Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1942, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1942, Blaðsíða 6
G F A X I Fvá hrepp§netndinni Hin nýkjörna hreppsnefnd liélt fyrsta fund sinn 3. febr. sl. Fyrsta verkefni hennar var að kjósa hinar ýmsu l'asta- nefndir og fara hér á eftir nöfn þeirra manna cr kosningu hlutu: Byggingarnefnd: Valdimar Björnsson, Ölafur A. Hannes- son, Guðni Magnússon, Skúli Skúlason og Friðrik Þorsteins- son. Heilbrigðisnefnd: He'lgi S. Jónsson og Guðm. J. Magji- ússon. Vatnsbólanefnd: Kristinn Jónsson, Tjarnargötu 2, Einar Bjarnason og ölafur Eggerts- son. Hafnarnefnd: Þorgrímur St. Eyjólfsson, Einar G. Sigurðsson og Kristinn Jónsson frá Eofts- stöðum. Varamenn hafnarnefndar 1 sömu röð eru: Sverrir Júlíusson, Albert Bjarnason og Steindór Pétursson. Vatnsveitunefnd: Guðni Magnússon. Stefán Franklín og Elías Þorsteinsson. Þá voru eftirtaldir ít menn kosnir Loftvarnarnefnd: Kristinri Jönsson, Tjarnarg. 2, Hallgrímur Th. Björnsson Valdimar Ciuðjónsson, Þorgrím- ur St. Eyjólfsson, Einar G. Sig- urðssOn, Steindór Pélursson, Björn L. Guðnason, Stefán Franklín og Ölafur Ingimund- arson. Þá var rætt bréf frá skóla- nefnd, þar sem hún gerir að tii- lögu sinni, »að byggður sé nýr barnaskóli, sem fullnægi nú- tíma kröfuín, í þeim stíl, að hægt sé að stækka hann, eft- ir því sem þörf gerist í fram- tíðinni, og sé hann byggður á lóð við barnaleikvöll Keflavík- ur. Ennfremur sé leitað álits byggingarmeistara ríkisins um f.vrirkomulag og kostnað við byggingu hans«. í lok bréfs skólanefndar seg- ir: »1 sambandi við væntanlegt leikfimihús, þá leyfum við okk- ur að benda á, að fullkomin gufu og hreinlætisböð eiga að starfrækjast í sambandi viö sundlaugina, og hugmyndin mun vera, aðþar verði gert leik- fimishús, þegar liltækilegt er. Teljum við heppilegt, að athug- aðir væru möguleikar á að sam- ræma þarfir barnaskólans og þes.'ia væntanlega húss«. Hreppsnefndin samþykkti aö fela skólanefnd, að leita álits skólastjóra og kennara um stærð barnaskólahúss, fyrir- komulag og heppilegt húsnæði, og leita síðan til byggingar- meistara ríkisins um kostnað- aráætlun og heppilegt fyrir- komulag til stækkunar síðar ineir. Að gefnu tilefni tók nefndin fram, að heppilegast væri, að ráð yrði gert fyrir leikfimissal í væntanlegri barnaskólabygg- ingu. Fyrir fundinum lá einnig bréf frá kvennadeikl Slysavarnafé- lagsins hér, varðaridi áskorun um, að ljósin yrðu endurbætt á hryggjunum, svo og að betra Ijós yrði sett í stokkavörina. Einnig, að ljós verði sett í turn- inn á rafstöðinni lil þess að lýsa út á höfnina. Þessi tilmæli voru samþykkt og hafnarnefnd falið að annast um framkvæmdir og fvlgja þessu máli fast fram. Þó var henrii gert að atluiga, hvorl heppilegt væri að hafa ljós á rafstöðvarturninum, eða hvort það væri leyfilegt. Að lokum voru svo sam- þykktar eftirfarandi tillögur: Frá Valdimar Björnssyni og Sigiirbirni Eyjólfssyni: »Fundur haldinn í hrepps- nelnd Keflavíkurhrepps skor- ar á ríkisstjórnina að greiða Kel’lavíkurhreppi þa r kr. 350 þúsund, sem veiftar eru á fjárlöguin 1941 og 1942 til hafnargerðar við sunnan- verðan Faxaflóa, og sé upp- ha?ðin skoðuð sem framlag ríkissjóðs lil lendíngarbóta. en á móti komi frá hreppn- um 3|s hlutar heildarkostnað- i ---------FAXI---------------- Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson Ingimundur Jónsson Ragnar Guðleifsson Ritstjóri og ábyrgðarm.: Kristinn Pétursson Afgreiðslumaður: Jón Tómasson Símstöðinni, Keflavík Verð í lausasölu 50 aurar. ar, enda sé kaupverð hafnar- mannvirkja þeirra á Vatns- nesi, sem hreppurinn liefur nýlega keypt, innifaliðí frani- lagi hreppsins«. Frá Ragnari Guðleifssyni: »Fundurinn- samþykkir, að hreþpsnefndin haldi fundi minnst einu sinni í mánuði, og séu þeir haldnir l'yrsta mánudag hvers mánaðar. Ftmdirnir séu haldnir á þeim stað, þar sem almenningur hef'ur aðgang að þeim, og séu þrei auglýstir með nægilegum fyrirvara. Þó liefur hrepps- nefndin heimild til þess að hafa fundi lokaða, þegar þörf kref u r«. Verkalýðs- og sjómannalél. Keflavíkur var veitt veitinga- leyfi í sambandi við verka- mannaskýlið, sem ráðgert er að starfrækja á þessari vertíð. ★ Á sama fundi var Faxa veilt heimild lil þess að hirta fram- vegis útdrátl úr fundargerðum hreppsnefdnarinnar um þati málefni, er varða hreppshúa aí- mcnnt. Og þó að nú sé búið að samþykkja, að leyi'a almcnn- I ingi aðgang að l'undum hrepiis- néfndarinnar framvegis, þá mun biaðið eigi að síður færa sér heimildina í nyt. PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR BERGST.27.SÍMI4200

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.