Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Side 7

Íslendingur - 08.10.1980, Side 7
Nanna Þórhallsdóttir er nemi í húsgagnasmíði. Heilsugæslustöð og elliheimilisbygging í Ólafsfirði Tekið í notkun að hluta fyrir lok nœsta árs Hið nýja verkstæði Valsmíði að Frostagötu 6c. vinnuaðstöðu svo nú hefur verulega rýmkast um. Þá er á döfinni að bæta vélakost á næstu mánuðum og kemur þá m.a. spónlagningapressa o.fl. Harðnandi samkeppni kvað Jónas vera á innréttingamark- aðnum og hefði innflutningur innréttinga aukist um 80% frá því á sama tíma í fyrra og er þá einkum um innflutning frá Noregi og Danmörku að ræða. Þó kvað hann fyrirtækið vel samkeppnisfært bæði hvaðverð og gæði snerti enda virtist hin erlenda framleiðsla fara að mestu á Reykjavíkursvæðið. Valsmíði s.f. annast grunn- teikningar og útlitsteikningar af innréttingum og gerir verð- tilboð viðskiptavinum að kostn- aðarlausu og er reynt að fara að óskum þeirra hvað útlit og viðarval varðar. Næg verkefni eru nú framundan hjá fyrirtæk- inu og er Jónas bjartsýnn á framtíðina þótt nú virtist nokk- uð þröngt um fjárhag hjá fólki um sinn. Guðmundur við vinnu. Slysum í umferðinni fer fjölgandi Hvað er til varnar? Á að lögleiða notkun bílbelta? Laugardaginn 27. sept. s.l. var húsinu á Akureyri og var þar og tii hvaða ráða ætti að grípa í haidinn fundur í Sjálfstæðis- fjallað um öryggi í umferðinni því sambandi. Til fundarins mættu m.a. Ólafur Ólafsson, landlæknir og Rune Andreas- son, ráðgjafi hjá Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu Þjóðanna. í máli Rune Andreasson á fundinum kom fram að hann teldi það ótvíræðan kost að lögleiða notkun bílbelta. Alls staðar þar sem það hefði verið gert hefði verulega dregið úr slysum. Áróðurinn einn dygði ekki og þetta væri þeim mun brýnna hér á landi þar sem umferðaslysum fer hér fjölgandi gagnstætt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Að sögn Andreasson duga bílbeltin þó aðeins upp að vissum hraða ökutækisins en þegar hraðinn væri kominn upp fyrir viss mörk væri ekkert til bjargar. Lög um notkun bílbelta duga þó skammt nema þeim sé fylgt eftir með refsingu ef brotin eru. Andreasson taldi að læknar væru yfirleitt mjög hlynntir bílbeltum en það væru stjórn- málamanna að taka ákvörðun. Hann gat þess að í Svíþjóð hefðu miklar umræður farið fram áður en ákvörðunin var tekin um að lögleiða notkun bílbelta en eftir að það hefði verið samþykkt hefði ekki heyrst gagnrýnisrödd. Undanfarin ár hefur elliheimili og heilsugæslustöð verið í bygg- ingu í Ólafsfirði. f ágúst s.l. var lokaáfangi byggingarinnar boð- inn út en byggingin er nú tilbúin undir tréverk og hefur staðið svo nú í nærfellt eitt ár. Eitt tilboð barst í loka- áfangann frá Tréver h.f. Ólafs- firði og var tilborðsupphæðin kr. 284.149.850.-. Fyrsta hluta lokaáfanga skal skila 1. október 1981 og er það sjúkra og elliheimilishlutinn. Síðari hluti verksins sem er frágangur Heilsugæslu og þjónustumið- stöðvar skal skilað 1. júní 1982. Samkvæmt fjárlögum 1980er ríkisframlag til byggingarinnar á þessu- ári 90 milljónir. Að sögn Péturs Más jóns- sonar, bæjarstjóra, er gert ráð fyrir að 17 vistmenn geti dvalið á elliheimilinu en það er til marks um þörfina að um 25 hafa þegar sótt um vist þar. Nú munu liðin um 14 ár síðan fyrst var tekið til við byggingu þessa mikla húss í Ólafsfirði og sjá menn nú fram á að húsið verði að hluta tekið í notkun fyrir lok næsta árs. Sigurður Jóhannesson, Siggi skó, er einn þeirra sem bíður með óþreyju eftir nýja dvalarheimiiinu. ÍSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.