Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1984, Page 5

Íslendingur - 02.08.1984, Page 5
4 Ritstjóri: Halfdór B föndal Blaðamaður: Baldur Sveinbjörnsson Auglýsingastjórl: Kristin Ottesen Ritstjórn. simi: 21501 Auglýsingar, sími: 21500 Askrifiargjald: kr. 130 á ársfjóröungi Lausasala: kr. 10 eintakið Auglýsíngaverð: kr. 140 dálksm. Prentun: Tæknideild islendings og Dagsprent Áfram á sömu braut Efnahagsráðstafanimar líggja nú fyrir. Markmiö þeirra er tvíþætt. Annars vegar vita þær að sjávarútveginum og bæta hvort tveggja í senn reksturinn og greiðslu- stööuna. En eins og Þorsteinn Pálsson hefur lagt áherslu á, veröa útvegsmenn og fískverkendur líka að taka verulega á í aukinni hagræöingu. Sú þróun er þegar hafin, en nauðsynlegt aö ná par meiri árangri. Þegar hvorttveggja ríöur yfir í senn aflabrestur og verðfall á afurðunum er nauðsynlegra en nokkru sinni aö allra ráöa sé leitað til aö auka framleiöntna. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar miða ekki síst að því. Hins vegar fela efnahagsráðstafanirnar í sér aö- gerðir í peningamálum, sem munu auka sparnaö og draga úr viðskiptahallanum. Nauösyn þessa er aug- Ijós. Bankakerfið er veikt. Eigiö fé innlánsstofnananna brann upp í verðbólgunni um leiö og spariféö, sem hefur valdið vaxandi eftirspurn í.erlent lánsfé, sem nauðsynlegt er aö hamla á móti. Þá heldur ríkisstjórnin aö sjálfsögóu fast viö þá stefnu, aö eyösluskuldum verði ekki safnað upp erlendís með vaxandi viöskipta- halla svo sem var í tíó síðustu ríkisstjórnar og viö súpum nú seyðið af. Eins og Þorsteinn Pálsson hefur lagt áherslu á, veröa aldrei gerðar ráöstafanir, sem meö einhverjum endanlegum hætti verða fullkomnar. Atvinnu- og efna- hagsmálin eru þess eölis, aö þau hljóta aö vera stöðugt viðfangsefni stjórnvalda. En þaö, sem Ijósíega greinir þessar efnahagsráðstafanir frá öðrum siíkum á síöustu árum, er, aö þær miöa að því aö varðveita þaö, sem unnist hefur, af því aó við höfum verið á rettri leió. VerðbóIgan hefur hjaönaó úr130% niður fyrir I5% og stórlega hefur dregió úr vióskiptahalla. Þaö er ekki lítiil árangur á einu ári og hefur óneitanlega kostað fórnir. En einmitt þess vegna er brýnt, aö halda sama strikið, af því aö það er eina leiðin, sem fær er til bættra lífskjara. Það er öllum hollt aö hafa í huga, ekki síst þeim, sem nú hafa sett fram kröfur um 30% launa- hækkanir öllum til handa án þess að neín verðmæti standi þar aö baki. Þvert á móti hefur þjóöarframleiösl- an minnkaö vegna aflabrests á þorskveiöum eins og allir ættu að vita. Tekjuskattur - ónýt flík Álagningu skatta er lokió og skattskrárnar hafa verið lagðar fram. Eins og jafnan áöur leiöa þær ýmislegt þaó í Ijós, sem erfitt er aö skilja og sætta sig við. Þannig heldur þeim dæmum áfram aö fjölga, aö tekjulausir menn og skattlausir ráöast í feikn/mikla fjárfestingu, meöan aðrir, sem greiöa skatt af öllum sínum tekjum, eiga fyrir nauðþurftum og kannski rúmlega þaö. Misrétbaf þessu tagi er ólíðandi.i Skattskráin leiðir einnig í Ijós'annan alvarlegan skafanka. Það er mismunun