Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1949, Page 13

Faxi - 01.12.1949, Page 13
F A X I 13 Nætur- og helgiclagavaktir læknanna i Ketla- vík: 10. —17. des. Karl G. Magnússon. 17. —24. des. Pétur Thoroddsen. 24.—31. des. Björn Sigurðsson. 31. des.' til 7. jan. Karl G. Magnússon. 7.—14. jan. Pétur Thoroddsen. 14.—21. jan. Björn Sigurðsson. 21. —28. jan. Karl G. Magnússon. 28. jan. til 4. febr. Pétur Thoroddsen. 4.—11. febr. Björn Sigurðsson. 11. —18. febr. Karl G. Magnússon. 18. —25. febr. Pétur Thoroddsen. Þess ber að geta er réttar reynist. I síðasta blaði Faxa birtist mynd af skrúð- garði Þorsteins Þorvarðarsonar, og garðurinn talinn vera sá elsti hér í Keflavík. En eftir upplýsingum, sem Flæðarmálinu hafa borist síðan, mun garður Framnessystranna vera tveimur árum eldri og biður Faxi velvirðing- ar og afsökunar á þessum mistökum, sem leiðréttast hér með. Dýpkunarskipið Grettir hefur verið í Grindavík í haust og unnið að dýpkun Hópsins og skurðsins, sem graf- inn var fyrir nokkrum árum i gegnum Rifið, en það aðskilur ládauða bátaleguna í Hópinu frá úfnu úthafinu og brimasamri Járngerðar- staðarvíkinni. Grettir kom til Grindavíkur 22. október í haust en fór þaðan 9. desem- ber. Veðurfar var mjög hagstætt svo að hægt var að vinna flesta daga og má það undra- vert kallast þegar tekið er tillit til þeirrar árs- tíðar sem nú er og þess að allan uppgröft, sem var talinn vera 20000 teningsmetrar, varð að flytja á prömmum út í gegnum gamalfrægt brimasund Járngerðarstaðarvíkur. M.b. Ægir frá Grindavík, aðstoðaði við flutning prammanna, en for- maður hans er Gunnar Gíslason frá Vík og hafði hann einn mann með sér. Auk þeirra unnu 4 heimamenn við verkið en föst skips- höfn Grettis eru 14 menn. Ca. 000 teningsmctrar munu daglega hafa verið grafnir upp úr Hópinu og ósnum og fluttir burtu, en áætlað er að Grettir geti grafið mun meira við beztu skilyrði ef allt er í lagi. Aætlað er að verkið hafi kostað nær 400,000 kr. Þar af fer stór hluti til Grettis og áhafnar hans, sem tekur kr. 9,500,00 á dag, miðað við 10 tíma vinnu. Það sem unnið var, er fyrst og fremst að víkka og dýpka legu- svæði bátanna og athafnasvæði þeirra við bryggjur, en þar er nú 10—11 feta dýpi um stórstraums fjörur. Grafið var meðfram hafn- argarðinum að innan og ef sett yrðu tré ból- verk innan á hafnargarðinn mætti landa þar úr mörgum bátum í einu þó að fjara væri. Einnig var ósinn sjálfur dýpkaður og breikk- aður, en framarlega í honum er þröskuldur, klöpp sem erfitt er við að eiga og sennilega verður að sprengja. Þetta hamlar nokkuð ferðum um ósinn þegar lágsjávað er og verður væntanlega rutt úr vegi fyrr en lýkur. Sig- urður Þorleifsson, stöðvarstjóri, sá um verkið fyrir hönd hafnarinnar. Mikill landburður af síld var í Grindavík nú í haust. Bátar viðsvegar að lönduðu þar og var síldin ýmist unnin þar eða send til vinslu til nærliggjandi vinnslustöðva. Það var mikill olíu og þó einkum tímasparnaður að geta lagt aflann á land í Grindavík. Það sparaðist dýrmætur tími sem gaf bátunum aukna aflamöguleika. Mikil vinna hefur verið hér á Suðurnesjum í sambandi við síldarsöltun á þessu hausti. Fjöldamargir karlar og konur, sem sennilega hefðu litla vinnu haft, unnu sér inn svo þúsundum skipti í þessari óvæntu haustatvinnu. Nokkuð bar á því að aðkomufólk kæmi, jafnvel langar leiðir að, til að leita sér atvinnu við síldar- vinnsluna. Mörg hús hafa verið múrhúðuð í sumar og haust. Vafalaust verða húsin miklu betri til íbúðar eftir slíka aðgerð og mun eigulegri. Auk þess verða þau miklu útlitsfallegri og gjörbreyta svip bæjarins. Korsikku inflúcnsan. Sundlaugarnefndin vill vekja athygli fólks á, að samkvæmt upplýsingum frá sýkla rann- sóknarstofu Sameinuðu þjóðanna, mun inflú- ensufaraldur sá, sem geysaði hér í vor hafa átt rót sína að rekja til Korsikku en ekki til Sundlaugar Keflavíkur, eins og kvisast hafði. Slökkvilið Keflavíkur var kallað inn í Ytri Njarðvík 10. des. síð- astliðinn, til að slökkva eld í m.b. Braga. Bát- urinn stóð upp í dráttarbraut þar sem verið var að búa hann út undir vetrarvertíð. Verið var að mála lúkar og höfðu menn kveikt upp í „kabyssunni". Þegar komið var til starfa eftir matmálstíma stóð lúkarinn í björtu báli. Brunaboð var sent út og slökkvistarfið hafið. Handslökkvitæki voru við hendina og gerðu þau mikið gagn i fyrstu atrennu, enda var eldurinn ekki búinn að ná tókum á við báts- ins, heldur aðeins blautri málningunni sem er mjög eldfim. Það hafði því næstum tekist FAXI Blaðstjórn skipa: JÓN TÓMASSON, HALLGR. TH. BJÖRNSSON, VALTÝR GUÐJÓNSSON. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: GUÐNI MAGNÚSSON. Afgreiðslumaður: STEINDÓR PÉTURSSON. Auglýsingastj óri: BJÖRN PÉTURSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 3,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vík og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kaup verkamanna í Keflavík og Njarð- víkum í desember 1949. (Vísitalan 300). Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 2.80). Dagvinna kr. 8.40 Eftirvinna — 12.60 Nætur- og helgidagavinna .. — 16.80 Vinna við loftþrýstitæki og hrærivélar. (Grunnkaup 3.05). | Dagvinna kr. 9.15 j Eftirvinna — 13.74 i Nætur- og helgidagavinna .. — 18.30 ; Skipavinna o. fl. Kolavinna, upp- og i útskipun á sementi, hleðsla þess í pakk- i húsi og afhending þess. (Grunnkaup 3.05). | Dagvinna kr. 9.15 j ! Eftirvinna — 13.74 j i Nætur- og helgidagavinna .. — 18.30 i Önnur upp- og útskipun, fiskaðgerð í salt. (Grunnkaup 2.85). 1 Dagvinna kr. 8.55 i i Eftirvinna — 12.83 í Nætur- og helgidagavinna .. — 17.10 j Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. j að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvilið Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar komu á vettvang sem voru þó bæði mjög viðbragðs- fljót. Tveir—þrír bátar, sem stóðu næstir Braga í dráttarbrautinni voru í mikilli hættu ef ekki hefði tekist að ráða niðurlögum eldsins svo giftusamlega sem raun var á. Tjón varð minna en við hefði mátt búast. Eigandi bátsins er Egill Jónasson í Njarðvík.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.