Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1944, Page 7

Faxi - 01.01.1944, Page 7
F A X I 7 Amerískar og íslezkar kven- kápur tvílitar með og án liettu. Einnig einlit- ar regnkápur. Saumastoía Keilavíkur h.i. Yið höíum til sölu ágætt spaðsaltað dilkakjöt í y/y, -//2 og* y/4 tunnum Eínníg selt í lausri vigt í kjötdeildinni K R O N Keflavík úr moldu jarðarinnar virðast eiga fulltrúa á þessu skógar- þingi. Við viljum fá uppplýs- ingar um fyrirkomulag garðsins Leiðsögumaðuýinn gengur að grasbrúsk, sem viðraði sig fast Við veginn, slitur eitt strá, ber það að vörum sér og blæs. Unaðsmjúkur tónn líður um loftið og brátt koma tvær ynd- isfagrar stúlkur með litskrúðugt hár. Klæði þeirra eru eins gagn- sæ og þjónsins. Limaburður þeirra er léttur fagur og til- gerðarlaus. Þær meðal annars annast eftirlit og leiðbeina um garðinn. Þær fræða okkur um, að mikillar nákvæmni þurfi í beitingu hita, gufu og geisla- mögnuhartækja, til að vel fari á sameiningu alls þessa gróðurs á svo litlu svæði. „Annars köll- um við miðbik garðsins himna- ríki. En þar er samankominn sá gróður, sem ekki þolir stórviðri og kulda, því að þar getum við brugðið himni yfir ef þörf kref ur. Himininn er gagnsær og geislamagnaður. Þannig eru garðar flestra útbúnir, og nú framleiða allir aldin heima hjá sér, að vísu meira sér til gamans en af þörf, því eins og þið vitið, getum við gert banana eða hvað sem er af mold eða öðrum efn- um“, segja þær, um leið og þær bjóða okkur til Himnaríkis. * Við höfnina komum við að einkennilegu húsi. Það virðist vera nokkurskonar miðunarstöö. Þar býr fiskeftirlitsmaður bæj- arins. Við spurjum hann um út- gerð og sjómennsku. Útgerð þekkist ekki lengur. Það er alveg hætt að vinna eða nota fiskafurðir. Fiskirí er að- eins stundað sem sport. Sama er að segja um sjómennskuna, því að loftið er þjóðbraut og þjóða- braut. En þó kemur stundum fyrir að menn þurfi á fiski að halda og þá sérstökum fiskitegundum. Og nú eru notuö sérstök tæki til þeirra veiða. Allar frumur og sellur hafa bylgjusvið, og nú er vitað eða þekkt aðalsvið hverrar fiskteg- undar, og með því að fara inn á bylgjusvið lúðunnar t. d. sér maður á tækinu hve mikið magn af heilagfiski er innan t. d. 5 km. geisla frá tækinu. Ef það er ekki nóg magn af heilagfiski, þá er bætt við strauminn, svo að víðari gripgeisli fáist. Því næst er farið að verka á sellur fliðrunnar með óskaplega hárri tíðni tækisins, og brátt tekur hún stefnuna á tækið, sem stöð- ugt sendir út verkanir þar til flatfiskurinn liggur dauður í fjörunni. Það er aðeins eitt slíkt tæki til í hverri veiðistöð og því er stjórnað af eiðsvörnum eftirlitsmanni rikisins. Eftirlit- ið er skemmtilegt, því með tækjunum er hægt að sjá og fylgjast með lifnaðarháttum sjávai’dýranna. (Grein þessi er úrdráttur úr framsögu er Jón Tómasson flutti í Málfundafél. Faxi nú í haust).

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.