Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Blaðsíða 1
Fjórðungsþing ungra Sjálfstæðis- manna á Norðurl. Fjórðungsþing ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi verður haldið laugardaginn 3. apríl nk. í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri og hefst það kl. 13.30. Þing þetta er 13. þing Fjórð- ungssambands ungra Sjálfstæð- ismanna á Norðurlandi, en það var stofnað 21. júní 1947. Til- gangur sambanJsins er fyrst og fremst að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og að efla baráttu fyrir verndun og frjáls- ræði einstaklingsins, svo og að vinna að sameiginlegum stefnu- og hagsmunamálum ungra Sjálf Kiwanis-páskaegg Kiwanisklúbburinn „Kaldbak ur“ á Akureyri mun nú, eins og undanfarin ár, gangast fyrir páskaeggjasölu í bænum. Félag- ar klúbbsins munu laugardaginn 3. apríl nk. ganga í hús á Ak- ureyri og bjóða páskaeggin til kaups. Eru eggin hin girnileg- ustu, og gefst fólki kostur á að velja milli tveggja gerða, er kosta kr. 100.00 og kr. 150.00 stykkið, og rennur ágóðinn af sölunni til Endurhæfingarstöðv- ar Sjálfsbjargar, sem klúbbur- inn áíti drjúgan þátt í að hrinda af stað og hyggst nú styðja enn beíur, enda hefur þegar komið í Ijós, hversu brýn þörf var hér norðanlands fyrir slíka stofnun. Gerir því fólk tvennt í senn með því að taka Kiwanis-mönnum vel laugardaginn 3 .apnl, er þeir berja að dyrum, að spara sér sporin í búðir á síðustu stundu til að lcaupa páskaegg og styðja um leið gott málefni. Næstu daga verður viðskipta- skrá fyrir Akureyri, sem klúbb- félagar hafa unnið að í vetur, borin í hús i bænum og afhent ókeypis. í vetur sem endranær hafa klúbbfélagar ekið öldruðu fólki, sem þess hefur óskað, til og frá kirkju á sunnudögum, og hefur sú starfsemi, sem Rafn Hjalta- lín stjórnar af miklum dugnaði, mælzt mjög vel fyrir. Unr lcið og „Kaldbakur“ treystir á stuðning Aku>-eyr- inga til styrktar góðu málefni, óskar hann bæjarbúum gleði- legra páska. Húnavakan hefst í félagshiem ilinu á Blönduósi á öðrum degi páska. Það er Ungmennasam- band Austur-Húnvetninga, sem sér um Húnavökuna nú, eins og frá upphafi, cða í liðlega 20 ár. Áður fyrr var Húnavakán nær eina skemmtunin í sýslunni yfir vetrarmánuðina, enda var henn ar beðið með óþreyju. Nú er orð ið meira um skemmíanir, en samt sem áður gegnir vakar. mik ilvægu hlutverki í félagslífl Hún vetninga. Ætíð hefur það verið seo, að ýmis félög og félagasamtök skemmta á Húnavökunni. 1 ár verða það fimm félög: Leikfélagið á Blönduósi sýn- ir gamanleikinn „Betur má ef duga skal“ eftir Peter Ustinov á mánudags- og miðvikudags- kvöld og seinnipartinn á sunnu dag. Karlakórinn Vökumenn, und- ir stjórn Kristófers Kristjánsson ar, Köldukinn, skemmtir á laug ardags- og sunnudagskvöld. — Samanstendur dagskrá kórsins af söng, og gamanleiknum „Gull brúðkaupið" eftir Jökul Jakobs- son. Ungmennasambandið annast húsbændavöku á þriðjudags- kvöld. Þar verður flutt erindi og tvöfaldur kvartett undir stjórn Jónasar Tryggvasonar syngur.