Íslendingur - 24.04.1985, Síða 9
MEÐVIKUDAGUR 24. APRlL 1985
,XPU'UUUU«U(
íslendingur sjötugur
Sigurður E. Hlíðar stofnandi íslendings og ritstjóri fyrstu árin
Stefán Sigtryggsson
Hinn 9. apríl s.l. voru liðin sjötíu
ár frá útkomu fyrsta tölublaðs
íslendings, og er því við hæfi að
líta yfír farinn veg af þessu til-
efni.
Það mun hafa verið í nóvem-
ber árið 1914 sem Sigurður
Einarsson Hlíðar hóf útgáfu
blaðs er hann nefndi „dagblað”
og gaf hann það út í fimm
mánuði. í apríl fær hann til
samstarfs við sig Ingimar Eydal
sem meðritstjóra, og er blaðið
eftirleiðis gefið út undir nafninu
Islendingur. Ingimar Eydal varð
reyndar þrem árum síðar fyrsti
ritstjóri „Dags” en Dagur hóf
göngu sína árið 1918. íslending-
ur mun vera elst blaða sem gefin
eru út utan Reykjavíkur, og má
segja að það út af fyrir sig sé
allgóður árangur, því útgáfa
dreifbýlisfréttablaða hefur flest-
um reynst erfitt verkefni.
Fyrstu árin rak stofnandi
blaðsins það á eigin reikning, en
1919 seldi hann það Brynleifi
Tobíassyni sem hélt því úti til
ársloka 1920 en þá er stofnað
um útgáfuna sérstakt félag sem
hét „Blaðaútgáfufélag Akureyr-
ar”, og hélst svipuð skipan fram
á miðjan sjöunda áratuginn, en
þá tók við útgáfunni Kjör-
dæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í
Norðurlandskjördæmi eystra og
varði sú skipan í u.þ.b. áratug.
Við þá breytingu var mynduð
sérstök útgáfustjóm sem í áttu
sæti forystumenn Sjálfstæðis-
félaganna víðs vegar að úr kjör-
dæminu. Þar kom að mönnum
þótti skipulag sem þetta of
þunglamalegt, og var þá horfið
að því ráði að stofna um útgáfu
blaðsins hlutafélag með sama
nafni, og hefur það félag nú
gefið blaðið út í rúm níu ár.
Tilgangur útgáfúnnar.
I íyrsta tölublaði íslendings
rekur ritstjóri þess tilgang útgáf-
unnar, ,og segir hann vera að
taka til umfjöllunar almenn
landsmál, birta uppbyggilegar
ritgerðir um ýmis efni, sem til
gagns og fróðleiks mættu verða,
og segir síðar í ávarpi sínu að
blaðið muni yfirleitt hallast að
„þeirri stefnu, sem vill auka en
um fram allt ekki rýra sjálfstæði
landsins og fom landsréttindi.”
fslendingur hefur jafnan fylgt
stefnu Sjálfstæðisflokksins allt
frá stofnun hans árið 1929, og
hefur á þeim tíma oftast verið
grunnur kosningabaráttu flokks-
ins í kjördæminu, bæði í sveitar-
stjómar- og alþingiskosningum.
Má í gömlum afmælisblöðum
lesa þakkir flokksforustunnar til
blaðsins fyrir heilladijúgt starf í
þágu hans. Skammt virðist
blaðinu þó hafa dugað þetta
þakklæti í sífelldum rekstrar-
örðugleikum, en vart virðist líða
svo ár í sögu blaðsins, að ekki sé
í ritstjómarpistlum vikið að
þeim erfiðleikum sem útgáfa
fréttablaða í dreifbýlinu sé háð,
og afkoma erfið.
Þó virðist ljóst að íslendingur
fagnaði ekki nú sjötugasta og
fyrsta aldursári, ef ekki hefði
komið til ósérhlífni manna úr
röðum Sjálfstæðisflokksins, og
hin síðari ár hefur blaðið notið
nokkurs blaðstyrks úr þeim her-
búðum, og ber það síst að van-
þakka.
Útbreiðsla.
Frá fyrstu tíð hefur íslendingur
verið héraðsfréttablað, og vegna
þess hefur útbreiðslan að mestu
skorðast við Akureyri og Eyja-
fjörð. Á þessu varð hins vegar
nokkur breyting þegar kjör-
dæmaskipuninni var breytt, og
meiri áhersla lögð á að flytja
fréttir úr kjördæminu öllu, sem
jafnframt leiddi til meiri út-
breiðslu þess.
Svo sem jafnan vill verða um
blöð sem íslending virðist
eintakafjöldi hafa verið „hemað-
arleyndarmál” og lítið sem
ekkert um þau mál að finna í
blaðinu sjálfu.
Á þessum tímamótum í sögu
blaðsins er staðan hins vegar sú,
að því er dreift í rúmlega 7.000
eintökum á hvert einasta
heimih, stofnun og fyrirtæki á
Akureyri, en einnig um allan
Eyjafjörð innan Akureyrar og
allt til Dalvíkur, en utan þessa
svæðis er hann sendur áskrif-
endum. Þessi mikla útbreiðsla
helgast reyndar af aðstæðum á
auglýsingamarkaði á Akureyri
um þessar mundir, þar sem sam-
keppni blaðanna (Dags og ís-
lendings) við ýmis konar
sjónvarpsdagskrársnepla er mjög
hörð, og fáar aðrar leiðir til boða
fyrir blað sem Islending til að
halda sinum hlut.
