Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Page 5

Íslendingur - 08.10.1980, Page 5
Höfundar bókarinnar Anders Hansen og Hreinn Loftsson. Valdatafl í Valhöll Innan skamms mun koma út hjá Bókaútgáfunni Erni og örlygi í Reykjavík bókin Valdatafl í Valhöll, en margir hafa spáð því að hún muni verða ein mest seldu bókanna í ár, ef ekki metsölubók. Bókin fjallar um deilurnar í Sjálfstæðisflokknum undanfarna áratugi, og er eink- um greint frá orsökum og aðdraganda þeirra deilna er urðu til þess að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var mynd uð í febrúarmánuði síðast liðn- um. Bókin mun verða um 300 blaðsíður að stærð, prýdd mikl- um fjölda nýrra og gamalla mynda. Höfundar eru tveir ungir blaðamenn, þeir Anders Hansen, sem lengi var kennari við Gagnfræðaskólann hér á Akureyri og Hreinn Loftsson. í bókinni Valdatafl í Valhöll munu verða fjölmargar upplýs- ingar sem aldrei fyrr hafa komið fyrir almenningssjónir, og þar verður að finna margt er fólki mun koma mjög á óvart. Á það bæði við um málefni Sjálfstæðis flokksins sem málefni annarra stjórnmálaflokka. Höfundar hafa víða leitað fanga, svo sem í fundargerðum félaga, fyrir- tækja og stjórnmálaflokka, þeir hafa haft aðgang að dagbókum fjölmargra manna, og síðast en ekki síst hafa þeir rætt við nær 70 manns til að afla upplýs- inga. Fréttatilkynning. Innilegt þakklæti færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐLAUGAR RÖGNVALDSDÓTTUR frá Dæli. Þökkum sérstaklega Sjálfsbjörg og starfsfólki og læknum á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri fyrir veitta aðstoð og umönnun á liðnum árum. Ingib/örg Arnadóttir og systkinin. AKUREYRARÐÆR AUGLÝSIR Frá Félagsmálastofnun Akureyrar Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að komast í samband við fólk sem vildi vinna nokkra tíma á dag við að líta til aldraðs fólks í heimahúsum. Vinsamlegast hringið í síma 25880 kl. 10-12 alla virka daga. Félagsmálastjóri. f Golffélagar G.A. Árshátíð klúbbsins er ákveðin laugardaginn 18. október kl. 7.30. Heitur matur og góð skemmtiatriði. % Þeir sem viljaverameðskrifi sig í Sport og Hljóð- færaverslun eða hringi í Jónínu í síma 21250, fyrir þriðjudaginn 14. október. Skemmtinefnd. r Bfllútaf T orfunefsbry ggju Þeir sem í bíbmm voru stuppu ómeiddir MUNIÐ BÍLBELTIN JMFERÐARRAD Nýjar bækur Framhald af t>ls. ð. Baalsrud (Eftirlýstur af Gesta- poþ - Arbeiderbladet. I fremstu víglínu er 5. bókin í bókaflokknum Hetjudáðir. Þetta eru sannar frásagnir af hetjudáðum og karlmennsku í seinni heimsstyrjöldinni. Stöðugt í lífshættu er ný bók eftir metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Áður eru komnar út á íslensku 6 bækur eftir hann. Sönn ást ný ástarsaga eftir höfundinn vinsæla Bodil Fors- berg. Þetta er 12. bókin, sem út kemur hjá Hörpuútgáfunni eftir þennan höfund. Skothríð úr launsátri eftir Francis Clifford lýsir atburðum þegar sendiráðsmaður hélt 100 manns í gíslingu í hóteli í London. Ást og eldur eftir Erling Poulsen er 5. bókin í flokknum Rauðu ástarsögurnar. Á sunnudagskvöldið kl. 21.48 fór bifreið með tveim farþegum út af Torfunefsbryggju. Tildrög voru þau að ökumaður bifreið- arinnar ásamt einum farþega höfðu brugðið sér út úr bifreið- inni en á meðan hafði farþegi í framsæti rekið sig í sjálfskipti- stöng með þeim afleiðingum að bifreiðin fór aftur á bak út af Aðfaranótt s.l. sunnudags var brotist inn í flugstöðvarbygg- inguna á Akureyrarflugvelli og þaðan stolið rúmlega 8 hundruð þúsund krónum. Að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri fékk hún tilkynningu um innbrotið á sunnudagsmorgun kl. 10.45. Farið hafði verið í skáp á staðnum og stolið kr. bryggjunni en kantur á bryggju er brotinn þar sem óhappið varð. Þegar lögreglan kom á stað- inn höfðu farþegarnir báðir komist út úr bílnum og voru komnir upp á bryggju ómeiddir. Bílnum var síðan náð úrsjónum og er hann talsvert skemmdur. 813.980.- Meira af peningum var þarna en voru ósnertir. Málið upplýstist fljótlega eða strax á sunnudaginn. Grunur beindist strax að ákveðnum einstaklingi sem sést hafði á ferli við flugstöðvarbygginguna. Hafði viðkomandi farið inn um glugga á byggingunni og verið undir áhrifum áfengis. Innbrot á Akureyrarflugyelli á nýju krónunni Bæklingur á hvern bæ Þcssa dagana er verið að scnda inn á hvcrt heimili í landinu upplýsingabækling sem Seðla- bankinn hefur látið gera um gjaldmiðilsbreyt- inguna. Bæklingur þessi, sem er hinn aðgengilegasti, leitast við að svara skilmerkilega öllum þeim spurningum sem brýnt er að allir kunni svör við þegar nýja krónan tekur gildi 1. janúar næst- komandi. Nauósynleg lesning -því fyrr, því betra Hér gefst því kjörið tækifæri fyrir alla lands- menn, fjölskyldur sem einstaklinga, að kynna sér efni bæklingsins til hlítar í góðu tómi heima við og endurlesa eftir því sent nær dregur breyting- unni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Geymið á vísum stað Munið að hafa bæklinginn góða alltaf á vísum stað þar sem allir geta gengið að honum eftir þörfum. Oll þurfum við að vera klár á nýju krónunni þegar hún tekur gildi. Ekki satt? Bæklingur á ensku og dönsku Bæklingur í enskri og danskri útgáfu verður fáanlegur fyrir þá sem þess óska. Ýtarlegri bæklingur fyrir fyrirtæki Ytarlegri bæklingur sem miðaður ersérstak- lega við þarfir fyrirtækja og stofnana er einnig til reiðu og fæst gegn pöntun í bönkum og spari- sjóðum. minni upphæðir-meira verðgildi ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.