Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969 ) DRYGJA TEKJURIMAR!” ósvipaða skáphurð í stássstofu, og dregur út skúffu með tíst- andi ungum, nýskriðnum úr eggjunum. Þarna eru þrjár út- ungunarvélar, sem geyma egg- in við ákveðið hitastig í viku. Eftir þann tíma eru eggin lýst og ófrjó egg tekin úr. Afföllin eru að jafnaði 5—10%. Frjóu eggin eru geymd áfram í vél- unum, en eftir þrjár vikur eru ungar skriðnir úr þeim og þeir færðir í búr. Sex vikum síðar eru sláturungarnir settir á gólf, en þeim er slátrað 2ja mánaða, þá orðnir kjúklingar á verzl- unarmáli, en megnið af kjúkl- ingakjötinu, þessi 16 tonn á ári, er selt til Reykjavíkur. Um svipað leyti eða nokkru síðar eru lífungarnir settir á eða seld ir, en í fyrra seldi búið 8—10 þúsund unga á fæti. Það gefur nokkra hugmynd um hamsnafjölda Alifuglabús- ins, að það notaði næstum 400 tonn af kjarnfóðri í fyrra, sterkt fóður, sem gerir eggin að fjöreggjum og kjötið meyrt og ljúffengt, enda rennur hvort tveggja úl eins og heitar lumm ur. © Jónas bóndi Halldórsson lærði til þessarar búgreinar í Noregi og hefur fitjað upp á ýmsum nýjungum í hirðingu og framleiðslu. Til dæmis er Fjör- egg eina alifuglabúið á landinu, sem selur stykkjaða kjúklinga í mjög smekklegum umbúðum, tilbúna í ofninn. Hægt er að velja um læri og bringu og fjór ar gerðir af heilum kjúkling- um. Jónas leggur höfuðáherzlu á gæði vörunnar og vandaða framleiðslu á allan hátt og fylg ist vel með öllum nýjungum í greininni. Framleiðsla og sala búsins hefur vaxið stöðugt, sem sann- ar vinsældir vörunnar. Verð á kjúklingakjöti hefur staðið í stað, en ekki hækkað, eins og annað kjöt, og hefur það að sjálfsögðu rýrt afkomuna, en Jónas telur smásöluálagning- una, sem er 50—60%, of háa. Við búið vinna 5—6 manns, fólk sem kann til þessara verka. © Að lokinni skoðunarferð er sezt að rjúkandi kaffiborði. Þá kemur í ljós, að Jónas hef- ur sótt fleira en fróðleik um hænsnarækt til Noregs. Hann kom einnig heim með Anny, hina myndarlegu húsfreyju í Sveinbjarnargerði. Auðheyri- lega eru þau samhent um bú- skapinn, bæði á heimilinu og við reksturinn. Þar er lykillinn að góðu gengi og ánægju af erf iöi dagsins. Jónas og Anny í Sveinbjarnargerði. Útihúsin — áþekk verksmiðjuhúsum. (Myndir: Sæm. G.) Aðalskipulag Akureyrarhafnar var samþykkt með 8 atkv. gegn 1: j TVÖ SJÓNARMIÐ RÍKJAIMDI UM STRAIMDGÖTUSVÆÐIÐ ný tillaga um trjágarð og dýragarð austan Pollsins Eins og skýrt hefur veri'ð frá, samþykkti hæjarstjórn Akureyr- ar á síðasta fundi sínum nýtt aðalskipulag fyrir Akureyrarhöfn, að undangenginni meðferð annarra aðila hjá hæ og ríki, sem málið varðar. Atta bæjarfulltrúar greiddu atkv. með, einn á móti og tveir sátu hjá. Ekki kom fram ágreiningur í áliti annarra aðila en hafnar- stjórnar, en þar skilaði Tryggvi Helgason, form. Sjómannafé- lagsins, séráliti. □ Álit mcirihlutans var þann- ig: „Meiri hluti hafnarstjórn ar leggur til, að skipulagið, eins og því er lýst í fundargerð frá 8. marz sl., verði samþykkt í höfuðatriðum, að því er tekur til liafnarmannvirkja. Hins veg ar bendir hafnarstjórn á, að rannsóknum á hafnarsvæðinu sunnan Strandgötu er ekki enn lokið, og gætu niðurstöður rann sókna haft áhrif á endanlega staðsetningu hafnarmannvirkja. Auk þess hefur ekki verið geng ið endanlega frá skipulagi lóða á hafnarsvæðinu. Meiri hluti hafnarstjórnar leggur til, að rannsóknum verði hraðað og frá gangi skipulagsins á hafnar- svæðinu verði lokið sem fyrst.