Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Page 6

Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Page 6
6ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTÖDAGUR 17. ÁGÖST 1972 it Íslendinífur-Ísuíold Útgefandi: íslendingur-ísafold lif. Ritstjóri: Lárus Jónsson Framkvæmdastjóri: Erlendur Guðmundsson Fréttam.: Glssur Sigurðarson. — Augl.: Emilia Sveinsdóttir. Al'greiðslu- og auglýsingasími: 21500. Ritstjórnarsími: 21501. Sltiifstol'ur að Kaupvangsstræti 4, Akureyri, 2. hæð. Prentsmiðja að Glerárgötu 32, 2. hæð. — Síini 21503. 4fc?" „Bák misréttis og ójafnaðar" Si, L : _ ’tsíaðan hefur, af ærnu tilefni, gagnrýní harðlega stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Nú hefur eitt af stuðningsblöðum ríkisstjórnarinnar viður- icennt að þessi gagnrýni cr og hefur verið hárrétt. — Blaðið segir í eins konar f orsíðuleiðara, að skattaskráin sé „bók misréttis og ójafnaðar.“ Um ástæðurnar segir blaðið m. a., að persónufrndráttur til tekjuskatts sé allt of Iágur, en út yfir taki, þegar litið sé á skattþrepin. Með þeim sé ákveðið að gera hjón með milli 300 til 400 þúsund króna árstekji r og einstakling með uin 200 þúsund, að hátekjufólki o ; það skattlagt í hæsta þrepi Sem hátekjumenn. Blaðið viðurkennir því berum orðum, að fólk með þurftartekjur hafi verið sett í fiokk með „breiðu bökunum,“ sem ríkisstjórnin hugðist láta bera skattabyrðarnar. Þeíía er efnislega nákvæmíega h'ð sama og þingmenn Sjálfstæðismanna héldu m. a. fram æ ofan í æ, þegar skatíalagabreytingar rikisstjórnarinnar voru til umræðu á Alþingi. Þrátt fyrir þessar rökstuddu ábendingar rétti stuðningslið ríkisstjórnarinnar allt upp hendur á Alþingi til þess að samþykkja þessa ójafnaðarstefnu. Þar með var óhemjuleg skattabyrði lögð á alla alþýðu manna, ekki hvað sízt fólk með lágar og miðlungstekjur. Frá því framangreindar umræður fóru fram á Alþingi, hlýtur öllum alþingismönnum með meðalþekkingu og greind að hafa verið það Ijóst, að lagasetning þessi leiddi til „misréftis og ójafnaðar." Því er það eðlileg krafa, að ráðherrar, sem ábyrgð bera á þessari stefnu, segi af sér. Fáránteiki íslendingur-ísafold birti fyrir skömmu niðurstöður á könnun blaðsins um hækkun beinna skatta Akureyringa til ríkissjóðs. Tekjuhækkun bæjarbúa varð á sl. ári um 350 milljónir króna, en af þeirri hækkun ber þeim að greiða 220 milljónir króna í skattahækkun til ríkissjóðs. Þetta merkir, að Akureyringum er gert að greiða 63 krónur til ríkisins af hverjum 100, sem lekj^ir þeirra hækkuðu um milli ára. Lítið verður eftir af tekjuauk- anum, þegar búið er að taka aukna dýrtíð og hækkun fasteignaskatta inn í dæmið. Sú spurning hlýtur að valcna hjá mörguin, hvort það sé leggjandi á sig aukið erfiði til þess að hækka tekjur sínar, þegar þannig er staðið að skattheimtu, auk þess sem hér er um að ræða geysi- legt fjármagnsstreymi úr bænuin til ráðstöfunar í Reykja vík. Framangreind könnun nær einungis til Akureyrar, én hliðstæðu hlýtur að vera að finna í hverju byggðar- lagi, því skattpíningin virkar líkt á öllu landinu. Flestum hlýfur að vera ljóst, að slík skattheiinta er beinlínis fáránleg. Hún dregur úr dugnaði fólks og þjóðarfrain- leiðslu, aulc þess eykur hún mjög á byggðaröskun í land- inu. Vafasamur tekjustofn Ríkisstjórnin beitti sér fyrir því á síðasta þingi, að breyta útsvarslögunum þannig, að svo til allar tekjur fólks koma nú til útsvarsálagningar án þess að persónu- frádráttur sé fyrst dreginn frá. Afleiðingin er sú, að nú ber ótrúlegur fjöldi lágtekjufólks útsvör. Á Akureyri eru 1401 ineð útsvör innan við 20.000, sem merkir, að þeir hafa einungis haft tekjur sl. ár sem náinu rúinlega 200 þúsund og þaðan af núnna. Þessi tekjustofn sveitarfé- laganna er meira en hæpinn í fleiri en einum skilningi, og mun það koma áþreifanlega í Ijós innan tíðar. m Texti og myndir: