Faxi - 21.12.1940, Qupperneq 2
2
F A X I
Eigum við að stunda íþróttir?
Nú á síðustu árum hefir rnik-
ið verið rætt og ritað um íþrótta-
mál, gildi' íþrótta og það, að
íþróttirnar ættu að skipa hærri
sess hjá okkur Islendingum en
þær hafa gert hingað til. Þetta
hefir komið fram. í blöðum
og útvarpi, ræðum einstakra
manna á fundum og samkom-
um. Því kynni sumum að
finnast það óþarfi, er þetta
blað hefur göngu sína með því
að ræða um íþróttamál, ásamt
cðru góðu. En svo er eigi. Það
hefir sannast, að íþróttalíf vakn-
ar ekki almennt, fyrr en fólk
hefir skilið hvers virði íþróttir
eru, og þá um leið, að hver ein-
staklingur á ekki að láta neitt
það tækifæri ganga ónotað úr
greipum sér, er gefur honum
möguleika á því að iðka þessa
grein líkamsræktar, en — hvers-
vegna?
Oft heyrist sú skoðun, aö
þetta. íþróttahjal nú á dögum
sé aðeins slagorð, er óvitrir ung-
iingar gaspra með, og bezt sé að
skella við skollaeyrum. Iþróttir
geti verið gott að dunda við fyr-
ir einstaka. afreksmenn á því
sviði, en við hinir gerðum eitt-
bvað þarfara en eyða tíma, fé og
kröftum í þessháttar vitleysu.
Við skulum athuga oíurlítið þau
rök, er hníga gegn þessari skoð-
un.
1. Skynsamleg iðkun hollrar í-
þróttar eykur þrótt og heil-
brigði mannsins. Hreyfing er
öllum mönnum nauðsynleg,
bæði ungum og gömlum.. Við
hreyfinguna örvast blóð-
straumurinn, svo vöðvunum
berst aukin næring og kraft-
ur. Þetta gefur líkamanum
aukinn þrótt, og gerir hann
þá jafnframt ónæmari fyrir
kvillum og sjúkdómum.
2. Iþróttir hafa það fram yfir
venjulega áreynslu, eins og
þá, er ýms erfiðisvinna. veit-
ir, að þar sem erfiðisvinnan
er oft einhliða, þá stefnir
margþætt íþrótt, eins og t. d.
leikfimi, að því marki að
stæla og lioka allan líkamann.
3. íþróttir hafa mikla uppeldis-
lega þýðingu, þær neyða
margan unglinginn nauðug-
an viljugan, ef hann fer að
sýna þeim rækt, til þess að
láta af ýmsum illum venjum,
er skapasit af því, að hon-
um leiðist, heppileg viðfangs-
efni vanta í frístundunum.
Þessar slæmu venjur, eins
og' miklar tóbaksreykingar,
drykkjuskapur, stöðug leit að
æsandi atburðum og æfin-
týrum samfara hverflyndi og
lífsleiði, verður sjaldan hlut-
skipti þess manns, er ungur
byrjar að stunda íþróttir aí
einlægum áhuga. Iþróttirn-
ar eiga því erindi til vand-
ræðabarnanna, sem víða er
að finna í kauptúnum og öðr-
um mannfleiri stöðum, og
setja vilja allt á annan end-
ann með óknyttum sínum. Af
hverju eru þessi börn svo erf-
ið viðfangs? Oft og einatt eru
þetta tápmestu börnin, sem
með óknyttunum sýna það, aö
þau vilja hafast eitthvað að,
og láta eitthvað til sín taka.
Með því að' beina áhuga
þessara barna inn á sviö
íþróttanna, vinnst tvennt:
Þau leggja niður ódáðaverk-
in og létta þannig áhyggjum
af vandamönnum sínum og
viðkomandi yfirvöldum, en
jafnframt gera þau líkamlegu
heilbrigði sínu ómetanlegai.
greiða.
Þess má líka geta, í sam-
bandi við íþróttaiðkanir
barna og unglinga, að leik-
fimi getur haft áhrif á lík-
amsvöxt þeirra. Innfallið
brjóst og lotnar herðar hjá
ung'um manni eru talandi
tákn þess, að vanrækt heíir
verið að láta hann stunda
leikfimi í uppvextinum.
4. Iþróttir gefa mönnum frjáls-
mannlegt yfirbragð. Iþrótta-
m,aðurinn er að jafnaði létt-
ari í spori, hefir röskari
hreyfingar og djarflegri
framkomu en hinn, sem hefir
ýmigust á öllu, því er íþrótt-
ir heita.
5. Iðkun íþrótta eykur mannin-
um lífsgleði. Líkami og sál
eru hvort öðru skyld, og því
er eðlilegt, að maðurinn verði
glaðari í sinni, er hann finn-
ur til aukins, þróittar. Grikk-
inn sagði forðum: »Heilbrigð
sál í hraustum líkama«, og
stendur það spakmæli óhag'g-
að enn.
Nú befi ég í fáum dráttum
gert grein fyrir því helzta sem
rnælir gegn staðhæfingum og
sinnuleysi þeirra manna, er vilja
álíta íþróttamálin einskisverð,
eða eins og hvern annan hé-
góma, sem engu beri að fórna.
Þessum mönnum fer alltaf
fækkandi. Þó er mér óhætt að
segja, að þeir séu til enn. Þess-
ir menn segja: Maður á ekki að
verja fé til íþróttamála, nema
maður sé tilneyddur. Maður á
ekki að stunda íþróttir nema
lögin skyldi mann til þess, og þó
svo, sé, þá að smeygja sér und-
an því.
Þessir góðu menn ættu að líta
ofurlítið í kringum sig, t. d. til
hinna Norðurlandaþjóðanna, til
Englands eða Þýzkalands, og
sjá, hvað þar hefir verið gert
í þessum málum, og hverja þýð-
ingu íþróttirnar eru álitnar
hafa, ef ala á upp hrausta og
dugandi þjóð.
Hvað hefir þá verið gert hér
á landi fyrir íþróttamálin? Það
yrði langt upp að telja, svo mjög
hefir þeim málum fleygt fram
á síðustu árum. Árlega eru hald-
in íþróttamót í flestum sýslum
landsins, en þangað koma í-
þróttaflokkar frá íþróttafélög-
um sveitanna og sýna listir sín-
ar. Starfandi eru íþróttafélóg í
öilum, kaupstöðum. Mörg þeirra
bæta úr brýnustu þörfum á
íþróttakennslu með stuttum
námskeiðum, önnur halda uppi
reglulegri kennslu alla vetrar-
mánuðina. Ilin sjálfsagða og
holla íþrótt, sundið, er á góðum