Faxi - 01.11.1945, Qupperneq 7
F A X I
7
Nætur- og helgidagalæknar.
Læknarnir í Keflavík skipta þannig með
sér vöktum:
Björn Sigurðsson 3.—10. nóv.
Karl G. Magnússon 10.—17. —
Björn Sigurðsson 17.—24. —
Karl G. Magnússon 24. nóv. — 1. des.
Björn Sigurðsson 1. — 8. des.
Karl G. Magnússon 8. —15. —
Dux
brunaði hnarrreistur og hratt inn á Kefla-
víkurhöfn kl. 5.30 mánudaginn 22. okt og
hafði þá verið aðeins 5% sólahring á leið-
inni frá Gautaborg.
Jóhann Guðjónsson útgerðarmaður í
Keflavík og synir hans hafa keypt þennan
bát frá Svíþjóð.
Dux er 75 smálestir með 150hk. Bolund-
ervél. Hann er 6 ára gamall. Báturinn er
allur hinn vandaðist, en þar sem hann er
byggður eftir nokkuð öðrum reglum, en hér
tíðkast, hafa verið gerðar á honum smá
breytingar, og kann að verða breytt meira
ef ríkisskoðun krefst þess.
Auk þess sem báturinn virðist vera hinn
traustasti er hann sérstaklega fellegur á sjó.
J. T.
Dánarfregn:
þann 24. okt. s. 1. lézt að heimili sínu Hafn-
argötu 48 í Keflavík, frú Elín Jónsdóttir kona
Guðmundar Guðmundssonar skólastjóra. Var
hún jarðsungin 2. nóv. að viðstöddu fjöl-
menni.
Bruni í Hlíð.
Eldur kom upp í húsinu Hlíð í Ytri-Njarð-
vík 16. okt. Slökkviliðið frá Keflavík og setu-
liðinu komu fljótlega á vettvang, en þá hafði
að mestu tekizt að ráða niðurlögum elds-
ins. Ekki urðu verulegar skemmdir af eld-
inum, en vatn mun hafa valdið nokkrum
skemmdum. Rafarmagn kvað hafa valdið
íkveikjunni.
J.
Kcri sökkt.
Það virðist varla tekið eftir því lengur þó
að keri sé sökkt framan við hafnargarðinn.
Ég man eftir því, að þegar hafin var leng-
ing hafnargarðsins og þegar lítill bátur dró
stórt ker frá Básnum suður fyrir Vatnsnes-
ið þá heyrði ég krakka kalla „það á að fara
að sökkva kerinu.“ Margir, ungir og gamlir
flykktust niður að höfn. Kerinu var að vísu
ekki sökkt strax, en það kom framan við
garðinn og síðan hafa nokkur ker bæst við,
en varla nógu hratt eða nógu mörg. Síðasta
kerinu var sökkt 14. október.
J. T.
Skákmót Suðurncsja.
Skákfélag Keflavíkur er að undirbúa skák
mót, sem öll skákfélög Skagans ættu að taka
þátt í. Teflt verður um titilinn Skákkonungur
Suðurnesja og munu auk þess fylgja verð-
laun.
Ekki er lokið við að semja reglugerð fyrir
þessu móti, en sérstök reglugerð er talin
nauðsynleg, þar sem ætlast er til að þetta
mót fari fram árlega. Gert er ráð fyrir
að það verði seint í nóvember eða fyrst í
desember.
Æskilegt væri að þátttöku tilkynningar
bærust undirrituðum það fyrsta og gefur
hann allar nánari upplýsingar. Slíkt mót
ættu að geta aukið kynningu og eflt skák-
styrk Suðurnesjamanna.
F. h. Skákfélags Keflavíkur,
Jón Tómasson.
Vclskóflan.
Dagana kringum miðjan október stað-
næmdust margir vegfarendur er þeir komu
á mótsvið Bíóhöllina, sem er í smíðum. Á-
stæðan var sú, að nýtt verkfæri var þar að
verki, en það var vélskófla. Tæki þetta er
tiltölulega nýtt hér á landi og í fyrsta sinni
að verki hér í þorpinu. Setuliðið hefur hins
vegar notað vélskóflu mikið m. a. hér í
nágrenninu.
