Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Síða 8

Íslendingur - 08.10.1980, Síða 8
Fímmta helgarskákmótið verður á Akureyri Margir snjöllustu skákmenn okkar meðal þátttakenda Fimmta helgarskákmót Tíma- ritsins „Skák“ og Skáksam- bands íslands verður haldið á Akureyri 10.-12. október n.k. Mótið hefst föstudaginn 10. október kl. 14 að Hótel KEA og mun forseti bæjarstjórnar Ak- ureyrar væntanlega setja mótið og sú hefð hefur komist á að sýslumaður á hverjum stað leikur fyrsta leikinn. Búist er við mikilli þátttöku - þannig að þetta verður væntan lega fjölmennasta helgarskák- mótið til þessa. Meðal þátt- takenda verða margir snjöllustu skákmeistarar þjóðarinnar en öllum er frjálst að taka þátt í mótinu. Sex umferðir verða telfdar, tvær hvern dag og er umhugsunartími 1 /2 klst. fyrir fyrstu 30 leikina og síðan hálftími til að ljúka við skákina. Fyrsta umferðin hefst kl. rúmlega 14 á föstudag og önnur umferð kl. 20. Á laugardag verður 3. umferð tefld kl. 8.30 og4. umferðkl. 14,síðanverður 5. umferð tefld kl. 8.30 á sunnudagsmorgun og 6. og síðasta umferð kl. 14. Mótinu lýkur síðan með kvöldverðaboði Bæjarstjórnar Akureyrar og verðlaunaafhend- ingu. Þau fjögur mót sem þegar hafa verið haldin fóru fram í Keflavík þar sem Helgi Ólafs- son, Friðrik Ólafsson, og Margeir Pétursson urðu efstir og jafnir. f Borgarnesi varð Guðmundur Sigurjónsson efst- ur en Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason í öðru. Á mótinu á ísafirði urðu Helgi og Friðrik efstir en á Húsavík Helgi Ólafsson. Þegar er ákveðið, að sögn Jóhanns Þóris, ritstjóra „Skák“ að halda slík helgarskákmót á Neskaupstað, Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum og verið að athuga möguleika á mótum á Blönduósi eða Sauðárkróki og Kópavogi. Mótin hafa orðið mjög vinsæl og þótt menningarviðburðir þar sem þau hafa verið haldin og er þetta í fyrsta skipti sem skák- menn úti á landsbyggðinni fá tækifæri til að tefla við snjöll- ustu skákmenn þjóðarinnar. Frá skákmótinu á ísafirði. LÍFEYRISSJÓÐUR TRÉSMIÐA Sjóðfélagar Lánsumsóknum þarf að skila fyrir 15. okt. n.k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu sjóðsins að Ráðhústorgi 3. Stjórn Lífeyrissjóðs trésmiða. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 13. október ki. k!U.30 í Sjálfstæðishúsinu Akureyri. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Rafmagnsorgel Margar gerðir m lUNÁBÚÐtN Simi 22111 Við erum klárir SNJÓDEKK fyrir veturinn - Kaupið það besta • Bridgestone snjódekk • Neglum gömul dekk. • Good Year snjódekk • Hvítir hringir. • Sóluð dekk. • Vörubíladekk. íslensk og amerísk Bflaþjónustan Tryggvabraut 14 Dekkaverkstæði - Símar 21715 og 23515 Nýjar bækur frá Hörpuútgáfunni Ný blanda úr Borgarfirði og sjö aðrar nýjar bækur eru væntan- legar í íiaust frá Hörpuútgáf- unni á Akranesi. „Á árunum fyrir og eftir 1960 voru tveir fréttaritarar Morgun- blaðsins frægastir fyrir frétta- skeyti sín. Það voru Oddur Sveinsson á Akranesi og Regína Thorarensen á Gjögri. . . “ Þannig byrjar einn kaflinn í fjórðu bókinni af Borgfirzkri blöndu sem væntanleg er á markaðinn í haust. í þessum þætti er greint frá lífshlaupi hins sérstæða fréttaritara Odds Sveinssonar og litríkum æviferli hans. Birtar eru margar af eftir- minnilegustu fréttum hans, einnig myndir. Líklegt er að mörgum komi á óvart að lesa um hið ævintýrlega líf hans. I þessari nýju Blöndu eru auk þess fleiri þættir af skemmtilegu og sérstæðu fólki, gamansögur, 'gamanvísur og skopkvæði, einnig þjóðlífsþættir, frásagnir af slysförum, draumum og sagnaþættir. - Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi hefur safnað efninu í þessa fjórðu bók eins og hinar fyrri og sjálfur skráð hluta af því eftir frásögn- um fólks og samtíma heimild- um. Meðal annarrasemeiga þar efni eru: Andrés Eyjólfsson í Síðumúla, Björn Jakobsson, frá Varmalæk, séra Brynjólfur Gíslason í Stafholti, Gísli Sig- urðsson Akranesi, Guðmundur Brynjólfsson á Hrafnabjörgum, Karl Benediktsson á Akranesi, Kjartan Bergmann Guðjónsson frá Flóðatanga, Magnús Sveins son frá Hvítsstöðum, Sigurður Jónsson í Tryggvaskála, Sig- urður Guðmundsson frá Kols- stöðum, Sveinbiörn Beinteins- son á Draghmsi, Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöð- um, Þorvaldur Þorkelsson frá Lundi. Stuðlamál - safn af kvæðum og rímum eftir Einar Beinteins- son skáld frá Draghálsi. Einar var fæddur í Grafardal 5. febrúar 1910, en andaðist í júlí- mánuði 1978. Hann var sonur hjónanna Beinteins Einarsson- ar og Helgu Pétursdóttur. Það vekur athygli að fimm systkini á þessum afskekkta bæ hafa öll orðið afburða rímsnillingar. Þau eru auk Einars: Halldóra, Sigríður, Sveinbjörn og Pétpr. Fæst af kvæðunum í þessari bók hefur áður verið birt á prenti. Þegar neyðin er stærst eftir Asbjörn öksendal. Þetta er sönn frásögn af flótta úr þræla- búðum Nazista í Noregi yfir til Svíþjóðar. Ummæli norskra blaða um þessa bók eru öll á sama veg: „Frásögn öksendals afþræla búðunum og flóttanum er engu öðru lík. Hún er svo spenn- andi að við stöndum bókstaf- lega á öndinni.“ - VÁrt land: „Bók í sérflokki. Aðeins ein bók um hliðstætt efni er sambærileg og það er bókin um Jan Framhald á bls. 5. 8 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.