— Einnig verður hagyrðingaþáttur og fluttir verða gamanþættir o. fl. Þá gefur sambandið út ritið Húnavaka, og veröur þetta 11. árgangur ritsins, sem var 220 síður að stærð í fyrra. Ritstjóri Húnavökunnar er Stefán A. Jónsson, bóndi og hreppstjón á Kagaðarhóli. Hjálparsveit skáta hefur starf að á Blönduósi síðan árið 1964 og hafa félagar sveitarinnar æft kabarett, sem þeir sýna á ntánu dag og á þriðjudagskvöld. Þar verða sýndir leikþættir og frum samdar gamanvísur sungnar, hljómsveitin Ósmenn kemur fram og sitthvað fleira verður til skemmtunar. Lionsklúbburinn á Blönduósi verður með dagskrá síðdegis á laugardag. Þar verður lesið upp bundið og óbundið mál úr sí- gildum verkum um vorið. Einn- ig verður flutt létt tónlist. Ekki verður selt inn á dagskrá þessa, en allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Að sjálfsögöu verður mikið um dansleiki og verður dansað fimm kvöld vikunnar. Hljóm- sveitin Ósmenn á B'önduósi leikur fyrir dansinum, nema á þriðjudagskvöld, þá skemmtir Hljómsveit Ingimars Eydal frá Akureyri ásamt Helenu og Bjarka. Á fösludagskvöídið verð ur unglingadanslcikur. Blaðið óskar Híinvetningum og öðrum samkomugestum góðr ar skemmtunar á Húnavökunni. IKCWWWBWWlBBWHWMIItMOBMMBMWWB—BMBHHnit-iyi 111 ■ II II SKÍÐAIMÓT ÍSLAIMDS 1971 Skíðamót íslands 1971 fer fram á Akur- eyri urn páskana. Skíðaráð Akureyrar sér um mótið. Mótsstjóri verður Hermann Sig- tryggsson og yfirdómari Helgi Sveinsson frá Siglufirði. Keppnin fer öll fram í Hlíðar- fjalli. Á þriðjudag 6. apríl fer fram skíða- ganga, miðvikudag er stökkkeppni, en á fimmtudag verður stórsvig og 3x10 km boðganga. Á föstudaginn langa verður skíða þing og sótt guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. Á laugardag fer fram svig kvenna, en á sunnudag svig karla og 30 km ganga. Á mánudag fer fram flokka- svig og mótsslit. 1 mótið eru skráðir 78 keppendur. Ennfremur mun fara fram um páskana í Hlíðarfjalli Unglingamót Norðurlanda í Aplagreinum. Þetta mót er fyrsta sinnar teg undar, sem haldið er hér á landi. Kepp- endur verða um 50 frá öllum Norðurlönd- unum. — Dagskrá mótanna er birt í heild á bls. 2. Húnavakan hef st annan í páskum stæðismanna á Norðurlandi. — Þessum markmiðum leitast sam bandið við að ná með auknum kynnum og samstarfi á milli fé- lagssamtaka ungra Sjálfstæðis- inanna og einstaklinga á sam- bandssvæðinu. Fyrsti formaður sambandsins var Jónas Rafnar, alþingismaður, og varð þegar mikil gróska í starfsemi þess fyrstu árin. Jafnan hefur síðan verið mikill áhugi ríkjandi og vilji til eflingar þeim hugsjón- um, sem frá upphafi hafa verið markmið fjórðungssambands- ins. Fyrir þinginu liggur eftirfar- andi dagskrá: 1. Skýrsla sambandsstjórnar. 2. Skipting í umræðuhópa. Hlé. 3. Ályktanir umræðuhópa. 4. Stjórnarkjör. 5. Rætt um kosningarnar í vor og önnur mál. Félagsmálanám skeið VARÐAR Vörður, FUS á Akureyri, gekkst fyrir félagsmálanám- skeiði um síðustu helgi. Nám skeiðið hófst á föstudags- kvöld og var þá fjallað um ræðumennsku. Á laugardag var rætt um fundarsköp Og fundarreglur, og á sunnudag- inn var umræðufundur um sjálfstæðisstefnuna. Fjöldi ungra manna sótti námskeiðið og þótti það tak- ast með ágætum. Eru nám- skeið sem þessi nauðsynlegur þáttur í félagsstarfi og auð- velda mönnum að taka virk- an þátt í félagsstörfum. Leiðbcinandi á námskeið- inu var Friðrik Sophusson, stud. jur. — Meðfylgjandi mynd sýnir hluta þátttak- enda. (Mynd: Matthías). Friðrik Sophusson. Frá blaðinu Næsta blað kemur út nk. þriðjudag. — Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi á mánudag.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.