Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Blaðsíða 4

Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Blaðsíða 4
VJ-'1*y 7 .a aíUív^l iul/(\vj %j.l\ j. /. avjucu 17/ 4 . LmLEmmf&t,- ICCLANDIC W | ém ,A| | Hratft fIjúga þoftur - hraftft flýr sftund Nýtið því naumar stundir. Notið hraðferðir Loftleiða heiman og heim. Njótið hagkvæmra greiðslukjara Loftleiða. Flugfar strax-far greitt síðar. 30 þotuferðir í hverri viku til Evrópu og Ameríku með DC-8 HðLAFÉLAGIÐ VILL REI8A HÖLA8KÓLA Mikill áhugi er nú ríkjandi á meðal meðlima Hólafólags- ins og fleiri, að skóli rísi á Hólum í framtíðinni, og hefur þegar safnast nokkuð fé til þeirra framkvæmda. Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti gaf fyrir nokkru 100 þúsund krónur í þeim tilgangi, og í sumar afhenti hún einnig 30 þúsund krónur fyrir hönd af- komenda hjónanna i Göngu- skörðum, Stefáns Stefánsson- ar og Guðrúnar Sigurðardótt- ur. Fjöldi smærri gjafa hafa einnig borist. Hugmyndin er að þessi skóli verði fyrst og fremst kirkju- legur slcóli. Nú er unnið að skipulagningu staðarlns, og eftir síðasta aðalfund Hóla- félagsins, á sunnudaginn var, áttu skipuleggjendur fund með stjórn Ilólafélagsins, m. a. vegna hugmyndar um skóla- byggingu. Þá var Hólahátíðin haldin á sunnudag og fór hún fram eftir auglýstri dagskrá. Mikið fjölmenni sótti hátíðina og var húsfyllir við guðsþjónust- una og mikill fjöldi fólks sótti einnig samkomuna á eftir. — Meðal gesta voru Ásgeir Ás- geirsson, fyrrverandi forseti, og Jóhann Gunnar Ólafsson, sýslutnaður. — G.S. INIauðsyn á hafnarbótum Litla-Árskógssandi, 15. ág. Aðaláhugamál manna á Litla-Árskógssandi nú, og reyndar undanfarin ár, er bctri höfn, enda eru núver- andi hafnarskilyrði orðin úr- e!t og aðstaða öll frumstæð, að því er Valves Kárason sagði í viötali v.ið blaðið. Aö sögn Valvesar mundu nauðsynlegustu framkvæmdir velta á nokkrum milljónum, og þar sem sveilarfélagið er h'tið, hcfur það vart bolmagn í það, nema mcð verulegum ríkisstyrk. Viðlegupláss eru orðin allt- of lítil við garðinn, sem smá- bátarnir liggja við, og bátarn- ir geta elcki legið þar með nokkru öryggi, ef veður er orðið meira en bræla. Þetta veldur útgerðinni nokkrum erfiðleikum, sem nauðsynlegt er að bæta úr, og það á næstunni, sagði Valves, en sökum eigin ljárskorts get- um við ekki annað að sinni en haldið málinu vakandi við yfirvöld. — G.S. Blaðið þitt! - fslendingur-ísafold • Kemur út á hverjum fimmtudegi. • Flytur sem fjölbreyttast fréttaefni um menn og málefni. • Lifandi greinar, viðtöl og skemmti- efni. • Áskriftarverðið er 20 krónur blaðið, 260 krónur ársfjórðungslega. • Skrifstofa blaðsins er að Kaupvangs- stræti 4, Akureyri, sími 21500. • Aðrir umboðsmenn blaðsins út um land eru: Gunnlaugur Magnússon, Ólafsfirði. Sími 62151. Júlíus Snorrason, Dalvík. Sími 61261. Gunnar Níelsson, Hauganesi. Sími 61385. Valves Kárason, Litla-Árskógssandi. Sími 61370. Oddur Isaksson, Grenivík. Sími 33124. Höskuldur Sigurgeirsson, Húsavík. Sími 41155. Helgi Ólafsson, Raufarhöfn. Sími 51170. Jóhann Jónasson, Þórshöfn. Sími 23. Þeir fastir þæítir, sein í blaðinu eru, eða ráðgert er að í það komi, eru: Á förnum vegi. — Á dagskrá. — Kvennaþáttur. — í fréttuin að utan. — Fyrir yngstu lesendurna. — Krossgátur. Lesendur hafa orðið. — Spurningaþáttur Framhaldssaga. — íþróttir. — Vísnabálkur. — Punktar og kommur. — Nýir borgarar. — Árnað heilla. — Bókaþáítur. • Blaðið þitt ® Gerist áskrifenclur ÍstendiwfiUL -ísufold S'imi 21500 OME-'.V.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.