Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.06.1951, Qupperneq 4

Faxi - 01.06.1951, Qupperneq 4
56 F A X I una og eftir 75 m. var hún orðin um það bil 4 m. á undan, en Guðný var ekki alveg á því að gefa sig, því hún herti allt í einu á sér og dró jafnt og þétt á Sólveigu. I markinu urðu þær næstum alveg jafnar, Guðný aðeins 1,10 úr sek. á undan. í öðrum riðli kepptu María Eyjólfsdóttir og Ragn- hildur Halldórsdóttir. Ragnhildur tók strax forystuna og hélt henni út allt sundið og í markinu var hún um það bil 4 m. á undan. Úrslit: 1. R. Halldórsdóttir, A . .. . 1:39,8 m 2. María Eyjólfsdóttir, K . . 1:44,2 - 3. Guðný Árnadóttir, K . . 1:45,2 - 4. S. Guðmundsdóttir, A . . 1:45,3 - Fyrir þetta sund fengu Akurnesingar 6 stig, en við 5 stig. Stigin standa því þannig: Keflavík 12, Akranes 10. 50 m skriðsund karla. Fyrir Keflavík kepptu Friðrik Magnússon, og Helgi Þorsteinsson, en Akranes Helgi Har- aldsson og Örlaugur Elíasson. Sigur- vegarinn í þessu sundi, Helgi Haralds- son, er áreiðanlega bezti sundmaður Akurnesinga, enda sýndi hann yfir- burði í þessu sundi og í síðasta sundi mótsins tryggði hann Akurnesingum sigur í bæjarkeppninni, en frá því verð- ur sagt síðar. I fyrsta riðli kepptu Friðrik Magnússon og Örlaugur Elías- son. Friðrik vann eftir mjög harða keppni. I síðari riðlinum kepptu Helgi Þorsteinsson og Helgi Haraldsson og eins og áður er greint, sigraði sá síðar naíndi. Eftir þetta sund hafa Akurnes- ingar 17 stig en Keflvíkingar 16 stig. Úrslit: 1. Helgi Haraldsson, A . . 31,3 sek. 2. Friðrik Magnússon, K . . 33,5 3. Örlaugur Elíasson, A . . 33,6 4. Helgi Þorsteinsson, K . . 34,4 50 m skriðsund konur. Fyrir Kefla- vík kepptu Inga Árnadóttir og Erna Sigurbergsdóttir, en Akranes Sólrún Ingvarsdóttir og Ólína Björnsdóttir. Þetta sund vakti sérstaklega athygli fyrir það hve mikill stærðarmunur var á keppendum í síðari riðlinum. Á fyrstu braut var Sólrún Ingvarsdóttir, sem fyrir nokkrum árum var ein af bestu skriðsundskonum landsins, nú frú á Akranesi og hætt sundæfingum fyrir nokkru síðan, en á annari braut var 12 ára lítil stúlka, Inga Árnadóttir frá Keflavík. Þótt stærðarmunur- inn væri mikill þá gerðum við Keflvíkingar okkur von um að vinna þetta sund og sú von brást ekki. Inga leiddi sundið allan tím- ann og kom í mark um 2. m. á undan Sólrúnu. Fyrri riðilinn vann Erna á sín- um bezta tíma og tryggði sér þar með þriðja sæti. Stigin eftir þetta sund urðu Inga Arnadóttir. því, Akranes 21, Keflavík 21. Úrslit: 1. Inga Árnadóttir, K .... 40,0 sek. 2. S. Ingvarsdóttir, A .... 41,3 3. E. Sigurbergsdóttir, K . . 44,7 4. Ólína Björnsdóttir, A . . 