Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 14.10.1970, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 14.10.1970, Blaðsíða 5
ISLENDINGUR-ISAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 14. OKT. 1970. 5 Svar félags landeigenda á Laxársvæðinu viö greinargerð stjórnar Laxárvirkjunar vegna vatns- miðlunar Laxárvirkjunar v/ð Mývatn - Fyrri hluti I. TJm mannvirkjagerð Laxár- virkjunarstjórnar við Mývatns- ósa. í greinargerð stjórnar Lax- árvirkjunar, sem birtist fyrir nokkru í dagblöðum, reynir hún að bera af sér þær ásak- anir Mývetninga, að stífian við Miðkvísl, eina af útfallskvísl- um Laxár úr Mývatni, hafi ver ið ólögleg. Eins og svo oft er háttur þeirra, sem fara með rangt mál, leiðir hún hjá sér að ræða þær ásakanir, sem henni eru bornar á brýn. í upphafi segir, að vegna hinnu mildu rennslistruflana, seni urðu í Laxá á vetrum, sér staldega þó við útrennsli ár- innnr úr Mývatni, og þeirra miklu truflana, sem þar af leiðnndi urðu á raforkufram- leiðslu virkjananna við Laxá, þá hnfi „eftir ýtarlegar athug- anir“ verið talið nauðsynlegt til úrbóta að gera 'þær stíflur í hinum 3 kvíslum Laxár, sem hafa staðið, sú fyrsta frá ár- inu 1946 og hinar frá árunum 1960 og 1961. Þá segir, að þessar framkvæmdir hafi al- gjörlega lcomið í veg fyrir þær alv-'rlegu truflanir, sein þarna urðu, stundum oft á hverjum vetri. Það er rétt með farið hjá stjórn Laxárvirkjunar, að síð- an framkvæmdirnar við Yztu- kvísl voru gerðar hafa rennsl- istruflanir í Laxá minnkað. Hins vegar er það ný kenn- ing hjá Laxárvirkjunarstjórn, að þessar framkvæmdir hafi algjörlega komið íveg fyrir þær alvarlegu truflanir, sem þarna urðu, því að þær hafa einmitt verið ein af röksemdunum fyr ir nauðsyn þess að fá uppi- stöðulön í Laxárdal. Allir vita, sem rafmagns hafa notið frá Laxárvirkjun, að rafmagnstruflanir urðu oft á vetruin á árunum 1960 — 69, en minni veturinn 1969 — 70. Skýringin á þessu er sú, að Laxárvirkjun hugðist nota lokuvirkin við Mývatnsósa til daglegrar vatnsmiðlunar. Hin- ar tíðu vatnssveiflur í ánni urðu þess valdandi, að aldrei komst traustur ís á ána í Lax- árdal, en hún braut hann öðru hverju og þannig myndaðist ó- eðlilegur ísruðningur í ánni. Þannig lá dauður urriði uppi um bakka eftir slílcar hamfar- ir, sem beinlínis má rekja til aðgerða Laxárvirkjunar. Síð- astliðinn vetur var þessu vatns miðlunarfikti hætt og þá rann áin undir traustum ís í Lsx- árdal og truflanir urðu litlar sem engar. Hér má einnig við bæta, að Laxárvirkjun hefur ár eftir ár frarnið það lögbrot að sprengja ísstíflur úr ánni með dýnamíti. Hefur Laxárvirkjun þannig ár eftir ár valdið tjóni á silungi í Laxá, en hún hefur ekki haft neina lagaheimild til slíkrar notkunar dýnamíts. II. Mótmæli Mývetninga gegn stíflugerð við Mývatnsósa. Upphaf málsins var stíflu- gerðin í Syðstukvísl. I grien- argerð stjórnar Laxárvirkjun- ar segir um hana: „Stíflan í Syðstukvísl, sem er í landi Haganess, var gerð með fullu samþykki bóndans þar, Stef- áns Helgasonar, og yfirlýstu samþykki hreppsnefndar Skútustaðahrepps um bygg- ingu stíflunnar.