Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1944, Page 5

Faxi - 01.01.1944, Page 5
F A X I 5 VETRARVERTÍÐIN er byrjuð hér á Reykjanesskaganum. í öllum ver- stöðvunum verður útgerð melri en síðastliöinn vetur. Enn er þó ekki hægt að segja með vissu, hve margir bátar verða gerðir út frá hverri verstöð. Síðan vertíð hófst, hefir veðrátta verið mjög óhagstæð og gæftir stirðar, en afli hefir verið mjög góður, þegar á sjó hefir verið farið og veður hefir verið sæmilegt. GJÖF sr. EIRÍKS BRYNJÓLFSSON- AR. Bréf það, sem hér fer á eftir, fylgdi gjöf séra Eiríks Brynjólfssonar, sem getið var um í síðasta tbl. Faxa, en vegna rúmleysis í blaðinu þá, varð það að bíða þessa blaðs: Hér með leyfi ég mér að afhenda sjúkrahússnefnd Rauða-Krossdeildar Keflavíkur kr. 5000.00 að gjöf. Ætlast ég til þess, áð með fé þessu verði stofnaður minningagjafasjóður við hið væntanlega sjúkrahús í Keflavík, og verði vöxtum sjóðsins í framtíðinni varið til þess að styrkja fátæka sjúkl- inga úr Útskálaprestakalli, er koma til með að leita sjúkrahúsvistar á fyrr- nefndu sjúkrahúsi. Síðastliðið vor hafði ég starfað í fimmtán ár hér í Útskálaprestakalli. Á þessum starfsárum mínum hefir æskulýðsstarfsemin verið mér sérstak- lega kær og hjartfólgin, einkum þó fermingarundirbúningurinn. Ferming- arbörnin hafa verið mér kærir og elskulegir vinir. Þegar ég nú lít til baka yfir þann stóra og æskuglaöa hóp, sem á fermingardögunum hafa fylgt mér upp að altarinu, sé ég að margir eru horfnir úr tölu hinna lifandi hér í heimi. Það er til minningar um þessa horfnu, elskulegu vini mína, sem ég stofna þennan minningagjafasjóð og bið þess, að af honum megi blessun hljótast. Svo er það annað. Á venjulegum tímum hefði ég aldrei eignast þessa peninga, en af því að víðsvegar um heiminn eru milljónir í sorg og sárum hefi ég eignast þetta fé. Ég get ekki hugsað mér meiri fjarstæðu, en að nota það í eigin þarfir, eða verða með því efnaður maður. Ég vona, að með því að verja því á þennan hátt, geti það oröið til góðs þeim, sem fátækir eru og sjúkir. — Þá tel ég því vel variö. Nánari skipulagsskrá óska ég eftir að semja síðar, fyrir sjóð þennan í samráði við sjúkrahúsnefndina. Virðingarfyllst, Eiríkur Brynjólfsson. ---------FAXI------------------ Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson Ingimundur Jónsson Ragnar Guðleifsson. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Af greiðslumaður: Jón Tómasson Símstöðinni, Keflavik. Verð blaðsins í lausasölu kr. 1,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykjavík og í verzlun Valdi- mars Long, Hafnarfirði. PJŒNTSUIÐHN EDDA H.r. Verkalýðs- og síómannafélag Keflavíkur Kaup verkamanna í Keflavík og Njarðvíkum 1.—29. febrúar 1944 (vísitala 263). Alvienn vinna: Dagvinna ............ kr. 5,52 Eftirvinna ............ — 8,28 Nætur og helgidagav. — 11.05 Sfcipavinna: Dagvinna ............ kr. 6,58 Eftirvinna ............ — 9,86 Nætur-og helgidagav. — 13,: 5 Kaup í janúar 1844 var hið sama og í desember 1943. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Hu^arfln^ Framh. Við nálgumst hægt, — erum varfærnir. Okkur furðar á, að fólk virðist vera á fleygiferð inn í húsið, enda þótt það hreyfi ekki fæturnar. En á meðan við erum niðursokknir í þessar at- huganir okkar, höfum við hætt að færa fæturna og líðum þó áfram inn, með nokkrum hraða. Við erum fluttir áfram á gler- reim, inn í forsalinn, þar sem er ca. 35 metrar til lofts og vítt til veggja. Þetta gæti e. t. v. fremur kallast forgarður, því hér virðist vera mikill sólarhiti frá hinu geislamagnaða lofti salarins. Og hér vaxa aldintré og pálmar með rómantísku skipulagi. Við stöndum þarna, senni- lega hálf glópskir til að sjá, þeg- ar virðulegur maður vindur sér mjúkt og liðlega, en þó hisp- urslaust að okkur. Þetta var fyrsti maðurinn, sem við sáum yfirhafnarlausan og kom okkur klæðnaður hans heldur spánskt fyrir sjónir. Hann var auðsjáanlega mjög fínn, svo að fyrst héldum við að liann væri Ambassador ein- hvers stórveldis, en okkur blöskraði alveg, þegar hann kom nær og við sáum að klæði hans voru alveg gegnsæ, úr einhvers- konar silkiefni. „Hvað þóknast herrunum?“ spyr hann og lýtur höfði lítil- lega. Þjónar eru alltaf mjóg fínir. „Við erum að hugsa um að dvelja hér nokkra daga og langar til að búa hér á meðan, — ef hægt er?“ „Jú, eins og herrunum þókn- ast. Þessa leið, gerið svo vel, herrar mínir.“ — Þess skal get,- ið, að drykkjupeningar tíðkast ekki lengur. Við fylgdum þjón- inum að farartæki eða lyftu og stigum inn. Hann styður á nokkra hnappa og lyftan fer af stað um leið og hann segir: „Nú, sjá herrarnir allar auðu íbúð- irnar á hverri hæð, sem við förum fram hjá. Gjörið svo vel og veljið." Við liðum uppávið og sjáum marga fagra sali, en við höld- um áfram, upp, og við kom- umst upp í iefstu hæö. Þ. e. a

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.