Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Síða 5

Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Síða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1969. ------------------------------------> Frá Patreksfjarðarhöfn. (Myndir: H. D.). -------------------------------—^ Lök vertíð og framkvæmdir verða minni ella •.. — segir Jón Baldvinsson sveitarstjéri á Patreksfirði Brennið áburðar* pakana Nú er kominn sá tími, að farið er að breiða tilbúinn á- burð á túnin. Leggst þá til mjög mikið af alls konar áburðarpok- um, á hvcrjum bæ í sveitum landsins. Xil skamms tíma voru áburð- arpokarnir eingöngu úr pappír eða striga, en notkun plastpoka undir áburð færist nú mjög í vöxt. Pappír og strigi fúna tiltölu- lega fljótt ef þessi efni liggja í raka, enda algengt að setja slíka poka í skurði. Öðru máli gegnir með plastpokana, þeir fúna hvorki né rotna, og eyðast yfirleitt seint eða aldrei. Eina leiðin til að eyða plast- inu er að brenna það, enda er það engum vandkvæðum bund- ið. Því miður hafa margir bænd ur trassað að brenna plastpok- ana, og því liggja þeir nú eins og fokdreyf um allar sveitir og allar fjörur landsins. Vart getur hvimleiðari sjón en þessar plastpokadruslur, hvort sem þær liggja á falleg- I um gróðri eða á fjörusandi. — " Verður því naumast trúað, að ( bændur vilji spilla svo landi sínu, enda líklegra að hér sé um að ræða sinnuleysi, fremur en viljaleysi af þeirra hálfu. Á síðastliðnu sumri var efnt til herferðar gegn rusli á víða- vangi. Gerum nú ærlega herferð gegn áburðarpokunum og öðru plastdóti, sem er í þann veginn að þekja föðurlandið. Ráðstefna um náttúruvernd Ráðstefna um náttúruvernd verður haldin dagana 28.—29. júní, á Laugum í Reykjadal. — Aðalmál ráðstefnunnar verður stofnun samtaka um náttúru- vernd á Norðurlandi. Þess er vænzt, að allir, sem áhuga hafa á þessum málum geti sótt ráð- stefnuna. Dagskrá verður kynnt innan tíðar, en allar nánari upp lýsingar gefur Helgi Hallgríms son, Víkurbakka, Árskógs- strönd. Það var heldur lök vertíð lijá Patreksfjarðarbátum I vet ur, ógæftir framan af og afla- leysi, þegar mokafli var syðra og nyrðra, sagði Jón Baldvins son sveitarstjóri á Patreks- firði í stuttu spjalli við blað- ið. Ekki hefur þó verið at- vinnuleysi undanfarna mán- uði, en atvinna hefur ekki ver ið eins mikil og æskilegt hefði verið. Þessi laka vertíð á sinn þátt í því að framkvæmdir hjá hreppsfélaginu verða minni en ella á þessu ári. — Bæði Hraðfrystihús Pat- reksfjarðar hf. og Hraðfrysti- hús Skjaldar hf. á Vatneyri hafa verið starfrækt og verða það áfram. Eins og kunnugt er, bættist nýr bátur við fiski skipaflota okkar í vor, „Helga Guðmundsdóttir,’’ og Skjöld- ur hf. keypti varðskipið „Mar íu Júlíu,” sem nú er búið að breyta í fiskibát. Útgerðin hef ur því aukizt og vonir standa til þess, að afli stærri og smærri báta haldi atvinnulíf- inu gangandi í sumar. Þó er samdráttur í byggingariðnaði óleyst vandamál, enn sem kom ið er. Iðnaðarmenn hafa ekki næga atvinnu í sínum fögum. — Á undanförnum árum hefur höfnin verið stórbætt og í fyrra var gert mikið átak í vatnsveitumálum. Áður var vatn tekið úr uppistöðulóni í Litladal, en nú voru virkjaðar lindir og lögð ný stofnæð inn í kauptúnið. Er hún komin vel á veg og búið að tengja við hana hluta af dreifikerfinu. En ekki verður unnt að ljúka þessum valnsveitufram- kvæmdum í ár. Eftir er að lengja stofnæðina og tengja það sem eftir er af dreifikerf- inu við hana og byggja miðl- unartank. — Helztu framkvæmdirnar í ár verða