Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 10

Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 10
Iþróttir Umsjónarmenn: RAGNAR ÞORVALDSSON EINAR PÁLMI ÁRNASON Sigurlið Dagsbrúnar. Ungmennafélagið Dagsbrún sigraði í EyjaQarðarmótinu 1980 Ungmennafélagið Dagsbrún, Glæsibæjarhreppi varð sigur- vegari í Eyjafjarðarmótinu 1980. Liðið sigraði alla and- stæðinga sína í b-riðli keppn- innar og lék til úrslita gegn Árroðanum Öngulstaðahreppi, en það lið sigraði hinn riðil keppninnar í ár. Ekki dugði einn leikur til að útkljá mótið, fyrst skildu liðin jöfn 1-1, en er reynt var að nýju sigruðu Dagsbrúnarmenn 2-1. Mörk sigurliðsins skoruðu Hafþór Sigurgeirsson og Zóphanías Árnason, en mark Árroðans skoraði örn Tryggvason úr vítaspyrnu. Meðfylgjandi mynd er af sigurvegurunum ásamt þjálfara liðsins Þresti Guðjóns- syni. Þá er túni Trölladyngjujötnanna runninn upp Guðmundur Sigurðsson heimsœkir akureyska lyftingamenn. Við svitnum og okkur hitnar með kólnandi veðri énda styttist í metaregn vetrarins. Þetta gæti allt eins verið mottó akureyskra lyftingamanna sem nú eru í óða önn að búa sig undir átök vetrarins. Þetta merkir þó ekki að jötnarnir úr Trölladyngju hafi setið aðgerðarlausir í allt sumar, nei ekki aldeilis, þeir hafa æft uppá hvern einasta dag og eru tonnin eflaust nokkur sem lyft hefur verið. Nú tekur hinsvegar alvaran við og hafa þeir félagar nú fengið þekktasta lyftingamann okkar Tslendinga sér til leið- beiningar, Ármenninginn Guð- mund Sigurðsson. Guðmundur sem er núverandi Norðurlanda- meistari dvelur hér í vikutíma. Þótt ekki sé tíminn lengri munum við eflaust ná út úr honum eins miklu og hægt er þar sem Guðmundur er sá besti og um leið mest reyndasti lyftingamaður sem völ er á hér á Islandi, sagði Bernharð Haralds son formaður Lyftingaráðs Ak- ureyrar. Aðspurður um hvað framundan væri tjáði Bernharð okkur að næsta stórmót væri Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Reykjavík dagana 1-2 nóvember næstkomandi. Þá styttist í Grétarsmótið þar sem keppt er í kraftlyftingum og má þar búast við mörgum þekktum nöfnum sagði Bernharð að lokum. Körfuknattleiksdeild Þórs Æfíngatafla: Mánudaga. 4. fl. kl. 4.00 (íþróttahús Glerárskóla) M.fl. kl. 9.00 (Iþróttahús Glerárskóla) Þriðjudaga. 3. fl. kl. 10.00 (íþróttahúsi Glerárskóla) M.fl. kl. 6.30 (Skemman) Miðvikudaga. Minibolti kl. 3 (íþróttahúsi Glerárskóla) M.fl. kl. 10.00 (Skemman) Fimmtudaga. M.fl. kl. 9.00 (íþróttahús Glerárskóla) Föstudaga. 4. fl. kl. 2.45 (íþróttahúsi Glerárskóla) 3. fl. kl. 3.45 (íþróttahúsi Glerárskóla) M.fl. kl. 7.00 (Skemman) Gary Schwartz þjálfar alla ’lokka. Guðmundur Sigurðsson í hópi akureyriskra jötna. SEPTEMBER - SEPTEMBER - SEPTEMBER - SEPTEMBER - SEPTEMBER - Sporthúydhf íslendingur ^porthú^idw íslendingur íþróttamaður- mánaðarins: Oskar Ingimundarson Óskar Ingimundarson markaskorarinn mikli úr KA hefur verið kjörinn íþróttamaður mánaðarins. Iseptem- ber varð Ijóst að lið hans hafði sigrað með glæsibrag aðra deild íslandsmótsins í knattspyrnu og um leið sett nýtt stiga og markamet eftir að íjölgun liða í deildinni átti sér stað. Þáttur Óskars í þessari velgengni er stór, af 61 marki KA gerði Óskar hvorki meira né minna en 21 eða rúmlega þriðjung marka liðsins. Auk þessa gerði hann fjölda annara marka hvort heldur var í æfingaleikj- um, bikarkeppni K.R.A. eða bikarkeppni K.S.Í. Óskar gerði fleiri mörk en nokkur annar leikmaður hvort heldur er í fyrstu eða annarri deild og má því með sanni segja að hann sé ókríndur markakóngur 1980. A meðfylgjandi mynd má sjá er einn af eldri markaskorurum KA Sigbjörn Gunnarsson afhendir þeim nýbakaða skó að eigin vali úr verslun sinni SPORTHÚSINU. 10 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.