Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Page 8
3 ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 17. AGÚST 1972
1
— Og hér er enn ein að byggja sér hús.
Húsvíkingar ...
I •» 5* i f ffcS’tíJÖ
Lfci u. it ii 1.
hann, að það væri einmitt
hraun og auðnir, eitthvað ó-
venjulegt, sem útlendingarnir
vildu sjá, fremur en blómleg-
ar sveitir og búskapur, þótt
það vekti vissulega áhuga
margra. Nýlega var ferðamála
félag stofnað á Húsavík, og
vonaðist hann til að það fengi
einhverju áorkað í þessum
málum. í sambandi við ferða-
mál nefndi hann einnig, að
vegur yfir Sprengisand, sem
láegi niður í Bárðardal, væri
einnig mikið hagsmunamál fyr
ir Húsvíkinga, og í því sam-
bandi benti hann á, að t. d.
Oifar Jacobsen hefði nokkurs
konar bækistöð á Húsavík, er
hann kæmi með ferðahópa
sína ofan af hálendinu, og
tækju ferðamenn því vel.
Hótel- og veitingamál koma
óneitanlega mjög við sögu,
þegar rætt er um ferðamál, og
því sneri blaðið sér til Jóns
Armanns Árnasonar, sem er
framkvæmdastjóri hinnar
nýju hótelbyggingar, sem senn
verður fullgerð.
Sagði hann, að ekkert hótel
hafi verið á staðnum síðan
gamla hótelið brann árið
1970, en þá vildi svo heppi-
lega til, að nýja félagsheimil-
ið var að komast í gagnið, svo
að Sigtryggur Albertsson, veit
ingamaður ganrla hótelsins,
tók þar við veitingarekstri, og
hafði nokkur herbergi úti í
bæ til ráðstöfunar, ef nætur-
gestir komu.
Þetta var þó engan veginn
fullnægjandi aðstaða ,og var
ráðist í byggingu nýs hótels,
sem tengist félagsheimilinu,
svo húsin geta haft gagn hvort
af öðru. Var þá stofnað Hót-
elfélagið um byggingu hótels-
ins, og eru aðaleigendur bær-
inn, Sigtryggur veitingamaður
og frú, og Kaupfélag Þingey-
inga.
Jón sagði, að áætlaður
kostnaður við bygginguna
væri röskar 30 milljónir kr.,
en í hótelinu eru 32 tveggja
manna herbergi, þar af 24
með baði, og er húsið allt
fjórar hæðir. Á efstu hæðinni
er m. a. gert ráð fyrir bar,
annars staðar í húsinu verð-
ur kaffitería sem rúmar 60
manns, og í kjallara verður
frystir, kælir, þvottaaðstaða
og aðstaða fyrir starfsfólk. —
Eldhúsið verður sambyggt að-
alsal félagsheimilisins, sem
tekur 260 manns í sæti, og
verður væntanlega aðalsam-
komustaður bæjarins í fram-
tíðinni. Við þessa bygginga-
samstæðu félagsheimilis og
hótels, stendur svo til að
byggja kvikmyndahús, sem
yrði þá jafnframt leikhús, en
Nýja safnahúsið á Húsavík.
st!l™Tr íslendiimt
21500 -ísafold
LEITID UPPLYSINGA
PAPPIRSÞURRKUR KOSTA
SAMA OG ÞYOTTUR ÁEINU
HANDKLÆÐI
'APPIRSVORUR'W
SKÚLAGÖTU 32,- SÍMI
Umboð á Akureyri:
VALDIMAR BALDVINSSON
Sími 21330.
Jón Ármann Árnason, framkvænrdastjóri nýju hótelbyggingar-
innar, og Sigtryggur Albertsson, veitingainaður, sem mun sjá
um rekstur þess, þegar til kemur. Báðir voru þeir bjartsýnir á,
að nýja hótelið og aðstaðan í félagsheimilinu ættu eftir að auka
ferðamennsku á Húsavík, þar sem staðurinn gæti með tilkomu
þessara stofnana boðið upp á stórbætta þjónustu.
engin tímamörk hafa enn ver-
ið sett um þá framkvæmd.
Með því að reikna með
10% nýtingu hótelsins yfir
þrjá verstu mánuðina og 90%
nýtingu í tvo mánuði á ári,
sem Jón taldi ekki ólíklegar
tölur, bjóst hann við að hót-
elið yrði rekið með halla
fyrstu fimm til sex árin, sem
þá yrði væntanlega mætt með
auknu hlutafé.
Blaðið náði einnig tali af
Sigtryggi Albertssyni, veit-
ingamanni, og var hann mjög
bjartsýnn um framtíð hótels-
ins, einkum með hliðsjón af
þróun síðustu ára. Sagði hann
að mikil ferðamannaaukning
hefði verið um Húsavík í
fyrra, en þó væri mun fleira
ferðamanna nú, og væri ekk-
ert sem mælti á móti því að
þessr þróun héldi áfram.
Sagði hann, að aukningin
væri nrest í útlendingum, þeir
kæmu nú oft í stórum hóp-
um, svo að þess væru þó nokk
ur dæmi, að hinn stóri
matsalur félagsheimilisins fyllt
ist, og svoleiðis á það að vera,
sagði Sigtryggur, og var hress.
G.S.
K~.y. ■ ’B/IA U JbAJ)/
RAUÐARÁRSTÍG 31 SlMI 22022
IVIWIVI Diesel
V-VÉL, GERÐ D-232
6, 8, 12 strokka.
Með og án túrbínu
1500 — 2300 sn/mín.
98-374 „A“ hestöfl.
108-412 „B“ hestöfl.
Stimplihraði frá 6.5 til 10
metra á sek.
Eyðsla frá 162 gr.
Ferskvatnskæling.
Þetta er þrekmikil, hljóðlát og
hreinleg vél fyrir báta, vinnuvél-
ar og rafstöðvar. — 400 hesta
vélin er 1635 mm löng, 1090
mm breið, 1040 mm há og vigt-
ar 1435 kíló.
STURLAUGUR
JÓNSSON & Co.
Vesturgötu 16 — Reykjavík.
EINA BLAÐIÐ Á
ÍSLANDI, SEM
KOMIÐ HEFUR 0T
AÞREMUR
TUNGUMÁLUM,
ÍSLENZKU, ENSKU
OG RÚSSNESKU.
KEMUR ÚT EFTIR
HVERJA SKAK.
FJÖLDI MYNDA
PRÝÐA BLAÐIÐ.
MARGIR HELZTU
RITHÖFUNDAR
ÞJÖÐARINNAR
SKRIFAÍ
EINVÍGISBLAÐIÐ.
TlMARITIÐ SKÁK,
PÓSTHÓLF 1179,
REYKJAVÍK.
SÍMAR 15899 OG
15543.