Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Síða 12

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Síða 12
-Ísufoíd * Miðvikudagur 28. júií 1971. Stöndum sam- an í landhelg- ismálinu Fyrir Uosningar voru sUiplar skoðanir milli pólitískra flokka um það með hvaða hœtti bæri að vinna að útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Um mcginmarkmiðið voru menn hins vegar sammála. Fram kom greinilegur skilningur hjá forustumönnum allra pólitiskra flokka um, að útfærsla fiskveiði- lögsögunnar í 50 mílur eða að landgrunnsmörkunum væri lífs- hagsmunamál þjóðarinnar, sem vinnast þyrfti í næstu framtíð. Það er þegar komið í Ijós, að þau vinnubrögð, sem núverandi stjórn- arflokkar vildu viðhafa í þessu máli, voru óskynsamleg og til þess fallin að fá upp á móti okkur andbyr margra þjóða, sem hlut eiga að máli. Skynsamlegra hefði verið að ræða málin ítar- lega við fulltrúa þessarra þjóða og skýra sjónarmið okkar rælti- lega áður en slengt væri fram þeim yfirlýsingum, sem nú hefur verið gert. Hvað sem þessu líður, þá er sá skaði nú þegar orðinn. Um slikt dugir ekki að sakast nú. Hitt er augljóst mál, að það er þýðingarmest, að samræma sjón- armiðin og að við stöndum nú sem einn maður að því að vinna þessu máli því það gagn, sem við megum, hvar í flokki, sem menn standa. fslendingur-lsafold styður þá hugmynd eindregið, að þingnefnd sú, sem sett var á laggirnar af fyrrverandi ríkisstjórn, setjist nú aftur á rökstóla að afloknum kosningum og vinni að gerð álykt- unar, sem síðar yrði rædd í öllunt þingflokkum. Bez.t væri, að sú ályktun gæti komið fyrir Alþingi á fyrstu fundum þess í haust. Ein- róma ályktun Alþingis nú í land- helgismálinu er sú eina leið, sem sýnt geti öðrum þjóðum, hvað við íslendingar teljum hér vera mikla alvöru á ferðum og hver sé eina leiðin til þess að þoka þessu lífshagsmunamáli okkar á- leiðis. Nú eru undirbúningsviðræður hafnar að hafréttarráðstefnunni, sem halda á á vegum Sameinuðu þjóðanna haustið 1975. Á þeim fundum gefst óvenju gott tækifæri til þess að ræða um þessi mál við aðrar þjóðir. Fyrir alla muni verður að setja undir þann leka, að litið verði svo á, að íslend- ingar séu klofnir i afstöðu sinni til landhelgismálsins. Þess vegna verður að halda því mjög á lofti á þessum fundum, sem annars staðar, að svo sé ekki. Þvert á móti sé órofasamstaða um þau meginmarkmið, að allt landgrunn ið verði íslenzk fiskveiðilögsaga. Það gefur auga leið, að sam- hljóða ályktun Alþingis í þessu máli yrði mikill styrkur þeim mönnum, sem við það vandaverk fást að ræða við .aðrar þjóðir, bæði á þessum fundum og á öðr- um vettvangi. — Því verður að treysta því, að einskis verði látið ófreistað um að sú samstaða þing flokkanna fakist, og sú ályklun Iverði samþykkt á fyrstu dögum þingsins. SJÁLFSTÆÐISMJSIÐ OPIÐ Á HVERJU KVÖLDI! Hljómsveit Ingimars Eydal, Helena og Bjarki skemmta. Akureyri — Mývatnssveit Daglegar ferðir. — Frá Akureyri kl. 9.30. — Frá Mý- vatnssveit kl. 17.00. SJÁLFSTÆÐISHÚSÍÐ, AKUREYRI. - SÍMI 12970. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR, - sími 11475. 