Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1949, Blaðsíða 2

Faxi - 01.12.1949, Blaðsíða 2
2 F A X 1 20 ára afmælisfagnaður U.M. F. K. Laugardaginn 10. des. voru mikil há- tíðahöld hjá Ungmennafélagi Keflavíkur í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá stofnun félagsins á þessu hausti. Félagið var stofnað 29. september 1929. Fyrirhug- að hafði verið að þessa merka afmælis yrði minnst sem næst afmælisdeginum, en sök- um mjög mikillar breytingar og viðbygg- ingar við hús félagsins á síðari hluta þessa árs, drógust afmælis-hátíðahöldin nokkuð. Núverandi formaður félagsins, Hólm- geir Guðmundsson, setti afmælisfagnað- inn og bauð gesti velkomna. Veislustjór- inn, Helgi S. Jónsson, tók síðan við stjórn dagskrárinnar, sem var mjög fjölþætt og skemmtileg. Það voru sýndir þættir úr „Æfintýri á gönguför“, „Skuggasveini" og svo leikþátturinn „Hjónabands drama“. Þá voru flutt ljóð til félagsins, sungið og dansað. Formaður afmælisnefndar, Helgi S. Jónsson, flutti þætti úr starfssögu U. M. F. K. Þar er af mörgu að taka, því að starf félagsins hefur jafnan verið mikið og margþætt. Félagið eignaðist snemma sam- komuhús, gamla Skjöld, sem brann fyrir nokkrum árum. Þá réðst félagið í ný húsakaup. Keypti gamalt íbúðar- og verzlunarhús, sem það gerði að samkomu- húsi og nú, eins og að framan segir, stækk- að og breytt og gert að einu veglegasta Forseti í. S. í., Ben. G. Waage, afhendir þeim Hólmgeiri og Þorvarði verðlaunagripina. samkomuhúsi landsins. Sundlaug U. M. F. K., sem það nú hefur afhent Kefla- víkurbæ til reksturs, hefur stuðlað að því að nú eru flest allir Keflvíkingar syndir — sumum þeirra meira að segja tekist að bjarga mannslífum með sundíþrótt sinni. U. M. F. K. hefur um langt skeið haft forustuna í skemmtanalífi Keflavíkur. Leikstarfsemi þess hefur verið mikil en auk þess hefur það séð fyrir skemmtisam- komum með fjölbreyttum skemmtiatrið- um.- Fræðslustarf þess hefur einkum farið fram með námsskeiðum og i fyrirlestrum. Iþróttastarf þess hefur verið mikið, eink- um nú síðustu árin. Þeir hafa háð margar keppnir bæði heima og að heiman — bæði sigrað og tapað, en ávallt verið byggðar- lagi sínu til sóma. Við vaxandi áhuga og þátttöku í íþróttum hefur komið í ljós að hér eru margir efnilegir íþróttamenn sem sumir hverjir hafa getið sér gott orð á helztu leikvöngum landsins. Allir fyrrverandi formenn félagsins, að Bjarna Friðrikssyni undanskildum, en hann var á sjó, fluttu stutt ávörp, en þeir eru þessir: Björn Bjarnason, málarameist- ari, Bergsteinn Sigurðsson, húsasmíða- meistari, Sverrir Júlíusson, forstjóri, Mar- geir Jónsson, útgerðarmaður, og Alexand- er Magnússon, útgerðarmaður. Ennfremur fluttu ávörp forseti I. S. I., Ben. G. Waage, Ragnar Guðleifsson, bæjarstjóri, Alfred Gíslason, bæjarfógeti og séra Eiríkur Brynjólfsson frá Utskál- um. Hljómlist og fjöldasöngur var milli atriða og að lokum flutti séra Eiríkur Brynjólfsson minni Islands og þjóðsöng- urinn sunginn að endingu. I tilefni afmælisins, voru 4 af gömlu forystumönnunum gerðir að heiðursfélög- um. Það voru þeir Sverrir Júlíusson, Helgi S. Jónsson, Margeir Jónsson og Olafur Þorsteinsson. Þá afhenti og Ben. G. Waage, forseti I. S. I., Hólmgeir Guðmundssyni bikar fyrir'bezta afrek á Suðurnesjum í fimmtar- þraut og Þorvarði Arinbjarnarsyni bikar fyrir bezta Suðurneskja afrek ársins, en það var kúluvarp hans, 12,75 m. Fyrsti formaður félagsins, Björn Bjarna- son, færði félaginu að gjöf fagurlega út- skorinn fundarstjórahamar. Loks afhenti Sverrir Júlíusson fyrir hönd fyrrverandi formanna félagsins, peninga- gjöf að upphæð kr. 5000,00, sem verða skyldi stofnfé að menningarsjóði Kefla- víkur. Þá hófst dansinn, en fyrir honum lék ný hljómsveit, sem Baldur Júlíusson stjórnar. Afmælisfagnaðurinn fór í alla staði prýðilega fram og skemmtu menn sér hið bezta. Allur var afmælisfagnaðurinn hinn skemmtilegasti og hlýhugur og árnaðar óskir Keflvíkinga munu fylgja U. M. F. K. í hverju því spori, sem það gengur fram á leið til þroska og áframhaldandi atorku í þágu ýmissa framfaramála þessa héraðs. Þættir úr ræðu Helga S., formanns af- mælisnefndar koma hér á eftir. J- T. „Þann 29. september 1929, voru saman- komin í gamla Skyldi 28 ungmenni sem nú eru öll rúmlega 20 árum eldri, og lifa öll þennan dag. — Þetta unga fólk var þarna samankomið til að stofna með sér félag, sem í framtíðinni átti að vinna að því að fegra bæði mál og menningu þjóð- arinnar í anda hinnar miklu vakningar, sem þá fór um landið eftir vegum Ung- mennafélaganna. — Þessi 28 ungmenni stofnuðu með sér félag, sem æ síðan hefur borið nafn Keflavíkur með sóma. A þess- Þeir af formönnum U. M. F. K. sem hófið sátu. Talið frá vinstri: Björn Bjarnason, fyrsti formaður; Bergsteinn Sigurðsson; Sverrir Júlíusson; Margeir Jónsson; Hólmgeir Guð- mundsson, núverandi formaður.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.