“ Stefán í Haganesi er nú gam all maður og kveðst ekki muna fyrstu orðræður varðandi stíflu gerðina, en Sigurður sonur hans, sem þá var búsettur á Skútustöðum, ber, að faðir sinn hafi í fyrstu neitað, en þá hafi þegar verið vitnað til ráð- herraleyfis eða eignarnáms og því hafi faðir sinn gefið sam- þykki að lokum. En samtímis hafi Stefán sett það skilyrði, er greinir í svofeldri yfirlýs- ingu, sem Stefán gaf hinn 29. september sl.: „Varðandi stíflugerðina í Syðstukvísl við Dragsey voru engir samningar gerðir, en ég gaf samþykki mitt til þess með því skilyrði, að sama vatns- magn rynni um kvíslina sumar og vetur og áður var, því að ég taldi það slcyldu mína gagn vart sveitungum mínum að halda eðlilegu rennsli í kvísl- inni og um leið eðlilegri vatns hæð í Mývatni.“ Stjórn Laxárvirkjunar færði sér í nyt samþykki Stefáns, en virti skilyrði hans að vettugi strax og framkvæmdir hófust í Geirastaðakvísl og frá árinu 1969 hefur Syðstakvísl verið lolcuð á vetrum. I áðurgreindri yfirlýsingu Laxárvirkjunarstjórnar segir ennfremur, að hreppsnefnd Skútustaðahrepps hafi lýst yf- ir hlutleysi sínu um byggingu slíflunnar. Enginn stafur finnst þó um slíka hlutleysis- yfirlýsingu í bókum Skútu- staðahrepps og þáverandi odd- viti hreppsins, Jón Gauti, kannast ekki við slíka yfirlýs- ingu. 1) Almennur sveitarfundur 1. marz 1945. Nokkru ljósi á forsögu þessa máls varpar fundargerð al- menns sveitarfundar, sem hald inn var hinn 1. marz 1945. — Þar var lesið upp bréf frá sr. Magnúsi H. Lárussyni til fund arins, en sr. Magnús lá þá rúmfastur. I fundargerðinni segir m.a.: „Hann skýrir frá því, að St. Steinsen bæjarstjóri á Akur- eyri hafi leitað viðtals við sig nýlega og tjáð sér, að bæjar- stjórn Akureyrar vildi leita samninga við landeigendur í Mývatnssveit um, að rafveita bæjarins setti stíflugarða í Lex á til að hækka vatnsborð Mý- vatns um allt að 50 cm að vetrinum til. Hafði bæjarstjór- inn jafnframt látið í það sldna, að mannvirki þessi myndu gerð, hvort heldur Mývetning- um líkaði betur eða verr. Er þó eklci vitað, að bærinn hafi fengið eða farið fram á noklcra eignarnámsheimild hér hjá A1 þingi.“ Síðan segir m. a. um við- brögð fundarmanna við mála- leitan þessari: „Voru fundarmenn einhuga um, að hér væri mjög athug- unarvert mál á ferðinni, sem full ástæða væri til að afstýra, að til framkvæmda kæmi, ef þess væri kostur. Þar sem víst má telja, að slíka vatnshækk- un þyrfti að hefja löngu áður en vatnið legði á hverju hausti, gæti orðið mjög mikil hætta á landbroti auk annarra spjalla, og gæti enginn nraður séð fyr- ir eða metið fyrirfram, hvar það tjón kæmi niður, eða hversu mikið það kynni að verða, er tímar liðu.“ Eins og kunnugt er, reynd- ist ótti fundarmanna árið 1945 ekki að ástæðulausu. Is- rek á vetrum hefur þegar brot ið niður bakka vatnsins, sem áður voru grasi grónir, auk alls annars tjóns, sem stíflu- gerðin hefur valdið. 