Faxi - 01.06.1948, Blaðsíða 8
8
F A X I
Bréfið bílstjórans: „Þú ert að Skammast okk-
ur firer sprúttsölu. bjeaður Róna-
kutturin og keiftir oft af okkur. og stundum
fékstu lanað íþí. En nú erum við hættir að
selja við hofum aldrei selt það. Þú ættir að
skama Vighefilin sem jeg mæti um dagin á
fúllspítt Innetter tel Reykjavikur eftir öll
þvottabretin án þess að hefla já skamaðu
hann ef þú vilt skamast. þú ætter að skamast
þín“
(bálreiður-) Bílstjóri.
Andsvar vort: Tja, satt var orðið, gott áttuð
þið lengi vel ölið, ökukallar, og hafið
sælir svalað mér og mínum. (Nei, hafið
skarpa skömm fyrir, mun hann Margeir
segja). En það var veghefillinn, sá herjans
þrjótur.
I tilefni af ofanrituðu bréfi, brugðum vér
oss inn á mubluverkstæðið Margtsmíðar-
magnús, báðum lofa oss líta á hefla, hverrar
náttúru þeir væru og þvíumlíkt.
O, öll tólin þar inni: langheflar og stutt-
heflar, stingsagir og stórviðarsagir, hálftomma
og helvítalöngtomma, vinkilhorn og skóhorn,
smergelskífur og úrskífur, naglbítar og stein-
bítar, klaufhamrar og hinseginhamrar, kross-
viður og vínviður ogogog — jamm. Hefil er
sumsé þeirrar nátturu, að hann heflar bara
aðra leiðina. Svo er hann dreginn til baka
og heflar ekkert í þeirri leiðinni.
Sam sagt, bílstjóri 'góður: Veghefillinn, sem
þú mættir, var að draga sig til baka inn á
Hvaleyrarholt til þess að geta heflað veginn
þaðan og hingað.
Brunabíll vor hélt innöku sína í plássið á
dögunum. Lét dæluna ganga við ís-
hústjörn, hver tæmdist á svipstundu, en
Seltjörn tók að flæða yfir bakka sína og
ógna Grindvíkingum. Þá þrýsti slökkviliðs-
'stjóri vor á framaníhnapp bílsins og íshúss-
tjörnin fékk vatn sitt aftur.
Svo var mikill sogdælunnar kraftur.
Mun nú í ráði, að selja gömlu aftaníkerr-
urnar þangað, sem aldrei kviknar í.
Sparisjóður Guðmundur (og vor, þegar vér
eigum þar inni) neitaði nýlega að
greiða Landsbankavaldinu 3 tékka, liverjir
ekki voru frá Tékkóslóvakíu komnir eins og
Jón og Skarpi, heldur rammfalskir eður rang-
lega uppáteiknaðir.
Lá við borð, að Sjóðurinn og Valdið færu
í hár saman, en þá skarst laganna makt í
leikinn og handlangaði tékka-teiknarann uppá
númer 9 við Skólavörðustíg, — beint á móti
viðskiptanefnd.
Hafði Sjóður vor þar með fullan sigur og
sæmd — og mun fáa fýsa að fara með fals
og dár við Sjóðinn eða plögg hans í fram-
tíðinni.
Lúkum vér svo lestrinum að sinni.
Skriffinnur.
Sr. Friðrik Friðriksson
óttræður
Hinn 15. maí s. 1. átti sr. Friðrik Frið-
riksson áttræðisafmæli, — hinn þjóðkunni
æskulýðsleiðtogi og barnavinur. Var þessa
merka afmælis sr. Friðriks þá ítarlega
getið í blöðum og útvarpi, enda er hann
dáður og elskaður af þúsundum manna
víðsvegar um Island og víðar, því langvist-
um hefir hann oft dvalið erlendis, t. d.
var hann í Danmörku mestan hluta síð-
ustu styrjaldar og er því nýlega kominn
heim. Það er ekki tilgangur minn með
þessum línum að skrifa langa afmælis-
grein um sr. Friðrik. Það er óþarft. Þjóðin
þekkir hann og metur hans ágæta starf í
þágu ísl. æsku. Hitt finnst mér rétt og
skylt, að Faxi birti mynd hans og geti þess-
ara merku tímamóta, þar sem sr. Friðrik
hefir verið þjónandi prestur hér um skeið,
en það var, eins og menn muna, veturinn
1936, og þá í forföllum sóknarprestsins,
sr. Eiríks Brynjólfssonar, sem þann vetur
lá í sárum sínum eftir hinn hörmulega
bruna i Keflavík.
A námsárum mínum var ég svo láns-
samur að kynnast nokkuð séra Friðrik og
mannkostum hans, og jukust þau kynni
okkar veturinn sem hann dvaldi hér.
Veit ég, að margir hér í préstakallinu,
sem kynntust honum, minnast hans nú
með hlýhug og virðingu. Enda ég svo
SR. FRIÐRIK ÁTTRÆÐUR
Löng er cejileið að bakj,
lyft var mörgu Grettistakj
við að manna og mennta þjóð.
Veginn guðs að varða, ryðja
var þín kjóllun, þrá og iðja,
og /{veða óms/{cer unaðsljóð.
Æsþa vorrar ungu þjóðar
átti með þér stunc/ir góðar,
sat við andans arinn þinn.
Nam þar beint af náttúrunni
nafnið Hans, — og meta \unni
Lávarð heimsins, herra sinn.
Þeim sé heill er þannig vinnur,
þeim, er guðdómsneistann finnur,
og rceþtar hjartans beztu blóm
Sr. Friðrik Friðriksson.
þessar fáu línur með þeirri einlægu ósk,
að hin bjarta lífstrú hans, þróttmikil og
barnsleg, eins og hann gaf hana þúsund-
um æskumanna, megi á ókomnum árum
verða landi og þjóð til blessunar.
Vissan um það væri honum dýrmæt af-
mælisgjöf.
H. Th. B.
Slíkt er merkjsmanna starfi,
að miðla þrátt af sínutn arfi
itin í hinna auðn og tóm.
ísland lautiar liðnu árin,
lofar hvítu silfurhárin,
þakkar drýgðar dáðir þér.
Blessar nafn þitt ct.skan unga.
0/{kar dýra feðra tunga
Ijóð þín ómþýð eignar sér.
Þjóðin öll, já, landið /ikfi
lojar /{œr/eikssiarítð rí/{a
reist á tápi, trú og von.
Áttrceðan, með andans snilli,
ceskumann i söng ég hylli
séra Friðrik Friðriksson.
H. Th. B.