Íslendingur - 24.04.1985, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 19g5
Jölcttdinour
5
Óhvikull varðmaður íslenskrar tungu
Gísll Jónsson mlnníst JAKOBS Ö. PÉTURSSONAR fyrrverandi ritstjóra
Gísli Jónsson
Þegar Gunnlaugur Tryggvi
Jónsson lét af ritstjórn íslend-
ings, blaðs Sjálfstæðismanna á
Akureyri, elsta blaðs utan
Reykjavíkur sem enn kemur út,
þótti skarðið ærið vandfyllt. Eft-
ir nokkuð tið mannaskipti,
þeirra er leystu vandann í bili,
var ákveðið að leita til Jakobs Ó.
Péturssonar. Hann hafði verið
meðal stofnenda Varðar, félags
ungra Sjálfstæðismanna á Akur-
eyri, 1929 og var þá þegar kunn-
ur fyrir skáldskap sinn og leikni í
meðferð íslensks máls. Jakob
hlýddi þessu kalli og varð í
íyrstu lotu ritstjóri Islendings
1937-’45, síðan aftur 1949-’50 og
loks frá 1950 til ársloka 1965,
miklu lengur en nokkur annar.
Svo má kalla að Jakob væri
fæddur blaðamaður. Ekki var
hann nema átta ára gamall, þeg-
ar hann stóð að útgáfu heimilis-
blaðs á Hranastöðum, og síðan
var hann viðriðinn önnur sveit-
arblöð og skólablað.
Ekki var þar til gróða að
slægjast, þegar Jakob tók við
íslendingi, því að fjárhagur
blaðsins var löngum bágur, og
stundum hékk lif þess á þræði.
Hugsjónir og löngun til þess að
neyta orðlistar sinnar munu hafa
ráðið því að hann var svo lengi
ritstjóri blaðsins. Og í minningu
okkar, sem unnum þar með
honum, eru íslendingur og Jak-
ob óijúfanlega saman tengdir.
Lærdómsríkt var að vinna að
blaðinu með Jakobi. Honum var
ákaflega létt um mál. Hann gat
skrifaö fyrirhafnarlítið um sund-
urleitustu efni, en slíkt verður
óhjákvæmilega hlutskipti manns
sem einn verður stundum um
flest að fjalla á litlu og fátæku
vikublaði.
í pólitískum snerrum var
Jakob í senn vígfimur og mark-
vís í besta lagi, en aldrei rætinn
eða gífuiyrtur. Hann gat með
réttu sagt í lok ritstjómarferils
síns að hann hefði verið vinur
ritstjóra allra hinna bæjarblað-
anna.
í starfi sínu lagði Jakob sig
fram um að allt, sem í blöðum
hans birtist, væri sem vandaðast
að málfari. Hvers konar mál-
spjöll voru honum hvimleið og
sár, og margra hugvekjuna hafði
hann birt til málvemdar í þætti
sínum Hent á lofti. Það er sann-
mæli, sem skrifað stendur ann-
arstaðar, að blaðamennskuferill
hans hafi að öllu samanlögðu
verið giftudijúgur, og þar gaf
hann vissulega stórum meira en
hann þá.
Jakob Ó. Pétursson lærði ung-
ur „að smíða stöku og kveða
kíminn brag”. Úrval af kveðskap
. sínum birti hann í ljóðabókinni
HNÖKRAR. Eru æskuljóð hans
ákaflega rómantísk, en seinna
bregður skáldskap meira til
raunsæis. Þjóðernissinni var
hann mikill og ættjarðarvinur,
og flestum mönnum fremur lét
hann hemám Breta fara í taug-
amar á sér 1940. Var þó fjarri
þvi að hann hefði samúð með
Þjóðveijum. Miklu fremur var
hann trúr fomum hefðum og
dygðum en að hann væri upp-
næmur fyrir dægurflugum og
tískufyrirbærum. Ekki fataðist
honum hagmælska og rímfimi,
og er fram liðu stundir mátti
heita að hann sneri sér alfarið að
hinni gömlu íslensku alþýðulist,
stökunni. Hann lék sér þar að
fjölbreytilegustu háttum og fór
svo létt, að naumast kenndi
átaka. Stundum var mál hans í
senn bundið og óbundið. Hnitt-
inn, beinskeyttur og gamansam-
ur var hann í besta lagi.
í íslendingi hélt hann lengi
uppi vísnabálki, hvort sem hann
var ritstjóri eða ekki, og var svo
reyndar til hins síðasta, þótt
hann hefði þá löngu látið af
ritstjóm. Einnig stofnaði hann til
samtaka hagyrðinga og vísna-
unnenda.
Ótaldar vom prófarkirnar
sem hann hafði lesið og ritgerð-
imar sem hann hafði lagfært.
Villur voru eitur í beinum hans,
og brákað mál þoldi hann ekki.
