Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1985, Síða 8

Íslendingur - 30.05.1985, Síða 8
U’udw0ur tmt RESTAURANT Kjallarinn opinn í hádeginu og á kvöldin alla daga Rétfur dagsins á hlægilegu verði. Fjölbreyttir smáréttir Hver spýta valinn viður HjöHeifur Slefánsson og Stefán Hermannsson Baðstofd í Laxdalshúsi Þegar nýja loftið í Laxdals- húsi var opnuð voru þar staddir þeir tveir menn, sem heiðurinn eiga af endurnýjun hússins, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Sverrir Her- mannsson smiður. Loftið er í baðstofustíl, port og súð klædd innan sléttum ónegld- um loftborðum, sem liggja í nót í leiðurum, og er því hægt að slá borðin saman ef þau rýrna. „Þetta er gömul tækni,” sagði Sverrir, og Hjörleifur rekur hana til þess er vinnuatl var ódýrt en saumur dýr. Um þetta eru þeir sammála, smiðurinn og arkitektinn. Hins vegar kem- ur þeim ekki saman um heiti klæðningarinnar. „Panell", sagir Hjörleifur; „loftborð”, segir Sverrir og lætur sig ekki. Þannig þrátta þeir um margt, þessir vinir og samstarfs- menn. Laxdalshús er að innan að mestu í viðarlitum. „Það verður málað,” segir Hjörleif- ur, „í svipuðum litum og tíðk- uðust á þeim tíma, þegar það var upp á sitt besta.” Sverrir telur hins vegar að 99% þeirra, sem skoðun hafa á málinu, vilji hafa húsið í við- arlitum. Það, sem á vantar, þ.e.a.s. 1%, það er Hjörleifur. Hjörleifi finnst Sverrir ekki bera alveg nógu mikja virð- ingu fyrir gömlum spýtum, og telur að hann hafi endur- nýjað óþarflega mikið í Lax- dalshúsi. „Hann fékk að ráða í þetta sinnið," segir arkitekt- inn, en bætir því við að þeir hafi samið um, að við næsta Þótt Laxdalshús hafi verið augnayndi að utan sem innan nú um skeið, og það svo að menn væru löngu hættir að minnast á kostnaðinn við endurnýjun hússins, þá var framkvæmdum ekki að fullu lokið fyrr en nú nýlega. Á lofti hússins hefur nú verið innréttuð stofa, sem rúmar í sæti 40-50 manns. Forráða- menn hússins hyggjast bjóða upp á ýmiss konar menning- arstarfsemi á loftinu. Þar verða haldnir tónleikar og boðið upp á Ijóðalestur auk annarra viðburða, en hingað til hefur slík starfsemi orðið að vera að mestu utan húss. Laxdalshús getur nú hýst minnstu ráðstefnur og boðið upp á ýmsar stærðir fundar- herbergja. Að sögn Amar Inga, for- stöðumanns hússins, er ætlunin aö gera það að sæl- kerastað, og sennilegt að stofnaður verði sælkera- klúbbur með haustinu. Nú sem stendur hefur húsið leyfi til að bjóða upp á létt vín, en reiknað er með að því verði innan skamms veitt almennt vínveitingaleyfi. Hinsvegar taka forráðamenn hússins það fram að þeir hafi ekki áhuga á að varpa neinum bjórkráarblæ yfir Laxdalshús. „Við höfum í huga að breyta garðinum á þann hátt að hann veröi eftirsóknar- verðari fyrir böm ekki síður en fullorðna. Þá verðum við að athuga hvort hægt verður að fá afnot af leikvelli handan götunnar yfir helgar. Þar er upplagt að hafa barna- skemmtanir og skipuleggja afþreyingu fyrir böm á meðan foreldramir slappa af í Laxdalshúsi,” sagði Öm Ingi. Þá er einnig í deiglunni hjá aðstandendum hússins að setja upp útiveitingastað í göngugötunni í Bótinni á virkum dögum, með sýning- um og viðburðum, sem um helgar fara fram í Laxdals- húsi svo sem verið hefur. Aðspurður um örlög hest- vagnsins góða, sagði Örn Ingi aö hann héldi áfram sinni píslargöngu. Sú þjónusta gekk erfiðlega í fyrra, enda hefur Akureyringum, sem eru fálátir gagnvart nýjungum, fyrnst hestvagnamenningin. verkefni verði viðhorf Hjör- leifs til gamalla spýtna haft í hávegum. Það verkefni er smíðahús Þorsteins á Skipa- lóni. Hjörleifur Stefánsson er að því spurður hvort rétt sé að líta á Laxdalshús sem elsta hús Akureyrar, þegar það hefur verið endurnýjað frá gmnni. „Þegar það er orðið tæplega 200 ára gamalt eins og þetta hús, er með eðlilegu viðhaldi búið að endurnýja nánast hveija spýtu. Ef við- haldið fer fram með jöfnu millibili, dettur nánast engum í hug að halda því fram að aldur hússins breytist við það. í Laxdalshúsi hafði viðhald verið vanrækt áratugum saman. Að lokum var það unnið með þeim hætti að til eyðileggingar horfði. Þess vegna varð að endurnýja fleira í húsinu í einu en eðli- legt getur talist. En að sjálf- sögðu er húsið elsta hús bæjarins jafnt fyrir það.” í Laxdalshúsi er kjörviður, póls fura. Þar velti timbur- meistarinn hverri spýtu fyrir sér og setti niður eftir kúnst- arinnar reglum. Benda má á að í þakklæðningu er undir- og yfirborð, og nefnist það rennisúð. Þar eru borðin valin þannig að rangsíða er á undirborði en réttsíða á yfir- borði. Undirborðið verpist