Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1951, Síða 5

Faxi - 01.06.1951, Síða 5
F A X I 57 Frá skólunum í síðasta tbl. Faxa birtist skýrslan um starfsemi skólanna í Keflavík, en þar eð hraða varð útkomu blaðsins vegna Sundhallardagsins í Keflavík, 2. í Hvítasunnu, og vegna ferminganna á Suðurnesjum, sem þá stóðu fyrir dyr- um, þá náðist ekki að því sinni einnig til skólaslita frá öðrum skólum. Verð- ur nú leitast við að bæta úr þessu og birtast hér skýrslur frá þeim skólum, sem til hefir náðst. H. Th. B. Frá Hafnarskóla. Skólaskyld börn í Höfnum voru á þessum vetri 14, en skólann sóttu einnig 2-—3 börn innan skólaskyldu- aldurs. Kennari var fr. Þórhildur Valdi- uiarsdóttir. Heilsufar var með lakara móti vegna inflúenzunnar, sem þar var viðloða um tíma og einnig gengu þar mislingar. Hæstu einkunnir hlutu við vorpróf: 1- Elvar Pétur Aðalsteinsson, frá Merkissteini 11 ára ........ 9,00 2. Þóroddur Vilhjálmsson frá Merkinesi .................... 8,6 2- Sigurður Ben. Þorbjörnsson . . 7,80 Tveir þeir síðarnefndu voru 13 ára °g fermdust á vorinu. (Heimildin er Há Jóni Jónssyni fyrrverandi skóla- stjóra). Barnaskólanum í Grindavík var lokið 16. maí. í skólanum voru 62 börn í þremur deildum. 15 nemendur luku barnaprófá og eiga þá eftir tveggja vetra skyldunám í unglingaskóla. mundi, Helgi hafði jafnað bilið og auð- siaanlega öruggur með að sigra. Eftir þetta síðasta sund féllu stigin þannig: Akranes 43, Keflavík 39. Úrslit: 1- sveit Akurnesinga (Stein- dór, Örlaugur, Magnús og Helgi) .............. 2:15,0 m 2- sveit Keflvíkinga (Sig., Helgi, Friðrik og Pétur) 2:16,6 m Þar með lauk þessari fyrstu bæjar- beppni milli Akraness og Keflavíkur með sigri Akurnesinga. Hæstu einkunn við barnapróf fékk Kristinn H. Þórhallsson........ 8,9 Samtímis lauk Unglingaskóla Grinda- víkur, en hann er einnig til húsa í Barnaskólanum og starfar jafnlangan tíma, eða frá 15. sept. til 15. maí. I Unglingaskólanum voru 14 nem. og luku 9 unglingaprófi. Hæstu einkunn, 7,8, hlaut Björgvin Ó. Gunnarsson. Eins og að undanförnu voru 13 ára börnum, fermingarbörnum, veitt tvenn verðlaun, I. og II. verðlaun, úr Sæm- undarsjóði. En verðlaunin eru heiðurs- skjal og 10 krónur í peningum. Fyrstu verðlaun hlaut Vjilhjálmur Þ. Bergsson, einkunn 8,9, önnur verð- laun hlaut Valgerður Gísladóttir, eink- unn 7,0. Valgerður fékk einnig handa- vinnuverðlaun Kvenfélagsins, sem er fingurbjörg úr silfri fyrir beztu handa- vinnu 13 ára telpna. Nokkrar tafir urðu á kennslunni í vetur vegna hinna óvenjumiklu snjóa. Þá var skólanum einnig lokað í 9 daga vegna ,,inflúensu“ faraldurs. Að öðru leiti var heilsufar í skólanum mjög gott. Frá barna- og unglingaskólanum í Sandgerði. Nemendur skólans s.l. vetur voru samtals 87. Skiptust þeir í fjóra bekki bai’naskólans og tvo bekki unglinga- skólans, sem nú í fyrsta skipti starfaði í tveimur bekkjum og útskrifaði nem- endur við unglingapróf. Sú breyting varð á kennaraliði skól- ans, að Bjarni Ólafsson lét af störfum við skólann, en í hans stað kom nýr kennari, Snorri Jónsson. Við unglingapróf höfðu hæstu eink- unn þær Ásdís Ólafsdóttir og Erla Hjartardóttir, báðar með 7,9. Hæstu einkunn við árspróf 1. bekkjar ungl- ingaskólans, 7,9 hlaut Auður Aðal- steinsdóttir. Við barnapróf fékk Elín Traustadótt- ir hæstu aðaleinkunn, 7,6 en hæstu aðaleinkunn við árspróf barnaskólans hafði Ragnheiður Aðalsteinsdóttir, 7,2. Verðlaun kvenfélagsins fyrir beztu framför hlaut Pétrún Ása Arnlaugs- dóttir. Vorskólinn starfaði fyrri hluta maí- mánaðar, og sóttu hann 40 börn. Aðalsteinn Teitsson. Frá Barnaskóla Njarðvíkur. Nemendur á skólaárinu voru 83, er alkiptust í sex deildir. Við skólann störfuðu þrír fastir kennarar og auk þess var stundakennsla í handavinnu drengja og leikfimi. Barnaprófi luku átta börn og fimm unglingaprófi í bóknámsdeild. Hæstu einkunn í 2. bekk unglinga- cleildar hlaut Ólöf Gísladóttii' 8,43, í 1. bekk unglingadeildar (verknáms- deild) Guðrún Skúladóttir 7,79. Hæstu einkunn fullnaðarprófsbarna hlaut Hólmfríður Snorradóttir 8,54, í 3. bekk Guðbjörg Svavarsdóttir 8,15, í 2. bekk Sólmundur Einarsson 6,20 og í fyrsta bekk Vígsteinn Vernharðsson 4,82. Sigurbjörn Ketilsson. Frá Sandgerði ■ Mjargir Sandgerðingar hafa þegar lokið keppni, þar á meðal fólk, sem ekki hefur iðkað sund árum saman. Til þess að vinna að aukinni þáttöku og greiða fyrir um undirbúning og sundæfingar, er starfandi hér þriggja manna nefnd. Eru í henni Hjalti Jóns- son, Hulda Guðnadóttir og Aðalsteinn Teitsson; hafa þau fengið ákveðna tíma þrisvar í viku í Sundhöll Keflavíkur og fólkið fjölmennt þangað í „kassa- bíl“ til æfinga og keppni. Þau hafa ,not'ið mjög góðs stuðnings forráða- rnanna sundhallarinnar og hafa von um styrk úr hreppssjóði til þess að draga úr ferðakostnaði keppenda. Vorið cr komið. Lífsins giftu lýðir sjá, litaskifti á túnum. Fönnum svift og fagurblá fjöllin lyfta brúnum. Agúst L. Pétursson. Þessi vel kveðna vísa ber yfir sér tignar- svip íslenzkrar náttúru eins og hún væri töluð út úr hjarta Fjallkonunnar. H. Th. B.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.