gatnagerð og bygg- ing læknisbústaðar, sem eru á vegaáætlun og fjárlögum. Strandgatan, sem er þjóðveg- urinn um endilangt kauptún- ið, verður endurbyggð að hluta, með leiðslum og lögn- um, og gerð hæf undir varan- legt slitlag. Þá er ætlunin að hefja byggingu læknisbúslað- ar og gera hann fokheldan í sumar. — Þá er ótalið, að við von- umst eftir láni frá atvinnu- málanefndunum til að hefja byggingu fjölbýlishúss, enda er nú að mestu lokið öllum í- búðarhúsabyggingum, sem staðið hafa yfir, og enginn, sem tök hefur á að byrja á nýju upp á eigin spýtur, eins og á stendur. Það er því brýnt mál, að gerðar verði ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir stöðvun byggingariðnaðarins með opinberum aðgerðum, enda kemur það sér einnig mjög illa, ef uppbygging kaup túnsins stöðvast um tíma af þessum stundarerfiðleikum, sem nú herja hér hjá okkur. ALI l\(l DAG- BLÖÐtlNUM I STUTTU MÁLI j STUTTU M 113 þús. tunnur seldar Samið hefur verið við Rússa um sölu á 70 þús. tunnum af saltsíld í sumar og við Finna um sölu á 43 þús. tunnum. — Söltun upp í samningana hefst strax og síldin nær 14% fitu, en það eru minni kröfur en gerðar hafa verið um langa hríð. Er það í báðum tilfellum verulegt magn, sem salta má af svo magurri síld. (Morgunblaðið 31. 5.). 44.6 millj. kr. hagnaður Hagur Eimskipafélags ís- lands hf. batnaði um nærri 70 milljónir króna á síðasta ári og varð rekstrarhagnaður 44.6 millj. Var samþykkt að greiða hluthöfum 12% arð að þessu sinni, en hluthafar eru um 11.000 og hlutafé tæplega 41.5 millj. Arlegur reksturskostnaður félagsins er nú um 650 millj. króna, eða um 1.8 millj. á dag. Vegna batnandi afkomu hef ur félaginu tekizt að ráðast í verulegar framkvæmdir, end- urnýjun skipa og byggingu vörugeymsluhúsa. Er nú ver- ið að smíða tvö skip í Dan- mörku og ákveðið er að smíða það þriðja, en til greina kem- ur, að það verði smíðað á Ak- ureyri. Þá eru kannaðir mögu leikar á smíði nýs farþega- n skips. Félagið er nú að byggja mjög stórt vörugeymsluhús í Reykjavík og bygging vöru- geymsluhúss á Akureyri hefst í sumar. Þá hefur félagið gerzt hluthafi í tollvörugeymslum í Reykjavík og á Akureyri. — Loks hefur það fengið leyfi lil reksturs ferðaskrifstofu og er hann að hefjast. (Morgunblaðið 31. 5.). (★;■ íslandsklukkan kvikmynduð? í athugun er að taka heim- ildarkvikmynd af leikriti Halldórs Laxness, Islands- klukkunni, eins og það hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu tvo síðustu vetur. Fé það sem varið verður til kvikmynda- tökunnar, verður fengið að láni úr sjóði Edda-Film. — „Mér lízt hvorki vel eða illa á,’’ sagði Halldór Laxness. — „Eg hef ekkert á móti mynda- gerð.” Laxness kvaðst hafa séð Íslandsklukkuna oft þenn an tíma, sem hún hefur verið sýnd á sviði Þjóðleikhússins. „Hún er búin að ganga í tvö ár, og svo hefur hún verið ljósmynduð.” (Vísir 3. 6.). (★) Síldarflutningar ★ r í ar Á mánudaginn voru sett bráðabirgðalög um flutninga á sjósaltaðri og ísvarðri síld af fjarlægum miðum. Stofn- aður verður sérstakur flutn- ingasjóður með 100 kr. gjaldi af hverri útfluttri síldartunnu en ríkisstjórnin mun tryggja sjóðnum lán, allt að 30 millj. kr. Stjórn sjóðsins mun ann- ast síldarflutningana með þeim ráðum, sem hún telur bezt henta. Um framkvæmd söltunar um borð í veiðiskip- um, flutninga og losun, gilda sömu reglur og í fyrra. Styrk- ir verða aðeins greiddir vegna síldar, sem veidd er 300 sjómílur eða lengra frá landi. Þá verður ráðinn sérstakur umsjónarmaður og þjónusta við veiðiflotann stóraukki. (Morgunblaðið 3. 