Íslendingur - Ísafold - 07.10.1971, Blaðsíða 1
43. tölublað. Fjramtudagur 7, október 1971. 56. og 96. árgangur.
ÓíafsfjörBur:
Læknir á förum, fullskipab í
stöður kennara við skólana
Héraðslæknirinn, Hreggviður
Hermannsson, er nú á förum
héðan og ríkir nú óvissa um,
hvort unnt verður að fá hingað
annan lækni í hans stað. Nýlega
fluttist hingað hjúkrunarkona,
sem er eiginkona tæknifræðings
sem nýráðinn er til bæjarins, og
dregur það úr sárasta vanda af
þessum sökum.
Nýr sjúkrabíll, sem jafnframt
er notaður við löggæzlu, hefur
og verið keyptur hingað. Hann
er sérstaklega gerður fyrir erfið-
er aðstæður, m. a. með drifi á
öllum hjólum.
Hér hefur verið prestlaust
lengi, en aftur á móti er full-
skipað í stöður kennara við
báða skólana, bæði barna- og
gagnfræðaskólann. Vonir standa
til, að hinn síðarnefndi flytji
starfsemi sína um áramótin í
nýtt og glæsilegt húsnæði. —
Heimavist verður rekin við gagn
fræðaskólann í þriðja sinn í vet
ur, og hafa miklar endurbætur
fraið fram á húsnæði hennar,
enda rekið þar sumarhótel. Kom
ið hefur í ljós, að rekstur heima
vistar er lífsspursmál fyrir skól-
ann og til mikils gagns fyrir nem
endur á gagnfræðastiginu, sem
erfitt eiga með að fá rúm í öðr-
Húsavik:
Ný saumastofa
tekin til starfa
Húsavík, 6. október:
Ný saumastofa er tekin til
starfa hér á Húsavík. I henni
hafa 13 stúlkur atvinnu.
Afli hefur verið heldur treg-
ur undanfarið, en þó hefur
frystihúsið haft nóg að starfa. í
athugun hefur verið að kaupa
skuttogara til Húsavíkur og í
því sambandi hefur verið reikn-
að út að Fiskiðjusamlagið gæti
unnið 7000 tonnum meira af
hráefni vfir árið heldur en það
perði á sl. ári, án viðbótarfjár-
festingar, ef aflamagnið dreifð-
ist jafnara yfir alla mánuöi árs-
ins. Engin endanleg ákvörðun
mun hafa verið tekin í þessu
efni.
. Skólastjóri barnaskólans er
fluttur suður, og munu sijórn-
arskiptin hafa ráðið þar nokkru
um. í stað hans hefur Njáll
Bjarnason verið settur um eins
árs skeið. Stækkun sjúkrahúss-
ins hefur enn ekki verið tekin
í notkun, en mun verða það á
næstunni, ef tekst að fá hjúkr-
unarkonur. Stækkunin nemur
37 sjúkrarúmum. Fjórir læknar
eru nú á Húsavík.
um heimavistarskólum. Vonir
standa til að byggð verði vegleg
heimavist á næstunni við skól-
ann, þar sem hér er um að
ræða bráðabirgðahúsnæði.
Héðan hafa nú verið seldir
tveir bátar, Guðbjörg og Ólafur
bekkur. Þetta eru bátar, sem eru
100 og 150 tonn. ! staðinn er
fyrirhugað að kaupa tvo minni
báta og ennfremur er mikill hug
ur í mönnum um skuttogara-
kaup, en endanleg niðurstaða 5
þeim efnum er enn ekki fengin.
Ágæt atvinna hefur verið tind
anfarna mánuði, enda miklar
framkvæmdir á mörgum svið-
um. Ólafsvegur var malbikaður
í sumar og þegar hefur verið
skipt um undirstöðu í Aðalgötu
norðan steypta kaflans, sem lok
ið var við í fyrra. Nýhafin er
vinna við þriðju álmu gagn-
fræðaskólans, auk þess sem
fjöldi húsa er nú hér í byggingu.
Viðgerð á bryggjum innan við
brimbrjótinn er nú hafin og til
stendur að hefja boranir eftir
viðbótarvatni fyrir hitaveituna
nú á næstu dögum.
