Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1949, Qupperneq 7

Faxi - 01.12.1949, Qupperneq 7
F A X I 7 all draumur þeirra manna, sem mest hafa unnið að þessum málum, svo sem sund- laugarnefndar. Síðari hluta sumars var hafinn undirbúningur að því að byggja yfir sundlaugina eftir teikningu, er húsa- meistari ríkisins hefir gert, í samráði við íþróttafulltrúa ríkisins og sundlaugar- uefnd. Að vísu má búast við, að bygging- in verði ekki eins fullkomin og til var ætl- ast í upphafi, þ. e. a. s. þakið sjálft, og valda þar um fjárhagsörðugleikar og gjald- eyrisskortur. Mörgum finnst nú ef til vill, að þessu fé væri betur varið til annara þarf- ari framkvæmda, en þar er ég á annari skoðun. Eg tel þetta hinar þýðingarmestu framkvæmdir til eflingar heilsuvernd og menningu. — Hefir nokkuð fleira verið gert á ár- inu til eflingar íþróttunum? — I samráði og í samvinnu við íþrótta- nefnd U. M. F. K. hefir knattspyrnuvöll- ur verið ruddur á hinu fyrirhugaða íþrótta- svæði ofan Hringbrautar. Hugsanlegt er, að hægt verði að nota þann völl til æf- inga nú á næsta sumri, með lítilli lagfær- ingu. — Hafið þið keypt grjótmulningsvél? — Nei, ekki er nú svo vel, heldur höf- um við hana að láni frá Akranesbæ. Það er löngu vitað, að það steypuefni, er við hingað til höfum notað til húsabygginga og til annara framkvæmda, hefir ekki ver- ið í þeim stærðarhlutföllum sem það þarf að vera, þ. e. a. s., það hefir vantað í það möl og mulning. Þetta hefir haft þær af- leiðingar, að mikið meira hefir verið not- að af sementi, en annars hefði þurft, ef hlutföll steypuefnisins hefðu verið rétt. Þegar bygging barnaskólans var hafin, var talið rétt að fá grjótmulningsvél, ef þess væri kostur, og var þá upphaflega ætlunin að kaupa vél, en er það tókst ekki, var vélin tekin á leigu. Mulningur frá vél þess- ari var notaður í efri hæð barnaskólans og flestir, sem síðan hafa byggt, hafa notað mulning þaðan. Vegna þess hve leigan er há og undir- búningur allur kostnaðarsamur, en starfs- tíminn hins vegar stuttur, þá má búast við, að þessi tilraun hafi í för með sér auka kostnað fyrir bæinn, en óbeini hagnaður- inn, að reynsla er nú fengin fyrir. því, að það er sparnaður á sementi og eykur styrk- leika steypunnar, að nota mulninginn. — Eru nokkrar fleiri framkvæmdir á vegum bæjarins nú? — A s. 1. ári keypti Keflavíkurhreppur Pípugerð Keflavíkur af Sveinbirni Gísla- syni múrarameistara, og hefir starfrækt hana síðan. Gengur starfsemi þessi vel og hafa öll þau steypurör, sem notuð hafa verið til holræsagerðar bæjarins verið steypt þar. Pípugerðin hefir ennfremur fullnægt öðrum byggingarframkvæmdum Keflavíkur. — Um leið og ég minnist á Pípugerðina og grjótmulningsvélina vil ég geta þess, að á þessu sumri höfum við séð um ámokstur á öllu steypuefni, sem notað hefir verið í bænum og að nokkru í Njarð- víkum. — Hvað er að frétta af togaraútgerð- inni ? — Það hefir gengið ágætlega að fiska, togarinn hefir farið 11 veiðiferðir á árinu, hefir hann selt afla sinn á erlendum mark- aði, þar af 6 söluferðir í Bretlandi og 5 í Þýzkalandi. Eins og þér er kunnugt hafa sölur í Bretlandi nú í sumar og haust ver- ið mjög lágar, hefir þvi rekstur togarans á þessu timabili og þó sérstaklega nú síð- ustu söluferðir, verið mjög óhagstæður, þó er afla- og sölu útkoma hans betri en margra annarra togara. — Eru veiðarfæri togarans útbúin hér? —- Já, þegar togarinn var keyptur, var mjög erfitt að fá net og var þá ráðist í að setja hér upp netastofu, sem hefir hnýtt botnvörpunet togarans og