6.). ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1969. Vildii hækka útsvörin um 8*^0 Útsvörin á Akureyri hafa verið hækkuð um 8 % % á tveim síðustu árum og eru nú 9%% hærri en í Reykjavík. Hefði stefna Fram sóknarmanna á Akureyri fengið að ráða ein, væru útsvör Akureyringa nú 14% hærri en Reykvíkinga. En „til samkomulags“ við hina „vinstri“ flokkana er munurinn þó ekki meiri | en raun her vitni. Þykir þó skattgreiðendum nóg um. Árið 1967 veitti Reykjavíkurborg 6% af- slátt frá gildandi útsvarsstiga og Akureyrar- bær 5% afslátt. Reykjavíkurborg heldur enn 6% afslætti. Akureyrarbær felldi 5% afslátt- inn niður í fyrra og nú bætti hann 314% ofan á stigann. Þetta var gert með samkomulagi „vinstri’’ flokkanna í bæjarstjóm. Þetta er byggðajafnvægisstefna þessara flokka í fram- kvæmd. Það er eftirtektarvert, og einkum fyrir þá sök, að þeir liöfnuðu um leið tillög- um Sjálfstæðismanna um önnur úrræði, sem ekki hefðu í nokkru dregið úr framkvæmdum eða þjónustu bæjarfélagsins fremur en á- kvarðanir „vinstri’’ flokkana — nema síður væri. Það hefði mátt ætla, að Dagur, blað Fram- sóknarmanna á Akureyri, fyndi upp á ein- hverju öðru og skynsamlegra til að gera sig að athlægi, en að afsaka þessa skattpíningar- stefnu „vinstri” flokkanna á Akureyri með þvílíkum blekkingum og finna má í forystu- grein blaðsins á miðvikudaginn. Útsvarshækkanirnar tvö síðustu ár liafa enga breytinga í för með sér aðra en að auka skattaálögur á bæjarbúa, „ríka” og „fátæka,” og gera hvorki að auka framkvæmdir né þjón ustu bæjarfélagsins. Þær eru á hinn bóginn sízta aðdráttarafl, sem unnt var að finna, fyr- ir fjölgun skattborgara og skattgreiðandi at- vinnureksturs, enda vegur þar ekkert á móti, sem máli skiptir. En það er staðreynd, að eigi að auðnast að hrífa bæjarfélagið úr því miðl- ungsástandi, sem það er í, er á engu fremur þörf en nýju blóði og nýjum athöfnum. Hvor- ugt fæst, ef boðin er lalcari aðstaða en í þétt- býlinu, og e.t.v. ekki nema boðin sé betri að- staða. Hér hafa „vinstri” flokkarnir því gert óþarft og herfilegt glappaskot — eða vonandi er það ekki annað — sem Sjálfstæðismenn vör uðu við með skýrum og augljósum rökum, sem ekki var anzað með öðru en handaupp- réttingu — á móti, og þá um leið með þessari endemis skattpíningarstefnu, sem á eftir að verða Akureyrarbæ þröngur fjötur um fót. Handan við Löginn eru Egilsstaðir og Egilsstaðakauptún, sem nú vex, ár frá áii, sem hin mikilvægasta samgöngu- og þjónustu- miðstöð. íbúar kauptúnsins eru nú um 630 talsins. (Mynd: — Herb.). EGILSSTAÐIR: HREPPIJRINN GREIÐIR FYRIR FREKARI IÐIMAÐARUPPBYGGIIMGU — stendur að byggingu iðnaðarhúss í sumar © Horfur í atvinnumálum hér eru mun betri en leit út fyrir um tíma og er ekki ann- að að sjá en góð atvinna verði við vega- og gatnagerð, bygg- ingar og ýmis þjónustustörf, svo og við þann nýja iðnað, sem er að byrja á þessu sumri, sagði Þórður Benediktsson á Egilsstöðum í samtali við blaðið. — Nú í vor var endanlega samþykkt skipulag af svæði sem rúmar um 500 íbúa og verður gerð ein gata í sumar, samkvæmt því skipulagi. Þá verður endurbyggt eitthvað af eldri götum bæjarins, þannig að hægt verður að setja á þær varanlegt slitlag þegar henta þykir. Sex hreppsfélög á Aust urlandi sameinuðust í fyrra um kaup á gatnagerðartækj- um og verða þau eflalaust not uð eitthvað í sumar. — I sumar mun hreppur- inn standa að byggingu iðnað arhúsnæðis, sem verður um 450 fermetrar að stærð. Það verður auðveldara að koma hér upp auknum