Húsnæðismál
unga fólksins
Á fundi Æskulýðsráðs 21.
september var rætt vítt og breitt
um húsnæðismál unga fólksins
í bænum og kjörin þriggja
manna nefnd til athugunar um
þau mál. Nefndina skipa: Her-
mann Sigtryggsson, Haraldur
Hansen og Sigurður Sigurðsson,
og ber nefndinni að skila áliti
svo fljótt, sem auðið er.
Aigjört stefnuleysi
ríkisstjórnarinnar í
raforkumálum Morð-
lendinga
Akureyri, 5. október.
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag fóru fram um-
ræður, sem sýna algjört stefnuleysi núverandi ríkis-
stjórnar og aðstandenda hennar í raforkumálum Norð-
lendinga. Tilefnið var, að rafveitustjórn Akureyrar hafði
samþykkt að selja Glerárhverfisskóla raforku til upp-
hitunar skólans. Ingólfur Árnason, bæjarfulltrúi hanni-
balista, var andvígur þessari orkusölu á þeim forsend-
um, að orka yrði ekki til hér á Akureyri næstu árin I
slíku skyni! Kaldhæðnislegt er, að ríkisstjórn, sem
flokkur þessa manns á í tvo ráðherra, hefur nýlega
mælt með stórvirkjun í Sigöldu, sérstaklega með það fyr
ir augum að selja orkuna til upphitunar húsa. Vel má
vera, að sú röksemdafærsla sé út í hött, þar sem um
svo mikla orkuframleiðslu er að ræða með Sigölduvirkj-
un, að fráleitt er að hún verði öll notuð til húshitunar.
Hitt er grátbroslegt, að þessari yfirlýstu stefnu eigi að
framfylgja þannig að á öðru mesta þéttbýlissvæði lands-
ins, þar sem fullkomin óvissa rikir um hagnýtingu jarð-
varma til húshitunar, sé gert ráð fyrir að raforka til
húshitunar verði ekki til!
Ingólfur sagði m. a., að Alþjóðabankinn neitaði Lands
virkjun um að eiga flutningslinu norður, sem tæpt hef-
ur verið á að koma skuli, ef marka má núverandi ráða-
menn orkumála. Sú lína mundi kosta allt að 300 millj.
kr. Flutningskostnaður á hverja kílóvattstund myndi
því verða um 70 aurar og innkaupsverð orku eftir þeirri
línu á aðra krónu. Útsöluverð orku eftir ýmsum text-
um er nú langt undir þvi hér á Akureyri.
AIH þetta vekur margar spurningar hjá Norðlending-
um. Ætlar „hin félagslega ábyrga ríkisstjórn,“ sem Stef-
án Jónsson, aðalráðgjafi orkumálaráðherra um raforku-
mál á Norðurlandi, kallar svo, að láta Alþjóðabankann
segja sér fyrir verkum um lausn á orkumálum Norðlend
inga? Hver verður framtíð Laxárvirkjunar, sem Stefán
Jónsson, varaþingmaður, kallaði „skemmdarverk“? —
Hver er stefna orkumálaráðherra, Magnúsar Kjartans-
sonar, og áhangenda hans í raforkumálum Norðlend-
inga?
Avarp tll Akureyringa
Við undirrituð hvetjum Akureyringa til að spara sér
dýra helgarmáltíð, en gefa andvirði hennar til flótta-
mannasöfnunarinnar í Indlandi. Það gæti bjargað nokkr
um börnum. — Prestarnir á Akureyri og vikublöðin
íslendingur-ísafold og Dagur, veita framlögum viðtöku.
Einnig verður framlögum veitt mótttaka að Iokinni guðs
þjórtusíu í Akureyrarkirkjú nk. sunnudag.
Séra Pétur Sigurgeirsson.
Séra Birgir Snæbjörnsson.
Valur Arnþórsson, framkvæmdastjóri.
Páll Gunnarsson, yfirkennari.
Eiríkur Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri.
Kristián frá Djúpalæk, skáld.
Katrín Kristjánsdóttir, húsfrú.
Indriði Úlfsson, skólastjóri.
Ragnheiður O. Björnsson, kaupmaður.
Sverrir Pálsson, skólastjóri.
Hólmfríður Jónsdóttir, húsfrú.
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri.
*