Hann vann sleitulaust á akri
íslenskrar tungu. Margar bækur
þýddi hann af nærfæmi og
smekkvísi, og er þar miklu fræg-
ust sagan um Línu langsokk eftir
Astrid Lindgren.
Samskipti okkar á íslendingi
voru öll ánægjuleg og bar þar
ekki skugga á. Hann reyndi að
kénna mér gætni og þolinmæði
og þá gullvægu reglu að meiða
engan. Hitt er svo annað mál, að
í unggæðisskap mínum átti ég
erfitt með að tileinka mér hans
góðu og ljúfmannlegu kennslu.
Sumum þótti hann seinvirkur
og hægfara, og satt var það, að
Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri
allt fum og óðagot var honum
fjarri. En hann kom því fram
sem hann ætlaði sér, og gerði
það sem hann átti og vildi gera.
Hann kunni hin réttu tök og
áralagið í róðri sínum manna
best. Hann gerði hvorki að
skjóta yfír markið né slá vind-
högg. Lagvirknin var einn af
bestu eðliskostum hans. Hann
mælti ógjama æðru, og aldrei sá
ég hann reiðast, og fór því þó
fjarri að hann væri skaplítill.
Hann gekk ekki öllum stundum
með bros á vör, en kunni að vera
glaður á góðri stund, og gott þótti
mönnum til hans að leita, þeim
sem áttu eitthvað undir hann að
sækja. Hann rækti þjónustu sína
vel.
Ógleymanlegastar eru ' mér
stundimar sem við áttum saman
við íslending í mörgum kosn-
ingahríðum. Þá sýndi hann best
hver yfirburðamaður hann var í
sókn og vöm fyrir þann málstað
sem hann mat mest og treysti
best. Þar á margur mikla þakk-
arskuld að gjalda honum, en
sjálfur sóttist hann aldrei eftir
frama né völdum, þótt hann
hefði til þess mikið fylgi. Ég
hygg þó að lengst muni hans
minnst fyrir listatök sín á móð-
urmálinu, svo óbundnu sem
felldu í forms ríms og stuðla, og
varðstöðu sína um það.
G.J.
Línuleikur í lit
Það var um páskana í fyrra sem
Ragnar Lár sýndi fyrstur manna
í félagsheimilinu Lóni og fór
ekki illa. Nú hefur verið bætt unr
betur og lausum skilrúmum
komið fyrir í salnum og vegg-
iými þannig mjög aukið og verð-
ur ekki annað séð en að þama
sé kominn góður kostur fyrir
myndlistarmenn til sýninga-
halds.
Sýning Ragnars að þessu
sinni stóð aðeins yfir páskahelg-
ina og verður þetta skrif einung-
is eftirþankar um hraöfleyga
stund. Þau verk sem hann sýndi
nú eru í beinu framhaldi af þvi
sem hann bauð okkur uppá fyrir
ári, órólegt b'nuspil um mettaða
liti og hefur hann með aðferð
sinni og litameöferð eflt með sér
persónulegan tjáningamiáta og
stíl. Einkum á |retta við um
gvassverkin sem em tvímæla-
laust sterkustu verk Ragnars að
þessu sinni.
Verður að líta svo á að eftir
langan og fjölbreytilegan að-
draganda og stílbrigði í verkum
sínum undanfama áratugi hafi
hann fundiö list sinni farveg
með þeim hætti sem eftirtekt
vekur og er án efa árangur þess
að honum hefur auönast þaö
eftirlæti hin síðustu ár að sinna
eingöngu list sinni og ber að
fagna því. Ragnars bíða nú enn
frekari átök innan þess ramma
sem hann hefur markað sér og
sýnist mér að þar sé góðan akur
að yrkja og uppskeruvonir
æmar.
Þegar mér verður litið til ein-
stakra verka á sýningunni em
mér helst minnisstæðar mynd-
imar „Sumarmál” nr. 14 og
„Morgundagur" nr. 15 þar sem
mérfannst aðferð hans njóta sín
til fúlls í hressilegu samspili
linu, lita og forma og einnig með
stilltara yfirbragði og öflugri
byggingu í „Röðull" nr. 26 og
„Feluleikur”.
En mesta forvitni mína vakti
þó verk nr. 17 „Leikendur” en
þar örlar nefnilega á nýrri aðferö
í meðferð litarins sem gæti vel
verið vísir þess hvert héöan
muni stefna í rannsókn Ragnars
á málverki sínu og er aöeins
einn þeirra möguleika sem hann
hefur gefið sér.
Sýning Ragnars var kærkom-
in tilbreytni í fáskrúöugu sýn-
ingahaldi hér í vetur. Honum er
óskað til hamingju með árang-
urinn og þess beðið með forvitni
að hann haldi fyrstu uppskem-
hátíð eftir fimmtugt en þeim
aldri ætlar Ragnar aö ná á
þessu ári og verður fimmtugur
yngri en flestir þeir sem ég
þekki.
Kr. G. Jóh.