Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 1
Ísíendinmr-fsafold 13. tölubla$. Miðvikudagur 19. marz 1969. 54. og 94. árgangur. ÁBit Jakobs Jakobssonar fisfitifræðings efiir athuganir á loð nu eystra: Horfur benda til að veiða megi miliið af loðnu nyrðra og eystra næsta sumar Það skyldi þó aldrei verða, að loðnan kæmi í stað síld- arinnar næsta sumar? Jak- ob Jakobsson fiskifræðing- ur telur horfur benda til þess, eftir athuganir, sem hann hefur framkvæmt aust ur af landinu. „Árni Friðriks son“ hefur verið á austur- slóðum að undanförnu og þar hefur fundizt mikið magn af óþroskaðri loðnu á stóru svæði um 50 mílur frá landi. Þessi loðna, sem ekki er orðin kynþroska, mun ekki fara suður fyrir land, eins og loðnan sem nú er þar á hrygningarferðalagi.. Þetta svæði hefur aldrei verið atliugað fyrr í sam- bandi við loðnuna, en leitar- skip liafa oft orðið vör við þennan smófisk á stórum svæðum, er þau liafa verið þar i öðrum erindum. Atliugunin bendir til, að nú sé hver árgangurinn öðr- um stærri af loðnu í hafinu norður og austur af landinu og að loðnugangan suður fyr ir land í vetur sé aðeins ein af þeim fyrstu stóru. Hins vegar telja fiskifræðingar engu lakara að veiða loðn- una fyrir norðan en austan yfir sumartímann. Ef spá Jakobs reynist rétt, gæti svo farið, að verkefni yrðu fyrir síldarbræðslurnar á Norðurlandi og Austur- landi næ^ta sumar, og þarf ekki að fletta blöðum um að það yrði mikil og kærkomin búbót miðað við horfurnar Oufuaflsstöðin í Bjarnarflagi: Gufunni hleypt á — stöðin reynist vel • Á föstudaginn var fram- kvæmdur lokaþáttur fyrstu tilraunar með vinnslu gufuafls- stöðvarinnar á Bjarnarflagi í Mývatnssveit, túrbínurnar látn ar vinna með fullum afköstum um stund og raforka frá stöð- inni tengd inn á kerfi Laxár- virkjunar í nokkrar mínútur. Tilraunin tókst vel og eru jafn- vel horfur á, að stöðin geti framleitt meira en 2.500 kw, sem búizt var við. # Tilraunum verður haldið á- fram þessa viku, en um næstu helgi er gert ráð fyrir að ljúka þeim og verður stöðin þá endanlega tengd við kerfi Lax- árvirkjunar. MYIMDASYNING I HV4MMI □ Á sunnudaginn kl. 13 verður opnuð myndasýning í Ilvammi, félagsheimili skáta á Akureyri, á vegum Æskulýðs- ráðs. Verða þar sýnd málverk og ljósmyndir, sem þátttakend- Fjalla um skipulag Sundahafn- ar á ísafirði Nú í vikunni verður að öll um líkindum ákveðið skipu- lag Sundahafnar á ísafirði, sem hefja á framkvæmdir við í sumar með tæpl. 18 millj. kr. fjárveitingu. Tillögur munu liggja fyr- ir hafnarnefnd þessa dagana, en fyrirhugað er, að bæjar- stjórn taki málið til af- greiðslu á föstudag og var fundi bæjarstjórnarinnar frestað þangað til, af þessum sökum. ur í tveim námskeiðum ráðsins liafa gert að undanförnu undir leiðsögn Einars Helgasonar og Sigurðar Stefánssonar. □ Aðgangur verður ókeypis og gestum gefst kostur á að velja beztu myndirnar, en dóm nefnd mun síðan fjalla um val- ið og verða veitt verðlaun fyrir bezta málverkið og beztu ljós- myndina. □ Eins og fyrr segir, hefst sýn ingin kl. 13 á sunnudag, en henni lýkur kl. 22 sama dag. Iðkun skíðaíþróttarinnar er nú í hámarki og eru skíðamót víða um land um hverja helgi. Þessi mynd er fró Hermannsmótinu í Hlíðarfjalli um síðustu helgi, tekin við Strompinn. Kapparn- ir eru þeir Reynir Brynjólfsson, Hafsteinn Sigurðsson og Viðar Garðarsson, sem urðu efstir. Bæta þarf rekstursaðstöðu Valaskjálfar á Egilsstöðum: Vilja kaupa herbergjasamstæðu — hentug og ódýr lausn, en stendur á féleysi Um nokkurt árabil hefur Félagsheimilið Valaskjálf á Egils- stöðum rekið myndarlega veitingasölu, þá einu á staðnum. Reksturinn hefur gengið erfiðlega og ekki hefur reynzt fjár- hagslega kleyft að koma upp gistihúsnæði, vegna fjárskorts, en það myndi bæta mjög rekstursaðstöðuna. Hefur jafnvel komið til tals að hætta veitingarekstrinum. Fyrir skömmu komust forráðamenn Valaskjálfar að samkomulagi við verk- taka Búrfellsvirkjunar um að kaupa af þeim eina húsalengju með 40 rúmum fyrir hagstætt verð, en nú er óvíst að geti orðið af þcssum tækifæriskaupum, þar sem lánsfé virðist ekki fáan- legt. húsgögn. Átti að koma þeim austur í vor og hefði þá verið unnt að taka þau í notkun strax. Fyrir húsin átti að greiða um 3 millj. kr. með tollum, komin austur. Væru það sannarlega kjara kaup. Ef ekki verður unnt að koma þessum kaupum á, verður það mikil áfall fyrir Valaskjálf og eigendurna, hreppa og félaga- samtök á Héraði, svo og fleiri Austfirðinga, því ekki er aðeins, að húsn myndu bæta til muna rekstursaðstöðu Valaskjálfar, heldur myndu þau einnig draga fleira ferðafólk austur. Er því mikilvægt, að allt verði gert sem unnt er til að af þessum

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.