Íslendingur - Ísafold

Issue

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Page 4

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Page 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 10. SEPT. 1969 VÍSNABÁLKUR Gamlar vísur eftir Pela: Maður kvartaði yfir að hafa gleymt gærkveldinu og orðið þúsund krónum léttari: Ljótt er þetta sumbl og svall, Satans hækkar veldi, þegar jafnvel þúsundkall þrýtur á einu kveldi. Um kunningja, sem talinn er í fremri röð ljóðagerðarmanna: Sífellt villur vegar fer, vífa- heimtar kynni. Skálkurinn til skammar er skál dakynslóðinni. Kveðið um röskleikamann, er annaðist flutninga á vegum höfundar. (Stælt): Síðan Kristján kom til manns, kann ég ekkert sannara en traustari séu tökin hans en tveggja manna annarra. Lesendur Bálksins kannast við Ranka, sem oft hefur sent honum vísur til birtingar. Og enn hefur Ranki sent nokkrar nýjar vísur. Sumar hafa þó leynzt í krossgátum Vísis, en hinar hafa hvergi birzt áður: MIÐNÆTURSÓL — sléttubönd — Dagur þögull — fallinn frá, farveg alda rennur. Fagur röðull — ennþá á unnar faldi brennur. FJALLIÐ Þótt í nálægð gnæfi grátt — grýti heljar vega. Er í fjarska fagurblátt — fjallið yndislega. NEISTINN Þegar verður vegur lífs vafnings gróðri hulinn. Þá er eins og angri kífs eyði kraftur hulinn. LÉTTA LUNDIN Láttu móta lífsins spor létta fótatakið, því að ylur, ótal vor, unaðsrót fær vakið. BÆNIN Ef þú dauðans lítur Ijá leika nett við sláttinn, mundu — alltaf áttu þá eftir bænarmáttinn. KALINN KVISTUR Þó að róninn, þrautum kvalinn, þráðum dauða sofni. Enginn syrgir kvistinn kalinn, klipptan burt frá stofni. VARLEGA Sá er stýrir brotnum bát, bezt mun forða grandi. Ferðina með fyllstu gát fari hann með landi. í ÓGÖNGUM Löngu gengin gleðispor, gára strengi hugar. Æ, mig svengir sárt í vor, sól, — er lengi dugar. HUGARVÍL í mínu sinni ljóst og leynt leiðinn hrifsar völdin. Ó, er ég bara gæti greint glætu dimmu kvöldin. Og lýkur svo Bálkinum að þessu sinni með beztu kveðju til Ranka. * * Blaðið heimsækir Raufarhöfn og ræðir viö Asgeir Agústsson sve I GEGN UM NEYÐARÁSTA REKSPÖL EFTIR SÍLDARI Það er ekki langt síðan að fólk streymdi til Raufarhafnar á vori hverju til að vinna sér inn mikla peninga yfir sumarið í síldar- vinnu. Þar á meðal var jafnan margt skólafólk sem vann fyrir skólavistinni næsta vetur í síldarverksmiðjunni eða á plönunum. Þá iðaði staðurinn af fjöri og athafnasemi. Hjól síldarverk- smiðjunnair snerust dag og nótt og peningalyktina Iagði um þorp- ið. Þegar bræla var, fylltist höfnin af bátum og slegið var upp líflegum dansleikjum. Gekk þá stundum taísvert á hýruna hjá sumum. Smáverzlunarrekstur spratt upp í ótrúlegustu húsa- kynnum og allir höfðu beinan eða óbeinan hagnað af síldinni, Raufarhafnarbúar, aðkomufólkið og þjóðarbúið í heild. En þegar síldin hvarf af miðunum, lét hún hvarvetna eftir samdrátt og atvinnuleysi á þeim stöðum, sem eingöngu byggðu afkomu sína á henni. Var svo með Raufarhöfn. Nú eru hjól síldarverksmiðjunnar hætt að snúast, síldarplönin standa ónot- uð með dýrar flokkunarvélar, neglt er fyrir glugga smáverzlana og nú kemur fólk ekki í atvinnuleit. Fyrst eftir hvarf síldarinnar má segja að staðurinn hafi nær algjörlega lamazt. En nú sjá heimamenn fram á áframhaldandi síldarleysi, hvað lengi sem það svo verður. Hreppurinn hefur haft forgöngu um úrbætur og því litum við inn á skrifstofu Ásgeirs Ágústssonar oddvita og sveitarstjéira og ræðum við hann um ástand og horfur í