Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1949, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1949, Blaðsíða 17
F A X I 17 Ánægjulegt afmæli Fyrir nokkru héldu þau sameiginlega upp á afmæli sín Friðrik Finnbogason sem varð 70, ára 23. nóv. síðastliðinn og kona hans Þórunn M. Þorbergsdóttir, en hún varð 65 ára 16. september í haust. Við það tilefni var meðfylgjandi mynd tekin. Þau hjónin eru fremst á myndinni milli tvíburanna Sverris og Einars, sem eru sonarsynir þeirra. Fyrir aftan þau eru börn þeirra, barnabörn og tengdabörn. Þau voru einnig heimsótt af mörgum öðrum vinum og vandamönnum á þessum merku tíma- mótum. Alls hafa þau eignast 17 börn. Þau misstu 3 þeirra ung og einn sonur þeirra drukknaði á Péturseynni fyrir nokkrum árum. !Hin 13 lifa og eru allt fulltíða fólk, sem býr víðsvegar um landið en þó flest hér í Keflavík. Barnabörn gömlu hjón- anna eru nú 55 að tölu og loks 3 barna- barnabörn. Það getur vart nokkuð verið ánægju- legra öldnum foreldrum en að sjá slíkan hóp gjörfulegs æskufólks koma í kjölfar sitt. Að vísu gátu ekki allir af þeim allra nánustu komið til að gleðjast með gömlu hjónunum að þessu sinni, en það var glað- legur hópur sem var samankominn á Tún- götu 17 þennan dag. Það var eins og minn- ingin um margar erfiðar stundir yljaði og setti sigurglampa á brá ungra og gamalla. Mestan hluta æfinnar bjuggu þau hjón- in að Látrum í Aðalvík. Þar stundaði Friðrik sjó. Baráttan hefur án efa stund- umj verið hörð við krappar öldur Straum- nesrastarinnar og krappt hefur sjálfsagt stundum verið í landi að sjá þessum stóra barnahóp farborða. Það er liðinn tími —. Nú hafa þau 'búið í Keflavík í nokkur ár og tekið þátt í breytingu og bættum lífskjörum barna sinna og barnabarna. Friðrik vinnur enn fullan vinnudag og vonandi hefur hann heilsu til þess í mörg ár ennþá ,því varla mun vinnusömu hönd- unum hans falla vel að spenna greipar um kné. Iðnaðarmannafélag Keflavíkur fimmtén óra Keflvíkingur er nýlega kominn úr söluferð frá Englandi. Hann seldi fyrir 5639 £. Isfisksala hefur verið slæm í Englandi að undanförnu en fer nú heldur batnandi. Skilaboð, Faxi hefir verið beðinn að koma þeirri sanngjörnu ósk á framfæri við kaupendur dagblaðanna hér í Keflavík, að þeir greiði blöðin skilvíslega. Yfirleitt eru það börn, sem annast útburð og innheimtu blaðanna og gera það oft ásamt ýmsum öðrum störfum og snún- ingum, sem á þau er hlaðið, auk skólans, sem tekur upp tíma þeirra bæði heima og að heiman. Hafa börnin því oft ærnum störfum að sinna, þótt fullorðna fólkinu finnist stund- um annað, enda er sjaldan talinn eftir þeim snúningurinn, þegar þau eru að innheimta fyrir blöðin, og er þá jafnan viðkvæðið: „Komdu á morgun", eða „Komdu seinna", og svo er sagan endurtekin, þegar þessir litlu innheimtumenn koma í annað sinn. Það er næstum því grátlegt að sjá, hversu ósann- gjarnt fólk stundum er, að geta þannig brugð- ist trúnaði þessara litlu smælingja, enda er ég viss um, að slíkt kemur oftar af hugsunar- leysi en ótugtarskap. Höfum jafnan í huga, að börnin eiga fullan rétt á að fá blaðskuld- Þann 26. nóvember síðastliðinn minntist Iðnaðarmannafélag Keflavíkur 15 ára af- mælis síns með hófi í Samkomuhúsi Njarð- víkur. Var þar saman komið hátt á ann- að hundrað manns, þ. á. m. stjórn Lands- sambands Iðnaðarmanna. Félagið var stofnað 4. nóvember 1934 irnar greiddar, séu þær réttar, og það alveg eins þótt þau séu ekki mikil að vallarsýn, — þess mega þau ekki gjalda. Blaðainnheimtan er skyldustarf, sem þau hafa færst í fang og ætti fullorðnum að vera ljúft að hjálpa þeim til þess að þeim takist þetta, og þá oft og tíð- um á þann hátt, hjálpa þeim til að eignast trúna á sjálf sig og á lífið og mennina. Mun- um þetta og tökum vel á móti litlu innheimtu- mönnunum. H. Th. B. og voru stofnendur 23, en nú eru félag- ar 37. Félagið hefur mest unnið að ýmsum hagsmunamálum iðnaðarmanna svo sem kaupgjaldsmálum, en auk þess hefir það haldið uppi iðnskóla um nokkurra ára skeið. Skólastjóri er Hermann Eiríksson. Stjórn félagsins skipa nú: Egill Þor- finnsson formaður, Bergsteinn Sigurðsson ritari og Oddbergur Eiríksson gjaldkeri. Félagið hefir frá því fyrsta verið í Lands- sambandi Iðnaðarmanna. Félagið hefir nú gengist fyrir stofnun fyrsta iðnráðsins í Keflavík. Var það stofn- að nú á þessu hausti. Formaður þess er Guðjón Hjörleifsson. G. M.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.