skattheimtunnar, eftir því, hvort annað hjóna aflar teknanna eöa þau gera það sameiginlega. Þetta er augljóslega ranglátt og raunar órökrétt, þegar um barnafjölskyldur er aö ræöa. Móóir, sem er heima hjá börnum sínum, sparar þjóðarbúinu mikiö fé með beinum og óbeinum hætti. Hitt er þó sýnu mikilvægara, aö hún rækir á heimili sínu uppeld- is- og menningarstarf, sem fáránlegt er aó refsa fyrir. Ríkisstjórnin hefur markað nýjar brautir í efnahags- og atvinnumálum, en skattamálin hafa oröió að víkja vegna erfiörar stööu ríkissjóðs. En skattskráin nú staöfestir, aó lengur veröur ekki beöiö. Næsta skrefið er aö endurmeta tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs frá grunni. Mesta hreingerningin yrói sú, aö kasta stighækkandi tekjuskatti burt eins og ónýtri flík. Hann var hvort eö er á misskilningi byggöur frá upphafi. Átti aö leggjast þyngst á þá, sem mestar höföu tekjurnar, en hefur í raun orðið refsivöndur á þá, sem mest vinna, og rekiö þá inn í vítahring mikillar vinnu og hárra skatta. Bí. 3$lctic(in0ur FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Jslcndmaur 5 í Laxdalshúsi voru nokkrar glæsilegar ung- meyjar að skreyta sig. Galdramaður í kjól og hvítt, Haraldur Ingi Haraldsson, afsakaði seinaganginn, sem fór þó greinilega hvorki í taugarnar á honum né mér. veðrið, og fór því svolítið í taugarnar á einstaka dansara, sem hefur sjálfsagt gælt við þá hugmynd að Akureyringar breyttust á einni nóttu úr daufgerðum hæglætismönnum í tryllingslega muchachos og eggjandi senoritas. ur bar þar af öðrum, myndlistarmaður, vert og einn af helstu hugmyndafræðingum gleð- innar. Örn Ingi Gíslason, skrýddur rauðu úníformi. ættuðu frá danska póstveseninu, bar á höföi píkador-hatt og var vajdsmannslegur að hætti Napóleons, lágvaxinn og stjórnaði með augunum. Hann var ekki daufur í dálk- inn, þótt fárið væri að rigna. „Við þurfum að lyfta sérstöku fargi vegna veðursins”, viður- kenndi hann þó, og átti sennilega við, að lægðin austan við landið bættist við eðlislæg þyngsli okkar Akureyringa. Hermann Arason, framkvæmdastjóra, var hvergi að finna. „Hann er upp urinn”, sagði einhver óábyrgur. Hins vegar er melónumær- ingurinn góði, signor Cosimo Fucci, merktur tæknideild og önnum kafinn við að siða til liðorminn Nikulás á flötinni við Samkomu- húsið. Cosimo vann verk sitt multo con vivace og kom fyrir ekki, því ormurinn var ungur og lét illa að stjórn. Óæðri endinn á honum var af Reykjaætt og svolítið óútreiknanlegur. Eftir hádegið kulaði af noðri í stað logns- ins, sem verið hafði um morguninn. Skúraleið- ingar voru út með firðinum beggja vegna og útlitið ekki björgulegt. Fjöldi fólks var þó saman kominn á flötinni við Samkomuhúsið, allmargir í múnderingu, málaðir vel og tóku suðrænar rokur, hinir þó miklu fleiri, sem spásseruðu í rólegheitum og létu öðrum eftir sömbuna. Yfirleitt höfðu menn það gott og voru ánægðir með tilbreytinguna. En þetta var ekki að öllu leyti eftir forskriftinni fremur en Fellur ei tré við fyrsta högg. Vinur minn, innfæddur arkitekt haföi um það stór