Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Blaðsíða 7

Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Blaðsíða 7
ÍSLENDINGUR-lSAFOLD - LAUGARDAGUR 3. APRlL 1971. 7 EYRON ÍIAGNOSDÖTTIR: Hús fyrir unglinga er slórt vandamál, vegna þess að margir eru aldursflokkarnir og hafa ekki sömu áhugamál. Það þarf helzt að vera hús með um það bil 8 — 10 her- bergjum. Eitt þarf að vera þó nokkuð stórt, til að hægt sé að dansa þar. Nokkur her- bergi fyrir klúbba og einnig leikstofur. Setustofa, þar sem hægt er að ræða saman eða horfa á sjónvarp og drekka gosdrykki. Herbergi, sem má reykja í, þarf lika að vera. Innréttingin þarf ekki að vera svo íburðarmikil, samt hugguleg, svo að öllum líði vel. Má skipta niður aldurs- flokkunum, svo þeir fái hver sitt kvöld til umráða. Húsið má vera opið frá 8 — 11.30 á virkum dögum, en unr helg- ar klukkutíma lengur. Ungl- ingar eru víst einhverjir ó- þarfa hlutir, því að hvergi mega þeir vera nálægt íbúð- arhúsum, svo að bezt væri að hafa húsið í útjaðri bæjar- ins. En þá þyrftu að vera ferðir þangað frá miðbænum einu sinni á lcvöldi og heim þegar lokað er. Eitt er víst, að eitthvað verður að gera í þessu vandamáli, því að ekki getur ungdómurinn eyit öll- um tómstundum sínum á göt unni. ASKELL ÞÖRISSON: Spurningunni um, hvcrnig ég mundi vilja hafa hús fyr- ir unglinga bæjarins, svara ég á þann veg, að ég álít að hús þar sem aðstaða væri fyrir ýmsa félagslega starf- semi, svo sem ljósmynda- klúbb, myndíð og fJeira skylt og síðan en ekki sízt dans- leikjahald, myndi henta bezt. I þessu húsi þyrfti að vera nægjanlegt rými fyrir um það bil 100 manns til dansleikja og þá herbergi, er hin fyrr- nefnda félagslega starfsemi gæti haft fast aðsetur., Að nu'nu áliti kæmi Brekku gata 4 vel til greina sem fé- lagslegt aðsetur unglinga, en sökum mótmæla íbúa götunn ar efast ég um að það hús verði keypt. En eitthvert hús- næði, sem e. t. v. svipaði til Brekkugötu 4, væri lang hent ugast, því þar er t. d. nægj- Júlíus Snorrason. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare i þýðingu Helga Hálfdánarsonar Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir og Arnar Jónsson klúbba, sem gerðir eru út með tómstundastarfi ungs fólks í huga. Það er yfirvöldum bæjar- ins til vanvirðu, að ekki skuli vera til neitt viðunandi hús- næði sem uppfyllir þær kröf- ur, er nútímaæskan þarfnast, til að lenda ekki og staðna í göturápi því er einkennir svo mikið af æsku bæjarins. JÚLÍUS SNORRASON: Ég tel, að í fyrstunni þyrfti að fá sal til að hakio. dans- leiki í um helgar. Þann sal mætti nota önnur Jcvöld und- ir opið hús, þannig að ungt fólk geti komið þar saman og horft á sjónvarp, spilað og eytt frístundum sínum sam an, án þess að þurfa að greiða stórfé fyrir. Einu stað- irnir, sein unglingar geta kom ið saman á, eru veitingahús bæjarins. Þar inn fær eng- inn að setjast nema fá sér hressingu, sem er se'd á upp- sprengdu vcrði. Svo hneikslast fólk á að sjá unglingana standa á götu hornum og í búðarportum. Þeir dansstaðir, sem ungt fólk hefur aðgang aö, eru skólarnir mcð öll sín boð og bönn. Lón, húsnæði karlakórsins Geysis, er loftræstingarlaust og varla hægt að ka'ia það huggulegt húsnæði. Alþýðu- húsið er nokkuð gott sem danshús, en útilokar, eins og hinir staðirnir, að hafa opið hús. Ég tel þetta mál þess virði, að eitthvað sé í því gert. ÓIVJAR EtNARSSON: Síðan farið var í kröfu- gönguna 17. nóvember síðast liðinn, hefur mikið verið rætt um húsamálin. I bréfinu bent um við sérstaklega á Val- bjarkarhúsið, þ. e a. s. búð- ina, en því miður fékk sú til- laga ekki hljómgrunn hjá framámönnum bæjarins, en í dag, 30. marz, höfum við all- an veturinn séð þetta hús- næði standa autt og yfirgcf- ið. Þar hefði verið hægt að starta opnu húsi á mjög skömmum tíma og án mikils tilkostnaðar, og þar hefði verið hægt að hat'a allt það Framhald á