hlé á
þjóðavikum en um miðjan
nóvember verður kynning á
ostum og léttum vínum. Sérstök
desemberdagskrá verður í
Blómasal hótelsins eins og
undanfarin ár. Aðventukvöld
verður 7. desember, Lúcíukvöld
14. desember, Jólapakkakvöld
21. desember og sérstakur vík-
ingakvöldverður 28. desember.
Að loknum hátíðunum hefj-
ast Þjóðavikurnar að nýju með
bandarískri viku sem stendur
13. til 20. janúar. Þá verður
ungversk vika 18.-22. febrúarog
búlgörsk vika 4.-8. mars.
Þá eru fyrirhugaðar kynning-
arvikur um Hong Kong og
Malasýu.
Matreiðslukennsla á þriðjudög-
um - nýmæli.
Nýmæli er matreiðslukennsla
sem verður í Leiísbúð hó'tels-
ins frá kl. 18.00 til 19.00 alla
þriðjudaga. Fagmenn í ýmsum
greinum matreiðslu munu
skiptast á um að kenna. Eld-
aður verður einn eða fleiri réttir
hverju sinni sem síðan verða á
matseðli kvöldsins í Blómasal.
Víkinga- og Sælkerakvöld.
Á sunnudögum verða víkinga-
kvöld í Blómasal. Stallari og
þjónar munu klæðast að vík-
ingasið og bera fram ljúffeng-
an mjöð og þríréttaðan kvöld-
verð. Á víkingakvöldi verða
mjög þjóðleg skemmtiatriði og
gestir fá sérstaklega áritað skjal.
Sælkerakvöldin sem notið
hafa mikillar hylli verða í
Blómasal á fimmtudögum.
Matseðli ráða ýmsir þekktir
íslenskir sælkerar eða sérfræð-
ingar hótelsins í matartilbún-
ingi. Birgir ísleifur Gunnars-
son mun ríða á vaðið með
sælkerakvöldi 16. október.
Fjölskylduhátíð á sunnu-
dögum.
í veitingabúð (kaffiteríu) Hótels
Loftleiða verður efnt til fjöl-
skylduhátíðar á hverjum sunnu-
degi. Hermann Ragnar Stefáns-
son mun stjórna hátíðinni og
skemmnatriði verða margskon-
2 - ÍSLENDINGUR
ar. Þau verða aðallega miðuð
við yngri kynslóðina. Ýmis
félagasamtök munu taka þátt í
íjölskylduhátíðinni. Veislustjóri
í veitingabúð verður sjálfur
„Godi“ sem m.a. fer með börnin
í leiki og býður þeim í bíó í
kvikmyndasal hótelsins. Þarna
verður fræðsla og skemmtun á
boðstólum fyrir alla fjölskyld-
una.
Kalda borðið vinsælt.
Kalda borðið sem verið hefur á
boðstólum á hverjum degi allt
frá opnun hótelsins 1966 er
stöðugt endurbætt og nú verður
á því ferskt grænmeti og ýmsir
nýjir réttir. Þá verður „salat-
bar“ á hverju kvöldi í Blóma-
sal ókeypis fyrir matargesti. Þá
verður nýr „brauð-bar“ á Vík-
ingaskipunum.
Tískusýningar í Blómasal.
Hefð er komin áTískusýningar í
Blómasal. Þær verða í vetur
fyrsta föstudag hvers mánaðar.
Sýningarnar eru í samvinnu við
íslenskan Heimilisiðnað og
Rammagerðina. Eins ogundan-
farna mánuði mun Sigurður
Guðmundsson leika á orgel og
píanó í Blómasal fimmtudaga,
föstudaga, laugardaga ogsunnu
daga. Nýr sjávarrétta-matseðill
verður kynntur í Blómasal 1.
október n.k. og nýr matseðill
mun verða kynntur gestum 1.
nóvember.
Aðstoð og leiðbeiningar við
hótelgesti.
Gestir Hótels Loftleiða munu í
vetur njóta aðstoðar starfs-
stúlku sem leiðbeinir um kynnis
ferðir og hvað hægt er að gera
sér til dægrastyttingar á Hótel
Loftleiðum. Ennfremur hvað
helst er að sjá og heyra í
leikhúsum, kvikmyndahúsum
og öðrum skemmtistöðum borg
arinnar. Þá munu hótelgestir
eiga kost á vefnaðar- og spuna-
kennslu á vegum íslensks Heim-
ilisiðnaðar, og prjónakennslu á
vegum Rammagerðarinnar.
Þessir þættir verða í aðalversl-
unum viðkomandi aðila í Hafn-
arstræti fyrir hádegi á laugar-
dögum.
Ekki gleymist líkamsræktin.
Enn er ótalið það sem snýr að
líkamsræktinni. Sundlaug
hótelsins verður opin ókeypis
fyrir hótelgesti og þar mun
einnig fara fram kennsla í
slökunaræfingum (jóga) kl.
17.00 mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga. Leiðbeinandi
verður Zópánías Pétursson.
Einnig mun verða morgunleik-
fimi kl. 08.30 þriðjudaga,
fimmtudaga og sunnudaga og
leiðbeinandi þar verðurJóhann
Ingi Gunnarsson.
Eins og sjá má af framan-
greindri upptalningu verður um
margt að velja að Hótel Loftleið
um I vetur. Hótelstjórinn Emil
Guðmundsson og starfsfólk
hans mun leitast við að gera
hverjum gesti dvölina og
heimsóknina sem ánægju-
legasta í alla staði.
/ Margar gerðir
' af luktum
og vasaljósum
Snjókeöjur
Dráttartóg
Sterkt vopn í baráttunni við Yétur konung
Startgas fsvari fyrir blöndunga Sætaáklæði í flesta bíla
Rakaþerrir
Gluggahreinsiefni
Frostlögsmælir
Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni
fseyðir fyrir ruðusprautur
Lásaolía, hindrar ísingu í bílaskrám
Silikon á þéttilistana
-
ijósköflur, 2 gerðir . ■
Rafgeymar,
flestar gerðý
ísbræðir fyrir bílrúður
Hleðslutæki,
4 og 7 amper
Geymasambond
Startkaplar
Fjölmargar gerðir
af gúmmímottum
íssköfur, margar gerðir Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir
i Fást á bensínstöðvum Shell
Olíufélagið Skeljungur hf
Heildsölubirgðir:
Ollufólagið Skeljungur.
0|__|| Smávörudeild
Oneil . Simi 81722
Glæsilegar veitingar.
í Blómasal bjóðast
veisluréttirog Ijúfar
veitingar. Reynið kræs-
ingarkalda borðsinsí
hádeginu.
í Veitingabúð
færðu allskonar
rétti á
hóflegu verði.
, ; K.i
; X, '! £
Stærsta og fullkomnasta
hótel landsins, býðuryður
þjónustu slna. 217 vel búin
og þægileg herbergi, öll
með baði, síma og
sjónvarpstengingu.
Hérerfullkomin
funda- og ráðstefnu
aðstaða. Fyrir
fámenna fundi sem
fjölþjóða ráðstefnur.
í hótelinu er rekin fjölþætt þjónustustarfsemi.
’ Sundlaug og gufuböð, rakarastofa,
hárgreiðslu- og snyrtistofur. Einnig verslun,
ferðaþjónusta og bílaleiga er við hóteldyrnar.
Heill heimur útaf
fyrir sig. Er hægt
að hugsa sér það
þægilegra?
Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli Sími: 22322