Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1951, Síða 6

Faxi - 01.06.1951, Síða 6
58 F A X I \ Hvaða olíukyndingartæki eru bezt? Notkun hráoliu til upphitunar á húsuim hefur vaxið stór- lega á síðustu árum. Má hiklaust telja að varla sé reist svo > nýtt íbúðarhús, að það sé ekki hitað upp með olíu og við- búið að svo verði enn um skeið a. m. k. Auk þess hefur fjöldi manna, sem áður höfðu kolakyndingu skipt um og nota nú olíu í stað kola. Astæðan er fyrst og fremst hin mik.lu þægindi, sem olíukyndingu er samfara miðað við kolakyndingu. Við þessa þróun hefur skapazt allmikill markaður fyrir olíukyndingartæki bæða katla og brennara. > Allmörg fyrirtæki hafa sek slík tæki undanfarin ár. Það er > engum efa undirorpið, að tæki þessi eru mjög misjöfn að gæðutn hvað olíueyðslu snertir. Dæmi eru til þess að menn j hafi minnkað olíueyðslu sína um helming við það að > að skipta um ketil. Reynsla fólks í notkun þessara tækja > er tiltölulega stutt og mönnum, sem hafa hug á að fá > sér olíukyndingartæki er nokkur vorkunn, þótt þeir séu í allmiklum vafa um, frá hvaða fyrirtæki þeir skuli fá sér ketil. En þarnaer um að ræða mikið hagsmunamál hjá hverri l fjölskyldu, þar eð hitakostnaður er nú orðinn það stór liður > í útgjöldum heimilis, að naumast verður undir risið fyrir láglaunamenn. Þess var getið hér að framan að dæmi væru > til þess að menn hefðu sparað allt að helmingi upphitunar- > kostnaðar við það að skipta um ketil. Vil ég nú sanna það j mál mitt með eftrfarandi vottorðum: l Síðast liðið haust tók ég í notkun miðstöðvarketil smíðað- an í vélsm. Ol. Olsen í Ytri-Njarðvík. Áður notað ég amer- j ískan ketil, sem ég keypti nýjan frá Elding Trading Com- pany á árinu 1949. Var talið að sá ketill væri by.ggður sér- ■ staklega fyrir olíukyndingu, enda pantaðir þannig. Við Olsen- > ketilinn hefi ég notað sama sjálfvirka kyndingartækið og J fylgdi hinum katlinum. Húsrúmið, sem kötlunum var ætlað j að hita, er ein hæð, 140 ferm. að stærð, eitt herberg í kjallara j og þvottahús. Reynsla mín af Olsen-Katlinum er sem hér ! segir. Mánuðina nóvember, des., jan. og febrúar hefur hann > notað að meðaltali 20 lítra af olíu á dag eða 60 lítra á mán- > uði. Hinn ketillinn notaði sömu mánuði s. 1. vetur rúma 33 > lítra á dag eða 1000 l'ítra á mánuði. Hiti frá Olsen-kathnum j hefur reynzt betri, þótt olíueyðsla hafi ekki verið nema 3 á ! móti 5 miðað við hinn. Þess utan er Olsen-hetillinn mun J fljótari að hita miðstöðvarkerfið. Mun láta nærri að hann fullhitl það á hdmingi skemmri tíma en hinn ketillinn gerði. I 16. mars 1951. Stefán Jónsson Melhaga 1, Rvík. > (sign) Við undirritaðir, Jón Gunnlaugsson og Ragnar Bjarkan > stjórnarráðsfullltrúar í Reykjavík, tökum hér með eftirfarandi | fram að gefnu tilefni: Frá þvi við fluttum í hús okkar Há- l teigsveg 40 sumarið 1948 notuðum við í tvö ár nýjan kola- J ketil með íslenzkri olíukyndingu til upphitunar í húsinu. ! Varð kyndingarkostnaður það mikill þennan tíma, að við > ákváðum að skipta um ketil. A s. 1. sumri fengum við nýjan > ketil smíðaðan af Ol. Olsen í Njarðvík, og treystum við okkur til að fullyrða, að þessi nýi ketill sparar okkur minnst 30—40% af olíueyðslunni miðað við eyðslu kolaketilsins. Nemur sparnaður þessa eina ketils, sem hitar allt húsið ekki minna en 5.000.00 kr. á ári miðað við núverandi olíuverð Þess skal getið, að við erum að öðru leyti vel ánægðir með þessi nýju olíukyndingartæki, bæði er þægilegt að kveikja upp í þeim og öryggisútbúnaður sýnist í góðu lagi. Rvík. 14 mars 1951. Ragoar Bjarkan, Jón Gunnlaugsson. (sign) Dæmi þessi sýna hve mi'klar upphæðir meim geta sparað sér, ef þeir fá sér beztu fáanleg tæki, sem á boðstólnum eru. Það er m. ö. o. sannað mál, að mikill fjöldi heimila getur sparað sér upphæðir, sem skipta hundruðum og þúsundum árlega. Með tilliti til þess, hve þýðingarmikið það er fyrir hverja fjölskyldu og landið í heild að ekki sé verið að eyða óþarfa fjánmunum í olíubrennslu, vil ég leyfa mér sem einn framleiðanda olíukatla að bera fram ákveðna tillögu í þess'U hagsmunamáli almennings. Hún er sú, að seltur sé á stofn einskonar rannsóknarréttur dómbærra manna á gildi þcirra olíukatla, sem á boðstólum eru. Virðist eðlilegt að framkvæmd málsins sé í höndum Ejárhagsráðs, þar sem hér getur veriðum að ræða verulegt gjaldeyrismál. Framkvæmd málsins gct ég hugsað mér þannig, að t. d. öll þau fyrirtæki, er slíka katla og kyndingartæki hafa á boðstólum, Mti ráðinu í té til afnota einn ketil í einskonar prófraun. Síðan eru allir þessir katlar settir upp á þar til völdum stað undir eftirliti framleiðendanna og látnir starfa hæfilega lengi við nákvæm- lega samskonar skilyrði og árangurinn síðan mældur og út- reiknaður í tölum, svo engar brigður verði á það bornar, hver liafi sigrað í keppninni, og niðurstöðurnar síðan ræki- lega auglýstar almenningi til leiðbeiningar. Vænti ég þess, að aðilar þeir, er slíka miðstöðvarkatla fram- leiða, verði mér sammála um nauðsyn þessa rannsóknar- réttar og telji mikils virði að fá úr því skorið á hvaða stigi framleiðsla þeirra stendur í keppninni. Rannsókn þessi þyrfti ekki að kosta það mikla fjármuni að slíkt hindraði þessa framkvæmd. Væri heldur ekki óeðli- legt að framleiðendurnir sjálfir vildu til vinna að talka á sig mikinn hluta kostnaðarins, þar sem þarna yrði um að ræða stórkostlega auglýsingu fyrir þann eða þá, er sigur bæri úr býtum í samkeppninni. En að fengnum niðurstöðum þess- arar rannsóknar, væri á boðstólum fullkomin upplýsing um það fyrir hvern þann, er olíukyndingu notar, hvaða fram- leiðandi það væri, sem hefði á boðstólum sparneytnustu og þar með beztu gerð þessara katla.. Þar sem hér er um að ræða svo mikið hagsimunamál fyrir fjölda manna og þar að auki verulegt gjaldeyrismál, vænti ég þess að þessi tillaga mín verði tekin til athugunar og framkvæmda af réttum aðilum og það sem allra fyrst. Ytri-Njarðvík, 4. apríl 1951. Ol Olseti

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.