bls. 18. Ómar Einarsson. Það er alitaf gleðiefni göml- um hjörtum að sjá og finna, að á þessum síðustu og verstu tinium er rómantíkin ekki út- dauð og hin sígilda ástarsaga Shakespeares megnar enn að hrífa unga fólkið, þrátt fyrir hass og hippa, kjmhfsfTelsi og geimöld. Það má vera, að frið- arboðskapurinn, sem felst í leikritinu hafi fyrst og fremst kveikt áhugann og tvímæla- laust á hann alltaf erindi. En harmsaga hinna heimsfrægu elskenda hreif vissulega bæði áhorfendur og leikendur á mið vikudagskvöldið. L. M. A. hefur nú enn far- ið af stað, og í þetta skipti ckki ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur, heldur á sjálfa ,,þjóðsöguna“ Rómeó og Túlíu. ..Betra er að reisa sér hurðarás um öxl en mcgna aldrei að axla neitt,“ segja leikstjórar í leikskrá. Við get- um áreiðanlega öll verið sam- máln þeim. sem sáum sýning- unn á rri'ðv’kudaqskvöld ð, því brátt fvrir vmsa eðlilega van- l<nnta á tn'kun’nni, held ég að aU’r ha.fi f’”-’ð ánæsðir og jafn vei nndrandi heim. Eér liggur árn’'ðan1esa að baki tr.ikill á- hum os gev’sileg vinna. Það væri því ekki til of mikils mælst. að bæjarbúar fórnuðu e>nu sjónvarpskvöldi til þess að launa að verðleikum liið lofsverða framtak. Fvrir 15 árum skrifaði Bjarni Guðmundsson um Herranótt M. R. á þá ieið, að menntskælingum væri nauð- synlegt að taka til meðferðar gamanleiki hinna gömlu meist 1 ara, s. s. Molieres, eðá þá enska farsa, til þess að kæfa vankunnáttu sína og óstyrkar taugar með ærslum og óskapa gangi. Bjarni hafði að r.okkru rétt fyrir sér, en íiefði hann sctið meðal áhorfer.da á þess- ari sýningu, þá efast ég ekki um, að hann hefði stýrt penna sínum á annan veg. Hér var alvara á ferðum, og Icikarar börðust við að koma tii skila 16. aldar verki Shakespeares á áttunda tug tuttugustu aidar. Leikstjórn hjónanna Þórhild ar og Arnars er þeim til mik- ils sóma. Tæknileg vandamál sviðsetningarinnar eru leyst á dálítið óvenjulegan hátt, en frumlegan og skemn-tilegan. Leikstjórar hafa einnig aðlag- að sig nútímaskilningi á prakt- ísku sambandi hins unga sveins og elskunnar hans. Leikendur eru yfir 30 að öll um meðtöldum. Þótt ekki sé ætlunin að fara að rekja lið fyrir lið frammistöðu einstakra lcikenda, en til þess brestur mig þekkingu, vil ég þó aðeins drcDa hér á frammistöðu nokkurra aðalleikenda. Elsk- endurnir eru leiknir af ING- ÓLFI STEINSSYNI og GYÐU BENTSDÓTTUR og komust þau vel frá sínum erfiðu hlut- verkum, einkum vann Gyða hugi og hjörtu áhorfenda, er hún sér að baki piltinum sín- um í útlegð eftir eina sælunótt. ANNA EINARSDÓTTIR í hlutverki fóstrunnar bókstaf- lega ,.stal senunni“ á köflum, enda býður hlutverkið óneit- anlega upp á skemmtilega per- sónusköpun. BERGUR ÓL- AFSSON átti einnig skemmti- lega'n Icik í hTufvérki Merkú- tíós, á köflum nokkuð ærsla- fenginn en framsögn skýr og góð. ÆVAR KJARTANSSON í hlutverki munksins og KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐS SON í hlutverki furstans, voru báðir ágætir og eiga þakkir skildar. Ennfremur er rétt að gcta GUÐMUNDAR ÓLAFS- SONAR í hlutverki Kapúletts, JÓNS SIGURJÓNSSONAR í hlutverki Tíbalts, svo og TRYGGVA JAKOBSSONAR, sem leilcur Benvólíó. Þessir þrír ungu menn voru allir góð- ir. Svo mætti segja um flesta aðra, þótt taugaóstyrks gætti nokkuð í fyrsta þætti. Það sern vakti þó mesta athygli á þess- ari sýningu var sériega vel unn ið skylmingaatriði, svo og hin stórsnjalla hugmynd (ekki veit ég, hver á hana) að nýta leik- endur sem eins konar „þögla múra“ í nokkrum atriðum. Það er synd og skömm til þess að vita, að ekki var hús- fyllir á þessari frumsýningu. Þó kom berlega í Ijós, að þeir sem lögðu léið sina á sýningu menntaskólanema, kunnu að meta framtakssemi og leik- gleði hins unga fólks og fögn- uðu vel og innilega í leikslok. P. J. Áskriftar- síminn er 21500

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.