þannig með tímanum öfugt við yfirborðið. Með þessum hætti er hægt að komast hjá því að þökin leki þó svo að vindingur verði á borðunum. TIO Róðstefna um háskólakennslu á Akureyri Afráðið er að Fjórðungs- samband Norðlendinga gangist fyrir ráðstefnu um háskóla- kennslu á Akureyri, þ.e. kennslu í greinum á svonefndu háskóla- stigi m.a. í samstarfi við sam- starfsnefnd framhaldsskólanna á Norðurlandi. Eins og kunnugt er skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, nefnd til að gera tillögur um hvernig efla megi Akureyri sem miðstöð mennta og vísinda. Nefnd þessa skipuðu: Birgir Thorlacius, þá- verandi ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytis, sem var for- maður, en auk hans áttu sæti í nefndinni Guðmundur Magnús- son, háskólarektor og Tryggvi Gíslason, skólameistari á Akur- eyri. Nefndin skilaði áliti 30. nóvember 1983 til núverandi menntamálaráðherra, Ragn- hildar Helgadóttur. Niðurstöður nefndarinnar voru þær, að tiltækt sé aö heíja háskólakennslu á Akureyri, þegar á hausti 1985 eða í byijun skólaárs 1986. Ekki voru gerðar tillögur um sérstakan háskóla á Akureyri eða stofnun sjálfstæöra megindeilda. Lögð var áhersla á fyrrihluta nám í tölvugreinum. viðskiptagreinum, verkfræði- og raunvísindagreinum auk náms I klínískum greinum varðandi læknisfræði og hjúkrun. Auk annars háskólanáms t.d. í tón- mennt og listnámi koma til greina ýmsar háskólagreinar. Fyrir atbeina Fjórðungs- sambands Norðlendinga, gekkst menntamálaráðuneytiö fyrir því að námsskrá allra framhalds- skóla á Norðurlandi væri sam- ræmd. Þessu starfi hefur m.a. stýrt samstarfsnefnd framhalds- skóla á Norðurlandi. Formaður þessarar nefndar er Bernharð Haraldsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri. Þessi starfshópur mun nú stuðla að háskólamenntun á Akureyri. Það er almennt talið að þegar lokið er byggingu Verkmennta- skólans á Akureyri, verði rýmt hús Iðnskólans við Þórunnar- stræti. Þetta húsnæði er kjörið fyrir aðsetur háskólamenntunar á Akureyri. Það er því ljóst að koma má á fót reglulegri háskólakennslu á Akureyri, án þess að leggja þurfi í íjárfest- ingar, sem ekki eru þegar áformaðar vegna Verkmennta- skólans. Einnig hefur verið gengið úr skugga um að á Akur- eyri eru til staðar hæfir kennslu- kraftar til að fást við marg- víslegustu kennslu á háskólastigi og stofnanir sem geta tekið við rannsóknarverkefnum og starfs- þjálfun í sambandi við slíkt nám. Háskóli íslands býr við mikil þrengsli og framundan eru mikil átök í byggingarmálum, er ljóst að nú er einmitt tækifæri til að tryggja að starfræksla á háskólastigi á Akureyri verði tekin með í uppbyggingunni, áður en ákveðið verður að byggja yfir alla starfsemina fyrir sunnan, eins og verið hefur. Af þessum sökum verður boðað til ráðstefnu um háskóla- kennslu á Akureyri, laugardag- inn 8. júní kl. 1330. Ráðstefn- unni lýkur samdægurs. Þar verður kynnt skýrsla nefndarinnar og rædd einstök áform. Auk nefndarmanna munu heimamenn úr byggðum Norðurlands halda stuttar fram- sagnir. Fulltrúar allra þingflokka munu ávarpa ráðstefnuna. Ráð- stefnan er öllum opin með mál- frelsi. Orkusparnaðarátak nœr nú til hitaveitusvceða Eins og kunnugt er hefur verið í gangi á vegum Iðnaðarráðu- neytisins orkusparnaðarátak á þeim svæðum, sem búa við dýra hitunarorku. Á vegum verkefnis- stjómar átaksins hafa verið skoðuð hús, sem nota óhóflega mikla orku til húshitunar. Skoðuninni hefur síðan fylgt skrifleg ráðgjöf til húseigenda með tillögum um framkvæmdir og tölulegum upplýsingum um kostnað og hagkvæmni. Fram að þessu hefur átakið beinst að húsum, sem kynt hafa verið með olíu eða rafmagni en nú hefur verið ákveðið að það nái einnig til þeirra svæða, sem nota heitt vatn, þar sem orkuverð er sambærilegt eða hærra en verð á niðurgreiddri raforku til húshit- unar frá Rafmagnsveitum rikis- ins. Til að létta húseigendum breytingar á húsum sínum til að spara orku hefur Húsnæðis- stofnun veitt lán til þessa, sem nema allt að 80% af kostnaði. í upplýsingariti Húsnæðisstofnun- ar Lán til orkusparandi endur- bóta á ibúðum er að finna upp- lýsingar um þessi efni. Verkefnisstjómin hefur sett sér ákveðnar reglur um val á húsum og miðast þær við árlega orkunotkun. Hún hefur verið metin á grundvelli könnunar Orkustofnunar á notkun ein- stakra húsa og einnig á umsókn- um frá húseigendum, sem telja sig nota mikla orku. Sambæri- legar reglur verða viðhafðar á hitaveitusvæðunum, en þó veröa hús einungis valin til skoðunar að fenginni umsókn frá húseig- anda. GHF

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.