gengið frá þeim að öllu leyti. —f- Er þetta hagkvæmara en kaupa þau annars staðar frá? — Á s. 1. ári var það ekki fjárhagslega ■hagkvæmara, en eins og ég sagði áðan, var ekki annars völ. En á þessu ári geri ég ráð fyrir, að netin verði ekki dýrari en hægt er að fá þau annars staðar og þá er annar hagnaður alltaf ómetanlegur að hafa netavinnustofuna hér heima. — Við vorum áðan að ræða um fram- kvæmdir bæjarins, og ég sé að þær hafa verið allmiklar á þessu ári. Sjálfsagt hafa þær kostað mikið fé og væri mjög fróðlegt að heyra, hvaðan bæjarfélagið fær fé til greiðslu, því varla hrökkva útsvörin þar til. — Það er rétt hjá þér, þó framkvæmd- irnar séu eigi eins miklar og þær þyrftu að vera, þá kosta þær mikið fé. Á s. 1. sumri höfum við greitt vikulega kr. 10— 20 þús. til verkamanna og annara starfs- manna, er vinna í tímavinnu. Til þess að standast þessar greiðslur, hefir á þessu ári ekki verið annað fé fyrir hendi en útsvörin, því ekkert fé hefir fengist að láni, nema 50 þús. krónur, er fengust til vátnsveitu síðari hluta sumars og svo styrkur ríkisins til barnaskólabyggingarinnar, kr. 100 þús. Eins og allir sjá, eru slíkar framkvæmdir, sem hér hefir verið skýrt frá, erfiðar, án þess að fá fé að láni, a. m. k. til bráða- byrgða. — Er þá útilokað að fá fé að láni? — Já, svo hefir það reynst á þessu ári, og sem dæmi vil ég segja þetta. Við höfum hér Sparisjóð og er hann sagður vel stæð- ur, en samt var það útilokað á s. 1. vori, að fá lánaðar kr. 50 þúsund til bráða- byrgða, gegn tryggingu í skriflegu loforði frá Brunabótafélagi Islands um lán síðast á þessu ári. Lán þetta fengum við í Út- vegsbanka Islands og er það nú að fullu greitt með fénu frá Brunabótafélaginu samkv. ofanskráðu. Þegar lánsstofnun inn- an héraðsins skortir skilning eða vilja til þess að hjálpa bæjarfélaginu við að koma í framkvæmd þeim málum, er segja má, að séu þær frumstæðustu þarfir hvers bæj- arfélags, en hér á ég við vatnsveituna, þá er engin von til, að lánsstofnun utan hér- aðs skilji nauðsynina og bæti úr henni, þó svo hafi nú orðið að þessu sinni. Af þessum sökum hefir að mestu orðið að treysta á þegnskap borgaranna, að þeir greiddu útsvör sín, en því miður er hér mikill misbrestur á. Að vísu eru hér mjög margar heiðarlegar undantekningar. Mjög margir gjaldendur greiða útsvör sín á rétt- um gjalddögum, af rriörgum eru greiðsl- urnar teknar af kaupi þeirra hjá atvinnu- rekendum, en svo eru aftur nokkuð marg- ir, sem eigi greiða á réttum gjaldddögum og eigi virðast hafa skilning á hverja þýð- ingu þetta hefir fyrir bæjarfélagið. Auk þess, sem þetta veldur erfiðleikum fyrir bæjarsjóð, um það að standa í skilum, þá verkar það einnig til hins verra á þá gjald- endur, sem alltaf vilja greiða gjöld sín skil- víslega. Sumir munu nú segja, að ráð sé til þess að fá þessa gjaldendur til að standa í skilum og ráðið sé lögtök. Jú, rétt er það, að lagaheimild er fyrir því, að innheimta útsvör með lögtökum, séu þau ekki greidd á réttum gjalddögum. En mér er um að kenna, að sú leið hefir eigi verið farin, nema þegar allt annað hefir um þrotið, heldur hefir sá háttur verið upp tekinn, að í stað þess að hegna gjaldendum með lög- tökum fyrir vanskil, þá eru nú þeir, er standa í skilum verðlaunaðir. — Já, vel á minnst, hvernig hefir þessi innheimtuaðferð gefist? — Ég tel, að ennþá sé eigi fengin full reynsla. Á s. 1. ári, þegar fyrst var sam- þykkt að veita ívilnun þeim er greiddu út- svar sitt fyrir áramót, voru margir, er

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.