“ Enn fremur lagði meiri hlutinn til, að leitað yrði eftir lánsfé til að hefja framkvæmdir við við- legukant í hinni almennu vöru- skipahöfn á næsta sumri. □ Alit Tryggva Helgasonar var þannig; „Eg álít mjög mis- ráðið, að dreifa hafnarmann- virkjum og starfsemi, sem bund in er við höfnina, eins og gert er ráð fyrir í því skipulagi, sem hér er um að ræða, og er það gerbreyting frá fyrri stefnu um uppbyggingu hafnarinnar. Legg ég því til, að haldið verði áfram á þessu og allra næstu árum, að byggja upp höfnina norðan- til á Oddeyrinni, svo þar geti orðið góð aðstaða fyrir af- greiðslu farskipa, fiskiskipa, skipa og báta, sem hér dvelja vegna viðgerða og nýsmíði. Verði leitað eftir lánum til fram kvæmda á þessu svæði.“ □ í bæjarstjórn tók Jón G. Sól nes upp tillögu Tryggva Helgasonar, en þar var hún felld ineð 8 atkv. gegn 2. Til vara gerði Jón G. Sólnes þá til- lögu, að málinu yrði visað lil hafnarsi jórnar og henni gert að gera kostnaðaráætlun um fram- kvæmdir. Var hún felld með 7 atkv. gegn 2. Aðalskipulagið var síðan samþykkt með 8 atkv. gegn 1, Jón G. Sólnes greiddi atkvæði á móti, en Jón Ingi- marsson og Jón B. Rögnvalds- son sátu hjá. □ Eins og fram kernur hér að framan, er ágreiningur um framkvæmdatilhögun, vegna stofn- og reksturskostnaðar. En inn í blandast, að menn eru ekki á eitt sáttir um ráðstöfun Strandgötusvæðisins. Sumir vilja hyggja höfnina þar, aðrir að þar verði skemmtigarður. Vegur það e.t.v. þyngst á met- unum í almennum ágreiningi, sem gætir meðal bæjarhúa. Að því er blaðinu er bezt kunnugt um, eru sérfræðingar í hafnar- málum og skipstjórnarmenn sammála um að hagkvæmast sé að hyggja vöruskipahöfn á því svæði, sem liið nýja aðal- skipulag gerir ráð fyrir. En ýms ir fagurfræðingar og áhuga- menn um útlit hæjarins eru á öðru máli og telja Strandgötu- svæðið ómetanlegt í því efni, svo að ekki megi skemma það og þar með heildarsvip bæjar- ins með hafnarmannvirkjum. □ I þessu sambandi þarf auð- vitað að kryfja það til mergj ar, hversu hvoru tveggja verði hezt borgíð, v’ðráðanlegri liafn argerð og útliti hæjarins. Verð- ur ekki lagður dómur á það hér, livort unnt er að gera hafnar- mannvirkin svo úr garði, að þau falli vel að bæjarsvipnum. í því samhandi verður að gæta þess, að byggja verður höfn, þar sem hcztar aðstæður eru fyrir hendi, að gert er ráð fyrir 55 þúsund ferm. svæði ofan hafn- arinnar við Strandgötu, þar sem unnt er að koma fyrir hæði byggingum og aðgengilegum útisvæðum við miðbæinn, og að unnt er að konva fyrir skraut- grðum víðar við Pollinn. M.a. hefur þeirri tillögu verið varpað fram, að gera æiti stór' Framhald á bls. 7 Á þcssum uppdrætti cr hið umdeilda Strandg'ötusvæði. j

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.