Íslendingur - 24.04.1985, Qupperneq 3
MIÐ VIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
Jðkwdinfliur
íslendingur stendur á sjötugu.
Það er hár aldur vikublaðs hér á
landi. Ég man ekki betur en
hann hafi þar vinninginn fram
yfir önnur blöð sambærileg, þau
sem nú koma út.
Auðvitað sýnir þessi hái aldur,
að blaðið hefur átt erindi og
traustan hóp lesenda. Fyrir því
hggja margvíslegar ástæður. ís-
lendingur hefur verið stefnufast-
ur og málafylgjan sterk, þó allir
ritstjórar eigi þar ekki sömu
sögu.
Ég vona að mér fyrirgefist, þótt
ég nefni nafn míns gamla vinar
og samstarfsmanns, Jakobs Ó.
Péturssonar, sérstaklega. Löng
kynni mín af blaðamennsku og
blaðamönnum hafa kennt mér
að meta kosti hans. Ég hygg það
sé ekki ofmælt að segja, að Is-
lendingur hafi um hans daga
skorið sig úr um þjóðrækni og
stuðning við íslenska tungu,
jafnframt því sem hin póhtísku
skrif voru einörð og oft hnyttin.
Vísnabálkur Jakobs Ó. Péturs-
sonar var einstakur í sinni röð og
margar stökur hans landsfleyg-
ar:
Er á g/eði orðin purrð,
allt er þungt í vöfum.
Ævi minnar hallast hurð
helst til fijótt að stöfum.
í merkri ræðu við setningu
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
bjó Þorsteinn' Pálsson til nýtt
póhtískt hugtak, sem gripið var á
lofti: „Heimspeki framfaranna.”
Menn fundu undir eins, að til
þeirra var talað á því máli, sem
þeir skildu. Þetta var boðskapur,
sem beðið haíði verið eftir, að
fluttur yrði. Þjóðarsátt er það
sem þarf, - svo að friður gefist til
að takast á við ný og aðkallandi
verkefni.
Ég skil heimspeki framfar-
anna svo:
1. Verðbólgan hefur leikið
heimili, fyrirtæki og þjóðarbú
grátt, vegna þess að vinna og
verðmæti halda ekki sínu rétta
Gamalt blað
og þó síungt
gildi þegar verðbólgan leikur
lausum hala. Lausung er bein
afleiðing verðbólgunnar og
veldur trúnaðarbresti milli stétta
og á vinnumarkaðinum al-
mennt. Við þessar aðstæður er
ekkert jafnbrýnt og þjóðarsátt, -
að stétt vinni með stétt en ekki
stétt gegn stétt, sem var kjaminn
í lífsskoðun kempunnar Ólafs
Thors. Hann sagði hka einhvem
tíma, að allt stjómmálastarf væri
unnið fyrir gýg, nema verðbólg-
an yrði að velli lögð.
2. Á grundvehi þjóðarsáttar
næst sá stöðugleiki í efnahagslíf-
inu, sem við öll viljum. Um leið
skapast skilyrði til að vinna að
nýtum verkefnum á sviði at-
vinnu- og menningarmála, sem
legið hafa í láginni á áratug
verðbólgunnar. Lífskjaraskerð-
ing síðustu ára sýnir okkur, að
við höfum á þessum sviðum
dregist aftur úr miðað við aðrar
þjóðir, sem við viljum bera
okkur saman við. Það er ekki
seinna vænna að hlíta kalli
tímans og tileinka okkur þær
tækninýjungar og framfarir, sem
eru að ryðja sér rúms í kringum
okkur. Það er óbærileg til-
hugsun, ef hér á áfram að ríkja
sú Sturlungaöld, að þjóðinni
dugi ekki til batnandi hfs sú
almenna menntun, verkþekking
og starfsorka, sem hún býr yfir.
3. Nýsköpun atvinnulífsins,
sem tekur til tækninýjunga,
sóknar á erlenda markaði og
símenntunar starfsfólks skilar sér
fljótt í auknum hagvexti, - meiri
arðsemi í þjóðarbúinu. Þá gerist
það sjálfkrafa, að lífskjörin
batna og ef við reynum að hug-
Ieiða, hvíhk orka og eyðsla hefur
farið forgörðum í eltingarleikinn
við verðbólguna, þegar hún lét
sem verst, förum við smátt og
smátt að átta okkur á því, hversu
mikið hefur farið í súginn, -
einungis vegna þess að við gát-
um ekki komið okkur saman.
Þetta, sem ég hef hér reynt að
lýsa fáum orðum, rúmast allt
innan orða: heimspeki framfar-
anna. Þau skírskota til hins besta
í okkur öllum, hvetja til sam-
stöðu og samheldni og örva til
framtaks og framfara.
Það er eiginlega ómögulegt að
færa íslendingi afmæliskveðjur
án þess að minnast um leið
fjandvinarins Dags. Ég hefði
gjama viljað hafa við höndina
nokkra gamla árganga af þess-
um blöðum báðum, en það var
lengi íþrótt ritstjóranna að koma
hinum í opna skjöldu. Auðvitað
veitti íslendingi oftast betur, -
það er ekki að sökum að spyija.
