Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 1

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 1
Mendimur-Isnfold 35. tölublað. Miðvikudagur 28. júlí 1971. 56. og 96. árgangur. Heybruni á IVIöðruvöllum Sl. sunnudag kom upp eldur í stórri heyhlöðu að Möðruvöll- um í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði. Skemmdist hlaðan tals- vert svo og hey, sem í henni var. Slökkvjliðinu á Akureyri var tilkynnt um brunann um kl. 15 á sunnudag og hélt það þegar á staðinn. Þegar þangað var kom- ið, var hlaðan alelda og þakið hrunið. Skömmu síðar hrundi svo annar gafl hennar, en upp úr jiví tókst síökkviliðinu að ráða við eldinn, og var hann slökktur á klukkutíma. — í hlöðunni voru 400 — 500 hestar af heyi, sameign þriggja bænda. I fyrrasumar kom einnig upp eldur á Möðruvöllum og erfitt að fá nægilegt vatn til slökkvi- starfsins. Eftir þá reynslu á- kváðu bændur að gera úrbætur á þessu og grófu allstórt lón þar sem bæjarlækurinn rennur. Kom þessi framtakssemi sér vel við slökkvistarfið á sunnudag- 100 Vestfjarðabátar á handfærum I júní var tíð yfirleitt hagstæð til sjósóknar fyrir Vestfjörðum og afli bátanna dágóður .Fles- ir stærri línubátanna hófu grá- lúðuveiðar við Norðurland, þeg ar kom fram í mánuðinn. Tog- bátarnir voru einnig mest út af Norðurlandi. Handfærabálarnir voru mest á heimamiðum, nema stærstu bátarnir, sem sóttu suð- þeir ur á Breiðafjörð. Fengu margir ágætan afla. I júní stunduðu 134 bátar veiðar frá Vestfjörðum, en í fyrra voru 174 bátar við veiðar á sama tíma. Flestir bátarnir stunduðu handfæraveiðar eða 101 bátur, 10 réru með línu, 15 með botnvörpu og 8 með drag- nót. Mjög margir settir inn Heildaraflinn í mánuðinum varð 3.156 lestir, en var 5.013 lestir á sama tíma í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 4.371 lest, en var 7.500 lestir á sama tíma í fyrra. Þrír bátar frá Bíldudal stund uðu rækjuveiðar á Breiðafirði og við Eldey og nokkrir bátar frá Bíldudal og ísafirði voru við hörpudiskaveiðar. Aflahæsti togbáturinn var Guðbjörg frá ísafirði með 191 lest í þrem róðrum. Af línubát- unum var Kristján Guðmunds- son frá Flateyri aflahæstur með 125 lestir í þrem róðrum og af færabátunum var Víkingur II., Isafirði, aflahæstur, með 38.4 lestir. ísafjörður var aflahæsta ver- stöðin með 758 lestir. Ölvun var talsverð á Akur- eyri sl. mánudagskvöld og fengu einir 9 gistingu í steininum vcgna ölvunar á almannafæri. Sagði lögreglan blaðinu, að ó- venjulegt væri að svo margir gistu þar sömu nóttina. Kunnu þeir enga slcýringu á þessari ölv un á mánudagskvöldi. Lögreglan þarf af og til að hafa afskipti af íbúum tjaldstæð isins við Sundlaugina. Ef menn verða þar uppvísir að ölvun og óspektum, sér lögreglan um að þeir yfirgefi tjaldstæðið með sitt hafurtask, hvort heldur er á nóttu eða degi. Þó er erfitt fyrir lögregluna að halda þar uppi nógu strangri gæzlu á næturna. Þessi mynd gæti auðveldiega heitir „Sóldýrkendur“, en hún heitir „Systurnar“ og er eftir Ásinund Sveinsson. Myndin var gefin Akureyri á 100 ára afmælinu. — Gefandi var Reykjavíkurborg. — Myndin er neðan við andapollinn hjá sundlauginni. Tvö dauðaslys í sl. viku Mikið hefur verið um dauða- slys á þessu ári. Á fimmtudag- inn í síðustu viku beið tíu ára gamall drengur að Auðbrekku í Hörgárdal bana, er hann varð undir dráttarvél, sem hann ók. Hann hét Bernharður Þórisson, Valgeirssonar, bónda í Auð- brekku. Vciðimenn flengja nú árnar í á kafa. (Mynd: Sæm.). Á laugardaginn beið 57 ára gamall maður bana í bifreiðar- slysi í Vatnsdal. Hann hét Jón- as Sigfússon, bóndi að Forsælu dal í Vatnsdal. Þá varð 14 ára gamall dreng ur að Hrísum í Saurbæjarhreppi undir drúttarvél í síðustu viku og meiddist svo illa á fæti, að taka varð fótinn af um hné. Norðurverk átti eina tilbobib í Norðurlandsveg Fyrir skömmu rann út frest- ur til að skila tilboðum í lagn- ingu hraðbrautar frá Höepfners bryggju að Flugvallarvegi á Ak- ureyri. Aðeins eitt tilboð barst, og var það frá Norðurverki hf. og hljóðaði upp á 20 milljónir 489 þúsund krónur, miðað við að því yrði lokið 30. nóvemb- er 1971, eins og tilboðið gerði ráð fyrir. Auk þess bauðst Norðurverk til að taka verkið að sér fyrir 15.5 millj. kr., cf skilafrestur yrði framlcngdur til 1. júlí 1972. Vegurinn, sem hér um ræðir, er um 2 km að lengd og hljóðaði áætlun vegagerðarinnar upp á .12 milljónir 475 þúsund kr.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.