málefnum Raufarhafnar. Það urðu mikil umskipti við hvarf síldarinnar? — Já, það er óhætt að full- yrða, enda fáir staðir á land- inu sem áttu jafn mikið und- ir síldinni og Raufarhöfn. — Síldarverksmiðjan var byggð árið 1940, en stækkuð og end- urbætt síðar. Frá upphafi var alltaf veruleg síld vegna legu þorpsins og alltaf miklu land- að á Raufarhöfn, hvort sem síldin veiddist fyrir norðan eða austan. Mestu síldarsum- urin hér voru árið 1944 og 1965. Síðustu fjögur árin hef- ur hallað undan fæti jafnt og þétt og nú sjáum við ekki leng ur síldarbröndu. ^ En síldin lét þó talsvert eftir? — Að sjálfsögðu hefur hún markað djúp spor hér eins og víða annars staðar, bæði til góðs og ills. Síldarverksmiðj- an er eign ríkisins og gróðinn af henni er að mestu niður kominn á öðrum stöðum en Raufarhöfn. Tekjur íbúanna, og þar með hreppsins, voru þó oft miklar og við byggðum stóran barnaskóla árið 1965 og tveim árum síðar var lokið smíði hafskipabryggju Qg nýtt glæsilegt félagsheimili var vígt. Einstaklingar byggðu sér íbúðarhús og ýmsar fram- kvæmdir unnar. En um leið og síldin hvarf, lét hún eftir sig stórkostlegt atvinnuleysi og tekjumissi, sem skapaði mjög ótryggt ástand fyrir Raufarhafnarbúa. ❖ Og til hvaða ráða var grip- ið? — Útgerð var hér sáralítil og nægði engan veginn til aí halda uppi atvinnu. Ofan á þetta brann frystihús Kaupfé- lagsins og varð það ekki til að bæta ástandið. Það má segja, að hér hafi ríkt algjört at- vinnuleysi í hálft annað ár. Við stóðum því frammi fyrir Svipmynd frá höfninni á Raufarhöfn. (Mynd: Sæm. G.). Sjóstangveiðimenn á Ákureyrarmóti óheppnir með veður: FENGU EINA ROK SUMARSINS — en þó einnig 4 tonn af fiski og fjölda verðlauna ^ Eins og skýrt var frá í síð- asta blaði, var haldið Akur- eyrarmót í sjóstangveiði, hið 5. í röðinni, á laugardaginn fyrir rúmri viku, en Sjóstangveiðifé- lag Akureyrar stóð fyrir því eins og hinum fyrri. 14 sveitir, skipaðar 56 manns, kepptu á 13 bátum, og voru sveitirnar frá Akureyri, Dalvík, Hrísey, Ólafs firði og Reykjavík, en róið var frá Dalvík. Ekki er hægt að segja, að náttúruöflin hafi leik- ið við keppendurna, því þenn- an dag var eina rok sumarsins til þessa, afspyrnurok af suð- vestri. Hins vegar tókst kepp- endum að krækja í 4 tonn af fiski af ótal tegundum, og var það gott eftir vonum, enda fengu fjölmargir verðlaun fyrir frammistöðuna. Má því segja, að mótið hafi heppnast vel eft- ir atvikum. ^ Þessir aðilar hlutu verðlaun Fyrir mestan afla (karlar): 1. Karl Jörundsson Ak. 249 fiskar, 175 kg. 2. Jóhannes Kristjánsson Ak. 147 fiskar, 172 kg. 3. Matthías Einarsson Ak. 246 fiskar, 171,7 kg. Fyrir mestan afla (karlasveit ir): 1. Sveit Jónasar Jóhanns- sonar Ak. 548 kg. (Jónas, Matt- hías Einarsson, Konráð Árna- son, Karl Jörundsson). 2. Sveit Jóhannesar Kristjánssonar Ak. 465 kg. 3. Sveit Þorsteins Pét- urssonar Dalvík 370 kg. Fyrir mestan afla (konur): 1. Guðbjörg Árnadóttir Ak. 77,2 kg. 2. Ólafía Jóhannesdótt- ir Ak. Fyrir mestan afla (skipstjór- ar): 1. Jóhann Sigurbjörnsson, Haförn frá Hrísey, 532 kg. 2. Sigurður Konráðsson, Sólrún frá Litla-Árskógssandi. 3. Tryggvi Ingimarsson, Björg frá Hrísey. Fyrir stærstu fiskana: Þorsk ur, Jakob Kristinsson Ak. Stein bítur, Magnús Valdimarsson R. Keila, Lúðvík Eggertsson R. Lúða, Jóhannes Kristjánsson Ak. Koli, Hólmar Kristmunds- son Ak. Ufsi, Matthías Einars- son Ak. Karfi, Halldór Snorra- son R. Ýsa, Helgi Indriðason Dalvík.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.