En þessi upprifjun verður að
bíða betri tíma. Þó get ég ekki
stillt mig, rétt til gamans, að gefa
sýnishom. Guðmundur Frið-
jónsson skáld á Sandi varpaði
fyrir hálfri öld þessari gátu fram
í íslendingi:
Þá gátu vil ég grafa niður eigi
sem gáski nokkur mér i hendur bjó:
Að sólin blessuð hœkkar dagfrá degi
en d-a-g-u-r lækkar undir niðri þó.
Inntak þeirra kenningar, sem
Þorsteinn Pálsson kahar „heim-
speki framfaranna”, er engan
veginn nýtt, þótt framsetningin
sé frumleg og skírskoti til sam-
tíðarinnar. Ef grannt er skoðað
sjáum við, að Islendingur hefur
verið ótrauður málsvari þessara
sömu hugsjóna, sett manninn
ofar auðgildinu og skilið, að ein-
staklingurinn er mergurinn i
þjóðarhyggjunni.
íslendingur er gamalt blað og
þó er stefnan, sem hann fylgir,
miklu eldri en blaöið og rekur
sig aftur til fyrstu byggðar á
fslandi, aftur til þeirra kynslóð-
ar, sem einstaklingshyggja
Hávamála rak yfir úfinn sæ til
þess að fá nægilegt olnbogarými
í óbyggðu landi og trúði því, að
hálfur sé auður undir hvötum.
Ég sé á síðum Islendings, að
þeir Tómas Ingi Olrich og Guð-
mundur Heiðar Frimannsson
halda sig við sama heygarðs-
homið og eru trúir hinni gömlu
stefnu. En gömul kenning og
gamalt blað verða undireins ung
og frísk, ef þeir, sem pennanum
stýra, eru ungir og frískir.
Gamalt blað og þó síungt er
besta einkunn, sem hægt er að
gefa blaði. Og eins og íslend-
ingur er skrifaður nú hika ég
ekki við að staðhæfa, að hann
eigi þá einkunn skilið.
Með afmæliskveðju
Halldór Blöndal.
íslenskir dagar í Hagkaup
Hagkaup hefur ákveðið að efna
til stórátaks í sölu á íslenskum
vörum dagana 7. til 18. maí
næstkomandi. Forráðamenn
Hagkaups hafa leitað til Félags
íslenskra iðnrekenda um sam-
vinnu í þessu átaki og er undir-
búningur þegar vel á veg kom-
inn.
Eins og áður segir nær sölu-
átakið yfir tvær vikur og mun
Hagkaup standa fyrir ýmsum
uppákomum í öllum 5 verslun-
um fyrirtækisins í Reykjavík,
Njarðvík og á Akureyri. Þar má
nefna tískusýningar, vörukynn-
ingar og vörusýningar sem verða
í samvinnu við íslenska fram-
leiðendur.
Allar íslenskar vörur í verslun-
um Hagkaups verða merktar á
sérstakan hátt og allir starfs-
menn fyrirtækisins um 500 að
tölu munu á einn eða annan hátt
taka þátt í kynningarstarfinu og
aðstoða viðskiptavini. Þá munu
fulltrúar Félags íslenskra iðnrek-
Æskufólk framtíðarinnar
„Ef œskan vill rétta
þér örvandi hönd”
Björn Dagbjartsson
Með þessu tölublaði er minnst
70 ára afmælis „íslendings”.
Blaðinu er ámað heilla á þessum
tímamótum. Mig skortir þekk-
ingu á sögu blaðsins til að skrifa
um það afmælisgrein í hefö-
bundnum stíl, enda verða sjálf-
sagt nógir til þess. Þó skal ekki
látið hjá því líða að minna á það
þýðingarmikla hlutverk sem
blaðið gegnir og hefur gegnt í
gegnum árin sem málgagn Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri og
Norðurlandi. Þrátt fyrir nöldur
og gagnrýni, sem oft er mönnum
tamara en hrós og hvatning, eru
þeir örugglega fáir í forystu
Sjálfstæðismanna á Norðurlandi
sem telja blaðið betur dautt og
grafið og sjá eftir þeim tíma og
peningum sem í útgáfuna fer.
„íslendingur” er ern og sprækur
um þessar mundir þrátt fýrir
aldurinn og síður en svo nein
ellimörk á honum að sjá.
enda verða á staðnum og veita
upplýsingar.
Félag íslenskra iðnrekenda
hefur sérstaklega fagnað þessu
framtaki Hagkaups, en þar gefst
um 60 félagsmönnum F.f.L.
kostur á að njóta þessa söluátaks
í samvinnu við Hagkaup og
F.Í.L.
Bókamarkoður Fróða
Bárður Halldórsson, . bóksali,
hefir opnað bókamarkað í Fróða
í Gránufélagsgötu 4. Það verður
opið á hveijum degi frá kl. 14-
18. Markaðurinn mun standa út
maí og fram í júní.