6,25% verölagsuppbót Samkvæmt bráðabirgðalögum útgefnum 21. þ. m., um breyt- ingu á lögum nr. 94/1970, um ráðstafanir til stöðugs verðlags og atvinnuöryggis, skal í ágúst- mánuði 1971 greiða 6.25% verðlagsuppbót á grunnlaun. — Kemur þessi verðlagsuppbót í stað 4.21% uppbótar, sem kom til framkvæmda 1. september 1970 og gildir til júlíloka 1971. Börnin í skólagörðunum hirða sína reiti af stakri kostgæfni. Sóldýrkendur á Akureyri. — Myndin er ekki frá því í sumar, en svipuð sjón er algeng nú við sundlaugina. (Mynd: HT). Kór frá Klakksvík Kór ungmenna frá Klakksvík í Færeyjum er nú staddur hér á landi. Á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld heldur kór- inn samsöng í Samkomuhúsinu á Akureyri, og hefst hann kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Hin kunna frjálsíþróttakona frá Akureyri, Ingunn Einarsdótt ir, hefur verið valin til að keppa fyrir íslands hönd á Ev- rópumeistaramótinu, sem fram fer í Helsinki dagana 10. —15. ágúst, ásamt þeim Bjarna Stef- ánssyni og Erlendi Valdimars- syni. Mun Ingunn keppa í 100 m grindahlaupi og 400 m hl. Á meistaramóti kvenna í frjálsum íþróttum, sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrir skömmu, varð Ingunn fjórfald- ur Islandsmeistari. Sigraði hún í öllum hlaupagreinum, sem í var keppt á mótinu, að undan- skildu 800 m hlaupi. • PRENTFRELSI OG FRJÁLS SKOÐANAMYNDUN Undanfarið hefur verið ein stakt tækifæri til að kynnast ó mengaðri afstöðu kommúnisfa til prentfrelsis og frjálsrar skoð anamyndunar. Fyrir nokkru varð mikill úlfaþytur um öll Vesturlönd út af tilraunum Nixons til að koma í veg fyr- ir prentun levniskjala um upp liaf styrjaldarinnar í Vietnam. Þá lét Þjóðviljinn ekki á sér standa, sem vænta mátti. — Síðustu vikur hefur heims- pressan skrifað mikið um stjórnarskiptin á íslandi og af- stöðu nýju stjórnarinnar til NATO, varnarliðsins og land- helgismálsins. Frá þessu hefur verið skýrt í blöðum hér heima. Þá bregður svo við, að kommúnistar ærast og brigsla þcim um fasimsa, sem eru svo bíræfnir að segja frá þessuin skrifum erlendra blaða. Það fór jafnvel í taug- arnar á Þjóðviljanum, að skýrt var frá sérstakri ánægju hins rússneska Pravda í Kreml út af stjórnarskiptunum! 9 PÓKER-STEFNAN Þorsteinn Thorarenscn skrif ar nýlega föstudagsgrein Vísis. Hún er stíluð í hálfkæringi en með nokkrum undirtón, sem er athyglisvcrður. Hann ræðir ur stoltstefnu í utanríkismál- um og pókerstefnu. — Um pók erstefnuna segir hann: „Ef við fáum ekki 50 mílurnar, þá skuluð þið missa mikilvægustu hernaðarbækistöð í heimi. . . . Ef við fáum ekki inngöngu í Efnahagsbandalagið með þeim kjörum, sem við sjálfir viljum, þá burt með Ameríkanana . . . Ef við fáum ekki milljónalán til að lifa flott, þá burt með Ameríkanana . . . Ef Loftleið ir fá ekki að fljúga á ódýrari kjörum, þá förum við úr NATO . . .“ • HINN MIKLI TROMPÁS Við skulum vona, að sæini- lega ábyrgir menn í æðstu valdastöðum þjóðarinnar séu ekki svo barnalegir, að treysta svona á trompásinn mikla í við skiptum við aðrar þjóðir. Óvit- urlegt væri þá a. ,m. k. að kasta honum strax af hendi! Um þessa trompásasnila- mennsku segir Þorsteinn Thor arensen (eftir að ásnum hefur vcrið slegið út): „Þá verður líka skemmtilegt að lifa. Við verðum sjálfsíæðir, óháðir, og hrokafullir. Við þurfum ekki að sleikja okkur upp við neinn eins og hernámsflokkarnir, hurfum ekki að Ieita eftir vin- áttu við neina, ekkert að afía okkur skilnings hliðhollra manna á sérstöðu okkar og lífs nauðsyn — nema aðeins því miður, ef okkur hefur missýnst og trompásinn okkar er allt í einu í öðrum Ht." Ingunn á EM

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.