Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Qupperneq 1
Patreksf jörður og Egilsstaðir — Bls. 4 og 5
MvMmur- ísafold
31. tölublað.
Laugardagur 7. júní 1969.
54. og 94. árgangur.
i.^^wiíibiiiiiib IM'II ... ..... ........... . ..................... .
A myndina eru merkt hússtæði skinnaverksmiðju Iðunnar (1 ) og bifreiðaverkstæðis Þórshamars hf. (2). — Mynd: — herb.
IJnnið að byggingu margra stórhýsa á Akureyri í sumar
TVð STÓRHVSI RfSA VIÐ GLERÁ
□
Þótt Iíkur bendi til, að fram !
kvæmdir við íbúðarhúsa- j
hyggingar verði með minna
móti á Akureyri í sumar, verð-
ur naumast atvinnuleysi í bygg
ingariðnaði Akureyringa. Unn-
ið verður að byggingu margra
stórhýsa, endurbótum, viðbygg
ingum og nýbyggingum. Má
þar nefna m.a. framkvæmdir
við Iðnskólann, Hraðfrystihús
CA, vörugeymsluhús Eimskips,
tollvörugeymslu Almennu toll-
vörugeymslunnar hf., verk-
smiðjuhús SÍS, sem skemmdust
í vetur, Vistheimilið Sólborgu,
sútunarverksmiðju Iðunnar og
bifreiðaverkstæði Þórshamars
hf. Þetta er allnokkuð og er þó
eitthvað ótalið.
□ Stærsta nýbyggingin, sem
unnið verður að, er vafa-
laust sútunarverksmiðja Iðunn
ar, en i sumar á að koma upp
4000 fermetra húsi á lóð milli
núverandi verksmiðjuhúsa SÍS
og Dúkaverksmiðjunnar hf. Er
gert ráð fyrir, að húsið verði
enn stærra í framtíðinni, og hef
ur SÍS því keypt verkstæðishús
Þórshamars hf., sem byggir nýtt
verkstæðishús við Glerá.
□ Þórshamar hf. hefur nú feng
ið lóð undir nýtt verkstæðis
hús við Glerá, milli Glerárstöðv
ar BP og Smurstöðvar Shell,
en þar verður mikið landrými,
er Gleránni verður veitt í
nyrðri farveginn. Þessa lóð
fékk SÍS á sínum tíma og ætl-
aði að byggja þar birgða-
geymsluhús, en nú hefur bæjar
stjói'n veitt heimild tli að Þórs
hamar hf. fái þar athafnasvæði.
Ætlar fyrirtækið að byggja í
sumar tæplega 1500 ferm. verk
stæðis- og verzlunarhús.
□ Nú er verið að ryðja hús-
stæði sútunarverksmiðju Ið
unnar og hefjast byggingarfram
kvæmdir næstu daga. En fram
kvæmdir við verkstæðishús
Þórshamars hf. hefjast fljót-
lega. í haust verða því risin af
grunni tvö ný stórhýsi við
Glerá.
Húnvetninga
vantar enn
áburðinn
— sauðburður
gengur vel
Gróðnr hefur heldur tekið
við sér síðustu daga, enda hlýtt
í veðri og nokkuð rignt. Þó mun
klaki ekki vera farinn úr jörð
og mun gróðri ekki fleygja
fram fyrr en klakinn er horf-
inn, sagði Eggert Lárusson,
bóndi í Hjarðartungu í Vatns-
dal í A.-Hún.
— Sauðburður mun almennt
hafa gengið vel hér um slóðir.
Lambadauði ekki mikill og tals
vert tvílembt á mörgum bæj-
um. Tvílembum er víðast hvar
gefið ennþá.
— Mikið vantar á að við höf-
um fengið þann áburð, sem við
þurfum, og liggur hann á Ak-
ureyri, Siglufirði og e.t.v. víð-
ar. ‘Ekki hef ég heyrt um hve-
nær hann er væntanlegur hing
að, en þessi töf á flutningi á-
burðar er vægast sagt mjög
bagaleg og getur orðið okkur
bændum dýrkeypt, ef enn
dregst að koma honum á tún-
in. Finnst mörgum að hafís-
nefndin svokallaða hefði þurft
að gera samsvarandi ráðstafan-
ir með áburðarflutning og
birgðasöfnun eins og kjarn-
fóðrið og olíu.
— Veiði er ekki hafin í
Vatnsdalsá enn sem komið er,
en menn gera sér vonir um
góða veiði þar í sumar.
Dalvík:
TOGBATARNIR MEÐ1100
TOIMM HVOR EFTIR 2 MÁN
— og grásleppuvertíðin hefur verið mjög sæmileg
□ Þetta hefur verið land-
burður af fiski í vetur, síð-
an veiðar hófust af alvöru,
og togbátarnir tveir, Björg-
vin og Björgúlfur, eru bún-
ir að fá um 1100 tonn hvor
síðan í endaðan marz. Að
auki hefur Loflur Baldvins-
son lagt nokkuð upp hér og
einn minni bátur hefur afl-
að dável undanfarið. Við höf
um ekki getað annað öllum
þessum afla og því hafa bát-
arnir landað miklu magni
annars staðar, sagði Tryggvi
Jónsson frystihússtjóri á
Dalvík.
— Litlu bátarnir hafa ver-
ið á grásleppunni og aflað
mjög sæmilega, en þeir fara
nú á handfæri og dragnót.
Togbátarnir halda áfram, a.
mk.. fyrst um sinn. Við eig-
um því von á meiri fiski, ef
aflast sæmilega áfram, en nú
mun heldur farið að draga
úr afla togbátanna alls stað-
ar hér fyrir Norðurlandi.
— Við lentum í miklum
geymsluvandræðum, en losn
uðum núna við smávegis. Ef
aflast áfram, horfir aftur til
vandræða. Þess vegna er það
eitt helzta úrlausnarefnið
hjá okkur og mörgum öðr-
um frystihúsum, að komið
verði á örari flutningum frá
frystihúsunum og betra
skipulagi á þeim.
Fá 10 þúsund
fermetra lóð
fyrir tollvöru-
geymsluna
— byggja 1000-1500 fermetra
hús í sumar
# Almenna tollvörugeymsl-
an hf. hefur nú fengið 10
þúsund fermetra lóð undir
starfsemi sína norðarlega
austan við Hjalteyrargötu á
Akureyri. Er nú hafinn und-
irbúningur að byggingar-
framkvæmdum, en félagið
hyggst byggja 1000—1500
ferm. liús á lóðinni.
0 Hluthöfum í félaginu hef-
ur fjölgað ört. Auk stofn-
félaga, sem einkum voru
einkafyrirtæki og einstakl-
ingar á Akureyri og Toll-
vörugeymslan hf. í Reykja-
vík, eru nú Eimskip, Haf-
skip og SÍS hluthafar og
ýmsir fleiri hugleiða hluta-
fjárkaup, þ.á.m. aðilar í OI-
afsfirði og á Blönduósi. Er
því fyrirsjáanlegt, að starf-
semi Almennu tollvöru-
geymslunnar hf. verður um-
fangsmikil frá uppliafi.
IMæsta blað kemur út miðvikudaginn 11. júní
i