2) Fundur stjórnar Laxárvirkj- unar og Mývetninga hinn 12. júní 1960. Sunnudaginn 12. júní 1960 boðaði stjórn Laxárvirkjunar til fundar við Mývatnsósa hina efri. Komu þar þeir, sem bjuggu með ofanverðri Laxá, en auk þess kornu á fundinn nokkrir ábúendur jarða um- hverfis Mývatn. I fundargerðinni segir m.a.: „Sigurður Thoroddsen verkfræðingur tók til máls og skýrði fyrirhugaðar fram- kvæmdir, sem nú væru á dag- slcrá. Þá tóku til máls nokkrir ábúendur við Laxá og slcýrðu sín sjónarmið og kom það fram, að ekki mundu allir hér um slóðir hugsa gott til þeirra framkvæmda, og Eysteinn Sig urðsson á Arnarvatni lýsti því yfir, að ekki yrði gengið til neinna samninga af hálfu land eigenda um væntanlegar fram kvæmdir, fyrr en gerður hefði verið samningur um þær fram kvæmdir, sem þegar væri búið að gera hér á þessum slóðum.“ Til þessara samninga við landeigendur um þegar gerð- ar framkvæmdir gekk stjórn Laxárvirkjunar aldrei, heldur veifaði ráðuneytisleyfi. Að vísu féllst hún á að fresta framkvæmdum við Miðkvísl um eitt til tvö ár til að fá úr því skorið, hvort hennar væri þörf. Síðar var þessari frestun hafnað af hálfu verkfræðings hennar, og þá voru fram- kvæmdir hafnar. 3) Fundargerðarbók hrepps- nefndar Skútustaðahrepps. í gerðarbók hreppsnefndar Skútustaðahrepps segir m. a. frá sveitarstjórnarfundi, sem haldinn var hinn 15. júlí 1960. Þar segir í gerðarbókinni, að lagt hafi' verið fram bréf frá ábúendum á Arnarvatni og Geirastöðum, þar scm farið er fram á, að hreppsnefndin taki að sér sókn og vörn fyrir þeirra hönd, svo og annarra sveitarmanna, í þeim ágrein- ingsmá'um, sem risið hafa út af mannvirkjagerð og fyrirætl- unum stjórnar Laxárvirkjunar í Laxá og kvíslum hcnnar. — Samb''kkti hreppsnefndin að taka málið að sér fyrir ábúend ur. 4j S*;ó n Laxárvirkúmar fékk ráðu"'"*;s!eyfið með því að fceita fc'ekk«ngum. Þá se"'r í gerðnrbókinni, að lesið h"fi verið upn brcf stjóm'"- i "xárvirkjunar, dags. 12. iúM 1960. Bréfinu fylgdi leyfi rn forkumálaráðherra, dags. 5. íúlí 1960. har sem Lax árvirk1'”" v^r he’mi'"ð að gera stíflu : M=ðkvísl on tvo hliðar- farvc'ri S"ðstukvíslar. Kom bar fmm "ð st'órn I.axárvirkj- unar h’"r«ði beiðni sína á því, að samningar hefðu ekki náðst við landeigendur um leyfi til þessara frainkvæmda. Þá seqir í gerðarbók hrepps- nefndarinnar orðrétt: „Samkvæmt framkomnum upplýsingum hlýtur hrepps- nefndin að líta svo á. að fram bornar ástæður fyrir leyfis- beiðni bessari séu blekkingar einar, því að um samninga- gerð um stíflur í Miðkvísl stóð elcki á öðru en. að stjórn Lax- árvirkjunar fullnægði áður fram'öeðum bótakröfum vegna beirra aðgerða, sem undanfar- ið hafa verið framkvænidar í Syðstukvísl án alls leyfis eða umtals. Þessum kröfum hefur stjórnin aldrei formlega svar- að, en í munnlegu viðtali tal- ið þær sanngjarnar. Um mannvirkjagerð 2 — 3 að ofan ístíflur í tvo hliðarfar- vegi Syðstukvíslar og lagfær- ing árfarvegs móts við Geld- ingaey) hefur aldrei verið tal- að við landeigendur, svo þar er sízt hægt að vitna til, að samningar hafi ekki náðst. En öll þessi atriði falla undir á- kvæði, sem 144. gr. vatnalaga tiltekur, að leita þurfi umsagn ar landeigenda um, áður en ráðherra veitir leyfi til að- gerða.“ Þetta voru orð gerðarbókar hreppsnefndar Skútustaða- hrepps frá fundi hinn 15. júlí/ 1960.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.