orð, daginn fyrir „karnivalið”, að bregðast vel við kallinu, koma dulbúinn og sletta ærlega úr klaufunum. Og þarna stóð hann svo, uppá- búinn í réttstöðu, og ég við hliðina á honum, báðir kulsælir og jafn leiðinlegir, fæddir og uppaldir j á Suður-Brekkunni á borgaralega vísu. „Við þessu er ekkert að gera”, sagði hann mér í trúnaði. Það er satt. Það verður að taka okkur Akureyringa eins og við erum, alla vega í tíu gráðu hita og súld. Á staðnum var að vísu besta aðstaða til að skipta um ham. Upp úr grassverðinum var sprottin skipsbrú. Þar stýrði Guðlaugur Ara- son andlitsupplyftingu gegn vægu verði, af- sláttur fyrir fullorðna. Úr þeirri brúnni fór margur gráhærður fyrir aldur fram og steindur í meira lagi fyrir ofan hálsmál. Við Hoepfnersbryggju lá Drangur. Verið var að undirbúa dansleik kvöldsins. Einn mað- Þegar kvöldaði brá margur fyrir sig betri fætinum og lagði leið sína um svæðið. Hinir voru þó sýnu fleiri, sem höfðu brugðið und- ir sig betri bílnum. Óslitin röð bíla leið frá Torfunefi suður yfir Hoepfnersbryggju, þar sem dansinn dunaði um borð í Drangi. Akur- eyringar eiga marga bíla og góða, og hlýja. Þeir elska bíla eins og menn elska hesta, fara um þá höndum, tala við þá og um þá, kemba þá og snyrta. Bíllinn er orðinn hluti af sálar- heill meiri hluta íslendinga. Bílaskattar eru því jafnörugg tekjuöflunarleið fyrir hið opinbera á íslandi og sala syndaaflausna var kirkjunni á Miðöldum. Bíllinn er lítill og þægilegur heimur, stundum með stereo og oftast 25 gráður á Celsíus, og handan við bílrúðuna norpar „karnivalið". Það er ekki hægt að neita því. Veðriö setti mikið strik í reikninginn. Þessi funi, sem á að blunda innra með okkur, losnaði aldrei fylli- lega úr læðingi.Heföu hlýindin makalausu, sem hafa staðið óslitið síðan í vor, getað teygt sig fram yfir helgina, þá hefði allt getað gerst. Blóðið í okkur er að vísu dálítið þykkt, en það tekur örlagaríkum breytingum við 20 gráðu hita. Það sýndi sig líka að blóðið þynntist við varðeldinn, sem kveiktur var í tólfta tímanum. Og þegar eldurinn dó út, var enn nægileg glóð í blóðinu til þess að klappað var allsæmilega fyrir lokaatriðinu þann daginn. Skátar höfðu komið sér fyrir við gamla barnaskólann og stóðu fyrir útspekúleraðri flugeldasýningu. Viö Lystigarðinn, á brekkubrúninni, stóðu nokkr- ir ávallt reiðubúnir og púðruðu fyrir lýðinn meiri háttar lausum skotum með stjörnum og litadýrð. Á sunnudag léku veðurguðirnir annað vers, sem var svo til alveg eins, þó heldur lakara. „Karnivalinu” var þó haldið til streitu og lauk síðdegis með leikum á velli Skautafélagsins. Áhorfendur voru þó ekki margir. Þrátt fyrir leikgleðina og ósérhlífni allra þátttakenda, fór það ekki fram hjá neinum, að undir niðri gætti þó nokkurra vonbrigða. Ég hélt heim og hugleiddi hvort nokkur raunveruleg ástæða væri til vonbrigða. Leiðin lá fram hjá Laxdalshúsi, sem var suðurpóll gleðskaparins. Þar hafði ormurinn Nikulás dregið sig undir plast. Hann var að vísu samanbrotinn, en broshýr og engan veginn niðurbrotinn og beið betri tíma. Tilrauninni um Akureyringa var lokið. En var þetta í raun nokkuð annað en fyrsta æfing? Hún leiddi margt í ljós, auk þess sem við raunar vissum, að við erurn ekki beinlínis eldleg undir 10 gráðum. Völlurinn við Sam- komuhúsið er kjörið hátíðarsvæði, búið sjálf- gerðum áhorfendapöllum. í Barðslaut og' Barðsgili (sem raunar hétu Sýslumannsgil og Bogagil, þegar ég var ungur) má hæglega gera útileikhús, því þar er náttúrulegt „amfiteater”. 