Að sögn Bárðar eru um 500
titlar á markaðnum, sem væri
hluti af bókamarkaðnum, sem
var í Reykjavík fyrir nokkru.
Titlarnir væru frá Heimskringlu,
Leiftri, Iðunni og Bókhlööunni.
Hann sagði að hann myndi
skipta nokkrum sinnum um titla,
sem í boði væru, á meðan bóka-
markaðurinn stæði yfir og bæta
við nýjum frá öðrum forlögum.
Það kæmust bara ekki fleiri fyrir
hjá sér í húsnæðinu.
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu
að tileinka árið 1985 æsku
heimsins. Hér á landi hefur þeg-
ar ýmislegt verið gert til að
halda upp á ár æskunnar og
mun fleira stendur til. Há’tíða-
höld og hyllingar eru sjálfsögð.
og ágæt til að vekja athygli á
málefninu. Hitt er þó ekki síður
mikilvægt að við. fullorðna fólk-
ið, reyndum að gera okkur grein
fyrir því hvað framtíðin ber í
skauti sínu fyrir æskuna. Við
megum ekki gleyma því að vió
vísum æskunni inn í framtíðina.
Æskan er samkvæmt skil-
greiningu S.Þ. aldurinn milli 15
og 19 ára. milli tektar og tvítugs.
Á þessu aldurskeiöi mótast fólk
hvaö mest. Það myndar sér
skoðanir á lífinu og tilverunni
m.a. pólitískar skoðanir. Það er
því eðlilegt að stjórnmálaflokkar
reyni aö höfða til þessa hóps og
flestir stjómmálaflokkar halda
uppi ungliöastarfi með ýmsum
hætti.
Róttækar skoðanir hafa löng-
um þótt fylgja æskunni. Margir
muna vinstri bylgjuna sem fór
eins og eldur í sinu meöal
evrópskrar og amerískrar æsku
fyrir einurn 15 til 20 árum og
braust út í stúdentaóeiröum og
upphlaupum. Fullorðna fólkið
var hrætt við æsku þess tíma og
þaö hefur jafnvel loöað við síö-
an. Unga fólkiö var hætt að láta
aö stjórn og þeir fullorðnu skildu
það ekki.
Auðvitað hafa margir af æsku
sjötta áratugarins vaxið frá sinni
vinstri villu: sumir að vísu ekki.
Þetta eru einmitt foreldrar dags-
ins í dag. Nú bregður aftur svo
við að unga fólkið í menntaskól-
um og háskólum á Vesturlönd-
um er meira hægri sinnað en
sennilega nokkru sinni fyrr, hver
svo sem skýringin á því kann að
vera. Er það mótþrói við vinstri
sinnaða foreldra? Er það andúð
á hinni félagslegu ..hópsála-
fræði" sósíalismans sem leitast
við að steypa alla í sama mótið?
Er það kannske það að ungling-
arnir vilji vissa festu og stjóm í
sitt líf og segi skilið við upp-
lausnar- og sundrungaröflin í
þjóðfélaginu?
Sjálfsagt eru skýringarnar
margar og táningar nú velta
framtíðinni meira fyrir sér en
mér finnst að ég og mín kynslóð
hafi gert. Ég minnist þess ekki
að ég hafi löngu fyrir tvítugt
farið að velta fyrir mér atvinnu-
möguleikum ..þegar ég væri orð-
inn stór". Þetta gerir æskan í
dag. Atvinnuleysi er orðin nokk-
uð uggvænleg gry la. enda hvergi
til sparað að ala á ótta fólks við
minnkandi atvinnu. Ég býst við
að ungu fólki þyki úrræði vinstri
manna í atvinnumálum ósköp
draumórakennd og íjarlæg. Ætli
það geti ekki verið að hugmvnd-
ir hægri mantia. t.d. Sjálfstæðis-
flokksins hér á landi. séu sx olitið
áþreifanlegri og raunhæfari. Ég
er nefnilega sannfærður um það
að meginþorri æsku nútímans
lætur ekki hræða sig með stríðs-
stagli. náttúruspjallarugli né
öðru öfgahjali. Unglingar \ilja
ekki láta tala við sig eins og
dómgreindarlausa óvita. Þeir
vilja sjálfir fá að velja og hafna.
líka í stjórnmálum.
Það er sjálfsagt ekki viðeig-
andi að leggja „afmælisbörnum"
lífsreglur fyrir framtíðina. Ég á
þá ósk til handa „íslendingi" að
hann tengist æskunni á Norður-
landi traustari böndum en verið
hefur á síðustu árum. Rödd
hinnar þróttmiklu æsku sem
styður Sjálfstæðisflokkinn á
Norðurlandi þarf að heyrast oft-
ar og sterkar. Um leiðir til að
skapa nánari tengsl „íslendings"
við unga fólkið geta \ erið skiptar
skoðanir. Það þarf að ræða. En
við skulum minnast orða þjóð-
skáldsins sem eru jafnsönn í dag
og þá er þau voru mælt:
„Ef'a’skan vill réttaþér örvandi hönd
þá erttt á franttiðarvegi."