Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Blaðsíða 2
I fSLENDINGUR-ISAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 50. DES. IfTO. Rannsóknir á stríði og friði Fyrri heimsstyrjöld leiddi í ljós, að styrjaldir voru ekki lengur fólgnar í því einu, að vopnaðar hersveitir ættust við, heldur voru þær orðnar ,,al- gerar“, þ .e. a. s. þær vörðuðu alla íbúa hlutaðeigandi landa. Seinni heimsstyrjöld bætti við nýrri vídd með því að virkja kjarnorkuvopnin, og hið algera stríð er nú komið á lokastigið — orðið að gereyðingarstríði. Þetta er hinn brýni vandi samtímans: Stríðið er orðið fullkomlega óbærilegt og ó- hugsandi, en sambandið landa á milli, hið alþjóðlega kerfi, hefur haldizt óbreytt. Við bú- um enn við fullvalda ríki, sem leita öryggis með því að efla hernaðarmátt sinn og hyggjast tryggja friðin nmeð „ógnun- um“ og „jafnvægi óttans“, þ. e. a. s. hér er í rauninni um að ræða nýtízku tjáningu hins gamla viðkvæðis: „Viljirðu frið, þá búðu þig undir stríð.“ Það er óttinn við hið algera stríð sem hefur örvað friðar- rannsóknirnar. Þessar rann- sóknir eru ræddar í nóvember hefti UNESCO Courier, tíma- riti Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna, í gre;n eftir Bert. V. A. Röling prófessor og framkv.- stjóra „International Peace Re search Association“. Óskin um varðveizlu friðarins á sér ekki lengur siðgæðislega eða tilfinningalegar forsendur, — heldur sprettur hún af engu öðru en heilbrigðri skynsemi og dómgreind, segir greinarhöf undur. Þess vegna hafa friðarrann- sóknir eftir seinni heimsstyrj- öld vakið ört vaxandi áhuga, og friðarrannsóknarstofnanir hafa skotið upp kollinum víða um heim. Jafnframt hafa marg ar aðrar stofnanir fært út kví- arnar í því skyni að geta einn- ig gefið sig að friðarrannsókn- um. Röling prófessor skiptir vett vangi friðarrannsókna í fjögur afmörkuð svið: 1) stríð, 2) frið ur, 3) maðurinn, þjóðfélagið og hið alþjóðlega kerfi, 4) að- ferðir til að skapa breytingar. Stríðið Allt síðan von Clausewitz samdi verk sitt, „Vom Kriege“, hefur að verulegu leyti verið litið á stríð „sem framhald póiltískrar umræðu meS hern- aðarlegum úrræðum.“ — Von Clausewitz kom fram með kenninguna um stríð sem her- stjórnarlist. Þveröfugur skiln- ingur á stríði kemur fram í skáldverki Leós Tolstoís, — „Stríð og friður" — sem sé að stríð sé óæskilegt og óforhugs- að fyrirbæri, afleiðing af verk- an blindra þjóðfélagsafla. Eða með öðrum orðum sagt: í al- þjóðlegum samgöngum má segja að Clausewitz líti á stríð sem vísvitandi ökulag, en Tol- stoí líti á það sem umferðar- slys. Kannski má segja, að hið al- gera, herfræðilega stríð sé ekki lengur á dagskrá í alþjóðleg- um samskiptum. Það á hins vegar ekki við um algert stríð af slysni vegna hernaðarlegrar stigmögnunar í átökum ríkja. Takmörkuð stríð — hvort sem þau eru til komin fyrir her- fræðilega útreikninga eða af slysni — eru ekki heldur úti- lokuð, eins og alþjóð er kunn- ugt. Það er af þeim sökum sem friðarrannsakendur hafa lagt svo þunga áherzlu á að reyna að móta og orða al- menna kenningu um átök og árelcstra. Slík almenn kenning mundi gera mönnum kleift að sjá fyr- ir afleiðingar í sama mæli og menn sjá þær fyrir með hjálp annarra vísindakenninga. Þeg- ar allar staðreyndir í sambandi við tiltekinn árekstur hafa ver ið kannaðar og metnar, og þró unin virðist stefna í átt til styrjaldar, er fræðilegur mögu leiki að grípa til mótaðgerða og ráðstafana, sem stöðva þró- unina áður en í algert óefni er komið. Friðurinn Röling prófessor he'.dur því fram, að friður sé ekki eðli- legt ástand. Það liggi í eðli manna og dýra að vernda hags muni sína, að bindast hlutum sem skipta miklu máli og verja þá með kjafti og lclóm. Röling heldur því þó ekki fram, að stríð eigi rætur að rekja til dýrslegra hvata hjá manninum. Meðal dýra á sér sjaldan stað barátta upp á líf og dauða milli afsprengja sömu tegundar, og bardagar milli hópa af sömu tegund eiga sér aðeins stað meðal manna og hjá vissum rottutegundum. Það er því varla vísindalegt að tala um „dýrslegt" stríð. Það gerir einnig dýrunum rangt til. Raymond Aorn slcrifar í „Stríð og friður meðal þjóða“: „Vandinn við að varðveita frið inn er tengdari því mennska en því dýrslega í manninum . . . Maðurinn er vera, sem hefur hæfileika til að velja uppreisn í stað niðurlægingar og ti! að meta sannfæringu sína meira en lífið.“ Þegar þannig er á málin litið, verður erfitt að varðveita friðinn. Staðnaður og lífrænn friður I friðarrannsóknum er gerð- ur greinarmunur á stöðnuðum og lífrænum friði: á friði sem hefur það eitt að markmiði að varðveita óbreytt ástand og friði sem leitar uppi leiðir og aðferðir til að aðhæfa og breyta með friðsamlegum hætti félagslegri gerð stofn- ana og mannlegra samskipta í sveitarfélögum, þjóðfélögum og alþjóðastofnunum. Á breyt ingatímum, eins og þeim sem nú ganga yfir, liggur í auaum uppi, að friður verður því að- eins varðveittur, að átt geti sér stað aðlögun að breyling- um án ofbeldis. Meðal þeirra þátta friðar- rannsókna, sem athygh er beint að, má nefna valdajafn- vægi, langvarandi friðsamleg samskipti þjóða, friðargæzlu Sameinuðu þjóðanna, mála- miðlun og gerðardóma, og varnir án ofbeldis. Annað og ískyggilegt friðar- vandamál er ójöfn skipting á auðæfum jarðarinnar og sí- breikkandi bil milli rílcra þjóða og fátækra. Tveir þriðju hlut- ar mannkyns búa við skort, og það hlýtur að leiða til blóðugra átaka. I FRÉTTUM AÐ UTAiM Vegna vörukönnunar verða sölubúðir vorar LOKAÐAR í januar 1970 sem hér segir: VEFNAÐARVÖRUDEILD JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Laugardag 2. jan., mánudag BYGGINGAVÖRUDEILD 4. jan. og þriðjudag 5. jan. VÉLADEILD Laugardag 2. janúar og HERRADEILD mánudag 4. janúar. Laugardag 2. jan. og mánudag SKÖDEILD 4. jan. til kl. 2 e. h. Laugardag 2. janúar. Kaupfélag Eyfirðinga Tíl áskrifenda Þrátt fyrir hækkandi verðlag, er áskriftarverðið óbreytt frá fyrra ári, kr. 300.00. Þeir, sem eiga eftir að greiða áskriftargjald yfirstand- andi árs, eru vinsamlegast beðnir að gera það nú þegar. Breytingar á heimilisfangi óskast tilkynntar blaðinu hið fyrsta. Íslmdinífut -Ísuíold

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.