Það er gaman að sjá skófluna vinna. Hún
er að vísu, nokkuð hávær en afköst henn-
ar eru svo mikil að gengur næst göldrum,
og ekki munu mjög mörg ár síðan, að menn
fóru fyrst að dreyma um slíkt tæki.
Á skömmum tíma vinnur hún verk er
tæki marga menn langan tíma að leysa af
höndum. Fyrir henni stendst ekkert nema
klöpp eða stórir klettar.
Því miður er skóflan nú farin. Svona verk-
færi ætti að vera til hér í hreppnum. Það
gæti losað margann við sigg úr lófa og verk
úr baki. Auk þess flýtir hún mjög fyrir
framkvæmdum og er sennilega mikið hag-
kvæmnari frá fjárhagslegu sjónarmiði og
nauðsynlegri vegna skorts á vinnuafli.
J. T.
Hraðskákmótinu lokið. — Skákmótið byrjað.
Lokið er haust-hraðskákmóti Skákfélags
Keflavíkur. Leikar fóru þannig að í I. fl.
vann Jón Tómasson með 3 vinningum, tap-
aði einni skák.
I II. fl. a. vann Gunnar Sigurjónsson með
4 vinningum, tapaði engri skák. í II. fl. b.
vann Gestur Auðunsson með 7% vinning,
tapaði (eitt jafntefli).
Sunnudaginn 4. þ. m.: hófst aðal skák-
mót félagsins og stendur það nú yfir.
Fimmtugsafmæli.
Frú Severína Högnadóttir, Vallargötu 22 á
fimmtugsafmæli 11. þ. m.
Sjúkrahúsið.
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur nú stað-
fest samning þann, er hreppsnefndir Kefla-
F AXI
Blaðstjórn skipa:
Hallgr. Th. Bjömsson,
Jón Tómasson,
Ragnar Guðleifsson.
Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og
annast ritstjóm þess.
Af greiðslumaður:
Ragnar Guðleifsson.
Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00.
Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja-
vík, og verzlun Valdimars Long,
Hafnarfirði.
Alþýðuprentsmiðjan bi.
Kaup vcrkamanna í Keflavík og Njarð-
vikum frá 1.—30. nóv. 1945.
(Vísitalan 285).
Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 2,40.)
Dagvinna .................. kr. 6.84
Eftirvinna .................. — 10.26
Nætur- og helgidagavinna .. — 13.68
Skipavinna. Utskipun á nýjum fiski.
(Grunnkaup kr. 2,65.)
Dagvinna ................... kr. 7.55
Eftirvinna .................. — 11.33
ætur- og helgidagavinna .. — 15.11
Skipavinna o. fl. Upp- og útskipun á
kolum, salti og sementi. Kolavinna og
sementsinna, hleðsla þess í pakkhúsi
og samfelld vinna við afhendingu
þess. (Grunnkaup kr. 2,80.)
agvinna ................. kr. 7.98
Eftirvinna ................ ... 11.97
ætur- og helgidagavinna .. — 15.96
Trygging á síldveiðum
Grunntr. á mán.
Til háseta .... 400,00 í nóv. kr. 1140.00
il 1. vélstjóra 550,00 — — 1567,50
Til 2. vélstjóra 450,00 — — 1282,00
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur.
víkur, Njarðvíkur og Hafna gerðu með sér
og undirrituðu 9. ágúst s. 1., um byggingu
og rekstur sjúkrahússins í Keflavík. Virðist
nú liggja næst fyrir að leita eftir láni til
byggingarinnar og hefja síðan framkvæmdir
að nýju.
Er þess nú að vænta, að þeir hreppar, sem
hér eiga hlut að máh og enn þá hafa ekkert
lagt af mörkum til sjúkrahússbyggingarinn-
ar, taki nú höndum saman við áðurnefnda
hreppa um að hrinda þessu heilbrigðis- og
menningarmáli Suðurnesja í framkvæmd.