G. S. Húsvíkingar eru nú nýlega orðn;r tvö þúsund, þar sem þeir voru á síðasta manntali 1955, og síðan hefur eitthvað fjölgað, samkvæmt upplýsing- um Hauks Harðarsonar, bæj- arstjóra á Húsavík. Fréttamaður blaðsins fór til Húsavíkur nýlega og átti tal af bæjarstjóránum og nokkr- um f'eiri aðilum. Aðalatvinnuvegur Húsvík- inga er fiskveiöar, og hefur Hú'■■■■■ v'k lengi veriö fræg fyr- ir óvenjumilda trilluútgerð. — Alls eru þar skráðar 60 trill- ur, 50 þeirra munu vera bein atvinnutæld, en 10 meira til gamans. Þá eru geröir þaðan út .10 þilfarsbátar af stærð- unum frá átta og upp í 47 tonn, og loks eru fimm skip, 265 lestir til 440, skráð þar, cn þau hafa bækistöðvar sín- ar annars staðar og koma sjaldan eða aldrei til Húsa- víkur. Kaupfélagið á svo frystihús ið. en milclar endurbætur hafa farið fram á því að undan- förnu, sem miða að því að vara þaðan standist fullkomn- ustu hreinlætislcröfur. Vænt- anlega veröur hægt að hefjast handa um lagfæringar á lóð þess næsta ár. Að sögn Hauks eru trillu- veiðarnar nokkuð árstíða- bundnar, svo sem trilluútgerð alls staðar, og skapar það því nokkra sveiflu í fiskvinnsluna í landi, sem alltaf er óheppi- legt. Stóru bátarnir, sem geta stundað veiöar allt árið, m. a. togveiðar, leggja upp annars staðar, sem fyrr segir, og taldi hann það að nokkru leyti að kenna slæmum hafnarskilyrð- um fyrir þá. Vel væri hugsan- legt að byggja upp togveiðar frá Húsavík, ef hafnarskil- vrði væru betri, en það kæmi byggðarlaginu væntanlega Asmundur Einarsson: Sjötugur kouim Afmælisgreinar Þjóðviljans um Einar Olgeirsson sjötugan gerðu honum tæpast nokkur skil, hvorki stjórnmálamann- inum né prívatmanninum. — Þess er kannske tæpast að vænta. Pólitískur árangur ís- lenzkra kommúnista er alltaf undrunaréfni samherjum og andstæðingum, innlendum sem erlendum. Hlutur Einars í þessum árangri er slílcur, að þetta tvennt verður eldci að- skiiið, maðurinn og árangur flokks hans. - - ÓKANNAÐ MÁL Menn spyrja ennþá: Hvern- ig stendur á því, að íslenzkir kommúnistar hafa náð hlut- fallslega nieira fylgi en bræðraflokkar þcirra í Skandi navíu? Hvernig gat myndun nýsköpunarstjórnarinnar átt sér stað? Hvers vegna varð Einar Olgeirsson ekki ráð- herra í nýsköpunarstjórninni eða vinstri stjórninni? Svörin eru ekki til í hlut- lausu máli, einfaldlega vegna þess að málin hafa elcki verið skoðuð niður í kjölinn og að- gang skortir að margvíslegum heimildum, ef þær eru þá til. Afinælisgreinarnar um Einar varpa litlu sem engu ljósi á hugsanleg svör. Mælska, per- sónulegt aðdráttarafl, sögu- þekking, þeldcing á Mant-Len iniskum fræðum og þrotlaust starf skýra ekki nema að mjög takmörkuðu leyti þann árang- ur, scm Einar og félagar hans náðu. En Einar Olgeirsson var samt áreiðanlega kommúnista foringi eins og þeir hafa gerst beztir á þeim árum, sem hann naut sin bezt. Hann kunni mæta vel að hagnýta scr þær aðstæður, sem sköpuðust hverju sinni. Samt var maðurinn ekkert of- urmenni. Flokkur hans var í miklum öldudal, þegar Einar hætti þingmennsku og Iagði niður flokksforystu. En segja má honum til hróss, að hann skildi sinn vitjunartíma og tókst að Iciöa foringjavanda- málið til lylcta á grundvelli hugmyndarinnar um „sam- virka forystu." - - NÝSKÖPUNAR- STJÖRNIN Frægasta dæmið um að- stæður, sem Einari Olgeirs- syni tókst að hagnýta flokki sínum lil framdráttar, er myndun nýsköpunarstjómar- innar. Kommúnistar voru orðn ir mjög sterkir eftir kosninga- sigurinn 1942. Þeir voru 30% flokkur í Reykjavik og höfðu á bak við sig 19 — 20% allra kjósenda. Þeir hótuðu striði verkalýðsfélaganna við hvaða ríkisstjórn, scm yröi mynduð án kommúnista. Þetta gátu þeir gert, vissir um að AI- þýðuflokkurinn gæti ttepast staðið andvígur þeim í slíku stríði. Þá var einnig Ijóst, að Sjáifstæðismenn höfðu litinn

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.