49,0 50 m baksund konur. Þetta sund var ef til vill úrslitasundið í bæjarkeppn- inni, því sá bær sem vann þetta sund, átti einnig meztan möguleika á að vinna kvennaboðsundið, (þrísundið) þar sem fyrsti spretturinn er baksund og séð var fyrir að bæirnir voru mjög líkir í hinum sundunum (þ. e. bringusundi og skriðsundi). Vonir okkar um að vinna þetta sund, brugðust algerlega. Stúlkurnar á Akranesi voru miklu sterkari, en við höfðum búizt við, þær unnu báða riðlana og ekki nóg með það, heldur einnig fyrsta og annað sæti. Stigin snérust því við: Akranes 29, Keflavík 26. Úrslit: 1. S. Guðmundsdóttir, A . . 50,0 sek. 2. Bára Jóhannsdóttir, A . . 50,0 3. Erna Sigurbergsd., K . . 50,2 4. Anna Guðmundsd., K . . 52,0 50 m baksund karla. Fyrir Keflavík kepptu Pétur Þórðarson og Ingvar Hall- grímsson, en Akranes Steindór Gunn- arsson og Valur Jóhannsson. I fyrri riðlinum voru Ingvar Hall- grímsson cg Valur Jóhannsson. Ingvar vann auðveldlega eins og tíminn ber með sér. Seinni riðilinn var aftur á móti meira spennandi. Pétur var samt greinilega á undan. Eftir ströngustu reglum hefði sund Péturs líklega verið dæmt ógilt, þar sem hann velti sér yfir á brynguna áður en hann náði marki, en samkvæmt úrskurði dóm- nefndar var honum dæmdur sigur. Eft- ir þetta sund féllu stigin þannig: Akra- nes 33, Keflavík 33. Úrslit: 1. Pétur Þórðarson, K . . . . 40,1 sek. 2. Steindór Gunnarsson, A 41,0 3. Ingvar Hallgrímsson, K 42,1 4. Valur Jóhannsson, A . . 46,5 3x50 m þrísund (boðsund) konur (baksund, bringusund og skriðsund) Sveitin frá Keflavík var skipuð: Maríu Eyjólfsdóttur, Guðnýju Árnadóttur og Ingu Árnadóttur, en sveitin frá Akra- nesi: Báru Jóhannsdóttur, Ragnhildi Halldórsdóttur og Sólrúnu Ingvarsdótt- ur. Akurnesingar tóku forustuna strax á fyrsta spretti og héldu henni út allt sundið. Þarna töpuðum við sundi, sem við höfðum jafnvel gert okkur von með að vinna og nú var aðeins möguleiki að jafna keppnina með því að vinna karlaboðsundið. Stigin eftir þetta sund Akranes 38, Keflavík 36. 1. Sveit Akranes (Bára, Ragnhildur og Sólrún) . . 2:16,6 m 2. Sveit Keflavíkur (María, Guðný og Inga) ........ 2:20,0 - 4x50 m frjáís aðferð karla (boðsund) Margir biðu með eftirvæntingu eftir þessu sundi. Akurnesingar byggðu aðallega á endamanni sínum, Helga Haraldssyni, en aftur á móti munum við hafa haft jafnari msnn. Skotið reið af, Steindór Gunnarsson var á fyrstu braut fyrir Akranes, en Sigurður Eyjólfsson á annari braut fyrir Kefla- vík. Það var steinhljóð í salnum, Akur- nesingunum var ekki farið að lítast á blikuna. Sigurður kom í mark um það bil 4 m á undan Steindóri. Annan sprettinn synti fyrir okkur Helgi Þor- steinsson en fyrir Akranes Örlaugur Elíasson. Bilið styttist aðeins, en samt höfðum við um 3. m forskot, þegar þriðji maður lagð af stað. Það var Friðrik Magnússon og á móti honum synti Magnús Kristjánsson. Enn minnkaði bilið og í markinu var Friðrik rúma 2 m á undan. Endasprettinn fyrir okkur synti Pétur Þórðarson, fyrrver- and sundkóngur Suðurnesja, en Helgi fyrir Akurnesinga eins og áður er get- ið. Eftir 25 m var útséð hvernig fara

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.