Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 7

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 7
ÍSIíENDINGUU-ÍBAKQIiD — MIÐVIKUDAGUR19. MARZ 1969 SIMYRTIHÚS VORUSOLLIMIMAR Hafnarstræti 100 (götuhæð) — Sími 21436 — Akureyri SIMYRTISTOFA HÁRGREEÐS LUSTOFA © Andlitsböð og tækjameðferð (þ.á.m. gufu- andlitsböð með geislum, sem hreinsa húð- ina og eyða bakteríum). • Fótsnyrting, fótaböð, fótanudd og líkamsnudd. Q Hárklipping, hárþvottur, hárlitun, lagning, lokkagreiðsla, samkvæmisgreiðsla. © Snyrtivörur frá Orlane, Germanie Monteil, Pierrc Robert, Jane Hellen og Max Faetor. # Hárkoilur og lokkar. Nýtt VAPOZONE-gufutæki, opnar húðina og hreinsar. Eyðir flösu og gefur hárinu aukinn gljáa. Nýtt VAC-SPRAY-tæki, hreinsar filapcnsla, lyftir hrukkum, nuddar, baðar o. fl. Nýtt til fótsnyrtinga NÝJUSTU TÆKI - FULLKOMIN TÆKI Afgreiðslu- og auglýsingasíminn er 21500 H HRYÐJUVERK EÐA FRIÐ Árásarstyrjöld kommún- ista í Viet-Nam og skortur þeirrar á friðarvilja við samningana > París vekur nú æ þyngri fordæmingu al- mennings um allan hinn frjálsa heim. Þegar andstæð- ingar kommúnista hættu loft árásum á innrásarrikið Norð ur-Viet-Nam og tóku að und irbúa friðargerð í París, gerð ust menn bjartsýnir, en frið- arvonir manna hafa nú mjög daprazt vegna viðbragða kommúnista. Svar þeirra við afnámi loftárásanna á Norð- ur-Viet-Nam var það lielzt að hefja liryllilegri hryðju- verk en nokkru sinni fyrr með því að heila úr vítisvél- um sínum eldi og brcnni- steini yfir saklausan almcnn ing í Suður-Viet-Nam og reyna þannig að hræða fólk til uppgjafar fyrir ofbeldinu. Þeir vita sem er, að kommún ismi nefur livergi komizt á í haiminummemn.meöiofbeldi, Og styiijölHm í Wlat-'Namná frá þeirra hendi að vera próf steinn á það, hversu lýðraeð- isöfl heimsins séu staðföst að verjast því. Ef undan verður látið í Viet-Nam, verður lit- ið á það sem veikleikamerki og næstu fórnarlömbin val- in. Samningaviðræðurnar í París reyna kommúnistar að eyðileggja með svo ósvífnum kröfum, að þeir vita fyrir- fram, að ekki er hægt að ganga að þeiin, nema jafn- gildi fulllcominni uppgjöf gagnvart ofbeldinu. Þannig hafa þeir t.d. krafizt, að stjórnin í Saigon segði af sér og aðrar þær ráðstafanir gerðar, sem tryggðu þeim fullkomin yfirráð yfir Suður Viet-Nam. Viðsemjendur þeirra hafa hins vegar ekki látið sér hugkvæmast að krefjast þess, að stjórnin í Hanoi segi af sér, en hafa krafizl ifiillkomins jafnréttis beggja ríltjanna og að .ijálf- sögðu ætlazt til þess, að frið- ur á jafnréttisgrundvelli yrði tryggður með því að girða milli styrjaldaraðila með hlutlausa beltinu milli ríkj- anna á grundvelli Genfar- samkomulagsins frá 1956. Þetta mega innrásarmennirn ir frá Norður-Viet-Nam og leppar þeirra í Suður-Viet- Nam ekki heyra nefnt, held- ur skal allt landið lúta of- beldinu. g] KNÝJA VERÐUR KOMMÚNISTA TIL FRIÐAR Bandaríkjamenn, Ný-Sjá- lendingar, Ástralíumenn og fleiri bandamenn þeirra hafa ekki viljað víkja undan þeirri skyldu sinni að vernda Suður-Viet-Nam gegn of- beldinu og forða þjóðinni frá þeim hörmulegu örlögum, sem þjóðir eins og Eystra- saltsþjóðrinar, Tíbctingar og fleiri hafa orðið að þola ,í iánauð kommúnista. lliitlar horfur eru nú á því, að kommúnistar í Viet-Nam semji frið, ef þeir gera sér nokkra von um, að innrás þeirra í Suður-Viet-Nam endi með hernaðarsigri, og því verða lýðræðisþjóðirnar enn að halda uppi harðri og sleitulausri baráttu til þess að knýja þá til heiðarlegrar friðargerðar á jafnréttis- grundvelli, sýna þeim, að hinn frjálsi hcimur sé rciðu- búinn að verja sig, en láti ekki vaða yfir heiminn þá ófreskju, sem lagði hramm- inn yfir Tékkóslóvakíu í stunar og gerði að engu von- ir milljónanna þar um ofur- lítið frelsi. Fórnardauði tékk nesku stúdentanna ntinnir lýðræðis þjóðir lieims á þessa skyldu og það að linna ekki viðleitninni til að knýja kommúnista til þess að taka við eðlilegum friðarskilmál- uin í Viet-Nam, og því meir sem þeir auka eldflaugaárás ir sínar á konur og börn, þcint mun þyngri verður for dæmingin yfir þeint fyrir að viðhalda hinni liyllilegu styrjöld, sem þeir liófu sjálf- ir og bera.ábyrgð á, en hafa reyn t i að i kenna1 öðruni > um. KAUP - SALA Tveggja tonna trilla með 8 hestafla dieselvél til sölu. — Áhvílandi lán. — Upplýsingar í síma 21572. Ætluðum — Framhald af bls. 5. an skemmtigarð austan Polls- ins, þar sem þegar liafa verið ræktuð tré i stórum stíl, og þar mætti koma fyrir í senn úti- vistarsvæðum gcgnt sól og dýra garði í skemmtilegu umhverfi, þar sent íslenzk dýr yrðu til sýnis, ásantt dýrum af öðrum norðlægunt slóðum, svo sent ís- björnum. Myndi þetta falla vel að óskum þeirra, sem telja það ntikla nauðsyn fyrir Akurey.ri, að fegra útlitið og auka rnögu- leika bæjarbúa og gesta þeirra til að njóta útivistar og fegurð- ar í bænunt sjálfunt, fremur en nú er unnt. □ Mörg fleiri sjónarmið innan þessa ranima má benda á. □ En hitt er ekki nema eðli- legt og sjálfsagt, að nýjar tillögur fái að konta fram, og því væri vel til fundið, að boða til almenns borgarafundar um .þetta mál, þar sem allar.skýr- • ingar yríiuileiddar fram og'uimt >yrði ;áð rrökwáSa. ;þáð. ;á þeim grundvelli.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.