Íslendingur - 30.05.1985, Síða 1
20. TBL. 70 ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985__________________AKUREYRI
Mœlar í fjölbýlishús
Við þá breytingu, sem mun
verða á sölufyrirkomuiagi Hita-
veitu Akureyrar 1. júlí nk„ þegar
menn fara að borga eftir mæli
en ekki hemli, hefur eitt
áhyggjuefni veriö ofarlega í
hugum þeirra, sem búa í fjöl-
býhshúsum. Það er að einungis
einn mælir er fyrir heila blokk
eða heilan stigagang og ómögu-
legt er að átta sig á því hve
mikið vatn er notað í hverri
íbúð. Þetta er fyrirsjáanlegt
misklíðarefni í fjölbýlishúsum.
Nú hefur verið bent á lausn á
þessum vanda. í erindi sem Wil-
helm V. Steindórsson, hitaveitu-
stjóri, hélt á vetrarfundi Sam-
bands íslenskra hitaveitna, benti
hann á varmahlutföllunarmæla,
til að mæla notkun íbúða í fjöl-
býlishúsum. Fyrirtækið Indus
flytur inn slíka mæla og Hiti hf.
hefur umboð fyrir þá á Akur-
eyri.
„Þetta eru uppgufunar-
mælar,” sagði Friðrik Jónsson,
framkvæmdastjóri Indus. „Þeir
eru byggðir þannig upp að inní
þeim er vökvi sem hefur
ákveðinn uppgufunarhraða eftir
hita, sem hann skynjar. Það er
síðan óh'kur kvarði í mælunum
eftir stærð ofnanna. Mælamir
taka einnig tillit til þess hvar
íbúðin er staðsett í húsinu, hvort
hún er heit eða köld. Mælamir
mæla hlutfallslega notkun hvers
ofns í heildarkerfi hvers rennslis-
mælis. Þessir mælar eru notaðir í
allflestum fjölbýlishúsum í Dan-
mörku. Reynsla Dananna hefur
verið sú að orkunotkun í þeim
húsum, þar sem þessir mælar
hafa verið settir upp, hefur
minnkað um 25%. Einnig hafa
svona mælar verið lögleiddir í
Þýskalandi.
Friðrik sagði að þessir mælar
mældu aðeins skiptinguna á
hitanum, en samkvæmt stöðlum
væri hitanotkun um 90% af
heildarvatnsnotkun íbúðar.
Neysluvatnið væri að jafnaði á
bilinu 8-12%. Það væri ekkert
því til fyrirstöðu að mæla
neysluvatnið líka en þá þyrfti að
komast að lögninni.
Friðrik sagði að áskilið væri
frá framleiðendum að hann sæi
um uppsetningu á mælunum að
undangenginni mælingu á ofna-
kerfunum. Gengið væri frá þeim
innsigluðum og ekkert ætti að
geta haft áhrif á þá. Lesið yrði af
mælunum einu sinni á ári.
Friðrik sagði að hann yrði
staddur á Akureyri 8. og 9. júní
og þá væri ákaflega gott að
menn heföu samband viö sig. ef
m
þeir vildu taka þessa mæla.
Hver mælir myndi kosta 265
krónur með uppsetningu og
kostnaðurinn á meðalíbúð yrði í
kringum 1600krónur.
„Svona mælar eru eini mögu-
leikinn á því að skipta orku-
kostnaðinum í fjölbýlishúsum
eftir notkun hvers og eins,” sagði
Friðrik.
GHF
V amiahlutfollunarmælir
Hundadagahátíð á
Akureyrí í sumar
Um s.l. helgi hélt Myndalistaskólinn á Akureyri yfirlitssýningu sem var mjög vel sótt að sögn Helga Vilberg
skólastjóra. Þetta var ein nivndin á sýningunni
Undirbúningur er kominn í full-
an gang fyrir hundadagahátíð
hér á Akureyri nú í sumar.
Haraldur Ingi Haraldsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
hátíðarinnar. Þessi hátíð er beint
framhald af karnivalinu, sem
hér var í fyrra. Fyrirhugað er að
hátíðin verði frá 8.-14. júlí.
Haraldur tjáði íslendingi að
búið væri að tryggja bakábyrgð
bæjarins og fyrirtækja hér í
bænum og heföi hátíðin mætt
miklum skilningi. Um þetta
hátíðahald sameinuðust ýmsir
þjónustuaðilar, einstaklingar og
aðilar úr ferðamannaiðnaði.
Fyrirhugað er að sækja sem
mest til bæjarbúa sjálfra með
skemmtiefni á þessa hátíð, á
sviði íþróttamála, menningar-
mála og í skemmtanaiðnaöi.
8. júlí er mánudagur og þá
hefst hátíðin og verða alla þá
viku íþróttaviðburðir. uppákom-
ur af öllu tæi og ýmislegt á
vegum klúbba og félaga á Akur-
eyri. Um helgina verður sett upp
gleðigríma og verður söngur.
dans og grin á útihátíð á svæði
fyrir neðan Samkomuhúsið og í
öllum veitingahúsum bæjarins.
Haraldur sagði að ýmsar hug-
myndir væru þegar komnar
fram um það, sem fram gæti
farið. Ein væri að endurtaka
bikarleikinn frá 1969 með sömu
leikmönnum og dómara á milli
ÍA og ÍBA. Þessari hugmynd
heföi verið vel tekið meðal ÍBA
manna og á Akranesi. Önnur
væri að sleppa laxi og silungi í
tjömina við Drottningarbrautina
og selja veiðileyfi. Það væri
tæknilega framkvæmanlegt.