iðnaði ef hægt verður að bjóða hús- næði á staðnum og gerir stofn un nýrra iðnfyrirtækja létt- ari, en við vonum að sú iðn- væðing, sem hafin er, haldi áfram. — Nýlega var boðin út bygg ing stöðvarhúss og masturs- undirstöðu á Gagnheiði vegna dreifingar sjónvarps til Aust- urlands. Lægsta tilboðið áttu aðilar hér á Egilsstöðum og benda líkur til að þeir muni annast framkvæmd verksins, sem að sjálfsögðu veitir tals- verða atvinnu. — Ferðamannastraumur er vaxandi hingað austur og eru Egilsstaðir þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn er koma til Austurlands og svo byggðar- laganna í grenndinni. Er lík- legt að þessi þjónusta við ferðamenn verði sízt minni í ár en í fyrra, vegna aukins áhuga útlendinga á landinu og meiri ferðalaga lands- manna sj/lfra innanlands. — Sauðburður hefur geng- ið vel, enda veður verið með afbrigðum gott undanfarnar vikur. Sauðagróður er orðinn nægilegur fyrir einlembur og vantar nú aðeins regn til að gróðurinn þjóti upp. NATTURUVERND Vísir birti í forystugrein á þriðjudaginn hugleiðingar um náttúruvernd í sambandi við áætlanir um mannvirkja gerð, einkum vatnsaflsvirkj- anir, og vekur þar athygli á máli, sem lítt hefur verið hugleitt opinberlega, er fjall aö hefur verið um meirihátt- ar áform í atvinnuuppbygg- ingu. Vísir segir m.a.: ,,í lciðara í Vísi um daginn var hent á það sem dæmi, hve varasamt væri að gera áætlanir um sameiningu sveitarfélaga og hyggja þær aðeins á hagfræðilegum, lög fræðilegum og pólitískum at hugunum. Var bent á slæma reynzlu, sem fengin er er- lendis frá af því, er byggða- sérfræðingar gleyma að A DAG- SKRÁ kanna félagstengsl og fram- taksmöguleika fólksins á stöðunum, sem sameina á, — gleyma að gera félags- fræðilegar athuganir í mál- inu. Eru þó hinar íslenzku áætlanir um sameiningu sveitarfélaga óvenju vand- virknislega gerðar, af ís- lenzkum áætlunum að vera. Nú er komið í dagsljósið annað mál, sem að ýmsu Ieyti er svipað, þótt það sé ólíkt að öðru leyti. Verkfræð ingar hafa gert áætlanir um frekari virkjunarmöguleika í Þjórsá, þar sem m.a. er gert ráð fyrir byggingu stíflu í ánni uppi á Fjórðungssandi og myndun geysistórs uppi- stöðuvatns suðaustur af Hofs jökli. Þetta er annar mögu- leikinn af tveimur, en hinn er sá, að virkja Tungnaá við Sigöldu. Enginn vafi er á, að báðar þessar virkjunarhugmyndir eru snjallar frá verkfræði- legu sjónarmiði. En í þess- um áætlunum eru ekki tekin til greina önnur sjónarmið en verkfræðileg og hagfræði leg. Það er ekki minnzt á, að uppistöðuvatnið við Hofsjök ul muni valda slíkum spjöll- um á sérstæðu náttúrulífi, að hinn heimsþekkti, brezki náttúrufræðingur. dr. Peter Scott kallar það „alþjóðlegt hneyksli.” Náttúruunnendur óttast, að Fjórðungssandsvirkjun muni greiða heiðargæsa- stofni beimsins rothöggið, því að helztu varpstöðvar hennar munu fara undir vatn og fuglinn ekki hafa lag eða aðstöðu til að færa sig um set. Um helmingur heiðargæsastofnsins verpir einmitt á þessum stað. En einnig að öðru leyti eru Þjórsárver sem freðmýrar svo einstök að landslagi, gróðri og dýralífi, að vert er að vernda þau sérstaklega. Menn kunna að yppta öxl- um yfir slíkum sjónarmið- um, en það er hrein skamm- sýni. Náttúruvinjum heims- ins er sífellt að fækka, en íslenzk náttúra hefur enn ekki beðið neinn óbætanleg- an skaða, einkum vegna fá- mennis þjóðarinnar. Það má jafnvel reikna náttúru ís- lands til mikilla verðmæta í peningum, svo ekki sé minnzt á æðri verðmæti.”

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.