Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Qupperneq 8

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Qupperneq 8
8 ÍSLENDINGUR-Í8AFOLÐ - MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLf 1971. Staldrað við á Stað í Hrútafirði Skálinn stækkaður um helming VINSÆLL ÁNINGAR- STAÐUR Eins og ferðalöngum er kunn ugt, sem fara milli Suður- og Norðurlands, er Staðarskáli í Hrútafirði vinsæll áningarstað- ur. Skálinn er hálfa dagleið frá Reykjavík og Akureyri. Hann er síðasti veitingastaður, áður en lagt er á Holtavörðuheiði að norðan og þar með sá fyrsti, þeg ar komið er norður fyrir heið- ina. Áætlunarbifreiðir, m. a. á milli Reykjavíkur og Akureyrar, koma jafnan við í Staðarskála, svo og fjöldi flutningabifreiða og einkabifreiða. Á vetrum er og oft þung færð yfir Holtavörðu- heiði, og hefur því einnig á þeim árstíma skapast milcil þörf fyr- ir veitinga- og gististað þar sem Staðarskáli er. • AÐSTAÐA TIL GISTINGAR Tíðindamaður íslendings-ísa- foldar átti nýlega leið um Hrúta fjörð og var þá sem oftar áð í Staðarskála. Þar eru nú miklar byggingaframkvæmdir. í ráði er að stækka skálann um heiming, þannig að unnt verði að veita um 10 manns beina í matsal, en þar er nú einungis rúm fyrir 40 til 50 manns. í nýbygging- unni er gert ráð fyrir gistihúsa- starfsemi (12 — 15 rúm). Þar verður einnig innkoma, af- greiðsla, snyrtingar o. fl., ásamt stækkun á veitingasal. Núver- andi húsrými verður brevtt í veitingasal og eldhús. Teikning hins endurbyggða Staðarskála er miðuð við að hægt sé að skipta framkvæmdum í áfanga, þannig að laga megi húsrýið að aðstæðum eftir því sem umferð og viðskipti aukast. Kjallari og efri gólfplata verða steypt, en efri hæð og þak reist úr timbri með léttum skilrúmum, sem unnt er að færa ti log breyta eft ir þörfum. • MIKILL STRAUMUR FERÐAFÓLKS Um síðustu helgi, þegar tíð- indamaður ísl.-ísafoldar átti leið um, var feikilegur fjöldi ferðafólks í Staðarskála. Að- spurðnr kvað Magnús Gíslason, sem er annar eigenda skálans, að þetta fólk kæmi að norðan, sunnan, vestan og austan. Um pessa helgi virtist þó straumur- inn mestur norður. Ekki þarf að efa, að mikil þörf er á að stækka Staðarskála, bæði vegna legu hans og lipurlegrar þjónustu. Akranes vann - an, inn í vörnina, og reyndar voru allir bakverðirnir í þessum leik (Númi, Sigurður og Aðal- steinn) og þungir fyrir fljóta sóknarmenn, eins og t. d. Matt- hías Hallgrímsson. Auk þess legg ég til, að ungir og upprenn- andi knattspymumenn fái meira að koma fram og leysa hina gömlu smátt og smátt af hólmi. Eru ekki líkur til þess, að ung- ir naenn séu í framför, ekki sízt þeir, sem æfa samvizkusamlega, •og hinir elztu í afturför, ekki sízt, ef þeir koma ekki reglu- lega á æfingar? Og er ekki vont '•^a þurfa að endurnýja liðið að 1 aeiri hluta, þegar hinir elztu hætta? Furðulegt var t. d. í leikj unum við Danina að leyfa ekki nýjum mönnum að spreyta sig eða gera tilraunir með stöðu- breytingar. Hvað t. d. um Bene- dikt Guðmundsson og Hauk Jó- hannsson, svo ekki séu fleiri nefndir? Ætli ungu mennirnir Sigbjörn, Gunnar og Steinþór hafi ekki verið beztir í þessum leik? Og að síðustu: Er ekki orðið fyllilega tímabært í tæpt 11 þúsund manna bæ að hafa tvö knattspyrnulið í deildakeppn inni? Þá mundu færri góð knatt spyrnumannaefni glatast, af því að fá sárasjaldan tækifæri til að vera með í kappleikjum. Og stóð ekki Þór fyrir sínu í leikn- um við Víking, topplið 2. deild- ar og verðandi 1. deildarlið, — þrátt fyrir slæma byrjun í minn ingarleiknum á miðvikudaginn? Þetta ætti knattspyrnuforystan á Akureyri að athuga og reynd ar fleira, eins og nú standa sak- ir. Leikinn á laugardaginn dæmdi Einar Hjartarson og gerði það lengstaf vel, enda hafði hann aðstoð góðra línu- varða. — G. jORÐ DjígSINS sími -C£/— = Vikingur - Þór - Dómarinn: Því miður verður að geta þess, að dómgæzla í þessum leik var elcki sem bezt. í fyrri hálfleik, meðan liðin virtust hafa nóg úthald, kom það ekki að sök, en í síðari hálfleik, þeg- ar skapið fór að segja til sín hjá sumum leikmanna, missti dóm- arinn algjörlega tökin á leikn- um, og var jafnvel farinn að láta annan línuvörðinn um að dæma. í þessum darraðardans var aðeins einum manni vísað af velli, Gunnari Gunnarssyni hjá Víking, en bæði Guðgeir Leifsson og Magnús Jónatans- son hefðu mátt fara sömu leið. Liðin: í Víkingsliðinu var Guðgeir Leifsson langbeztur, sérstaklega í fyrri hálfleik, og má mikið vera, ef hann er ekki orðinn einn okkar bezti knattspyrnu- maður í dag, einnig var Diðrik- ur í markinu ágætur. Hjá Þór bar Magnús Jóna- tansson höfuð og herðar yfir aðra, bæði að getu og yfirferð. Dómari í þessum leik var Bjarni Bjarnason, línuverðir Rafn Hjaltalín og Guðmundur Búason. — B. Til sölu OPEL RECORD, árg. 1962. Góður bíll með nýrri vél. — Uppl. í síma 21718. Til sölu OPEL CARAVAN, árg. 1962, — ódýr. Upplýsingar í síma 21834 eftir kl. 7 e. h. Til sölu TELEFUNKEN RADÍÓ- FÓNN (Salzburg) í mjög góðu lagi. Eelst ódýrt. Uppl. í síma 11234. Bilar i boöi TAUNUS 17M, árg. 1966. Er me ðbilaða vél. — Selst ódýrt. — Er til sýnis og sölu á bílaverkstæði Bjarna Sig- urjónssonar, Kaldbaksgötu. Sími 21861. Atvinna lö ára piltur óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 12249 milli ld. 4 og 5 á daginn. Atvinna VEGAGERÐ RÍKISINS óskar eftir járniðnaðar- mönnum. — Upplýsingar hjá verkstjóra véladeildar. t Otför eiginmanns míns, GlSLA ÁRNASONAR, sem andaðist 22. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. júlí kl. 13.30. Rósa Davíðsdðttir.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.