Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 10

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 10
1« ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUÐAGUR 28. JÚLl 1971. Litið við i Dúka- verksmiðjunni á Akureyri Vigfús Jónsson, stofnandi Dúkaverksmiðjunnar. Dúkaverksmiðjan á Akureyrí er eina fyr- irtæki sinnar tegundar hér á landí, og hef- ur verið starfrækt um 20 ára skeið. Því er á þessa verksmiðju minnst nú, að þegar hin nýja sútunarverksmiðja Iðunnar var vígð fyrir skömmu, kom fram, að í verk- smiðjunni værí rafkynntur gufuketiil, og var slíkt talið til nýjungar, a. m. k. í norð- ienzkum verksmiðjureicstri. Fyrír skömmu komst blaðið á snoðir um, að Vigfús Jónsson, stofnandi Dúkaverk- smiðjunnar, hafði tekið þessa tækni í notk- un fyrir alllöngu og má telja hann braut- ryðjanda á þessu sviði hér á Akureyri. — Blaðið kom því að máli við Vigfús og bað hann að segja stuttlega frá reynslu sinni í þcssum efnum. — Það mun hafa verið árið 1942, að ég hóf rekstur fatahreinsunar í húsi því, er gengur undir nafninu Karolina Rest, sagði Vigfús. — Þá lét ég smiða iítinn gufuketil, sem gekk fyrir rafmagni, og seldi hann síðan með fyrirtækinu, og veit ég ekki bet- ur en hann sé í fullum gangi ennþá í Gufu- pressun Akureyrar. Síðar stofnaði ég Dúlíaverksmiðjuna ár- ið 1946 og árið 1953 lét ég smiða l»tinn rafknúinn gufuketil fyrir pressuvél. Árið 1964 keyptí ég síðan 50 kw gufuketil með sex túbum og er hann einnig rafknúinn. Gðð reynsla er fengin af þessum kötlum, sem smíðaðir voru á Atla, og finnst mér sjáifsagt að nota innlenda orku, þar sem hægt er, í stað þess að nota oliu. — Hvað er það helzta, sem þið fram- leiðið í Dúkaverksmiðjunni? — Að sjálfsögðu framleiðum við dúka, eins og nafn verksmiðjunnar ber með sér, úr baðmull og gerviefnum. Við erum þeir eínu hérlendis, sem framleiðum vinnuvettl- ingadúk og er hluti framleiðslunnar fuli- unninn hér hjá okkur, en annars eru vettl- íngarnir saumaðir víða um land. Vinnuvettlingaefnið er um % af heildar- framleiðslu verksmiðjunnar. Þá framleiðum við einnig sængurfataefni, bleyjugas, upp- þvottaþurrkur o. fl. Sævar, sonur Vigfúsar, tók við stjórn verksmiðjunnar árið 1965, eftir að hafa útskrifast úr þýzkum tækniháskóla, og er hann eini íslendingurinn, sem er sérmennt- aður í dúkavefnaði og rekstri slíks fyrir- tækis. — Hvernig gengur reksturínn, Sævar? — Framleiðslumagnið á síðustu tveim- ur árum hefur aukizt um 20%, og eru nú allar vélar í fullri nýtingu. Framleíðslan er seld um allt land, en mestur hluti fer þó á markað í Reykjavík. Hráefnið kaupum við aðallega frá Belgíu og Portúgal. Við höfum nægna húsakost til að auka framleiðsluna, það vantar aðeins vélar. Þarf næst að hugsa fyrir því að auka og endurbæta vélakostinn, sem gefur um leið möguleika á aukinni fjölbreytni í framleiðslunni. Til þess að það sé mögulegt, þurfum við að eiga kost á hagslæðum lánum. Eins og málum er nú háttað, selzt öll framleiðslan eftir hendinni og mætti vafalaust auka söluna, ef við gæt- um framieitt meira og boðið upp á aukna fjölbreytni í vöruúrvali. — Hvað er margt starfsfólk? — Hér í verksmiðjunni eru 12 starfs- menn, en auk þess hafa tugir manna um landið atvinnu o. fl. af framleiðslu verk- smiðjunnar við sauma o. þv. u. 1. — Ég áiít, að þessi atvinnugrein eigi mikla fram- tíð fyrir sér. — Sæm. Sævar Vigfússon framkvæmdastjórí við einn vefstólinn. • SPURIMIIMG VIKUIMIMAR ÆTLIÐ ÞÉR AÐ FERÐAST UM VERZLUNARMANNAHELGINA? KRISTINN G. JÓHANNSSON, SKÓLASTJÓRI: Nei, það er alveg af og frá að ég fari í ferða- lag um verzlunarmannahelgina. £g hef aldrei slundað ferðalög um þá helgi, og hef ekki æil- að mér að byrja á þvL Það eru nógu margir samI til að ferðast þá daga. Hins vegar getur meira en verið að ég bregði mér út í garð ef veður verður gotL PHILIP JENKINS, P!ANÓLEIKARI: Nei, ég ætla bara að vera heima um þá helgi. Ég var I Öskju um síðustu helgi og innan skamms fer ég til Englands og verð þar í tvo mánuði. Hvort ég ætla að spila þar? Já, ég geri það, víðs vegar um landið. Þess vegna er ágætt að slappa af heima áður. KNCTUR OTTERSTEDT, RAFVEITUSrjÖRI: Já, ég geri fastlega ráð fyrir því. Við, sem er- um meðlimir í Lionsklúbbnum Huginn, höfum undanfarin ár farið í ferðalag um verziunar- mannahelgína, og ætlum að halda þeim sið á- fram. Þetta hafa verið Ijómandi skemmtilegar ferðir. Við förum með eiginkonur og börn, tjöldum í tvær nætur og eyðum tímanum í leiki og gönguferðir. Sennilega förum við eitthvað austur núna, en þó ekki mjög langt. STEINDÓR GUNNARSSON, STUD. JUR.: Ég er á ltafi í lögfræðinni og ltemst eltkert úr bænum. Nei, það er ekki svo slæmt að lesa yfir sumarið. Ég er þannig gerður, að mér finnst ágætt að lesa námsbækur í góðu veðri. Ég fór til ísafjarðar uin verzlunarmannahelg- ina í fyrra og var það mjög góð ferð, enda býr liátt og skemmtilegt fólk á Vestfjörðum. INGVAR GÍSLASON, ALÞM.: Það er ekki ákveðið- ennþá. Ef við förum eitthvað, verður það austur á Hérað. Þangað hef ég oft kornið, og þar er alltaf jafn fallegt, — á Hallormsstað og Egilsslöðum. Við hjónin höfum oftast skroppið eitthvað með börnin um verzlunamiannahclgina, en vanalega hafa það verið stuttar ferðir uin nágrenni bæjarins. VERIÐ VARKAR VARIZT SLYSIIM

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.