Einnig myndi hátíðin að líkind-
um reka útvarpsstöð. Áætlað
væri að mikil skrúðganga yrði á
laugardaginn og skrautsýning.
Hópar yröu stofnaöir til að
undirbúa gönguna. Námskeið
yrðu haldin í búningágerð.
Stjómstöð og skrifstofa mun
verða opnuð í gamla bama-
skólanum sunnan við Sam-
komuhúsið allra næstu daga.
Þangað til geta þeir. sem áhuga
hafa haft samband við Harald
Inga Haraldsson. framkvæmda-
stjóra hátíðarinnar. í síma 23880.
Samherji
bjóða
Útgerðarfélagið Samheiji og
Jón Friöjónsson og fleiri hafa
gert tilboð í Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar. Samningavið-
ræður munu hefjast fljótlega.
Ekki er fyrirhuguð nein
breyting á rekstri Samheija
eða Akureyrinnar.
Að sögn Einars I. Halldórs-
sonar, bæjarstjóra í Hafnar-
firöi, hljóðar þetta tilboð upp
á 270,4 milljónir. Skuldir að
upphæð um 200 milljónir
yrðu yfirteknar og 70 milljón-
ir yrðu greiddar á skuldabréfi
til 10 ára. Á þriðjudagskvöld
heföi bæjarstjóm Hafnar-
fjarðar ákveðið að fela sér að
hefja viðræður við þessa aðila
á gmndvelli þessa tilboðs.
Samheiji og fleiri bjóða í
tvo togara og frystihúsið.
Fyrirhugað mun vera, ef af
þessu verður, að breyta Apríl
í frystiskip og skipta um vél í
Maí. Það mun einnig vera
• •
ogi
ÍBUH
áformað, að sögn bæjarstjór-
ans, að breyta fiystihúsinu og
vinnslunni þar með. Hann
reiknaði með að samninga-
viðræður hæfust á næstu
dögum, þegar lokið væri ýmis
konar forvinnu.
„Það eru engar breytingar
fyrirhugaðar á rekstri Sam-
heija og Akureyrinnar,” sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samheija
hf. „Samheiji er og verður
fyrirtæki á Akureyri.” Þor-
steinn sagði aö ef af þessum
samningum yrði, yrði stofnað
nýtt hlutafélag um þennan
rekstur í Hafnarfirði. Þeir
legðu fram þetta tilboð með
fullum vilja og í þeirri trú að
fyrirtækið gæti gengið, en
það væri hins vegar alls ekki
ljóst, hvort lánadrottnar væru
tilbúnir að útvega þeim fjár-
magn í þessa starfsemi.
GHF
Slippstöðin semur við
fyrirtœki í Kanada
Sl. föstudag náðust samningar á
milli Slippstöðvarinnar hf..
Akureyri og útgerðarfyrirtækis í
Kanada um breytingu á tveimur
togurum. Þetta er verkefni upp á
60 milljónir króna. Að sögn
Gunnars Ragnars er þetta fyrsti
meiriháttar samningurinn, sem
íslensk skipasmíðastöð gerir við
erlent fyrirtæki urn svona verk-
efni. Samningurinn er veruleg
lyftistöng fyrir skipasmíðaiönað-
inn á Akureyri.
Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Slippstöövarinnar,
sagði að samiö heföi veriö um
breytingar á tveimur skipum.
Þeim ætti að breyta þannig í lest
að í stað kvía fyrir ís yrðu settar
innréttingar fyrir kassa. Þessi
samningur hljóðaði upp á um 60
milljónir íslenskra króna og það
mætti eiga von á framhaldi á
þessum viðskiptum, því aö fyrir-
tækið ætti fleiri togara, sem
þyrfti að breyta. Fyrri togarinn
kæmi seinni hluta september
mánaðar og yrði fram að ára-
mótum og sá seinni kæmi um
miöjan október og yrði fram í
lok janúar.
„Ég er ár.ægður með þessa
samninga,” sagði Gunnar. ..Viö
höfum ekki samiö mikið erlend-
is. Ég tel aö það sé fyrst og
fremst tæknileg reynsla. sem er
ástæðan til þess að við fáum
þetta tilboð frá Kanadamönn-
unum. Þeir völdu okkur úr stór-
um hópi annarra skipasmiða-
stööva." Gunnar sagði að þegar
þeir heföu verið búnir að skoða
fjölmörg tilboð heföu þeir
komist að þeirri niöurstöðu að
Slippstöðin byði best.
Skipasmíðar í Kanada eru
ríkisstyrktar en hafa gengið
brösuglega að söng Gunnars
Þetta væri fyrsti meiriháttar
samningur íslenskrar skipa-
smíðastöðvar við erlent fyrir-
úgki. qhf
Hermirinn
kemur?
í máli Helga Bergs á bæjar-
stjómarfundi sl. þriöjudag kom
fram að íjármálaráðherra hefur
lýst sig reiðubúinn til þess aö
fella niður söluskatt og að-
flutningsgjold af herminum til
Verkmenntaskólans. Hann hefur
þegar ritað bréf til menntamála-
ráðherra, þar sem hann lýsir
þessum vilja sínum. Búist er við
því að síðar í þessari viku veröi
málið afgreitt frá menntamála-
ráðuneytinu.