'unalið staðarins stóð fyrir „uppákomu” og lék knattleik með iþrýstidælum. Varð af þessu þó nokkur gusugangur, og stóðust fáir ýstinginn. Jafnvel dómari leiksins, sem er þó mikill að vallarsýn og þungt í honum pundið, hifaðist og hraktist að lokum út af vellinum. Nýsköpun Lenti hann um síðir í stcininmn, fyrir að bleytu sakir þó meir en vanhæfni í dómgæslu. Hálfur maður grillar heilan skrokk Hvað kemur mönnum til að halda „karnival” í júlí, norður við Dumbshaf, um hábjargræðis- tímann. Svarið er sennilega langt frá því að vera einfalt. Auðvitað eru fordæmin víða, í Kaupmannahöfn og í Reykjavík. En undirrót- in er önnur. Þegar íbúum fækkar á Akureyri og ýmsar blikur eru á lofti í atvinnumálum, er „karni- val” andóf gegn úrtölum og uppgjöf. Og umfram allt er það haldið til að komast að því hvað í okkur býr og hvernig við getum skemmt okkur sjálf. Þetta er því nokkuð áhættusamt fyrirtæki, ef það kæmi í ljós að við séum að eðlisfari heldur leiðinleg. Það var ekki ætlunin hjá aðstandendum tiltækisins að endurtaka 17. júní. M.a. þess vegna átti skipulag allt að vera heldur laust í reipum, og var það líka. En mér segir svo hugur að skipulagslítið skipulag hafi þó kostað margan andvökunótt í þetta skiptið. Samkvæmt dagskrá átti Karnival á Akureyri að hefjast um kl. 10 árdegis, laugardaginn 28. júlí. Á þeim tíma voru þó fáir á ferli. Nokkrir árrisulir sjálfboðaliðar voru að koma upp leiktækjum neðan við Samkomuhúsið. Dúdú- fuglinn haföi mætt fyrstur til leiks og vaggaði óstressaður á Pollinum. Z7Z7 Einn af prúðari leikurum laugardagsins Hoepfnersbryggjan öðlaðist nýtt Iíf, og verður það vonandi upphafið að einhvers konar endurreisn hennar. Tilraun sem þessi tengist ýmsu í bæjarlífmu, sem á langan aðdraganda, en á það sameigin- legt markmið að gera bæinn eftirsóknarverðan fyrir íbúa hans jafnt sem aðkomumenn. Mér verður hugsað til garðyrkjustjórans á Akur- eyri. Margt afvhans mikla starfi hefur þegar komið í ljós, en hitt er þó miklu fleira, sem ekki ber fyllilega ávöxt fyrr en að áratug liðnum. Útivistarsvæðið í Kjarnaskógi varð ekki til á einni nóttu. Allt krefst þetta þolin- mæði og langlundargeðs. Aðstandendur „karnivalsins" eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa bryddað upp á þessari nýjung. Hugmyndabanki þeirra er ríkari en margir aðrir bankar og rnun ódýrari í rekstri. Ekki má þó gleyma því að tilraunin tengist Qármálum og atvinnulífi bæjarins mun nánar en margar grunar. Það er því full ástæða til þess að hugleiða hvernig hægt verður að fjármagna framhaldiö. Texti og myndir: Tómas Ingi Olrich

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.