Um þessar mundir er íslend-
ingur því útbreiddast allra blaða
á Akureyri, og hefur svo verið
frá því í lok nóvember s.l.
Ritstjóratal.
Ritstjórar íslendings hafa á þess-
um 70 árum verið 23 talsins.
Höfuð og herðar yfir aðra rit-
stjóra hvaða tímalengd varðar
ber Jakob Ó. Pétursson, en hann
var ritstjóri blaðsins í rúm 24 ár,
en næstur honum kemur Gunn-
laugur Tr. Jónsson sem gegndi
starfinu í 14 ár. Stofnandi blaðs-
ins, Sigurður E. Hlíðar var rit-
stjóri í samtals 5 ár, og þeir
tuttugu ritstjórar sem þá eru
ótaldir hafa því að meðaltali
gegnt starfmu í tæplega eitt og
hálft ár hver, og segir það ef til
vill meira um afkomu blaðsins á
liðnum áratugum en margt
annað.
Ritstjórar hafa þessir verið:
1915-1919 Sigurður E. Hlíðar
1920 Brynleifur Tobíasson
1921 Jónas Jónasson
1922-1935 Gunnl. Tr. Jónsson
1936 Einar Ásmundsson
1936 Konráð Vilhjálmsson
1937 Sigurður E. Hlíðar
1937-1945 Jakob Ó. Péturss.
1946-1947 Magnús Jónsson
1948- 1949 Eggert Jónsson
1949- 1950 Jakob Ó. Péturss.
1950- 1951 TómasTómasson
1951- 1965 JakobÓ. Péturss.
1966-1969 Herbert Guðmundss.
1969-1971 Sæmundur Guðvinss.
1971-1972 Lárus Jónsson
1973- 1974 HalldórBlöndal
1974- 1976 Sigrún Stefánsd.
1976-1980 Gísh Sigurgeirss.
1980- 1981 Kristinn G. Jóhannss.
1981- 1983 Gunnar Berg
1983- 1984 Halldór Halldórss.
1984- Tómas Ingi Olrich
Auk þessara „aðalritstjóra”
hefur stór hópur manna komið
við sögu sem aðstoðarritstjórar
og/eða afleysingaritstjórar. Þótt
hér séu eingöngu upptaldir þeir
sem borið hafa titilinn ritstjórar,
hefur blaðið notið aðstoðar stórs
hóps manna bæði í formi
greinaskrifa og við útbreiðslu og
auglýsingaöflun. Á síðustu
tveimur áratugum hefur að
öðrum ólöstuðum hvað drýgstur
reynst Gísli Jónsson • mennta-
skólakennari, og svo sem þetta
afmælisblað ber með sér, er enn
leitað til Gisla hggi mikið við.
Alþingismenn Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu hafa
einnig verið blaðinu innan
handar með greinaskrif og ber
það einnig að þakka.
Prentun.
I ársbyijun 1984 var stofnuð
tæknideild íslendings, og er
blaðið sett og hmt upp af starfs-
mönnum hennar. Fram til þess
tima var blaðið sett og prentað í
prentsmiðju hér á Akureyri.
nema um þriggja ára skeið sem
það var prentað í prentsmiðju
Morgunblaðsins. Stofnun tækni-
deildarinnar hefur reynst vel, og
kostnaður við útgáfu minnkaði
verulega með tilkomu hennar.
Prentun blaðsins er hins vegar í
höndum starfsfólks Dagsprents
hf. en það hefur yfir að ráða
einu sérhæfðu blaðaprentvélinni
utan Stórreykjavíkursvæðisins.
Lokaorð.
Hér að framan hefur í stuttu
máh verið rakin saga íslendings
til þessa dags. Á þessum tíma-
mótum, sem og öðrum í sögu
þess, er staða þess erfið. En
ekkert afmælisblað þess hefur
enn komið út. þar sem annað-
hvort ritstjóri eða blaðstjómar-
menn hafa ekki séð ástæðu til að
skýra fyrir lesendum þann
ótrygga grundvöll sem útgáfa
blaða sem íslendings hvílir á.
Samkeppni á auglýsinga-
markaði hefur aukist mjög á
undanfömum árum og þótt
markaðurinn hafi stækkað til
muna, er vandséð hvemig halda
megi úti öllu því fargani dag-
blaða, tímarita, vikublaða og
dagskráa sem nú birtast í
mánuði hveijum. Fyrr eða síðar
mun koma að því að einhveijir
heltast úr þeirri lest, en enginn
veit hver annan grefur.
Það kann þó að vera íslend-
ingi til lífs í þessum „hildarleik"
að blaðið á verulegan bakhjarl í
stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins hér í kjördæminu. og
hefur reyndar oft leitað til þeirra
í áranna rás þegar í nauðir hefur
rekið.
Undirritaður vonar, að þrátt
fyrir vá í lofti muni íslendingur
halda velli, enda eru næg verk-
efni fyrir blaðið, svo sem útgáfu-
málum á Akureyri er nú háttað.
GunnlaugurTryggvi Jónsson, ritstjóri í 14 ár
Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri í 24 ár
Stefán Sigtryggsson