Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Síða 8

Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Síða 8
Fyl igi izt n aeð f fréttui num fy ri ir 3Q IC 1 1 kr. á ári íslendinm' -ísniold Laugardagur 7. júní 1969. Hvers konar ferðaþjónusta Ódýrustu innan- og utanlandsferðirnar. Afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur og hópa Afborgunarkjör á flugleiðum Loftleiða. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR Strandgötu 5, Akureyri. Símar 11475 og 11650 SJÁLFSTÆÐISHIJSIÐ • KENT og SARA skemmta á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, ásamt hljómsveit Ingimars Ey- dals, Helenu og Þorvaldi. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, Akureyri. — Sími 12970. Fáskrúðsfjörður: Einn veiðir Fiskibátar á leið inn til Hafnar í Ilornafirði. (Mynd: V. Þ.). Höfn í Hornafirði: HLMARVEIDARIMAR í MEÐALLAGI — um 90 manns vinna í fiskinum við vinnslu og verkun grálúðuna — atvinna byggist á afla togbáta og smábáta Smærri bátar, sem flestir eru á handfæraveiðum, hafa vart fengið bein úr sjó að undan- förnu og er því frekar dauft yf- ir atvimiulífimi nú sem stend- ur, sagði Margeir Þórormsson á Fáskrúðsfirði. — Af stærri bátunum er það að segja, að Sigurvon stundar grálúðuveiðar með línu og hef- ur aflað vel. Tveir ætla á síld- veiðar og mun annar fara með salt og lunnur á miðin, en hinn selja síldina ísaða erlendis. Þá eru tveir bátar að búast á tog- veiðar og munu hefja veiðar innan skamms. Standa vonir til að atvinna fari að aukast á ný ef togveiðarnar ganga sæmi- lega og afli smærri bátanna eykst. — Þurrkar hafa verið miklir hér og vantar vætuna til að gróður taki við sér, en hann er fremur skammt á veg kominn miðað við árstíma. • Nú eru nær allir bátar á hum arveiðum, sagði Óskar Guð- mundsson frystihússtjóri á Höfn í Hornafirði, er blaðið ræddi við hann í fyrradag. — Þeir eru 11 í þessu, en einn er á togveiðum og Gissur hvíti SF 1 ætlar á síld. Humarveiðarnar ganga í meðallagi, en humarinn er lieldur srnár. Nú vinna um 60 manns í frystihúsinu við humarinn og annan fisk, en allt í allt eru um 90 manns í fiskvinnu á Höfn. Þctta fólk hefur nóg að gera, t.d. var unn ið alla síðustu helgi. — Aflinn á vetrarvertíðinni var dágóður, en mikið af srnærri fiski, sem fór í salt skreið. — Yfirleitt gengur okkur sæmilega að losna við afurðirn ar ,en þó er það vandamál hjá okkur, hve geymsluklefar frystihússins eru litlir. Þeir taka aðeins 8—9 þúsund kassa, en ársframleiðslan í fyrra var um 60 þúsund kassar, svo að ekki má mikið út af bera. Þá er beinamjölsverksmiðjan að detta í sundur og nauðsynlegt orðið að endurnýja hana, en það er víst ekki auðhlaupið að fjármagni til þess. Að öðru leyti er aðstaðan góð og rekst- urinn í sæmilegu lagi, að því cr maður heyrir. Þórshöfn: EIMIM ER DALFT Þannig verður útlit flugstöðvarinnar á ísafirði í megindráttum, eins og stöðvarinnar á Eg- ilsstöðum. (Mynd: Sæm. G.). ATVIIVIMLLÍF Atvinnuástandið hér á Þórshöfn er heldur bágborið enn. Grásleppuveiðin er bú- in og var vertíðin frekar lé- leg hjá flestum, en nokkuð misjöfn þó, sagði Jóhann Jónasson úrgerðarmaður á Þórshöfn. — Vélbáturinn Dagur hef ur verið á netaveiðum síð- ustu vikur og aflað sæmi- lega. Það eykur hins vegar ekki atvinnu hér nema að mjög litlu leyti, því þeir salta aflann sjálfir. Nýi stál báturinn, Fagranes, hefur fiskað sáralítið enn sem kom ið er. Mun hann e.t.v. hefja togveiðar, ef annað gengur ekki. — Grásleppubátarnir fara nú til lagfæringar eftir ver- tíðina, enda var ísrek oft mikið og'fór illa með bátana. Þess er því ekki að vænta að meiri afli fari að berast hér á land fyrr en eftir miðjan mánuðinn. Verður lítil at- vinna hér nema frystihúsið fái nægilegt hráefni og lif- um við í von um að svo verði þegar bátarnir komast í eðli legan gang. Isafjörður: Flugstöðin I not í haust frekari framkvæmdir á flugvellinum fyrirhugaðar Framkvæmdir við flugstöðv- arbygginguna á Isafirði eru nú langt komnar, að því er Haukur Claessen hjá Flugmálastjórn tjáði blaðinu. Búið er að múr- húða stöðvarbygginguna sjálfa að utan og innan og gler er kom ið í. Verður því brátt farið að mála og koma hurðum fyrir. — Eftir er að setja upp flug- turninn á bygginguna og mun hann að mestu úr gleri og standa á um eins meters sökkli. Sagði Haukur, að framkvæmd- um miðaði vel áleiðis og ekki væri útlit fyrir annað cn tækj- um yrði komið fyrir nú í haust og flugstöðin tekin í notkun. Ekki er búið að leiða vatn í bygginguna og verður borað eftir því í nágrenninu, en það þykir hentugust lausn að dómi beirra, er bezt þekkja þarna til. Nýja flugstöðvarbyggingin er um 510 m að flatarmáli og er teiknuð með það fyrir aug- um að afgreiðsla á vörum og farangri geti gengið sem greið- legast. Þá verður aðstaða far- þega, sem um flugvöllinn fara, mjög vel úr garði gerð. Er bygg ingin í meginatriðum svipuð og flugstöðin á Egilsstaðaflugvelli. — Næst verður unnið að stækkun á stæði fyrir flugvél- ar og bílastæði gert við flug- stöðina. Þá kvað Haukur nauð- syn á að leggja nýjan veg að húsinu og þyrftu þessar fram- kvæmdir að fara fram á næsta ári. .kaupið „íslending-ísafold’% sími 21500

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.